Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 52
M0RGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986
Blönduós:
Hjálparsveit skáta 20 ára
BlöiuluósL
HJÁLPARSVEIT skáta á
Blönduósi var með opið hús á
sumardaginn fyrsta í tilefni af
því að sveitin er 20 ára. Margir
gestir litu inn hjá hjálparsveit-
armönnum þennan dag til að
samfagna þeim og skoða hin
giæsilegu húsakynni og tækja-
kost sem hjálparsveitin hefur
yfir að ráða.
Núna er í eigu hjálparsveitar-
innar einn öflugur fjallabíll og
snjósleði. Hjálparsveit skáta á
Blönduósi bárust nokkrar gjafír á
afmælisdaginn. Lionsklúbbur
Blönduóss færði sveitinni Loran C
miðiunartæki og veitti formaður
hjálparsveitarinnar Sigrún Zoph-
oníasdóttir tækinu viðtöku. A
Blönduósi er starfandi önnur
björgunarsveit er Blanda nefnist
og er hún einnig tvítug um þessar
mundir. Báðar þessar björgunar-
sveitir eru til húsa í sama húsinu
og var unnið í sameiningu að
uppbyggingu þess.
Jón.Sig
1. maíávarp
Samtaka kvenna á vinnumarkaði
Á 1. maí í ár er fátt sem gleður
konur á vinnumarkaði. í skjóli ríkis-
stjómarinnar hefur óbilgimi at-
vinnurekenda margeflst. Skemmst
er að minnast fyrirlitlegrar fram-
komu eigenda Granda hf. í garð
starfsfólks og þá sérstaklega físk-
vinnslukvenna. Það er til skammar
að stjórnvöld í Reykjavík skuli nota
almannafé til slíkra árása á verka-
fólk.
Það er nöturleg staðreynd að
fijálshyggjuliði íhaldsins skuli hafa
tekist að sljóvga samkennd og
samstöðu verkafólks svo mjög sem
raun ber vitni. Ekki þykir lengur
tiltökumál að hver bjargi sér og
loki augum fyrir neyð annarra.
Stjómvöld hafa í raun afskrifað
hluta þjóðfélagsþegnanna, en láta
félagsmálastofnunum eftir að sjá
um að þeir verst settu skrimti.
Hungurdauði þykir smán fyrir
samfélagið, en félagslegri neyð er
hægt að leyna.
Best gengur að leyna neyð
gamalmenna, enda sú kynslóð ekki
alin upp við að bera vandamálin á
torg. Um tvö þúsund ellilífeyris-
þegar em á biðlistum eftir húsnæði.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
kreijast tafarlausra úrlausna og
benda í því skyni á 60 milljónimar
sem dekurböm íhaldsins létu
Reykjavíkurborg gefa sér í skiptum
fyrir nokkrar þúfur uppi í sveit.
Á heilbrigðisstofnunum er starfs-
fólki haldið í lágmarki, vinnuálag
aukið þannig að það bitnar á sjúkl-
ingum. í sparnaðarskyni þykir hæfa
að fækka legudögum sængur-
kvenna æ meira og síðasta vetur
neitaði Tryggingastofnun ríkisins
að greiða til Leitarstöðvar Krabba-
meinsfélagsins, þannig að nú eru
konur á algengustu launatöxtum
um 7 klukkustundir að vinna fyrir
einni krabbameinsskoðun.
Á dagvistarheimilum lengjast
biðlistar og fjárframlög minnka á
meðan vinnutími foreldra lengist.
Þótt Samtök kvenna á vinnu-
markaði hafi ekki skipt sér af al-
þjóðamálum hljóta þau að gera svo
þegar skipulega er stefnt að því að
gjöreyða tilvistarmöguleikum
mannkyns. Samtökin fordæma
harðlega loftárásir Bandaríkja-
stjómar á Líbýu. Það er skelfilegt
að slíkir vitfirringar skuli hafa á
valdi sínu geigvænlegustu vítisvélar
heims.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
telja að með síðustu kjarasamning-
um hafí forysta heildarsamtaka
verkafólks í raun gengist inn á
launastefnu stjómvalda og atvinnu-
rekenda.
Kjarasamningamir auka enn
þann geigvænlega tekjumun sem
orðinn er í landinu.
í samningaviðræðunum var ekki
einu sinni lögð fram krafa um að
ná til baka þeim launahluta sem
ríkisstjómin rændi á vordögum
valdaferils síns. Ekki var heldur
krafíst tryggra dýrtíðarbóta, heldur
tekið undir söng atvinnurekenda
um verðbólguvísitölu og launafólki
vísað í tröllfaðm ráðherranna til
tryggingar laununum.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
fordæma slíkt athæfí af hendi for-
ystu launafólks. Einnig fordæma
Samtök kvenna á vinnumarkaði að
enn skuli farandverkafólk gjörsam-
lega réttlaust varðandi atvinnuör-
yggi-
I árslok verða lægstu taxtar enn
undir 20 þúsund krónum á mánuði.
Það er ábyrgðarlaust að semja um
laun sem engin leið er að lifa af.
Frá afnedingu Lorans C miðunartækisins á afmælisdaginn. Það er Sigmar
hægri frá Lionsklúbbi Blönduóss sem afhendir stjóminni tækið.
Morgunbladid/Jón Sig
Jónsson lengst til
Heimilisprýði. ™
með silfurharðgljáa
Hinn heimsþekkti
þýski stálborðbúnaöur, margar
gerðir, fagurlega hannaöur og unninn,
er sannkölluð framtíðareign.
18/8 stál póleraó með harðgljáa.
Smaragd
30 stk.
í gjafakassa
kr. 6.075.-
Barock
30 stk.
í gjafakassa
kr. 7.290.-
Kanada
30 stk.
í gjafakassa
kr. 6.075.- Alaska
RAMMAGERÐIN
KRISTALL& POSTULÍN
30 Stk.
í gjafakassa
kr. 6.075.-
HAFNARSTRÆTI19
Sími 11081
Sendum í póstkröfu.