Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ 1986
23
Soffía Böðvarsdóttir,
Carina Anderberg
Elías Eliasson
Ragnar Kjærnested
Bónusinn í fiskvinnslunni bjargar
mínum launamálum að nokkru
leyti. Ef ég myndi einungis fá
dagvinnukaup, gæti ég engan veg-
inn lifað af laununum. Nú fæ ég
milli 6 og 7.000 krónur fyrir vikuna
með bónusnum og vegur hann yfir-
leitt meira en helming á við dag-
vinnutaxtann. Ég var farin að búa
í leiguíbúð en þurfti að flytja aftur
heim í foreldrahús þar sem endar
náðu ekki saman fjárhagslega."
Pétur Runólfsson, verka-
maður hjá Granda hf.:
„Nær væri að
berjast fyrir
verðlækkunum
á nauðsynja-
• • LL
voru
„Þessar nýju og breyttu leiðir
kjarasamninganna koma að ósköp
litlu gagni fyrir mig. Ég hef ekki
það miklar tekjur að ég hafi efni á
að kaupa bíl, hvað þá bensín. Ef
launþegasamtök bæru hag félags-
manna sinna í raun fyrir bijósti
væri nær að beijast fyrir verðlækk-
un á nauðsynjavöru og annarri
nauðsynja þjónustu. Ég hef ekki
myndað mér neina skoðun á hvort
þessi nýja stefna virki, en allt má
reyna þar sem annað hefur ekki
dugað fram til þessa.
Ég og konan mín vinnum bæði
úti og miðað við dagvinnu, duga
launin ekki til. Vinnudagurinn hefst
hjá mér kl. 6.30 á morgnana og
lýkur ekki fyrr en milli kl. 18 og
19 á kvöldin. Þetta hefst, en aðeins
með vinnu, sem er meiri en góðu
hófi gegnir."
Soffía Böðvarsdóttir, starfs-
stúlka í Kaffivagninum:
„Hef ekki orðið
vör við veruleg-
ar breytingar
frá síðustu
samningum“
„Mér líst ágætlega á að reyna
eitthvað nýtt í kjaramálum þar sem
aðrar launastefnur hafa engan
veginn gengið upp fram til þessa.
Mér finnst ofboðslega dýrt og erfitt
að lifa enda finn ég e.t.v. meira
Margrét Jónsdóttir
fyrir því núna þar sem ég er nýfarin
að búa. Hinsvegar hef ég ekki orðið
var við neinar verulegar breytingar
frá síðustu kjarasamningum. Laun-
in verða að hækka samfara þessum
breyttu leiðum. Eins þarf þjónusta
og vöruverð að lækka. Það er besta
leiðin, að mínu mati, til að bæta
kjör launafólks. Ég vann t.d. hjá
ríkinu áður en ég kom hingað á
Kaffivagninn og það er hreinlega
ekki hægt að lifa á 21.000 krónum."
Ragnar Kjærnested,
verkamaður í Sundahöfn:
„Nýja kjara-
stefnan kemur
láglaunafólki
ekki að neinu
gagni“
„Mér fínnst nýja kjarastefnan
ekki koma láglaunafólki a neinu
gagni. Það er fáránlegt að ætla að
bæta hag launafólks í landinu með
því að lækka tolla af bílum - þær
koma venjulega ekki inn í daglegan
heimilisrekstur. Nær væri að lækka
verð á matvöru. Vissulega er verið
að fara nýjar leiðir sem sjálfsagt
er að reyna.
Afkoman hjá mér er sæmileg
með mikilli vinnu. Ég er með
dæmigerða vísitölufjölskyldu. Kon-
an mín vinnur ekki úti þar sem við
teljum það ekki borga sig með tvö
ung börn. Ég vinn í staðinn tvöfalda
vinnu til að geta haft það sæmilegt.
Beinar launahækkanir er eina ráðið
sem kemur til greina, að mínu
mati, og þá á móti algjör verðstöðv-
un. Einnig finnst mér vel til bóta
að leggja niður tekjuskattinn alveg
þar sem hann kemur verst niður á
láglaunafólki enda löngum þekktur
undir nafninu „verkamannaskatt-
ur“.“
Margrét Jónsdóttir,
starfsstúlka á Lauga-
borg:
„Hef ekki trú á
að þessar nýju
leiðir breyti
nokkru fyrir
láglaunaf ólkið“
„Ég verð að vinna dag og nótt
til að ná endum saman, en auðvitað
vill maður leggja ýmislegt á sig til
að geta leyft sér eitt og annað, sem
ekki telst til nauðsynja. Segja má
að ég hafí notið góðs af tollalækk-
uninni af bílum enda nýbúin að
kaupa mér nýjan bíl og ekki get ég
annað en fagnað bensínlækkuninni.
Sennilega koma þessar nýju kjara-
leiðir sér þó ekkert sérstaklega vel
fyrir láglaunafólkið og hef ég litla
trú á að þessar leiðir breyti nokkru
fyrir launafólk.
Kaupið er mjög lélegt hér á
dagheimilum borgarinnar en ég
vinn aukavinnu við ræstingastörf
og maðurinn minn vinnur frá kl. 7
á morgnanna til 23—24 á kvöldin
sem sendiferðarbílstjóri."
Árni Eiríksson, vélvirki
hjá Héðni:
„Nýja stefnan
jákvæð ef verð-
bólgan helst
niðri“
„Mér finnst þessi nýja stefna í
kjaramálum mjög jákvæð ef hægt
er að ná niður verðbólgunni á ein-
hvern hátt. Reyndar er lítil reynsla
komin á þetta ennþá og ekki tíma-
bært að fara að dæma um neitt.
Mér finnst þessi ákvörðun laun-
þegasamtaka mun skárri en verið
hefur, það hefur a.m.k. ekki ennþá
orðið hækkunarskriða á vörum og
þjónustu nú eins og svo oft áður í
kjölfar kjarasamninga. Ég vona svo
sannarlega að þetta dæmi gangi
upp. Mér finnst jákvætt það sem
við höfum þegar orðið vitni að
undanfarið, ekki síst bensínlækkun-
in.
Persónulega kemst ég ágætlega
af á mínum launum enda einhleyp-
ur. En, ég geri ráð fyrir að róðurinn
yrði þungur ef ég ætti fyrir fjöl-
skyldu að sjá. Reyndar hætti ég
nú um mánaðarmótin hjá Héðni og
fer í vörubílaakstur hjá Skógrækt
ríkisins. Launin lækka 30-40% við
skiptin en ég þrái orðið að komast
í útivinnu."
d$
reimskífur
Pekk'^
pjÓN^^
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8