Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ 1986
21
1.MAÍ
ívar Már Kjartansson
verkamaður í byggingar-
iðnaði:
„Frekar hlynnt-
ur þessum
samningum“
„Ég er frekar hlynntur þessum
samningum, sjálfur fékk ég auka-
kauphækkun hjá vinnuveitanda
mínum, mér fannst ég eiga skilið
að fá hærra kaup, bað um launa-
hækkun og fékk hana þó taxtinn
hafi lítið sem ekkert hækkað. Ég
hef trú á að það takist að halda
verðbólgunni í skefjum. Sjálfur hef
ég það frekar gott, er með 35 þús-
und krónur á mánuði, fékk mér
ársfrí í menntaskólanum og ætla
að taka upp þráðinn þar aftur næsta
haust."
Lilja Magnúsdóttir á
saumastofu VIR:
„Það er lítil bót
í þessu“
„Mér finnst hafa tekist frekar
lélega til með þessa samninga. Það
er lítil bót í þessu. Fastakaupið
hefur ekki hækkað nema um tæpar
1.000 krónur á mánuði og það sjá
allir að það munar lítið sem ekkert
um það. Það er auðvitað gott ef
hægt er að draga úr verðbólgunni,
en ég held það sé gert á kostnað
launþega. Mér finnst afkoma mín
erfið í dag, það þyrfti að hækka
lágmarkslaun upp í 30 þúsund ef
maður ætti að geta snúið sér við.
Vörumar hafa líka hækkað bæði
undan og eftir að samningar voru
gerðir."
Anna Lára Þorsteinsdótt-
ir vinnur á skiptiborði
Landspítalans:
„Hef ekki orðið
vör við verð-
lækkanir nema
á bensíni“
„Þessir samningar eru alveg út
í hött, það er ekki hægt að lifa á
laununum nema tveir vinni fyrir
heimili. Mér finnst þó alveg sjálf-
sagt að reyna að halda verðbólgunni
í skeflum og ef hægt er að trúa
þeim Þorsteini Pálssyni og Stein-
grími Hermannssyni ætti að vera
hægt að ná verðbólgunni niður og
ég treysti þeim alveg til þess. En
mér finnst dýrara að versla nú en
áður, hef ekki orðið vör við verð-
lækkanir nema á bensíni. Afkoma
mín í dag er mjög slæm og vinnuað-
staðan héma fyrir neðan allar hell-
ur.“
Kjartan Lárusson bílstjóri
hjáBSÍ:
„Þessi stefna til
bóta fyrir þjóð-
félagið“
„Mér finnst hafa tekist vel til í
síðustu samningum, en þó er ég
ekki ánægður með þau laun sem
Anna Lára Þorsteinsdóttir
Hólmsteinn Jóhannsson Morgunbiaðið/Emilía
bílstjórar hafa. Þessi stefna er til
bóta fyrir þjóðfélagið og fólkið í
landinu og ég fagna því að reynt
sé að tryggja kaupmátt og minnka
verðbólguna. Ég vona að þessi
stefna gangi þegar til lengri tíma
er litið, en get engu spáð um það.
Við verðum að sjá til hvernig fram-
vindan verður. Sjálfur hef ég verið
að byggja frá 1979—80 og held að
skuldabyrðin minnki með þessum
nýju samningum.
Þetta rúllar einhvem veginn hjá
manni, en mér finnst ég ekki hafa
orðið var við neinar verðlækkanir.
Mér fannst það vera röng ákvörðun
að lækka tollaverð á bílum um leið
og þungaskattur er hækkaður á
dieselbílum og fólk þar með hvatt
til að kaupa sér nýjan bíl í stað
þess að ferðast með almennings-
farartækjum."
Kristín Þorsteinsdóttir
afgreiðslustúlka í ísbúð:
„Finnst þetta
miða í rétta átt“
„Mér líst bara vel á þessa samn-
inga og fínnst þetta miða í rétta
átt. Ég hef trú á þessari nýju stefnu
og held að hún geti gengið. Þetta
er miklu raunsærra en að hækka
launin og hækka svo allt verðlag,
það verður bara vítahringur. Ég er
yfirborguð héma og ef ég væri að
leita mér að vinnu myndi ég frekar
sækja um hjá einkafyrirtækjum,
frekar en að fá vinnu hjá ríki og
bæ. Ég hef unnið hér frá því í vor
er ég lauk stúdentsprófí, ætla að
taka mér ársfrí úr skólanum áður
en ég held áfram, en ég ætla að
fara í félagsfræði í háskólanum í
haust."
RM LífeJS-
sjóði verzlunarmanna
Þessi auglýsing er birt til þess að kynna sjóðfélög-
um Lífeyrissjóðs verzlunarmanna áhrif nýsam-
þykktra laga um Húsnæðisstofnun ríkisins á láns-
rétt þeirra hjá sjóðnum og Húsnæðisstofnun.
Stjórn sjóðsins hefur tekið þá ákvörðun að veija 55%
af ráðstöfunarfé sjóðsins til kaupa á skuldabréfum
Húsnæðisstofnunar frá I.janúar 1987. Þessi ráðstöf-
un mun tryggja sjóðfélögum hæsta mögulega lánsrétt
hjá Húsnæðisstofnun frá og með næstu áramótum.
Vakin er athygli á að ekki er unnt að tryggja jafnháan
lánsrétt á tímabilinu 1. september 1986 til 31. des-
ember 1986, eins og frá 1. janúar 1987, en frá þeim
tíma er fullur lánsréttur tryggður. Því bendir stjórn
sjóðsins væntanlegum lántakendum, sem hyggjast
fá hámarkslán, á að fresta lántöku fram yfir nk.
áramót.
Til þess að tryggja sjóðfélögum hámarkslánsrétt hjá
Húsnæðisstofnun var ekki hjá því komist að endur-
skoða lánareglur sjóðsins.
Eftirfarandi lánareglur
munu því gilda frá og með
1. maí 1986:
1. Lánsupphæðkr. 150.000.
2. Lánstími 3—5 ár að vali lántakanda.
3. Tveir gjalddagar pr. ár.
LÁNTÖKUSKILYRÐI:
4. Þriggja ára greiðslur til lífeyrissjóðs.
5. Fimm ár liðin frá síðustu lántöku.
6. Ekki um lánsrétt að ræða hjá Húsnæðisstofnun.
Þeir aðilar sem lagt hafa inn lánbeiðni hjá Lífeyris-
sjóði verzlunarmanna fyrir 1. maí 1986 fá hana
afgreidda samkvæmt eldri lánareglum óski þeir þess.
Upplýsingar og aðstoð við þá sjóðfélaga sem hyggja
á lántöku hjá Húsnæðisstofnun verða veittar á skrif-
stofu sjóðsins á 4. hæðíHúsi verzlunarinnar.