Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 28
MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986
28
Bænadagurinn á sunnudag:
Friður sem heimurinn hvorki
megnar að gefa né burtu taka
Hinn árlegi bænadagur þjóð-
kirkjunnar er á sunnudaginn 4.
maí. Bænarefnið er að þessu sinni
tengt friðarári Sameinuðu þjóð-
anna.
Biskup íslands hefur skrifað
prestum og söfnuðum landsins
vegna bænadagsins og fer bréf
hans hér á eftir:
Hinn almenni bænadagur, 5. s.e.
páska er sunnudaginn 4. maí nk.
Með ákvörðun Sameinuðu þjóðanna
hefur heimsbyggðin helgað þetta ár
friði á jörð. Sú einsetning var eigi
að ófyrirsynju, því að heiminum er
nú meir friðar vant en nokkru sinni
áður. Styijaldir, skæruhemaður og
hryðjuverkastarfsemi hijáir mann-
kynið. Þó er augljóst, að við eigum
engra annarra kosta völ en að
tryggja friðsamlega sambúð þjóð-
anna. Að hyggja á hefndir er versta
leiðin til þess að leiðrétta ranglætið.
Öryggi og friður er dýpsta þörfín,
sem maðurinn fær fullnægt í krist-
inni trú. „Því að hann (þ.e. Jesús
Kristur) er vor friður." (Ef. 2:14.)
í Kristi og ríki hans, sem ekki er
af þessum heimi, er að finna hinn
eina sanna frið. Því hefi ég valið
deginum bænarefnið, að biðja um
þann frið, sem heimurinn megn-
ar hvorki að gefa né burtu taka.
Öllum hugsandi mönnum ætti að
vera orðið það ljóst, að stríð eða
vald getur ekki leyst mannkynið
frá þeim hörmungum, sem það
hefur ratað í. Friðarbænin líður eins
og andvarp frá bijóstum milljón-
anna um víða veröld. Orðið friður
er dregið af sömu rót og sögnin að
frjá, — þ.e. að elska, og í þeirri
merkingu kemur lausnarorðið til
hins hijáða heims. Friður er líf í
kærleika, þar sem eigingimi, hatur
og reiði drottnar ekki lengur í hjart-
anu.
Friður Jesú þýðir ekki það að
firra manninn erfíðleikum, heldur
að takast jákvætt á við þá með
kærleiksríku hugarfari. Sá friður
er ekki uppgjöf eða sátt við of-
beldið, mannlega niðurlægingu og
neyð. Hann er ekki kyrrstaða heldur
barátta, ekki sjálfsánægja heldur
sjálfsfóm, ekki þýlund við heiminn
heldur andstaða gegn því illa í
hvaða mynd sem það birtist.
Kristur er sjálfur gjöf þessa frið-
ar er hann segir: „Frið læt ég yður
eftir, minn frið gef ég yður. Ekki
gef ég yður eins og heimurinn
gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né
hræðist." (Jóh. 14:27.) Trúin er
persónulegt samband einstaklings-
ins við Krist til þess að öðlast
þennan frið.
Eins og heiminum er nú hætt,
er þeim mun meiri ástæða til að
sameinast í bæn um þann frið, sem
heimurinn er hvorki fær um að
gefa né burtu taka. Tækifærin, sem
■gæðanna vegna!
iHgmpí!gm%
Dala- og Öðalspylsurnar eru tilvalinn
kostur í hversdagsmatinn . \
• ódýrar og matseldin er
barnaleikur!
gefast til þeirrar bænariðju, em
hveijum manni dýrmæt. I almennri
umfjöllun vandamála heimsins örlar
lítið og sjaldan á þeim hugsjónum
mannúðar og mildi, sem einar geta
gert okkar gömlu jörð að varanleg-
um samastað hamingju og friðar.
Gemm bænadaginn að vakningu
friðar með hvatningu postulans í
huga: „Látið frið Krists ríkja í hjört-
um yðar.“ (Kól. 3:15.)
Pétur Sigurgeirsson
Benóný Ásgrímsson í einu af fyrstu flugferðum nýju gæsluþyrl-
unnar TF-GRO.
Landhelgisgæslan:
Nýja þyrlan
í æfingaflugi
HIN nýja þyrla Landhelgis-
gæslunnar, TF-GRO, fór í sitt
fyrsta flug hér á landi á sumar-
daginn fyrsta. Fyrstu vikurnar
fara í að þjálfa fjóra flugmenn
Landhelgisgæslunnar i með-
ferð hennar. Reiknað er með
að því ljúki í mánuðinum og
þyrlan fari þá í vinnu fyrir
Landhelgisgæsluna.
Benóný Asgrímsson, flugstjóri
hjá Landhelgisgæslunni, var
fyrstu dagana að æfa sig á þyrl-
unni og mun hann síðan þjálfa
þijá aðra flugmenn gæslunnar í
stjóm þyrlunnar. Síðan fara þeir
á varðskip og æfa sig þar á þyrl-
unni. Þessum æfingum á að ljúka
í mánuðinum og síðan er gert ráð
fyrir að þyrlan fari í sitt fyrsta
verkefni. Benóný sagði í samtali
við Morgunblaðið að þyrlan hefði
reynst vel og kvaðst hann vera
mjög ánægður með hana.
Bo.ízani
reretoj
jTrento
GARDAVATN
iBergamo
Padova
Til Verona Vicenza
I um 'h klst. akstur.
Mantova
Til Padova um 1 klst. akstj
Til Feneyja um 1 'h klst.A
\ Til Florenz um 4 klsti^J
Floren;
i/A\(l[D)i«mTO] BEINT
SUMARIBUÐIRNAR
okkar viö hiö undurfagra GARDAVATN á
ÍTALÍU eru í algjörum sérflokki og staösetning þeirra í
bænum DESENZANO á besta staö við suðurenda vatns-
ins skapa óteljandi skemmtilega möguleika.
VERÐ FRA KR. 28.200.— 3 VIKUR
Ef þú vilt mikla og stórkostlega náttúrufegurð í skjóli ítölsku Alpanna og útsýni út
yfir stærsta og fegursta stööuvatn Ítalíu, kyrrð og ró og alveg örugga sólardaga,
þá er þetta staöurinn fyrir þig.
Boðið er upp á skoðunarferðir, t.d. til VERONA, skoðun listaverka FLORENS-
BORGAR og FENEYJA eða ferð til INNSBRUCK í AUSTURRÍKI og svo mætti
lengi telja. Möguleikarnir eru of margir til þess að telja þá upp hér.
Fyrir þá sem vilja líf o_g fjör, er allt mögulegt til skemmtunar á næsta leiti svo sem
CANEVA-vatnsleikvölluririn og GARDALAND einn stærsti skemmtigarður
ÍTALÍU ( sannkölluðum DISNEY-land TÍVOLÍ stfl, einnig SAFARI-garður með
villtum dýrum o.m.m.fl. Öll aðstaða til sunds, sólbaða og seglbrettasiglinga er hin
ákjósanlegasta. Góðir og ódýrir veitingastaðir eru á hverju strái og að sjálfsögðu
diskótek. /
GARDAVATNSFERÐIR OKKAR HEFJAST:
10. júní l.júlí 22. júlí 12.ágúst
vikur 3 vikur
vikur
3 vikur
Milano
DESENZANO
Til Milano um 114 klst
akstur
Til Genova um 3 klst
•74-:
Af þeim mörgu fallegu stöðum sem
ÍTALÍA hefur upp á að bjóða er
GARDAVATN ( algjörum sérflokki. Þetta
stærsta og fegursta vatn ÍTALÍU,
370 km 2 er meira en fjórum sinnum
stærra en Þingvaliavatn. Öllum verður
ógleymanleg skemmtisigling með við-
komu á fjölda staða meðfram ströndinni
eða stórkostleg bílferð eftir hinni víð-
frægu GARDESANA útsýnishring-
braut sem opnuð var 1931 umhverfis
vatniö. Þess má geta að GARDAVATN
hefur orðið íslenskum skáldum yrkis-
efni, eins og Jóhanni Sigurjónssyni og
Gísla Ásmundssyni.
- KONUNGLEGAR FERÐIR A GJAFVERÐI —
BERIÐ SAMAN OKKAR VERÐ OG ANNARRA
ÞESSAR MYNDIR TALA SÍNU MÁLI.
sumar bjóðum við dvöl á nýjum stað í
bænum DESENZANO í ennþá skemmti-
legri íbúðum en áöur. Unnendur sumar-
húsa norðar í Evrópu kunna sannarlega
að meta aðstöðuna hér (þessum íbúöum
sem viö höfum valið.
TEfenr
SÍMI 297 40
OG 6217401
^[jpTerra
LAUGAVEGI 28 101 RE
STAÐFESTINGARGJALD MA^AÐ SJALFSOGÐU GREIÐA MEÐ VISA EÐA EURO.