Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 10 ára: Gefa listaverk til vist- og dvalarheimila — „viljum styrkja unga listamenn“ segir Júlíus Sólnes formaður samtakanna Samtök sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu eru 10 ára um þessar mundir. Af því til- efni gáfu samtökin 17 listaverk í gær til vist- og dvalarheimila á höfuðborgarsvæðinu. Enn- fremur veittu samtökin viður- kenningu til ungra listamanna sem afhent var Nýlistasafninu til varðveislu. Þá var í gær veitt árleg viðurkenning sam- takanna fyrir merkt framlag til umhverfismála og hlaut Vegagerð ríkisins hana í ár fyrir frágang Reykjanesbraut- ar og umhverfis hennar. Einnig hlutu Ferðafélag Islands, Uti- vist og Náttúruverndarsamtök suð-vesturlands viðurkenning- ar - styttur eftir Hallstein Sig- urðsson - fyrir framlag til nátt- tirukynningar svæðisins með skipulögðum ferðum. Gestur Ólafsson, framkvæmda- stjóri skipulagsdeildar höfuðborg- arsvæðisins, sagði í samtali við blaðamann að samtökin hefðu haldið sýningar á listaverkum ungra og efnilegra listamanna undanfarin ár í húsakynnum sín- um og kynntu hvem þeirra í riti um skipulagsmál sem gefin eru út nokkrum sinnum á ári. Síðan hefðu samtökin keypt eitt lista- verk af hveijum þeirra fyrir aug- lýsingatekjur af ritinu og væru nú listaverkin orðin alls 17 talsins í eigu samtakanna. Júlíus Sólnes, formaður stjórn- ar samtakanna sagði við afhend- ingu verkanna að markmið sam- takanna væri alls ekki listaverka- söfnun, en þó fyndist sjálfsagt að styðja við bakið á ungum og efnilegum listamönnum. „Þetta er ákaflega fyrirhafnalítið fyrir okkur, en öllum til ánægju og ég hvet aðrar slíkar stofnanir að fara að okkar dæmi til að styðja við bakið á listamönnunum. Þeir eru jú hluti af okkar menningarlega umhverfí og við þurfum að styðja þá. Nú á 10 ára afmæli samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu þótti okkur tilhlýðilegt að gefa safnið til vist- og dvalarheimila þar sem ijármagn þar er e.t.v. ekki til staðar fyrir kaup á lista- verkum," sagði Júlíus. Þau heimili sem fengu lista- verkin til eignar eru: Vistheimili barna Dalbraut 12, Neyðarat- hvarf unglinga Tjarnargötu 35, Neyðarathvarf unglinga Kópa- vogsbraut 17, Uppeldis- og með- ferðarheimili Reykjavíkur Sól- heimum 7, Sambýlið Sólheimum 17, Fjölskylduheimilið Akurgerði 20, Fjölskylduheimilið Búðargerði 9, Fjölskyiduheimilið Reynilundi 4, Sambýlið Vallargerði 26, Vist- heimilið Skólagerði 6, Sambýlið Klettahrauni 17, Kópavogshæli, Mæðraheimilið Sólvallagötu 10 og Kvennaathvarfið. Listaverkin eru eftir: Ómar Skúlason, Örn Þorsteinsson, Helga Þorgils Friðjónsson, Sigr- únu Eldjárn, Sigurð Örlygsson, Magnús Tómasson, Þórð Hall, Gunnar Örn, Þorbjörgu Höskulds- dóttur, Einar Hákonarson, Björgu Þorsteinsdóttur, Þórð Ben Sveins- son, Magnús Kjartansson, Guð- berg Auðunsson, Hallstein Sig- urðsson, Rúrí og Steinunni Þórar- insdóttur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Júlíus Sólnes, formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, afhenti listaverkin. Að baki honum stendur Gestur Ólafsson, framkvæmdastjóri skipulagsdeildar höfuðborgarsvæðisins. Háskólakennsla á Akureyri 1987: „Við höfum brotið reyk- víska háskólamúrinn“ — sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra á fundi á Akureyri Akureyri. „ÞAR MEÐ er háskóli á Akureyri ekki lengur orð. Akvörðunin er tekin. Við þurfum ekki lengur að kveinka okkur yfir umræðum um þessi mál,“ sagði Halldór Blöndal, alþingismaður og for- maður nefndar um nám á há- skólastigi á Akureyri, á almenn- um stjórnmálafundi hjá Sjálf- stæðisfélögunum á Akureyri í fyrrakvöld er hann greindi frá þeirri ákvörðun Sverris Her- mannssonar, menntamálaráð- herra, að veita leyfi til þess að kennsla á háskólastigi hæfist hér í bænum haustið 1987 og Morg- unblaðið greindi frá í gær. Það er kennsla í iðnrekstrarfræð- um sem Sverrir hefur gefið leyfi fyrir. Að sögn Halldórs hefur kennsla í iðnrekstrarfræðum verið mjög vinsæl í Tækniskólanum í Reykjavík. Það sé hagnýtt nám fyrir t.d. þá sem reka smáfyrirtæki. Námið er viðskiptafræðilegs eðlis og tengist einnig iðnbrautum. Sverrir kom „færandi hendi“ á fundinn Alþingismennirnir Bjöm Dag- bjartsson og Halldór fluttu fram- söguerindi á fundinum í fyrrakvöld og menntamálaráðherra kom þang-' að sem sérstakur gestur. Og hann kom þangað „færandi hendi“ eins og Halldór sagði: hann færði Bern- harð Haraldssyni, skólameistara Verkmenntaskóians, bréf þar sem leyfið var gefið og Halldór tilkynnti það. Fundarmenn sýndu hrifningu sína á ákvörðun ráðherra með miklu lófataki, en Sverrir var hógværðin uppmáluð er hann sté í pontu. Hann sagði þó: „Öllum þykir hólið gott og mér líka,“ en bætti svo við: „Það hefði enginn getað orðið svo aumur menntamáiaráðherra sem settist i stólinn er ég gerði það að hann hefði ekki tekið þessa ákvörðun. Við höfum nú brotið reykvíska há- skólamúrinn og það er sjálfsagður hlutur. Mér finnst það með ólíkind- um að árið 1986 skuli enn vera til menn sem stingi við fótum þegar rætt er um háskólakennsiu á Akur- eyri.“ Sverrir sagðist myndi taka fyrir hjúkrunarfræðinám á háskóla- stigi aiveg á næstunni og var bjart- sýnn á að kennsla í því gæti hafist fljótt hér í bænum. Nóg af fólki til kennslu Lagður var fram á fundinum langur listi, sem háskólanefndin á Akureyri undir forystu Tómasar Inga Olrich hefur tekið saman, um fólk sem hefur réttindi til að vinna að kennslu á háskólastigi í hinum ýmsu greinum og hefur sýnt því verkefni áhuga þannig að ekki skortir kennaraaflið. Halldór Blöndal upplýsti á fund- inum að hann hefði rætt við for- ráðamenn Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna, Félags íslenskra iðnrekenda og SÍS um að þeir tækju þátt í kennslu í matvælafræðum á háskólastigi á Akureyri og hefðu þeir tekið erindinu vel. Hefur hann nú ritað þessum aðilum bréf vegna þessa og má búast við að fljótlega verði ljóst hvort af náminu verði í samvinnu við þessa aðila eður ei. Mjólkín í leikskólana STJÓRN Mjólkursamsölunnar í Reykjavík hefur ákveðið að lána öllum leikskólum á höfuðborgar- svæðinu og nágrenni sem það vilja kælikistur. Er það gert í þeim tilgangi að börnin geti átt kost á kaldri mjólk í leikskólun- um. Oddur Helgason sölustjóri Mjólk- ursamsölunnar sagði að börnin ættu ekki kost á kaldri mjólk í leikskólun- um og tækju þá frekar aðra drykki með að heiman frá sér. Starfsmenn Samsölunnar hefðu hins vegar orðið varir við mikinn áhuga hjá því hjá leikskólunum að fá þessa aðstöðu, ekki síst undanfarnar vikur í þeim umræðum sem verið hafa um mjólk- ina. A þessu svæði eru um 40 leik- skólar með um 4.000 börnum. Nokkur fyrirtæki hafa lækkað vörur segir Olafur Davíðsson framkvæmdastjóri iðnrekenda „VIÐ höfum fyrst og fremst lagt á það áherslu að fyrirtækin héldu sinum verðum óbreyttum og að kjarasamningarnir gæfu ekki tilefni til verðhækkana en menn reyndu þó að lækka verð- in eftir því sem tilefni gæfust. Það held ég líka að menn hafi gert,“ sagði Ólafur Davíðsson framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra iðnrekenda þegar leit- að var álits hans á þeim ummæl- um Georgs Ólafssonar verð- lagsstjóra að tregðu hefði gætt hjá ýmsum fyrirtækjum að lækka framleiðsluvörumar. Ólafur sagði að mikil óvissa hefði ríkt um það í upphafí hvaða tilefni gæfust til verðlækkana á vörum og væri svo enn. Hann sagði að ýmis fyrirtæki hefðu nýtt sér möguleika til verðlækkana og átti von á að fleiri gerðu það á næstunni. Það réðist þó af ýmsum ytri aðstæðum, svo sem þróun gengismála og verðþróun á hrá- efnum. Hann sagði að menn væru varkárari en ella að taka þá áhættu sem fylgdi verðiækkunum vegna óvissunar í gengismálun- um. Einnig virtist sem lækkun á þeim hráefnum sem unnin væru úr olíu skiluðu sér seinna en búist var við og drægi það úr möguleik- um manna til að lækka vörurnar. bOð FAlTEIGnflfAlA VITflJTIG IJ, Jimi 26090 26065. BOLLAGATA. 2ja herb. íb. 45 fm. Samþ. V. 1300 þús. SÓLVALLAGATA. Einstakl- ingsíb. 30 fm. V. 950 þús. EYJABAKKI. 2ja herb. íb. 65 fm. Sérþvh. á hæðinni. V. 1750 þ. BRÆÐRABORGARST. 2ja-3ja herb. ih. 75 fm. V. 1850-1900 þ. RAUÐARÁRSTÍGUR. 2ja herb. íb. 65 fm. Góð íb. V. 1550 þús. GAUKSHÓLAR. 2ja herb. íb. 60 fm. Sérþvottah. á hæðinni. V. 1650 þús. FRAKKASTÍGUR. 2ja herb. íb. 55 fm + bilskýli. V. 1850-1900 þ. FURUGRUND. 3ja herb. íb. 100 fm. Vinkilsvalir. Fallegt úts. V. 2,3 millj. NJÁLSGATA. 3ja herb. íb. 60 fm. V. 1650 þús. ORRAHÓLAR. 3ja herb. falleg íb. 90 fm. Suðursv. Fallegt úts. HRAUNBÆR. 3ja herb. falleg íb. 90 fm. Sérþvottah. V. 2,2 m. DIGRANESVEGUR. 4ra herb. íb. 120 fm. Bílskr. V. 2,8 millj. ÁLFHÓLSVEGUR. 5 herb. íb. 140 fm. Fráb. úts. V. 3150 þús. SKÓLAGERÐI. 4ra herb. íb. 80 fm. 50 fm bílsk. V. 2,5 millj. DALSEL. 4ra herb. íb. 115 fm. Fallegar innr. Bílskýli. V. 2,7 m. HÁALEITISBR. 4ra herb. 100 fm + bílsk. V. 2,7 m. BERGSTAÐASTRÆTI. 4ra-5 herb. íb. 130 fm. Fráb. úts. Hentar einnig fyrir skrifst. SUÐURGATA HAFN. 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð, 160 fm auk bílsk. Hornlóð. Suðursv. FRAMNESV. 3ja herb. íb. Tilb. u. trév. í nýbygg. Uppl. á skrifst. HRÍSATEIGUR. 4ra herb. íb. 85 fm.V. 1850 þ. MARÍUBAKKI. 4ra herb. falleg íb. 100 fm. Suðursv. V. 2450 þ. BRÆÐRATUNGA KÓP. 150 fm raðh. 60 fm bílsk. V. 3850 þús. KJARRMÓAR GB. 150 fm raðh. 25 fm bílsk. Úts.V.3850 þ. YRSUFELL. 160 fm raðh. + bílsk. V. 3750 þús. LANGHOLTSV. Raðh. á þrem- ur hæðum 250 fm í nýbyggingu. Verð 3850 þús. Til afh. strax. KALDASEL. Raðh. á 3 hæðum 310 fm. 30 fm bilsk. Uppl. á skrifst. BARRHOLT MOS. Einbýlish. 150 fm á einni hæð. Stór bílsk. Glæsil. innr. Verð 4,5 millj. ARNARHRAUN HAFN. 230 fm einbýlish. Bílsk.r. Verð4,8 m. GRETTISGATA. Einbýlish. 130 fm. Góðar innr. Parket. Eignar- lóð. Verð 2950. Laust. HÓFGERÐI. 140 fm einbýlish. 40 fm bílsk. Falleg lóð. V. 4,5 m. HLÍÐARHVAMMUR. Einbýlish. 125 f m. 30 f m bílsk. V. 4,1 m. KÖGURSEL. Glæsil. einbýlish. 240 fm. Glæsil. innr. Hús í sér- flokki. V. 4,8 millj. Skoðum og verðmetum samdægurs. Fjöldi annarra eigna á skrá I Bergur Oliversson hdl., Gunnar Gunnarsson. HEIMASÍMI: 77410.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.