Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 35

Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ 1986 35 Morgunblaðið/Albcrt Hópreiðá sumardaginn fyrsta á Fáskrúðsfirði _ Fáskrúðsfírði. Á SUMARDAGINN fyrsta voru hátíðahöld á Fáskrúðsfirði, þar sem meðal annars var til skemmtunar hópreið félaga í hestamannafélaginu Goða um bæinn. Slysavamadeildin Hafdís var með bamaskemmtun í félagsheimil- inu Skrúð, þar sem krakkar úr leikskólanum skemmtu og hljómsveitin Dúkkulísur lék. — Albert. Fáskrúðsfj örður: Framboðslisti sjálf- stæðismanna ákveðinn Fáskrúðsfirði. FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- félags Fáskrúðsfjarðar til sveit- arstjórnarkosninga 31. maí hefur verið ákveðinn. Listann skipa: 1. Albert Kemp, vélvirki, Skólavegi 14, 2. Sigurður Þorgeirsson, skipa- afgrm. Túngötu 31, 3. Ægir Krist- insson, leigubílstjóri, Hlíðargötu 24, 4. Sævar Sigurðsson, húsasmíðam. Smiðjustíg 2, 5. Ama S. Dahl Christiansen, skrifstofumaður, Skólabrekku 5, 6. Guðný Þorvalds- dóttir, húsfrú, Túngötu 3, 7. Agnar Jónsson, vélvm., Hlíðargötu 26, 8. Dóra Gunnarsdóttir, húsfrú, Hlíðar- götu 38, 9. Ævar Agnarsson, verkstj.. Hlíðargötu 55, 10. Hall- grímur Bergsson, skrifstofum., Skólabrekku 2, 11. Amar Ingason, verslm., Hlíðargötu 47, 12. Rúnar Halsson, vélvm., Hlíðargötu 2, 13. Björgvin Gunnarsson, verkam., Hlíðargötu 32 og 14. Hafsteinn Skaftason, stýrim., Hlíðargötu 28. Frambjóðendur sjálfstæðis- manna til sýslunefndar eru Páll Ágústsson og Tryggvi Karelsson. Sjálfstæðismenn hafa nú tvo fulltrúa af 7 í sveitarstjóm og em í minnihluta þetta kjörtímabil. Albert 21DAGURA GRIKKIANDI MENNINGARFERÐ UM KRÍT. SANTORINl, SAMOS OG TYRKIAND í samráði við HELLAS, Grikk- landsvinafélagið, verður efnt til þriggja vikna ferðar til Grikklands þann 6. júní, undir handleiðslu Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar. Upplýsingar um aðrar ferðir gefur ferðaskrifstofan FARANDI HF., Vesturgötu 5, 101 Reykjavík. Sími: 17445. Ferð þessi spannar helstu sögusvið þessa forna menningarlands, og m.a. gefst farþegum kostur á að skreppa til Tyrklands. 1. dagur: Komið til Aþenu og ekið til hótels. Þar verður boðið upp á veitingar. Um kvöldið verður sérstakur kynningarkvöldverður á mjög sérstæð- um grískum veitingastað (taverna). Leynigestur mun bjóða gesti velkomna til Grikklands. 2. dagur: Eftir morgunmat hefst hálfsdags skoðunarferð um Aþenu, söfn skoðuð og hin fræga Akropolis ásamt fleiru. 3. dagur: Eftir morgunverð verður ekið til Trokadero, stigið á skipsfjöl og siglt til Aigina, Hydra og Paros. Hádegisverður um borð. 4. dagur: Lagt verður upp í 4 daga ferð, sem Grikkir kalla hina klassísku ferð. Þennan dag verður gamla Kórinta og Mýkena heimsótt. Gisting eina nótt í Navplíon. 5. dagur: Um morguninn verður keyrt í gegnum borgirnar Tripolis og Mega- loupolis og Olympia. Eftir hádegismat verða söfn heimsótt og helgistaðurinn Olympian Zeus. Gisting. 6. dagur: Eftir morgunverð verður keyrt til Patras og farið með ferju frá Rion til Antirion. Hádegisverður í Eratini og síðan keyrt áfram til Delfi. Nokkrir áhugaverðir staðir skoðaðir. Gist. 7. dagur: Um morguninn verður Apollohofið skoðað. Hádegisverður í Delfi og síðan verður klaustur Ossios Loukas heimsótt. Flogið verður frá Aþenu til Krítar með Olympic Airways. Gist í Heraklion. 8. dagur: Frjáls dagur. Athugið: Þótt þess sé ekki sérstaklega getið hér að framan, er hálft fæði innifalið í verðinu allan tímann. 9. dagur: Hálfsdags skoðunarferð um Heraklion og Kossos höllin skoðuð. Hádegis- eða kvöldverður á hótelinu. 10. -11. dagur: Þessir dagar eru hugsaðir til að taka því rólega, synda og liggja í sólinni eða ráfa um borgina. 12. dagur: Ekið að höfninni og farið um borð í ferju sem siglir til Santorini-eyjar. Komið til baka um kvöldverðarleyti. 13. dagur: Heilsdagsferð til Akrotiri og Oia. 14. dagur: Frjáls dagur. 15. dagur: Ekið til flugvallar og þaðan flogið um Aþenu til Samoseyjar. 16. dagur: Frjáls dagur. 17. dagur: Heilsdagsferð til Efessus í Tyrklandi. 18. dagur: Frjáls dagur í Samos. 19. dagur: Flogið frá Samos til Aþenu, þar sem dvalið verður næstu tvo daga. 20. dagur: Að kvöldi hins 20. dags verður sérstakur kveðjukvöldverður í „Old Stables" í Koropi þorpinu (30 km frá Aþenu), þar sem m.a. verða sýndir grískir þjóðdansar. 21. dagur: Ekið til flugvallar ög lagt af stað áleiðis heim. faiandi Vesturqötu 5, si'mi 17445

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.