Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986
Blaí5buröarfólk 1 óskast! I
^ jl
KÓPAVOGUR Álfhólsvegur 65-137 (staka talan)
1 r
HARVEY
SKJALASKÁPAR
er vönduð ensk framleiðsla á
hagstæðu verði...
2 — 3 — 4 — 5 skúffu skápar.
Einnig skjalabúnaður í fjöl-
breyttu úrvali.
(3KF&CO
Síðumúla 32. SÍmÍ 38000
Norræn tónlist
________Tónlist
Jón Ásgeirsson
A vegum Norræna hússins hafa
oft komið ágætir listamenn til ís-
lands, en því miður hafa slíkar
heimsóknir oftlega ekki verið vel
þegnar af íslendingum, ef marka
má fjölda hljómleikagesta. Líklega
eru Islendingar haldnir fordómum
gagnvart norrænum listamönnum,
sem er samstofna því áliti er nor-
rænir listamenn hafa á íslenskum.
Þama er ef til vill um að ræða víta-
hring, sem allir neita að sé til, en
láta hann samt marka sér bás.
Þetta er sem sé lýsandi dæmi um
áhugaleysi norrænna listamanna á
norrænni list og slær þá sá er hlífa
skyldi og sýnir sig hversu lítið er
að byggja á veisluvinum, og öðrum
viðhlæjendum. Marianne Eklöf og
Stefán Bojsten eru ágætir lista-
menn og hefðu vel mátt fá fleiri
áheyrendur en þijátíu og fimm sálir.
Fyrri hluti efnisskrár var sænsk
tónlist og þá fyrst þrír vorsöngvar
eftir Miklos Maros, við japanska
texta frá fyrri tíð. Það má segja
að merkja megi sérkennilega fyrr-
ingu nútímans í því er sænskur
tónhöfundur leitar eftir samvistum
við fom-japanska orðlist. Hvað sem
því liður vom söngvar Marosar þýð-
ir og fallega gerðir, ekki stórbrotin
en elskuleg tónlist, sem listamenn-
imir fluttu mjög vel. Þtjú lög eftir
Stenhammar vom næst á efnis-
skránni og vom þau öll mjög vel
flutt. Sérstaklega var ánægjulegt
að heyra Flickan kom ifrán sin
álsklings möte, sem í gerð Sten-
hammar er ekta ballaða. Bojsten lék
einleik á píanó verk eftir Eklund
og síðar tvö verk eftir Chopin,
Mazurka í a-moll og Vals í e-moll.
Bojsten er góður píanóleikari og
hefði vel mátt eyða lengri stund
með áheyrendum. Eftir Peterson-
Berger söng Eklöf þijú lög og er
það fyrsta, Aspákerskpolska, sér-
lega skemmtilega gert lag. Eftir
hlé söng Eklöf sjö söngva eftir
Þorkel Sigurbjömsson við texta
eftir Jón úr Vör. Eklöf söng lögin
mjög glæsilega og í raun endur-
skapaði þau, fyrir þá sem heyrt
höfðu lögin fyrr. Síðustu lögin vom
fímm söngvar eftir Montsalvatge,
spánskan tónsmið, er lærði hjá
Morera í Barcelona og vann Pedrel!
verðlaunin 1936. Hann hefur m.a.
samið ópem, er ber nafnið Babel,
§óra balletta, einleikskonserta og
hljómsveitarverk, kammerverk,
sönglög og margvísleg píanóverk.
I stíl hefur hann ekki verið við eina
fjölina felldur og í þessum sönglög-
um leggur hann til hliðar „seríal"
vinnubrögð, en leikur sér með lag-
legar og hnittnar laglínur, stundum
teknar að láni úr vel þekktum
dægurlögum.
Söngvar Montsalvatge vom vel
sungnir, enda er Marianne Eklöf
góð söngkona og trúlega gefur
efnisskráin henni ekki öll þau tæki-
færi að sýna að fullu getu sína, en
af því sem bar fyrir eyru, lætur
henni jafn vel að túlka á viðkvæm-
um strengjum og „dramatísk“ átök.
Stefán Bojsten er feikna góður
píanóleikari, sem vert væri að heyra
frekar, t.d. í flutningi kammertón-
listar. Þetta vom sem sagt ágætir
tónleikar, sem áheyrendur góðrar
tónlistar létu því miður fara fram-
hjá sér að þessu sinni.
Berskjaldaður sýslumaður
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Regnboginn: Max Havelaar
★ ★ ★
Leikstjóri Fons Rademakers.
Aðalhlutverk Peter Faber,
Sacha Builthuis, Elang Mo-
hamad, Adenan Soesilaningrat,
Rutger Hauer. Hollensk frá
1976.165 mín.
Fons Rademakers og Paul
Verhoeven em vafalítið þeir kvik-
myndaleikstjórar hollenskir sem
mest kveður að innan þeirra
heimalands sem utan, og er sann-
arlega kominn tími til að fá tæki-
færi að sjá eitthvað af verkum
þeirra hérlendis. Sem kunnugt er
em Hollendingar miklir og snjallir
kvikmyndagerðarmenn en þeir
eiga við tungumálamúr að stríða
líkt og mörlandinn.
En nú er þekktasta verk Ra-
demakers, Max Haveiaar, til sýn-
is með dönskum texta. Er það
mun skárri kostur en að fá eintak-
ið með hljóðsettu, ensku tali. Nær
hann þó aldrei nema hluta hins
talaða máls. Sjálf er myndin á
tveim tungumálum, heldur
óárennilegum, hollensku og indó-
nesísku, sem hinir hollensku leik-
arar fara jafn létt með og sitt
hljómmikla móðurmál.
Rademakers hrífur okkur inní
framandi veröld, nýlendur Hol-
lendinga í Austur-Indíum um
miðbik síðustu aldar. Við fylgj-
umst með mislukkuðum og árang-
urslausum tilraunum hins blá-
eyga, réttlæissinnaða sýslumanns
Hollandskonungs, Max Havelaar,
að bæta kjör innfæddra. Draga úr
spillingu kaupmannastéttarinnar
og höfðingjanna, af báðum kyn-
þáttum. En slíkar umbætur sam-
ræmast ekki gróðabralli valdhafa
og höfðingja og þar sem Havelaar
vill ekki dansa með er honum
umsvifalaust varpað útí ystu
myrkur.
Sagan af Max Havelaar er sí-
gild og á ætíð rétt á að vera rifjuð
upp þar sem óréttlætið verður
sjálfsagt til eilífðamóns í hlað-
varpanum hjá okkur. Af ofan-
greindum ástæðum fer þó nokkuð
af textanum framhjá áhorfendum,
(nema svo ólílega vilji til að þeir
séu fúlbífærir á hinar óáræðilegu
þjóðtungur), og tapast að sjálf-
sögðu við það eitthvað af kryddi
textans en rauði þráðurinn er skýr
og sterkur.
Hinn aðsópsmikli og formfasti
leikstjóri Rademakers virðist ekki
ýkja hrifínn af klippiborðinu,
myndin þokast áfram, stundum
af óguðlegum silagangi. Kvik-
myndatakan er harla venjuleg og
hefði að skaðlausu mátt draga úr
notkun zoomlinsunnar. Hinsvegar
er leikurinn afbragð og vel skipað
í hlutverkin. Kærkomin tilbreyt-
ing líkt og flestar aðrar „mánu-
dagsmyndir".
Húsmeistarasýning
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í Ásmundarsal hefur undan-
farið staðið yfír sérstæð sýning
nokkurra arkitekta frá Bandaríkj-
unum, Sviss og Portúgal. Sýning
þessi byggist á því hvemig nálg-
ast eigi húsgerðarlist með að-
ferðum rökhyggju og hélt einn
af forsvarsmönnum sýningarinnar
einmitt fyrirlestur um þessi atriði
á sýningunni. Sá er hér ritar hefur
skoðað íjölmargar sýningar húsa-
gerðarlistar um dagana, austan
hafs sem vestan, en hann minnist
þess ekki að hafa rekist inn á
jafn útspekúleraða og hugmynda-
fræðilega sýningu. Minnir sýning-
in um ýmislegt á hugmyndafræði-
lega list frekar en sýningu á
arkitektúr og um margt er býsna
erfítt að botna í úfærslu teikning-
anna. Hér þarf víst mikia reglu-
stikufagmenn til.
Hins vegar em hugmyndir
húsameistaranna svo sem þær
hafa verið kynntar af Rudy
Hunziker mjög áhugaverðar
varðandi tengsl náttúm og sögu
viðkomandi þjóða við útlitsgerð
húsa og mannvirkja. Einnig er það
hárrétt hjá honum að það yrði til
bóta að koma hér á fót skóla fyrir
húsameistara t.d. undirbúnings-
skóla er veitti undirbúnings-
menntun fyrir frekara nám er-
lendis. Þetta snýst um að fínna
sér „sjálfsímynd". Það er
nefnilega alltof algengt að húsa-
meistarar, sem koma sprenglærð-
ir erlendis frá, driti hér um allar
jarðir húsum, sem em í engum
tengslum við íslenzka náttúm og
sögu en hins vegar í ríkum tengsl-
um við viðhorf úr gjörólíku er-
lendu umhverfí.
Hér er um þarfa ábendingu að
ræða því að þannig er það einnig
um myndlist, sem skortir sjálfs-
ímynd samkvæmt eðli og stað-
háttum á hveijum stað — en
byggir á alþjóðlegum fræðikenn-
ingum og formúlum og þá ósjald-
an niðursoðnu samsulli listkaupa-
héðna og óvandaðra listsagn-
fræðinga.
Það er einnig athyglisvert, að
Rudy Hunziker heldur því fram,
að eftir að módemistar líkt og
Gropius og le Corbusier féllu frá,
séu varla nokkrir eftir — engir
hafi komið í staðinn. Það er reynt
að búa til nýjan stíl en það sé
vonlaust.
Hann segir einnig að besta
iausnin fyrir nútíðina sé að nýta
sér fortíðina til þess að búa í
haginn fyrir framtíðina.
Hér er ég honum fullkomlega
sammála enda er þessi tilbúni
módemismi nútímans mjög farinn
að fara í taugamar á mörgum
því að hann er um margt sprottinn
af gerviþörfum.
Það er og hárrétt, að almenn-
ingur þurfí að láta sig húsagerðar-
list meira varða og hér þyrfti að
koma að meiri upplýsingastreymi
í skólum.
Þakka ber Arkitektafélaginu
fyrir að hafa boðið Rudy Hunziker
hingað og honum fyrir fróðlegar
og ómyrkar yfírlýsingar í viðtölum
um íslenzka húsagerðarlist. Eink-
um þessa setningu: „Hér ægir
saman áhrifum frá Evrópskum
og amerískum borgum þar sem
maður býst við að sjá áhrif svo
tilkomumikils landslags sem
hér er að finna, auk þess sem
saga ykkar er mjög sterk og
ætti því að geta haft áhrif á
byggingarlistina. En það er
algjör óþarfi að flytja inn hrá
evrópsk og bandarisk áhrif til
að koma Reykjavík á heim-
skortið — ísiand hefur nefni-
lega dálítið umfram bæði Evr-
ópu og Bandaríkin ...
Þessu hefur verið haldið fram
í áratugi af ýmsum innlendum
arkitektum en þeir hafa talað fyrir
daufum eyrum. En á útlendinga
hlusta íslendingar svo sem séu
þeir yfímáttúrulegar verur — og
hér hafa þeir það. Þetta nákvæm-
lega sama á við um myndlistina.