Morgunblaðið - 01.05.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1986
5
+
Frá Ólafsvík, en dagskrá 1. maí þar er í þessu yfirliti. Morgunbiaðia/Snon-i Snorrason
í Félagsheimilinu og þar verða jafn-
framt ýmsar uppákomur. Hátíðar-
höldunum lýkur á laugardagskvöld
með dansleik í Félagsheimilinu, þar
leikur hljómsveitin París fyrir dansi
og Herbert Guðmundsson syngur.
Neskaupstaður
Hátíðarfundur hefst klukkan 14
í Egilsbúð. Á dagskrá er ávarp
Verkalýðsfélags Norðfjarðar, en
aðalræðumaður kvöldsins verður
Þórir Daníelsson framkvæmda-
stjóri. Einar Már Sigurðsson og
-í Smári Geirsson lesa upp, skóla-
hljómsveit Neskaupstaðar leikur
undir stjóm Jóns Lundberg. Sig-
valdakvartettinn leikur og syngur.
Öllum bömum er boðið á kvik-
myndasýningu í Egilsbúð kl 17.
Keflavík
Kl. 13 verður safnast saman við
Víkina og kl. 13.30 hefst kröfu-
ganga með Lúðrasveit Tónlistar-
skólans í broddi fylkingar. Gengið
verður niður Hafnargötu að Félags-
bíói, en þar hefst hátíðarfundur kl.
14. Ávarp flytur Sigurbjörn Björns-
son starfsmaður VSFK. Karl Stein:
ar Guðnason varaformaður VSI
flytur ræðu dagsins, flutt verða
ávörp, gamanmál, og sönglög sung-
in, auk þess sem þrír baráttumenn
verða heiðraðir. l. maí kaffi verður
í Félagsheimili verslunarmannafé-
lagsins að Hafnargötu 28, kaffiveit-
ingar em ókeypis. Börnum er boðið
í Nýja bíó kl. 14. Kl. 21. hefst 1.
maí dansleikur í Veitingahúsinu
Vesturbraut, en þar skemmta Júlíus
Brjánsson og Edda Björgvinsdóttir
og hljómsveitin Klassík leikur fyrir
dansi.
Ólafsvík
Kaffiveitingar verða á Hótel Nesi
kl. 15 fyrir eldri verkalýðsfélaga,
60 ára og eldri. Skemmtiatriði
heljast í Félagsheimilinu kl. 17.
Ræðumaður dagsins verður Sigríð-
ur Dúna Kristmundsdóttir, Kristinn
Sigmundsson syngur einsöng við
undirleik Jónasar Ingimundarsonar
og Ómar Ragnarsson verður með
glens og gaman.
Höfn
Dagskráin hefst með kröfugöngu
frá Miðgarði kl. 14, en að henni
lokinni verður dagskrá þar sem
ræðumaður dagsins verður Björn
Grétar Sveinsson. Kaffiveitingar
verða að lokinni dagskrá í Miðgarði
og samtímis verður kvikmyndasýn-
ing fýrir böm í Sindrabæ.
ísafjörður
Hátíðarhöld hefjast kl. 14 í Al-
þýðuhúsinu. Lúðrasveit Tónlistar-
skóla Isafjarðar leikur. Guðrún
Agnarsdóttir alþingismaður flytur
ræðu. Flutt verða ávörp og söng-
kvartett MÍ syngur. Kvikmynda-
sýning verður fyrir böm kl. 17.
Fundarstjóri er Salmar Jóhannsson.
Sig’lufjörður
Hátíðarhöldin verða með hefð-
bundnu sniði. Hátíðarræður flytja
Jón Baldvin Hannibalsson formaður
Alþýðuflokksins og Svavar Gests-
son formaður Alþýðubandalagsins.
V estmannaeyjar
Hátíðarhöldin em sett með
ávarpi verkalýðsfélaganna. Flutt
verða ávörp, skemmtiatriði og
stúlknakór á Seltjarnamesi syngur.
Hersir Sigurgeirsson leikur á pianó.
Að lokinni dagskrá verða kaffiveit-
ingar og vistfólki á Elliheimilinu
sérstaklega boðið.
Rey ðar fj örður;
Framboðslisti
Sjálfstæðis-
flokksins
Reyðarfjörður.
Á FUNDI Sjálfstæðisfélags
Reyðarfjarðar 27. apríl var
samþykktur framboðslisti D-lista
Sjálfstæðisflokksins til sveitar-
stjórnarkosninga 31. maí 1986.
Listinn er þannig skipaður:
1. Hilmar Siguijónsson verkstjóri,
2. Sigurbjörg Hjaltadóttir skrif-
stofumaður, 3. Ásmundur Ás-
mundsson stýrimaður, 4. Þorgrímur
Jörgensson múrari, 5. Jóhanna
Hallgrímsdóttir húsmóðir, 6.
Bryndís Ingvarsdóttir húsmóðir, 7.
Þorsteinn Þórhallsson verkamaður,
8. Jómnn Sigurbjörnsdóttir kenn-
ari, 9. Gústaf Ómarsson trésmiður,
10. Helga Hauksdóttir kaupkona,
11. Páll Elísson verkstjóri, 12.
Hreinn Sigmarsson nemi, 13. Bóas
Jónasson verkamaður, 14. Jónas
Jónsson skipstjóri. Gréta
Læmrn ensku
njótum hfsins
jr t/
isumar
Minni fjarlægðir, aukin fjölmiðlun, hátækni,
samskipti þjóða og ferðalög krefjast betri
enskukunnáttu.
Myndband um King’s School hjá
Útsýn.
Feröaskrífstofaw
7
Austurstræti 17, sími 26611
23638-25124
I sumar gefst gullið tækifæri til að bæta enskukunnátt-
una og njóta lífsins með nýju fólki, í nýju umhverfi.
Góð enska getur hjálpað þér alls staðar: í skólanum,
vinnunni, starfsumsókninni, ferðalaginu, bóklestri, bíó,
tómstundum o.fl. o.fl.
King’s School of English er viðurkennd stofnun, sem rekur
fjóra skóla, sem bjóða enskunámskeið við allra hæfi á suðurströnd
Englands, Bournemouth, Wimborne og í London. Útsýn sér um að
panta eftirfarandi námskeið:
King’s í Bournemouth:
Aðalnámskeið:
24 kennslustundir á viku, lágmarksaldur 16 ára, frá mánaðarnám-
skeiðum upp í ár. Kennt á 6 stigum í 12—17 manna bekkjum.
Einnig haldin sumarnámskeið með 20 kennslustundum á viku.
Skemmtana- íþrótta- og strandlíf.
King’s College í Bournemouth:
Meiri kennsla og framhaldsnámskeið:
30 kennslustundir á viku, 16 ára og eldri, í 2—8 vikur, 8—10 í bekk.
Undirstaða æskileg. Viðskiptaenska og tölvuþjálfun. Einnig þrjú 3ja
mánaða námskeið í stjórnun og tölvunámi.
King’s Wimborne:
Aldur 10—16 ára, 20 kennslustundir, sambland af kennslu, íþróttum
og leikjum, skemmtikvöldum og skoðunarferðum, 2—8 vikur eða
lengur. Wimborne er notaleg lítil borg 16 km frá suðurströndinni.
King’s í London:
Skólinn er í Beckenham í suð-austur London. Margvísleg námskeið
t.d. 30 tíma kennsluvika, einnig sumarnámskeið 16 og 24 tíma,
skemmtana- og fyrirlestrahald. 25 mín. lestarferð inn í miðborg
Lundúna.
i