Morgunblaðið - 01.05.1986, Side 31

Morgunblaðið - 01.05.1986, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1986 31 Hestamannafélagið Fákur: Fjölmenn firmakeppni á sumardaginn fyrsta HIN árlega firmakeppni Hesta- mannafélagsins Fáks í Reykjavík fór fram á Víðivöllum sumardag- inn fyrsta, 24. apríl síðastliðinn. Alls tóku 277 keppendur þátt i firmakeppninni, um 50 í ungl- ingaflokki, um 50 í kvennaflokki og yfir 170 í karlaflokki. Allur hópurinn fór tvo sýningar- hringi á vellinum í sexfaldri röð áður en keppnin hófst, segir í frétta- tiikynningu frá Fáki. í fararbroddi voru formaður Fáks og formaður kvennadeildar og báru þau íslenska fánann. Úrslit í unglingflokki urðu þessi: 1. Jöfur hf., Nýbýlavegi 2, Kópa- vogi. Keppandi Edda Rún Ragnars- dóttir á Frama. 2. Hagkaup, Reykjavík. Kepp- andi Elín Sveinsdóttir á Feng. 3. A.P. Bendtsen, Bolholti 6, Reykjavík. Keppandi Reynir Þrast- arson á Eldrauð. 4. Kjöreign sf., Armúla 21, Reykjavík. Keppandi Ragnhildur Matthíasdóttir á Vini. 5. Stéttarsamband bænda, Bændahöllinni, Reykjavík. Kepp- andi Daníel Jónsson á Kapli. Úrslit í kvennaflokki urðu þessi: 1. Hugtak hf., Garðastræti 35, Reykjavík. Keppandi Kolbrún Jóns- dóttir á Hlyni. 2. íslenskur annáll, Fýlshólum 5, Reykjavík. Keppandi Kristbjörg Eyvindsdóttir á Sváfni. 3. Húni sf. Vagnhöfða 9, Reykja- vík. Keppandi Sólveig Ásgeirsdóttir á Neista. 4. Heildverslunin Engey, Baróns- stíg 5, Reykjvík. Keppandi Guðrún Sigurðardóttir á Molda. 5. Heildverslun Júlíusar Svein- björnssonar. Keppandi Hallvelg Fróðadóttir á Feng. Úrslit í karlaflokki urðu þessi: 1. Olíuverslun íslands hf., Reykjavík. Keppandi Marinó Sig- urpálsson á Barða. 2. Umslag sf., Skúlagötu 30, Reykjavík. Keppandi Gísli Einars- son á Gusti. 3. Teiknistofan Óðinstorgi, Óð- insgötu 7, Reykjavík. Keppandi Sigvaldi Ægisson á Krumma. 4. Heildverslunin Edda hf. Sundaborg 11-13, Reykjavík. Kepp- andi Öm Einarsson á Glæsi. 5. Endurskoðunarskrifstofa Ragnars Á. Magnússonar. Kepp- andi Ragnar Hinriksson á Kjama. Dómarar voru þrír. Tvéir voru frá Hestamannafélaginu Ljúf í Hveragerði og sá þriðji austan úr Skaftártungum. Hallargarðurinn Áning vandlátra sem vita hvað þeir vilja Okkar fólk sér um að Hallargarðurinn geri meira en að risa undir nafni Ljúffengur og lostætur matur, elskuleg þjónusta í hlýju og vingjamlegu umhverfi Hjá okkur er hver einstök máltíð veislumáltíð Borðapantanir 33272 — 30400 HuUarqarðurimi HÚSIVERSLUNARINNAR HÚN KOLBRÚN Á SÖLUSKRIFSTOFUNNI í BREIÐHOLTI LÆTUR FERÐADRAUMA ÞINA RÆTAST Það er ekkert á milli þeirra Kolbrúnar og Gísla. En það er sama hvert ferðinni er heitið, - fyrst kemur Gísli við hjá henni Kolbrúnu í Mjóddinni. í sumar ætlar Gísli með fjölskylduna til Walchsee. í fyrra sigldu þau á húsbáti í Grikklandi. Árið áður óku þau bílaleigubíl frá Luxemborg til Rómar. Kolbrún og félagar hennar á söluskrifstofu Flugleiða komu Gísla í heila höfn. Af langri reynslu og fagþekkingu, leysa þau hvers manns vanda. Þegar þú ætlar í siglingu er gott að láta úr vör i Mjóddinni. Starfsfólkið er allt í senn: Klæðskerar sem sníða ferðina að pyngju þinni, leiðsögumenn er vísa veginn og höfundar að góðum hugmynd- um. Söluskrifstofur Flugleiða eru ferðaskrifstofur ótæmandi mögu- leika. Trúðu Kolbrúnu fyrir ferðadraumum þínum. Hún kann að láta þá rætast. Sfminn á söluskrifstofunni Álfabakka 10 er 690100. FLUGLEIÐIR fOO

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.