Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 25

Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1986 25 40 35 30 1 I I I I_________________________________________________________I_____________I____________I____________I_____________I___________L Teikningin sýnir hvernig árlegur meðalheyfengur á öllum búreikningabýlum landsins (efra línuritið) hefur fylgt hitanum í Stykkishólmi (neðra línuritið) í október-apríi veturinn áður. Eðlilega er samræmið ekki fullkomið, meðal annars vegna þess að sumarhiti leggur Iíka nokkuð til málanna, til dæmis 1979. Þessi gögn hafa ekki verið birt áður og þau staðfesta vel áhrif vetrarhitans á öðrum rannsóknum. Eftir þessu að dæma er heyfengur að jafnaði 30% meiri eftir vetrarhitann 1 gráðu en eftir vetrarhitann -1 gráðu. Verður gott grasár? eftir Pál Bergþórsson Nú benda líkur til þess að þetta sumar verði grasgefið. Þeir bændur sem eru vel staddir með fyrningar ættu að geta komist af með tvo þriðju af þeim áburði, sem almennt var borinn á í fyrravor. Það hefur sýnt sig, að góður heyfengur bregst varla þegar vetur- inn hefur verið mildur, og eftir harðan vetur er það undantekning, að heyskapur verði ekki í lakara lagi. Dæmi um þetta sést á þeirri teikningu, sem hér fylgir af vetrar- hita í Stykkishólmi og meðalhey- feng á öllum búreikningabýlum landsins árin 1974—1984. Að þessu sinni var meðalhitinn í október- apríl í Stykkishólmi 1,1 gráða, sá sami og hann var að meðaltali á góðæraskeiðinu 1931-1960. Þetta er 1,6 stigum meiri hiti en var að jafnaði köldu vetuma, sem enduðu 1981-1983 og 1979. í fyrra brugðu margir á það ráð eftir mikið grasár 1984 að draga úr notkun tilbúins áburðar, að meðaltali um 10% á öllu landinu. En samkvæmt reynslu af vetrarhita og heyfeng sýnist mér samt að töðufall verði nú um 15% meira en þarf til vetrarfóðurs handa þeim búpeningi, sem nú er í landinu að óbreyttum áburði. Mér þykir lík- legast að taðan verði nú 4,25 millj- ónir rúmmetra, talin í þurrheyi, en þá er rúmmetri votheys álitinn jafn- gilda tveimur af þurrheyi. Búféð tel ég að hafi verið 117,6 þúsund kví- gildi um áramót (mjólkandi kýr 1 kvígildi, aðrir nautgripir 0,4, sauð- kindin 0,08 og hrossið 0,20 kví- gildi). Síðustu 10 ár hefur heyskap- ur numið 31,5 rúmmetrum á kví- gildi að jafnaði. Samkvæmt því er þörfin fyrir vetrarfóður 3,7 milljónir rúmmetra, 13% minni en líklegur heyfengur að óbreyttum áburði. Þess vegna ætti nú að vera hægt að spara mikinn áburð. Sá bóndi, sem telur sig nú eiga nógar fyrningar, getur komist af með 65% af þeim tilbúna áburði sem notaður var í fyrra, ef hann nýtir Páll Bergþórsson allan búQáráburð. Þó gæti verið hagkvæmt að draga ekki nema 20% af köfnunarefninu, en 70% af fosfór og kalíum í tilbúnum áburði. Mest hey fæst fyrir áburðinn með því að bera hann á allt túnið, fremur en að skilja eftir hluta þess. Sá bóndi sem á nú engar fyming- ar má ekki bera minna á en í fyrra, en þá ætti hann líka að geta aflað heyja sem eru 15% meiri en þarf til vetrarfóðurs, ef allur búfjár- áburður er líka nýttur. Akureyri. Tvennir tónleikar verða á vegum Tónlistarskólans á Akureyri í dag, fimmtudaginn 1. maí. Forskóladeild skólans efnir til tón- leika í Borgarbíói og hefjast þeir kl. 14.00. Þar koma fram nemendur 4—9 ára og flytja fjölbreytta dagskrá. Ollum er heimill ókeypis aðgangur. Kennarar forskóladeildar eru þær Lilja Hallgrímsdóttir og Sigurlína Jónsdóttir. " Big-Band Tónlistarskólans á Akur- Að öllu samanlögðu sýnist mér, að bændur geti nú dregið úr áburð- arkostnaði sem nemur 200 milljón- um króna og verið þó birgir af heyjum í haust, jafnvel þó að búfé verði ekki fækkað. Flestir munu þó telja líklegt, að það verði gert, vegna markaðserfiðleika. En í lokin skaðar ekki að minnast þess, hvað heygæði eru mikils verð. Hvers vegna ekki að vetja þeim fjármunum, sem hægt er að spara í áburðarkaupum, til þess að bæta aðstöðu til votheysverkunar? Með því vinnst þá líka, að hægt verður að minnka kjamfóðurgjöf næsta vetur, að meinalausu. Og þann væntanlega spamað má þess vegna líka leggja í undirbúning votheys- gerðar, til þess að auka öryggi og samkeppnishæfni landbúnaðarins í framtíðinni. Þess má svo geta, að allar tilraunir sýna, að því meiri verður sprettan sem fyrr er borið á á vorin, helst um leið og vel fært er orðið um völlinn. Það verður fyrst á gömlu valllendi og móatúnum, síðar á flötum mýrartúnum. Þeim, sem kynnu að vilja athuga betur á hveiju ég byggi þessar hugleiðingar, skal bent á greinar í Frey 1985 bls. 286 og 989, enn- fremur greinar, sem þar er vísað til. Skrifað 29. apríl 1986. Höfundur er veðurfræðingur. eyri heldur síðan sína árlegu djasstón- leika í Samkomuhúsinu í kvöld og heflast þeir kl. 20.30. Þetta er í þriðja skipti sem djasssveitin heldur tónleika 1. maí og hafa fyrri tónleikar notið mikilla vinsælda. Aðgangseyri er varið til að efla starfsemi djassdeildarinnar, en hann er 250 krónur fyrir almenning en 100 krónur fyrir skólafólk. Edwar J. Frederiksen stjómar stórsveitinni og minni hópum sem þama koma fram. Tvennir tónleikar á Akureyri .Super tilboð Ef þú skiptir yfir í ESS0 SUPER olíuna um leið og þú lætur smyrja bílinn, færðu einn lítra af ESS0 SUPER með þér án endur- gjalds. Petta kynningartilboð gildir út allan maímánuð á eftirtöldum smur- stöðvum ESS0: Smurstöö ESS0 Hatnarstræti 23 Reykjavtk Vörubíla- og tækjaverkst. Höföabakka 9 Reykjavlk Smurstöö ESS0 Störahjalla 2 Kópavogi Smurstöö ESS0 Reykjavlkurvegi 54 Hafnarfirði Aðalstööin hf. Smurstöö Keflavlk Smurstööin Smiöjuvöllum 2 Akranesi Bifreiðaþj. Borgamess Borgamesi Smurstöö ESS0 Fjaröárstræti 20A fsafirði Bifreiöaverkst. Nonni Þurlðarbraut 11 Bolungarvlk Vélsmiöja Húnvetninga Smurstöð Blönduósi Smurstöö K.S. Sauöárkróki Bifreiða- og vélaverkst. Naust hf. Varmahllð Smurstöð ESS0 Þórshamar hf. Akureyri Bllaverkstæði KEA Dalvík Bifreiðaverkst. Foss hf. Húsavfk Bifreiðaverkstæði B.K. Húsavlk BHaverkstæöi Kf. Langnesinga Þórshöfn Vélaverkst. Hraöfrystihúss Fáskrúösfiröinga Fáskrúðsfirði Vélsmiöja Homafjarðar, smurstöð Höfn Bllaverkstæði Kf. V-Skaftfellinga Vlk Smurstöð Kf. Rangæinga Hvolsvelli Vélaverkstæði G.G. Flötum 21 Vestmannaeyjum Smurstöð Kf. Ámesinga Selfossi Björgvin Garðarsson Austurmörk 11 Hverageröi Skiptu yfir í rekstraröryggi og sparnað með nýju SUPER olíunni. Skiptu yfir í ESS0 SUPER! Olíufélagið hf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.