Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1986
51
l.maí-ávarp
Alþjóðasambands fijálsra verkalýðsfélaga
1. maí 1886 lögðu 200 þúsund
amerískir verkamenn niður vinnu
til að fylgja eftir kröfu verkalýðs-
hreyfingarinnar um 8 stunda vinnu-
dag. En verkbann eins fyrirtækis í
Chicago leiddi til átaka, skothríðar
frá lögreglu og manndrápa. Þessi
eldraun amerísku verkalýðshreyf-
ingarinnar leiddi til þess að 1. maí
var viðurkenndur í flestum löndum
sem hátíðisdagur yerkamanna og
samtaka þeirra. Á stöku stað í
Kanada og Bandaríkjunum var þó
komin á áður sú hefð að halda hátíð-
legan verkalýðsdag (þegar árið
1882 var farin fyrsta Qöldagangan
í New York) og sú hefð hefur sí-
fellt unnið sér sess víðar um lönd.
1. maí sem hátíðisdagur ftjálsrar
verkalýðshreyfingar á sér því 100
ára sögu. Ekki leikur á því vafi að
víða um heim hefur verkafólki og
samtökum þeirra orðið mikið
ágengt á þessum hundrað árum —
betri lífskjör, aukið öryggi, bætt
heilsugæsla og traustari félagsleg
réttindi. Það eru þó nóg verkefni
fyrir höndum á næstu hundrað
árum. Auk þess verðum við að verja
áunnin réttindi fyrir allskyns harð-
stjórum hvar í pólitískum flokkum
sem þeir standa, og einnig fyrir
hörmulegum mistökum lýðræðis-
legra stjórnvalda, sem eru alltof
algeng.
Frjáls, alþjóðleg verkalýðshreyf-
ing mun hér eftir sem hingað til
lcggja áherslu á þrjú meginatriði —
brauð, frið og frelsi. Jafnframt er
okkur eins ljóst og áður að þetta
þrennt er hvert undir öðru komið.
Einu þessara markmiða verður
aldrei að fullu náð, nema hin fylgi
með.
Nú á yfirstandandi alþjóðlegu
friðarári skulum við fyrst íhuga það
brýna en flókna verkefni að tryggja
varanlegan frið, öryggi og afvopn-
un. Ljóst er að samræmd raunhæf
fækkun kjarnorkuvopna er höfuð-
forsenda fyrir því að þessu tak-
marki verði náð og Alþjóðasamband
resið af
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er22480
fijálsra verkalýðsfélaga mun halda
áfram að vinna að frumkvæði í
þessum efnum. Það er þó vissulega
jafnbrýnt að fækka efnavopnum og
venjulegum hergögnum.
Það er ekki á valdi verkalýðs-
hreyfingarinnar að taka ákvarðanir
í þessum efnum en við getum þrýst
á valdhafa að taka rétta afstöðu.
Verkalýðshreyfmgin getur látið til
sín taka með margvíslegum hætti
í viðleitninni til að ná fram alls-
heijarsamkomulagi. Eitt af því sem
mestu máli skiptir er að breyta
hergagnaframleiðslu í framleiðslu
hluta til friðsamlegra nota. Það má
ekki viðgangast að atvinnumál séu
notuð sem tylliástæða fyrir styijöld.
Við verðum einnig að taka ein-
dregna afstöðu gegn annarri alvar-
legri ógnun við heimsfriðinn —
hryðjuverkastarfsemi. Hvemig,
hvar og hvers vegna hryðjuverk eru
unnin, eiga þau aldrei rétt á sér.
Það er enginn munur á því hvort
hryðjuverk eru framin af einstakl-
ingum, samtökum eða valdhöfum,
og þeir sem veita þeim óbeinan
stuðning eru ekki síður sekir en
hryðjuverkamennirnir sjálfir. Við
þörfnumst öflugs alþjóðlegs átaks,
til að uppræta þetta mein í eitt
skipti fyrir öll.
Réttindi verkafólks verða fyrir
sívaxandi áreitni um allan heim.
Gengið er á réttindi með ýmsu
móti, allt frá lagaboðum, skrifræð-
isflækjum og skipulegum herferð-
um gegn verkalýðsfélögum til kúg-
unar, fangelsana, pyntinga og
morða. Allt stefnir þetta að einu
marki og hefur sömu afleiðingar —
að hindra verkalýðsfélög í því að
veija rétt og lífskjör verkafólks.
Við verðum að beita öllum tiltækum
ráðum gegn slíkri aðför, hvar sem
hún kemur upp. Réttindi verkafólks
eru ekki munaður, heldur nauðsyn.
Þau stuðla að efnahagslegum og
félagslegum framförum með því að
tryggja áhrifamátt verkamanna og
fulltrúa þeirra.
Alþjóðasamband fijálsra verka-
lýðsfélaga krefst þess að frumrétt-
indi verkafólks séu virt í öllum
löndum heims, við hvaða þjóðfé-
lagskerfi sem þau búá og hver sem
staða þeirra er. Þýðingarmestu rétt-
indin eru félagafrelsi (á öllum svið-
um, einnig á alþjóðlegum vett-
vangi), fijáls samningsréttur og
verkfallsréttur.
Auðvitað byggist vörn réttinda
verkafólks á almennum mannrétt-
indum. Í þetta sinn leggjum við
sérstaka áherslu á að þjóðir heims
beiti sér nú þegar fyrir því að binda
enda á hina óheillavænlegu aðskiln-
aðarstefnu í Suður-Afríku.
Ástand efnahagsmála ógnar al-
þjóðlegi-i samstöðu okkar nema því
aðeins að við afsönnum þá fullyrð-
ingu sem oft er haldið fram, að
hagsmunir verkafólks í þróunar-
löndunum stangist á við hagsmuni
verkafólks í iðnaðarríkjum.
Viðskiptahöft á heimsmarkaði
eru ekki í þágu verkafólks, því þau
skilja að þá sem eiga ekkert og þá
sem eiga, og þá sem atvinnu hafa
og þá atvinnulausu urri heim allan.
Svæðisskipting verkalýðshreyfing-
arinnar leggur spifin í hendur þeirra
fjölþjóðlegu fyrirtækja sem leitast
við að gera réttindi verkafólks að
engu með því að etja einni þjóð
gegn annarri.
Við þörfnumst samræmds hag-
vaxtar i iðnaðarríkjunum sem fer
saman með stóraukinni aðstoð við
þróunarríkin. Vandamál verkafólks
sem hefur atvinnu verða ekki leyst
nema með því að beijast gegn
atvinnuleysi og lélegu atvinnu-
ástandi. Ekkert annað en víðtækar
efnahags- og félagslegar framfarir
í þróunarlöndunum geta tryggt
okkur raunhæfa endurreisn efna-
hags allra þjóða, jafnt iðnríkja sem
þróunarlanda.
Á þessum hundraðasta hátíðis-
degi verkamanna lýsum við enn
einu sinni yfir óhaggandi stefnu
okkar og markmiði:
Fram til sigurs undir merki
Alþjóðasambands frjálsra verka-
lýðsfélaga í baráttunni fyrir
brauði, friði og frelsi.
EMU ■ i
TIL
VIÐSKIPTAVINA
UM
OPNUNARTÍMA
rá og með 2.
maí til 15. september
verða skrifstofur félag-
anna að Suðurlands-
braut 4, Reykjavík,
opnarfrá kl. 8.00 til kl.
16.00.
SJOVJI HAGTRYGGCVG
Sjóvá og Hagtrygging, sími 82500.
Umboðsmenn um allt land.
NYR H ARTOPPUR
„The Miracle“ — Kraftaverkið
■W nt
verður kynntur í hinu
nýja húsnœði okkar og
nœstu ÍO daga seldur
á sérstöku kynningar-
verði.
Komið — sjáið og
sannfærist.
íslandsmeistari
að verki
Við flytjum
frá Garðastræti 6
fostudaginn 2. mai
að Hringbraut 119.
Hársnyrtistofan GREIFINN
Hringbraut
119, s. 22077.
1. maí-kaffi Svalanna á Hótel Sögu kl. 14.00
Hlaðin borð af kræsingum. Stórkostlegt happdrætti, ferðavinningar og boð á veitingahús,
leikföng og margt fleira.
Tízkusýning kl. 14.30 og 15.30:
Föt frá Christine, Kápunni og Hattabúðinni. Barnaföt frá Benetton. Sólgleraugu frá Linsunni.
Helena Rubenstein snyrtivörur, snyrt af Permu og Snyrtistofunni Mandý.
Svöiukaffi svíkur engan. Allur ágóði rennur til líknarmála.
Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja.
< .