Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 43
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ1986
43
pliÚFjpll Útgefandi ttMnfrifr Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Dagur verkafólks
að hefði verið heljarstökk
inn í náttmyrkrið að fara
gömlu verðbólguleiðina,“ sagði
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður VMSÍ, í viðtali við
Morgunblaðið 21. febrúar síð-
astliðinn, daginn eftir tíma-
mótasamninga ASÍ og VSÍ.
Það má til sanns vegar færa
að við höfum verið í efnahags-
legu heljarstökki inn í nátt-
myrkrið allar götur síðan óða-
verðbólgan hóf hraðferð sína
í þjóðarbúskapnum upp úr
1971. Þegar hundrað gamal-
krónur vóru steyptar í eina
nýkrónu héldu menn að mælir-
inn væri fullur. Svo reyndist
ekki. Nýkrónunni var varpað
á bál verðbólgunnar sem lék
eins og eldur í sinu. Kaupgengi
krónunnar féll dag frá degi.
Tilkostnaður útflutningsfram-
leiðslu hækkaði langt umfram
söluverð erlendis. Fjöldastöðv-
un fyrirtækja blasti við. Inn-
lendur spamaður hrundi. Við-
skiptahalli og erlendar skuldir
hrönnuðust upp.
Við megum vissulega þakka
fyrir það, bæði sem þjóð og
einstaklingar, ef við komum
niður á fætuma úr þessu helj-
arstökki inn í náttmyrkrið, svo
enn sé notuð samlíking for-
manns Verkamannasam-
bandsins. Sú verður raunin ef
þjóðarsátt, sem gerð var í síð-
ustu kjarasamningum, og hlið-
arráðstafnir ríkisstjómarinn-
ar, bera tilætlaðan árangur.
Við tölum á stundum um
íslenzkt velferðarþjóðfélag.
Það tal styðst við rök, ef
samanburður er gerður við
þjóðfélag kreppuáranna,
1930—1940, að ekki sé talað
um harðæri fyrri tíðar, er fólk
féll eða flykktist úr landi til
Vesturheims. Það styðst einn-
ig við rök ef við miðum við
vanþróuð ríki þriðja heimsins.
Það styðst enn við staðreyndir
ef samanburður er gerður við
skert mannréttindi og tiltölu-
lega litla þjóðarframleiðslu á
hvem vinnandi mann í ríkjum
sósíalismans í A-Evrópu. Við
eigum hinsvegar leið framund-
an ef samanburður er gerður
við lífskjör eins og þau bezt
gerast í V-Evrópu og N-Amer-
íku. Sama má segja ef horft
er til þess sem orðið getur, ef
þjóðin ratar veg samátaks,
þekkingar og tækniframvindu
inn í framtíðina; ef hún gengur
í takt við ýtrustu menntun og
þekkingu samtímans móti
tækifærum sínum.
íslenzk verkalýðshreyfing
átti stóran þátt í því að rétta
hlut hinna verst settu í þjóð-
félaginu, eyða ranglæti og
jafna þjóðfélagsstöðu einstakl-
inga. Um það er ekki lengur
deilt. Hitt er jafnrétt, að kjara-
samningar, hversu góðir sem
þeir eru í orði, hafa það gildi
eitt, sem kostnaðargeta at-
vinnuveganna stendur til.
Kjarasamningar verða að vera
ávísun á innistæðu; verðmæti
sem eru til, eða verða með
nokkurri vissu til fljótlega.
Hraðferð þjóðarinnar frá fá-
tækt til velmegunar, á heildina
litið, á einum til tveimur
mannsöldrum, var fyrst og
fremst möguleg vegna aukinn-
ar menntunar og þekkingar
þjóðarinnar og þeirrar tækni-
þróunar, sem margfaldaði
þjóðartekjur okkar, skiptahlut-
inn á þjóðarskútunni. Sam-
neyzla og félagsleg þjónusta
sækja, ekkert síður en einka-
neyzlan, kostnaðarþætti sína
til atvinnulífsins, þeirra verð-
mæta sem þar verða til. Þess
vegna skiptir öllu máli að
styrkja og efla atvinnulífíð,
almenna og sérhæfða mennt-
un, framvindu í tækni og fram-
takið sem býr í þjóðfélags-
þegnunum.
Þrátt fyrir velmegun, sem
þjóðin býr við á heildina litið,
eru annmarkar á þjóðfélagi
okkar; lýti, sem horfast verður
í augu við og takast á við.
„Afmarkaðir" hópar í þjóð-
félagi okkar hafa dregizt aftur
úr í sókn þjóðarinnar til bættra
lífskjara — og borið skertan
hlut frá borði. Morgunblaðið
fjallar að hluta til um það efni
í dag í viðtölum um starfssvið
Félagsmálastofnunar Reykja-
víkurborgar, sem skarar að
hluta þennan þjóðlífsþátt. Þeir,
sem verst eru staddir, mitt í
velmegun samtímans, eru
meðal annars:
Aldrað fólk, sem hefur ekki
annan Iífeyri en frá Almanna-
tryggingum og býr í leiguhús-
næði.
Einstæð foreldri, sem búa í
leiguhúsnæði eða axla veru-
legar húsnæðisskuldir, og
sinna tekjulágum störfum.
Breytt aldursskipting þjóð-
arinnar og ört stækkandi hóp-
ur þeirra borgara, sem kominn
er yfir svokallaðan starfsaldur,
hefur myndað nýjar og auknar
þarfír, sem þjóðfélagið hefur
ekki enn lagað sig nægjanlega
að, því miður. Eftirspum eftir
sérhönnuðu húsnæði fyrir
aldraða er langt umfram fram-
boð. Hundruð einstaklinga eru
á biðlista eftir slíku húsnæði.
Sjúkrarými fyrir öldrunar-
sjúklinga er hvegi nærri nægj-
anlegt, þó betur horfi nú með
B-álmu Borgarspítala.
Sú starfsemi, margskonar,
sem fram fer í þjóðlífi okkar
í dag, kallar á starfsþátttöku
kvenna utan heimilis í ríkari
mæli en fyrr. Konur gera og
kröfur til þátttöku í atvinnulíf-
inu til jafns við karla. Loks
gerir sá lífsmáti, sem við höf-
um tamið okkur, kröfu til þess,
í fjölmörgum tilfellum, að fyr-
irvinnur heimilis séu tvær. Allt
þetta veldur því að eftirspum
eftir dagheimilum bama, leik-
skólum, gæzluvöllum og skóla-
dagheimilum hefur vaxið
mjög.
Félagsmálastofnun Reylq'a-
víkurborgar sinnir fjölþættara
og viðameira félagsmálastarfí,
hverskonar, en önnur sveitar-
félög hafa af að státa. Það
snýst að stómm hluta um elztu
og yngstu borgarana, m.a. af
framangreindum ástæðum.
Það nær meðal annars til
heimilishjálpar og heimahjúkr-
unar, sem náðu til um 1500
heimila í Reykjavík, sam-
kvæmt ársskýrslu stofnunar-
innar 1984. En það nær einnig
til einstaklinga og heimila, sem
af ýmsum ástæðum standa
höllum fæti í lífsbaráttunni,
og þiggja tímabundna eða
viðvarandi fjárhagslega fyrir-
greiðslu, lán eða styrki, af
sveitarfélagi sínu. Rúmlega
1400 mál, sem komu til kasta
fjölskyldudeildar Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkur 1984,
vóru af þeim toga. Hjálp til
sjálfshjálpar er bezt. En breyti-
leiki mannlífsins krefst víð-
tækari samhjálpar. „Mannleg
velferð og persónulegt öryggi
hvers og eins, verða ætíð að
sitja í öndvegi samfélagsins,"
eins og Sveinn Ragnarsson,
félagsmálastjóri Reykjavíkur-
borgar, kemst að orði í viðtali
við Morgunblaðið, en sérstakur
blaðauki um starfsemi Félags-
málastofnunarinnar fylgir
Morgunblaðinu í dag í tilefni
hátíðisdags launþega.
Það eru fleiri annmarkar á
íslenzkri velferð sem nefna
má. Lífeyrissjóðakerfíð, eins
og það er upp byggt, skapar
verulegt misrétti. Skattsvik,
sem ljós eru af nýlegri skýrslu
fjármálaráðherra til Alþingis
um rannsókn stjómskipaðrar
nefndar, vitnar og um verulegt
misrétti borgaranna. Það er
fyrst nú sem stjómvöld hafa
uppi marktæk viðbrögð til að
færa þessi mál til betri vegar,
þó að misréttið hafí lengi verið
til staðar.
Sú kjarasátt, sem tekizt
hefur, vísar veg út úr margs
konar vanda líðandi stundar.
Máske er mest um vert að hún
plægir jarðveg til leiðréttingar
misréttis, sem dagurinn í dag
hlaut í arf frá gærdeginum;
leiðréttingar, sem morgundag-
urinn ber vonandi í skauti sínu.
Með þeim orðum ámar Morg-
unblaðið starfsstéttum þjóð-
félagsins velfamaðar á hátíðis-
og baráttudegi verkafólks.
Uppstokkun launakerfa verður
meginmál næstu kjarasamninga
eftir Asmund
Stefánsson
Þann 12. mars á þessu ári varð
ASÍ 70 ára. Þótt okkur þyki ýmis-
legt illt í ástandi dagsins, er ljóst
að miklar framfarir hafa orðið frá
stofnun Alþýðusambandsins.
Verkalýðshreyfingin getur ekki ein
eignað sér allt það sem gerst hefur,
en það er óumdeilt að verkalýðs-
hreyfingin hefur gegnt mikilvægu
hlutverki í þróuninni með samfelldri
baráttu sinni fyrir bættum kjörum,
auknum réttindum og félagslegum
úrbótum. Verkalýðshreyfingin á
stóran hlut í efnahagslegum fram-
förum þessarar aldar og þau félags-
legu réttindi sem okkur þykja sjálf-
sögð í dag eru beinn afrakstur
verkalýðsbaráttunnar, hvort sem
við nefnum ellilífeyri, atvinnuleysis-
bætur eða veikindarétt. í dag þökk-
um við frumkvöðlunum sem lögðu
mikið á sigtil að koma samtökunum
á legg og máttu víða um landið
sæta ofsóknum og atvinnumissi.
Samstaða með öðrum
Á hátíðis- og baráttudegi verka-
lýðsins um allan heim er óhjá-
kvæmilegt að við lítum í kringum
okkur og ítrekum samstöðu okkar
með þeim sem svelta, búa við styij-
aldir og mæta ofbeldi.
í söfnunum meðal íslensks al-
mennings hafa stórar fjárhæðir
borist til sveltandi fólks í Qarlægum
heimsálfum. Islensk stjórnvöld hafa
hins vegar verið treg til mikilla fíár-
útláta. Hin gífurlega neyð sem við
blasir í vanþróuðum löndum kallar
á samhjálp okkar sem betur búum.
Ekkert á íslandi jafnast á við þá
óhugnanlegu neyð, sem blasir við
meðal fátækra þjóða heimsins og
okkur ber því skylda til að gera
meira en við höfum gert þeim þjóð-
um til hjálpar.
Sprengingar hryðjuverkamanna
og árás Bandaríkjamanna á Líbýu
vekja óhjákvæmilega ótta hjá okkur
sem væntanlega hefðum ekki annað
hlutverk en að taka því sem yfír
okkur gengi ef til stórátaka kæmi.
Það er hörmulegt að hugsa til þeirra
hernaðarátaka sem á þessu friðar-
ári valda tortímingu og limlestingu
víða um lönd. Óhugnanlegast finnst
mér þó að hugsa til þess þrælahalds
sem nær 30 milljónir svartra og
litaðra manna í S-Afríku hafa búið
við um áraraðir. í skjóli öflugra
vopna, langrar herskyldu og sam-
viskulauss yfirgangs hefur litlum
minnihluta hvítra manna tekist að
halda meirihluta þjóðarinnar í hóp-
þrælahaldi án mannréttinda og
eðlilegrar hlutdeildar í afrakstri
þeirra miklu náttúruauðlinda sem
S-Afríka nýtur. Síðustu mánuði
hafa forystumenn svarta meirihlut-
ans ákallað umheiminn um við-
skiptabann a landið. Almennt er ég
á móti efnahagslegum refsiaðgerð-
um, en mér finnst útilokað að
hundsa jafn eindregin tilmæli og
fram hafa komið, þar sem vitað er,
að yfirgnæfandi meirihluti Suður-
Afríkubúa styður viðskiptabann í
þeirri sannfæringu, að viðskipta-
bann sé það eina, sem geti komið
í veg fyrir allshetjarblóðbað í
landinu. Við hljótum að svara kalli
Desmonds Tutu biskups og annarra
forystumanna svartra, sem biðja
um að landið verði einangrað.
Brotist út úr vítahring
Þegar gengið var til samninga-
viðræðna um síðustu áramót var
ljóst, að til þess að halda meðaltals-
kaupmætti ársins 1985 á þessu ári,
þyrfti kaup að hækka um 30—35%
að öllu óbreyttu. Reynsla undan-
farinna ára hefur sýnt okkur ótví-
rætt, að háar kauptölur tryggja
okkur ekki aukinn kaupmátt. Kaup-
hækkun, sem samið var um í nóv-
ember 1984, var af okkur tekin
með gengisfellingu og óðaverðbólgu
á augabragði. Samninganefndin
stóð í reynd frammi fýrir tveimur
kostum. Annað hvort að fara í
kapphlaup við 40,50 eða 60% verð-
bólgu eða gera tilraun til þess að
taka samtímis á kaupi og verðlagi.
Samninganefndin taldi, að fyrri
leiðin væri fullreynd og yrði ekki
til ábata, síst þeim sem verst væru
settir. Samninganefndin ákvað því
að leita nýrra leiða, pólitískra leiða,
þar sem tekið væri á mörgum þátt-
um efnahagslífsins samtímis. Það
var óhjákvæmilegt að taka pólitískt
frumkvæði. Það blasir við, að það
hefur skort pólitískan vilja í þessu
þjóðfélagi til þess að leyfa fólki að
halda því, sem um hefur verið samið
í samningum. Atvinnurekendur
hafa velt af sér launahækkunum
beint út í verðlagið og gengið hefur
verið látið fljúga. Hvað atvinnurek-
endur axla ákvarðast ekki fyrst og
fremst af því hvað kauphækkun er
stór heldur því hvort þeir velta
kauphækkunum útí verðlagið og
láta okkur greiða þær sem neytend-
ur. Aðgerðir í verðlagsmálum geta
dregið úr því, að atvinnurekendur
velti kauphækkunum út i verðlagið,
og árangurinn í því efni er líklegri
við lágt verðbólgustig. Samningur-
inn sem gerður var í febrúar var
tilraun til að brjótast út úr þeim
vítahring, sem efnahagslífið var
skorðað í. Það var samið um breytta
efnahagsstefnu, fast gengi út árið,
niðurfærslu verðlags, aðhald að
verðlagsákvörðunum, gjörbyltingu
húsnæðiskerfisins og kauphækkun
þannig að kaupmáttur á að fara
Ásmundur Stefánsson
„Hvaða leið, sem valin
er í samningnm, er allt-
af óvissa um hina end-
anlegu niðurstöðu. Við
gerum okkur fullkom-
lega ljóst, að það er
engin trygging fyrir
þvi, að sú leið sem við
ákváðum að fara skili
tilætluðum árangri.
hækkandi eftir því sem líður á
samningstímabilið. Vitanlega má
margt að samningnum fínna, sér í
lagi að kaupmáttur er eftir sem
áður of lítill, og þá enn frekar að
lægstu laun eru allt of lág.
Hvergi má slaka á
Hvaða leið sem valin er í samn-
ingum, er alltaf óvissa um hina
endanlegu niðurstöðu. Við gerum
okkur fullkomlega ljóst, að það er
engin trygging fyrir því að sú leið
sem við ákváðum að fara skili til-
ætluðum árangri. Við gerum okkur
grein fyrir því, að samningar eru í
reyndinni happdrætti og niðurstað-
an aldrei fyrirfram gefin. En eftir
því sem fleiri þættir eru festir ætti
árangurinn þó að verða vissari. í
því sambandi er hins vegar nauð-
synlegt að gera sér grein fyrir því,
að samningunum lauk ekki við
undirskrift. Þó stjómvöld hafi fallist
á stefnubreytingu í efnahagsmálum
er fullkomlega ljóst, að það þarf
að fylgja málum eftir stig af stigi,
ef stjómvöld eiga að standa við sitt.
Vegna þeirrar þungu áherslu, sem
lögð er á aðhald í verðlagsmálum,
hvílir nú sú skylda á hveiju einstöku
verkalýðsfélagi og hverjum ein-
staklingi að fylgja málum eftir til
enda samningstímabilsins. Sam-
starf verkalýðsfélaga og verðlags-
stofnunar hefur þegar skilað góðum
árangri og verðlag hefur það sem
af er haldist innan þeirra marka,
sem sett vom við samningsgerðina.
Það má þó hvergi slaka á, því að
ýmis undanbrögð em reynd, og ef
atvinnurekendur og stjómvöld
mæta ekki stöðugum þrýstingi af
hálfu okkar sem neytenda og kjós-
enda er árangurinn í óvissu.
Endurskoðun
launakerfa
í nýgerðum kjarasamningum var
ekki gengið í þá endurskoðun launa-
kerfanna, sem hefur verið brýn um
langa hríð, en það var stigið skref
að þeirri ákvörðun, að launakönnun
skuli fara fram núna á næstu mán-
uðum á vegum Kjararannsóknar-
nefndar. Haldgóðar upplýsingar um
það, hvemig kaupið er samsett, er
auðvitað forsenda þess, að endur-
skoðun launakerfanna geti orðið
með raunhæfum hætti. En það er
væntanlega öllum ljóst í dag, að
launakerfin era orðin úrelt og upp-
stokkun þeirra óhjákvæmileg. Á
síðustu missemm hefur bilið milli
greiddra launa og umsaminna taxta
vaxið mjög hratt. Sá munur er áfell-
isdómur um verkalýðshreyfinguna.
Það fólk, sem ekki fær aðrar
greiðslur en lægstu taxtar segja til
um, er í óveijandi vandræðum. Það
bil á milli greiddra launa og umsam-
inna taxta, sem launaskrið síðustu
missera hefur valdið, er mjög
misjafnt eftir kynjum og lands-
hlutum. Ýmsir hópar hafa notið
launaskriðs og aðrir ekki. En jafnvel
fólk af sama kyni í sama sveitarfé-
lagi við sömu störf getur búið við
mjög misjöfn kjör. Uppstokkun
launakerfanna hlýtur því að verða
meginmál næstu kjarasamninga. í
samræmi við það er eðlilegt, að
meginþungi næstu samningavið-
ræðna verði á herðum landssam-
banda og félaga og að það verði
þeirra hlutverk að nýta könnunina
til þess að færa launakerfíð nær
raunvemleikanum, raða í launa-
flokka og endurskoða bónuskerfin.
Höfundur erforsetí Alþýðusam-
bands íslands.
Pálmi, Helga og Eiríkur brosmild í Grieg-höllinni.
Gleðibankínn í 6. sæti
'
— samkvæmt breskum spám
Bergen, frá Halldóru Rafnar blaðamanni
Morgunbladsins.
Æfingar fyrir söngvakeppni
evrópsku sjónvarpsstöðvanna
nk. laugardag halda áfram af
fullum krafti í Grieg-höllinni í
Bergen. Spennan eykst stöðugt,
ýmsum er spáð sigri og eru ís-
íendingar taldir verða ofarlega
áblaði.
Samkvæmt spám veðbanka í
London verður röðin eftirfarandi:
Sviss, Belgía, England, írland,
Frakkland, ísland, Spánn, Dan-
mörk, Luxemborg, ísrael, Svíþjóð,
Vestur-Þýskaland, Noregur, Júgó-
slavía, Austurríki, Holland, Port-
úgal, Finnland, Tyrkland og Kýp-
ur. Svissneska lagið „Pas pour
moi“ sungið af Daniela Simons
hefur ekki vakið sérstaka athygli
hér, en fulltrúi Belgíu, hin 14 ára
gamla Sandra Kim er syngur lagið
„J’aine la vie“ (Ég elska lífið),
þykir hafa staðið sig mjög vel.
Hún er sagður góður fulltrúi fyrir
evrópska unglinga í dag, bjartsýn
og elskar lífíð. Réttu nafni heitir
hún Sandra Calderone og er af
ítölskum ættum. Þegar haldinn
var fréttamannafundur eftir æf-
ingu á þriðjudag mætti þar met-
fjöldi §ölmiðlamanna er spurðu
Söndra um allt milli himins og
jarðar. Hún var hin hressasta og
hafði öll svör á reiðum höndum.
Enska lagið er „Runner in the
night“ sungið af „Ryder" Majmard
Williams. Englendingamir skera
sig úr að því leiti að þeir em einir
um það að nota ekki hljómsveit
norska ríkisútvarpsins eins og allir
aðrir gera. Þeir hafa sína eigin
hljómsveit á sviðinu, en búið er
að taka undirspilið upp á segul-
band og em þeir því nánast að
leika sér.
Blöðin í Noregi fjalla vitaskuld
mikið um Ketil Stokkan, fulltrúa
Norðmanna, er syngur lagið
„Romeo" en hann er sjálfur höf-
undur lags og ljóðs. Ketil varð 30
ára þann 28. apríl og var haldið
upp á það á margvíslegan hátt.
Hann mun hafa komið til Bergen
viku á undan öðmm söngvumm
og var lag hans notað til að stilla
hljóðkerfið. Hann var því lengra
kominn með sína hljóðblöndun en
aðrir á mánudag. í Grieg-höllinni
er notað 24 rása upptökutæki og
er tölva látin hljóðblanda hvert lag
fyrir sig og er það mjög vanda-
samt, tæknilega séð. Norska stúlk-
an Lise Haavik er syngur lagið
„Du er fuld af logn“ fyrir Dan-
mörku hefur einnig verið í sviðs-
ljósi fíölmiðlanna og velt er vöng-
um yfír því hvort Norðmenn geti
ekki allt eins talist sigurvegarar
ef hún ynni keppnina.
Miklar öryggisráðstafanir em
gerðar við Grieg-höllina. Vopnaðir
lögreglumenn em á verði, leitað
er á fólki og í handfarangri ef
leitartæki gefa frá sér merki. Þá
em einnig óeinkennisklæddir verð-
ir hér og þar í húsinu. Sérstakar
ráðstafanir em gerðar vegna ísra-
elsmanna og hafa þeir einnig með
sér einkalífverði. Þeir fá ekki að
blanda geði við fíöldann og em
fluttir í sér bílum á milli staða.
Þeir segjast vera vanir slíku, en
vildu auðvitað gjaman geta gengið
fijálsir um eins og aðrir. Vestur-
þýska lagið „Ííber die briicke
geh’n“ er táknrænt fyrir þrá
mannsins eftir frelsi, en þar er
fíallað um nauðsyn þess að byggja
brú manna í millum, auka skilning
og frelsi á þessari jörð er við gist-
um um stundarsakir.
íslenski söngflokkurinn ICY
hefur notið vaxandi athygli hér
og em Ijósmyndarar, blaðamenn
og þeir sem biðja um eiginhandar-
áritanir famir að eltast við þau.
Eiríkur, Helga og Pálmi standa
sig mjög vel, taka þessu sem
hverri annarri vinnu. Þau segjast
rejmdar vera farin að bíða eftir
laugardagskvöldinu og úrslitun-
um.
Gunnar Þórðarson, er stjóma
mun hljómsveitinni þegar íslenska
lagið verður leikið, sagði skipu-
lagninguna geysigóða og mjög
gaman væri að fá tækifæri til að
kynnast því hvemig staðið væri
að svona keppni. Samstarfið við
norsku hljómsveitina hefði hreint
út sagt verið frábært. Egill Eð-
varðsson, sem ásamt Bimi Bjöms-
sjmi, hefur annast undirbúninginn
fyrir íslands hönd sagði allt vera
á réttri leið. Samstarfíð við Norð-
mennina hefði verið mjög gott.
Upptökustjóri keppninnar, John
Andreassen, hefði verið mjög hrif-
inn af íslenska mjmdbandinu, hefði
revndar haldið að íslendingar
hefðu látið Breta vinna það og
tæki hann því vel ábendingum og
óskum íslendinga. Hvað varðaði
spá Breta sagðist Egill vera hæst
ánægður ef Gleðibankinn yrði í
6. sæti. Erfítt væri að átta sig á
hvar svissneska lagið lenti í röð-
inni, en sama væri að segja um
lögin frá Luxemborg, Júgóslavíu
og Finnlandi. Framgangur belg-
íska lagsins kæmi sér ekki á óvart
og hvað breska lagið áhrærði, þá
væri eðlilegt að Bretar settu það
í 1.-3. sæti. írska lagið taldi hann
að gæti lent ofar en í 4. sæti, en
gæti líka fallið neðar. Franska
lagið fyndist honum vera sett full
ofarlega. Egill sagði að hann teldi
að í þessari spá væri tyrkneska
og hollenska lagið vanmetin. En
eftir því sem lögin heyrðust oftar
og fljrtjendur þeirra kynntu sig
betur yrði stöðugt erfíðara að spá
fyrir um úrslit.