Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1986
49
Flakið af TF-RÁN híft um borð í Óðin.
Buffborgarar frá
Hrímni á Akureyri
Akureyri. v
sem næst uppi í landsteinum í
svarta myrkri um miðjan vetur
þarna í eyðisveitum Jökulfjarða.
Hífingaræfingar með þyrlu frá
skipi að nóttu eru eitt það vanda-
samasta verk sem hugsast getur
og því þarf að undirbúa verkefnin
mjög vandlega, enda var það aðal-
tilgangur ferðarinnar vestur að
sögn.
Undirbúningurinn fyrir
gæsluflug- og hífinga-
ræfingar
Svona lýsir skipherrann fyrir sjó-
rétti undirbúningi fyrir þetta vanda-
sama flug. „Við tókum okkur mat-
inn fyrst og síðan gerðum við svona
sjá áætlun. Hún var þannig að gera
æfmgarnar þama fyrst, svona um
10.30 leytið, eða hringja út til
þyrluæfinga um 10.30 leytið, og
að þeim loknum þá færi hún í land-
helgisflugið. Við ætluðum þetta
svona 2 til 2 ‘Aklukkustund og síðan
ætluðu þeir að hvílast um borð og
fara í Galtarvita daginn eftir“. (Með
tóma eldsneytistanka, innsk.GJ)
í skriflegri skýrslu skipherrans á
Óðni til yfirborgardómarans dag-
setta 18. nóv. 1983, segir „Fyrir-
hugaðar voru hífingaræfíngar á
mönnum frá skipinu", þetta ber að
hafa í huga þegar framburðir skip-
herrans og 2. stýrimanns eru skoð-
aðir í samhengi.
Framburður 2. stýrimanns er
ekki beint í samræmi við framburð
skipherrans. Svona lýsir stýrimað-
urinn undirbúningi fyrir hífíngaræf-
inguna. „Fyrir flugtakið þá ræddi
ég við flugmennina, hvemig standa
ætti að því í sambandi við hífínga-
ræfíngu sem stóð til, aðallega hvað
ætti að nota til að hífa upp eða
niður. Það varð úr að valin var
samanbrotin sjúkrakarfa sem er í
þyrlunni, hún var skilin eftir, síðan
áttu þeir að fara í loftið koma svo
inn og taka hana upp og slaka henni
niður og þess háttar".
Karfan hefði átt að vera um borð
í þyrlunni eins og alltaf, svo vírinn
fyki ekki í aðalþyrlublöð eða stél-
blöð þyrlunnar. Björgunarferð með
þyrlu gengur þannig fyrir sig að
þyrlan er kölluð að skipi þar sem
maður hefur slasast, frá þyrlunni
er sjúkrakarfan látin síga í vír niður
á skipið hinum slasaða komið fyrir
í körfunni, híft upp og flogið á
næsta sjúkrahús. Karfan er í öllum
tilfellum um borð í þyrlunni, bæði
við æfíngar . og í raunverulegu
sjúkraflugi og er látin síga frá
þyrlunni og niður og ber að hafa
það í huga við eftirfarandi lýsingu
yfírmanna Landhelgisgæslu Islands
á staðsetningu körfunnar við fyrir-
hugaða hífingaræfingu.
Ollum yfírmönnum varðskipsins
ber saman um það að slysið hafí
orðið rúmri mínútu eftir flugtak og
ber að hafa það í huga þegar 2.
og 3. stýrimaður halda áfram að
lýsa því hvemig hífa átti sjúkra-
körfuna upp og niður.
2. stýrimaður: „Eftir flugtakið
þá fór ég að huga að því að útnefna
tvo menn til þess að vera í hringn-
um, lendingarhringnum aftur á, þar
sem æfíngin átti að fara fram. Ég
var með heymartólin á mér og var
í sambandi við þyrluna í flugtaki,
til þess að heyra hvað þeir hefðu
að segja, ef ég þyrfti að spyija
eitthvað, af því að ég vissi að hún
var í fjarskiptasambandi við brúna
ef að eitthvað þyrfti að koma á
milli, þá ýtti ég heymartólunum
fram á gagnaugun og fór að gefa
þeim fyrirmæli um það sem .. .,
þá heyrði ég í þyrlunni að hún
kallar eitthvað tvennt ólíkt og eftir
á að hyggja þá var þetta örugglega
Mayday, Mayday, en ætli undirmeð-
vitunin hafí eiginlega viljað trúa
því, nema ég setti á mig heymartól-
in aftur og bað strákana um að —
einn ætlaði að spyija mig að ein-
hveiju einmitt um það leyti sem ég
set heyrnartólin á mig aftur ég bað
hann að bíða aðeins og var að reyna
að hlusta hvort að það kæmi eitt-
hvað aftur kall. Ég beið aðeins
átekta, kallaði svo upp í brúna á
loftskeytamanninn og spurði hvort
þeir hefðu heyrt eitthvað kall".
3. stýrimaður hafði þetta að segja
um atburðina. „Síðan var ég með
bátsmanni að gera tilbúna sjúkra-
körfuna sem átti að æfa hífingar á.
Við vorum að snúa okkur að koma
þessu út á dekk sem ácti að æfa
að hífa þegar ljóst var að það var
eitthvað að. Ég horfði á eftir þyrl-
unni í smá tíma, en ekki allan tím-
ann“.
Þriðji stýrimaður er því bæði að
horfa á eftir þyrlunnu um leið og
hann er að aðstoða 2. stýrimann
við að koma sjúkrakörfunni úr á
dekk, en annar stýrimaður var á
sama tíma að útnefna tvo menn til
þess að vera í hringnum, lendingar-
hringnum aftur á þar sem æfingin
átti að fara fram um leið og hann
var að hlusta eftir þyrlunni, þá ýtti
hann heyrnartólunum fram á gagn-
augun og fór að gefa þeim fyrirmæli
sem stóðu og horfðu á þyrluna
farast, þeim hinu sömu sem hvergi
koma við sögu í sjórétti, þeim sem
voru aðalvitnin í þessum flugslysi
en koma ekki fram í sjórétti sem
haldin var er þyrlan TF-RÁN fórst
undan Höfðaströnd við Jökulfírði.
Hásetarnir tveir á dekki sem báðir
vildu fara með þyrlunni í hífinga-
ræfíngu á mönnum, en var hafnað
af flugstjóra og skipherra varð-
skipsins Óðins og er það ekki í
samræmi við yfirlýstan tilgang
skipherrans um hífíngaræfingar á
mönnum.
Allur yfirlýstur tilgangur stjóm-
stöðvar Landhelgisgæslu íslands
fyrir Sjóréttj um síðasta flug þyrl-
unnar TF-RÁN fær því ekki staðist.
Það er mikill munur á því að
þyrlan skuli vera að fara í hífíngar-
æfíngar á mönnum við uppgefnar
aðstæður eða að þyrlan og áhöfn
hennar hafí orðið að yfírgefa skipið
í flýti vegna fárveðurs.
Það kemur skýrt fram í sjóferða-
bók Óðins að veður fór versnandi
frá kl. 16. Kl. 15. var ASA-3 vind-
stig og hálfskýjað. Kl. 16. var vind-
ur SSA-6 vindstig og skýjað. Þegar
þyrlan lendir á skipinu kl. 17.41
er S-6 og skýjað eða um og yfír
30 hnúta vindur þar sem skipið var
í skjóli undan Höfðaströnd. Þegar
þyrlan fer í loftið kl. 22.53 þá var
SSV-7 vindstig og él. Við þessar
aðstæður ætluðu starfsmenn I-and-
helgisgæslu fslands í hífíngaræf-
ingar á mönnum og síðan í land-
helgisgæsluflug á eftir. Það er
komið þarna vonsku veður og ísing-
arhætta fyrir þyrluna. Ekki batnaði
veðrið um nóttina og langt fram á
næsta dag allt til kl. 17.00.
Síðasta flug þyrlunnar TF-RÁN
(virkar á mig sem) algjört tilgangs-
leysi, því yfirlýstur tilgangur flugs-
ins er svo óraunverulegur galeiðu-
þrældómur fyrir áhöfn þyrlunnar
að með ólíkindum má teljast. Upp-
gefín dagskrá frá yfírstjóm Land-
helgisgæslu íslands hljóðaði upp á
17 klukkustunda vinnudag í vikulok
fyrir þyrluna og áhöfn hennar um
miðja nótt og langt fram á morgun.
Það var engin flugáætlun gerð og
það var engin vakt í stjómstöð
Landhelgisgæslu íslands þessa nótt
sem fara átti í Landhelgisgæsluflug
í myrkrinu út af Vestfjörðum.
Þegar þyrlan fór frá Óðni 8. nóv.
1983 þá átti hún líklega að fara á
ísafjörð, þar sem hún upphaflega
átti að vera. Hugsanlega var þyrlan
í ómerkilegri sendiferð fyrir skip-
herra Landhelgisgæslu ísiands, en
þessa erindisleysu þyrfti að ranns-
aka nánar.
Höfundur er flugmaður og hefur
starfað á Sikorsky og Bell þyrlum
í Grænlandi, Malasíu ogNoregi.
Hann starfaði einnig um skeið í
rannsóknardeild Skattsjórans í
Reykjavik.
HRIMNIR sf., kjötiðnaðarfyrir-
tæki á Akureyri, kynnti blaða-
mönnum á dögunum nýjung á
íslenskum matvælamarkaði:
buffborgara.
I fréttatilkynningu frá Hrímni
segir m.a.: „Hrímnis-buffborgarar
eru einungis framleiddir úr úrvals
hráefni. Um tveir þriðju hlutar
buffborgarans eru fyrsta flokks
nautakjöt, UN 1 (ungnautakjöt 1.
flokkur) auk grísakjöts og gæða-
próteins en á það má minna að
lyftinga- og vaxtarræktarmönnum
þykir mikilvægt að hafa sem mest
af próteini í fæðu sinni. Hrímnis-
buffborgarar em því holl fæða.“
Buffborgaramir verða seldir í
umbúðum sem innihalda fjögur
stykki og reiknuðu forráðamenn
Hrímnis með því að pakkinn yrði
seldur á 120-140 krónur út úr búð.
Þess má geta að hver borgari er
um 100 grömm eða nokkuð stærri
en venjulegur hamborgari.
Eigendur Hrímnis sf. em Guð-
mundur Kr. Guðmundsson og Jakob
Haraldsson kjötiðnaðarmeistarar.
Starfsmenn fyrirtækisins nú em
sex talsins. Heildverslun Valdimars
Baldvinssonar á Akureyri dreifir
NORRÆN vika var sett á Amts-
bókasafninu á Akureyri á sunnu-
daginn að viðstöddum boðsgest-
um. Það var Knut Odergaard,
forstjóri Norræna hússins, sem
setti vikuna.
í safninu hangir uppi sýningamar
“Þjóðsagnamyndir Ásgrims Jóns-
sonar" og “Tónlist á íslandi" og
kynnti Hrafnhildur Schram, for-
stöðumaður Ásgrimssafns, myndir
Ásgrims. Við opnunina kynntu Páll
vömnni Norðanlands en samningar
standa yfir við dreifíngaraðila í
Reykjavík.
Fiskiðn
Morgunblaðið hefur borizt eftir-
farandi frá Fiskiðn: „Föstudag-
inn 17. apríl sl. hélt Fiskiðn ráð-
stefnu sem bar yfirskriftina -
framtíð íslensks fiskiðnaðar.
Meðal fyrirlesara var Friðrik
Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðv-
ar Hraðfrystihúsanna. Erindi
hans var birt í Morgunblaðinu
þ. 18. apríl og í fyrirsögn þess
kom fram að hinn almenni fisk-
iðnaður stæði fyrir ráðstefnu
þessari. Hið rétta er að Fiskiðn,
fagfélag fiskiðnaðarins hélt ráð-
stefnu þessa.
Fiskiðn er fagfélag fískiðnaðar-
ins sem hefur þau markmið, að
stuðla að bættum námsskilyrðum
félagsmanna sinna, stuðla að um-
bótum í fískiðnaði og sameina þá
menn sem geta orðið félagar, það
em t.d. matsmenn fískiðnaðar-
menn, físktæknar, starfandi verk-
stjórar í fískiðnaði með eins árs
starfsreynslu.“
H. Jónsson og Garðar Jakobsson
einnig sitt atriði á vikunni: Tón-
mannlif í Suður-Þingeyjarsýslu á
19. og 20. öl. Þeir skemmtu svo
aftur í Dynheimum um kvöldið.
Eitthvað verður um að vera í Dyn-'
heimum þriðjudags-, miðvikudags-
og fímmtudagskvöld. Á föstudag
og laugardag verða síðan kvik-
myndasýningar i Borgarbiói og á
sunnudag lýkur vikunni með kvöld-
vöku i Dynheimum. Fritt er á öll
atriði Norrænu vikunnar.
Selfoss:
Kennslulokum fagnað
Selfossi:
Nemendur Fjölbrautaskóla
Suðurlands fögnuðu síðasta
kennsludegi sínum við skólann
með uppákomu í skólanum og
klæddust við það tækifæri hin-
um skringilegustu búningu,
rauðum og svörtum. Fóru þeir
með söng og bístri um kennslu-
húsnæði skólans og barst leikur
þeirra um allan bæ og voru
nemendurnir áberandi á götun-
um þennan dag, 25. apríl sl.
Að loknu sprelli og gaman-
málum taka við alvarlegri málefni,
prófin og svo skóli lífsins.
Meðfylgjandi myndir eru tekn-
ar af hópnum á tröppum gamla
kaupfélagsins á Selfossi.
Sig Jóns.
Norræn vika á Akureyri
Akureyri.