Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 16

Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 Egilsstaðir: Að afloknum samræmd- um gnmnskólaprófum Egilsstöðum. HVORT sem mönnum þykir ljúft eða leitt er það engn að siður staðreynd að starfið í 9. bekk íslenska grunnskólans mótast að meira eða minna leyti af hinum svonefndu samræmdu prófum. Þær staðhæfingar heyrast jafnvel að enginn annar þáttur í skólastarfinu hafi eins afgerandi áhrif á starf nemenda þetta síðasta ár þeirra í grunn- skólanum, enda ráðist möguleik- ar þeirra til framhaldsnáms lík- lega fyrst og fremst af árangrinum í samræmdu próf- unum. Mörgum finnst engu að síður að samræmdu prófin vegi of þungt i skólastarfinu og er þá gjarnan höfðað til uppeldis- fræðilegra þátta sem silji á hakanurn fyrir bragðið. Enn aðrir vilja auka veg faggreina- kennslunnar og fjölga sam- ræmdum prófum í grunnskólan- um frekar en draga úr þeim, enda sé það skyida grunnskól- ans að útskrifa nemendur með ákveðna þekkingu svo að þeir séu færir um að takast á við f ramhaldsnámið. Þá hefur tímasetning sam- ræmdu prófanna verið ágreinings- efni, en þau voru nú þreytt í annað sinn að vorlagi. Aður fóru þau fram um miðjan vetur. Samfara breyttri tímasetningu prófanna í fyrra voru ennfremur gerðar breytingar í lág- markseinkunn til inngöngu í fram- haldsskóla sem miðuðu að því að draga úr vægi samræmdu próf- anna. Ennfremur var „normalkúrf- an“ margfræga þá aflögð. Tíðindamaður Morgunblaðsins leitaði álits tveggja kennara og þriggja nemenda í Egilsstaðaskóla þessu varðandi í þann mund er samræmdu grunnskólaprófunum var að ljúka í fyrri viku. Sveinn Herjólfsson, ís- lenskukennari: Oánægður með tíma- setningu prófanna „Ég er ekki ánægður með tíma- setningu samræmdra prófa eins og hún er nú. Gefa skal skólaein- kunn fáeinum kennsludögum eftir að þeim lýkur og varla er um annað Sigrún Kristjánsdóttir ensku- kennari. að ræða en að prófa að mestu leyti í sömu námsþáttum og teknir voru til samræmda prófsins. Þetta er klúður og breytir þar litlu þótt inn í skólaeinkunn komi jafnframt hinir huglægari þættir námsmats. Ég er því þeirrar skoðunar að samræmd próf skuli haldin síðari hluta janúarmánaðar en skólaein- kunn gefin við lok skóla í maí enda verði þá aðrir námsþættir til með- ferðar en þeir, sem teknir yrðu til samræmds prófs. Meðaltal þessara tveggja einkunna getur svo gilt sem lokaeinkunn þótt það sé vitað að í framhaldsskólum er fyrst og fremst litið á einkunnir úr sam- ræmdum prófum við inntöku nýrra nemenda. Ég tel að samræmd próf í ein- hverri mynd séu þarfleg m.a. til þess að tryggja að undirbúningur grunnskólanemenda undir fram- haldsnám sé svipaður í öllum skól- um. Skoðanir kennara eru að vonum nokkuð mismunandi hvað Þórarinn V. Sigurðsson, Jón Vilberg Guðgeirsson og Björn Gylfason. Úr söngleiknum „Kennaragrín“. Frá vinstri: „kennarinn“: Snorri Páll Davíðsson, „pönkarinn": Jón Birgir Guðmundsson, „nemendur": Olga G. Gunnarsdóttir, Gunnhildur I. Magnúsdóttir, Aðalheiður Eggertsdóttir og Sigurður Halldórsson. „Kennaragrín" og gerðist að mestu í kennslustofu í ótilteknum skóla ... Fjallaði söngleikurinn á gamansaman hátt um samskipti kennara og nemenda. Gert var góðlátlegt grín að nemendum, kennurum og skólastjóra. Var einn kennarinn t.d. látinn stela samræmdu prófunum til að hann fengi yfirvinnu við að semja ný próf. En það komst upp um kauða, því að skúringarkonan sá til hans... Nemendumir unnu að mestu einir að undirbúningi þessarar árshátíðar, en nutu þó góðrar til- sagnar Bjöms Leifssonar, tónlist- arkennara, við tónlistar- og söng- flutning. Og tilsögn við uppfærslu leikritanna önnuðust þau Eygló Egilsdóttir og Vilhjálmur Hjör- leifsson. - TKÞ. Sminkað og greitt í búnings- klefanum, f.v. Bylgja E. Björns- dóttir, Inga Rún Björnsdóttir, Aðalheiður Eggertsdóttir, Borgar Ævar Axelsson og Sig- ríður Dögg Auðunsdóttir. Morgunblaðið/Theodór. Úr kennslustund í leikritinu „Kennaragrín" frá vinstri: Borgar Ævar Axelsson, Olga G. Gunnarsdóttir, Gunnhildur I. Magnúsdóttir, Aðalheiður Eggertsdóttir, Sigurður Halldórsson, Kristín Ólafsdóttir, Jónas Guðmundsson, Steinþór Páll Ólafsson og Jón Birgir Guðmundsson. Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi: Sýndur frumsaminn söngleikur eftir tvo nemendur skólans Borgarnesi. NÝLEGA var haldin árshátíð 7., 8. og 9. bekkja grunnskólans í Borgarnesi í samkomuhúsinu á staðnum. Sýndar voru alls fjórar sýningar fyrir fullu húsi og við mjög góðar undirtektir áhorfenda. Dagskráin var fjöl- breytt að vanda og augljóst að nemendumir höfðu lagt á sig mikla vinnu við æfingar og undirbúning dagskrárinnar. Auk kórsöngs, diskódans og samkvæmisdansa vom tvö leikrit á dagskránni. Annað hét „Festar- mey að láni“ eftir Astrid Lindgren, en hitt leikritið var frumsaminn söngleikur eftir nemenduma Snorra Pál Davíðsson og Jón Jósa- fat Bjömsson. Söngleikurinn hét

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.