Morgunblaðið - 01.05.1986, Qupperneq 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAl 1986
Sirni 1 13 84
Guðgeir sýnir í Eyjum
Veatmannaeyjum.
GUÐGEIR Mattliíasson heldur sína
þriðju málverkasýningu í Byggða-
safni Vestmannaeyja dagana 1.—4.
maí. Myndir Guðgeirs eru flestar
tengdar atvinnulífi í Vestmanna-
eyjum og einnig sýnir hann myndir
af gömlum húsum sem eru horfin
af sjónarsviðinu. Guðgeir stendur
föstum fótum í þeim jarðvegi sem
hann er alinn upp í og það gefur
nýtt og sérstætt Iíf í myndir hans.
Sýningarsalinn í Byggðasafninu
velur Guðgeir með það í huga að fólk
geti um leið og það skoðar myndir
hans virt fyrir sér ýmis þau áhöld og
tæki sem forfeður og mæður notuðu
til þess að viðhalda lífi í Vestmanna-
eyjum. „Þetta var misjafnlega gott líf,
oftar hart og gróft á vissan hátt, en
alltaf var þó mannleg hlýja og hjálp-
semi fyrir hendi þegar mest á reyndi.
Gleði og gáski þegar við átti og svo
er með myndir mínar," segir Guðgeir
Matthíasson alþýðulistamaður í Vest-
mannaeyjum.
Sýning Guðgeirs Matthíassonar
verður opnuð kl. 14 á hátíðisdegi
verkamanna 1. maí og verður síðan
opin hvern dag til kl. 10 fram til 4.
maí. Þettaersölusýning. — hkj.
frumsýnir ítalsk-bandaríska spennumynd um blóðugabar-
áttu við Mafíuna:
Árás á Kolkrabbann
The underworl
has a law
its own...
Aðalhlutverk:MICHELE PLACIDO — lék aðalhlutverkið í hinum
vinsæla sjónvarpsþætti „Kolkrabbinn".
Leikstjóri: DAMIANO DAMIANI - leikstýrði „KOLKRABB-
ANUM“.
Myndin er með ensku tali.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd í sal 1 kl. 5,7,9 og 11.
tók nokkum þátt í félagsskap
snyrtifræðinga og fór á vegum þess
félags á a.m.k. tvö fjölþjóðaþing,
annað í Stokkhólmi og hitt í Róm.
Einnig skrifaði hún og birti í tíma-
riti greinar um starfsvið sitt og báru
þær vott um greind hennar og
smekkvísi eins og annað sem hún
gerði.
Hin látna var foreldrum sínum
og systkinum einkar kær, þótt
tengslin yrðu misjöfn milli hinna
mörgu systkina eftir því sem árin
iiðu. Nánast var sambandið milli
systranna þriggja, sem bjuggu í
sama húsi um áratuga skeið og
hjálpuðu og studdu hvor aðra í hví-
. vetna. Elsta systirin, Hólmfríður,
lést haustið 1983 og nú er ein, sú
yngsta, eftir í húsinu, en alls eru
átta systkinanna á lífí. Einnig voru
henni kær systkinabörnin, en þó
einkum þau er ólust upp í húsi
þeirra systra og sýndi hún það í
verki með ýmsu móti.
Það er stór hópur náinna ætt-
menna fjögurra kynslóða, sem nú
sér á bak þessari merku konu. Hinni
látnu voru veittar í vöggugjöf góðar
gáfur og þokkafullt útlit og lengi
fram eftir ævi allgott heilsufar, hún
var vel sett fjárhagslega og fékk
notið gæða lífsins í ýmsum mynd-
um, en þó skorti á, að fyllstu vonim-
ar í lífinu rættust og hefur það
e.t.v. átt þátt í því að valda henni
þungum byrðum er hún mátti bera
að kvöldi ævidagsins. En líklega
getur enginn ráðið eigin lífsgátu
og því síður annarra svo sjálfgert
er, að láta hér staðar numið. En
hvernig sem þessu er varið stendur
eftir skýr mynd merkrar konu er
lengi mun geymast í hugum ætt-
ingja og annarra nánustu samferða-
manna.
Við minnumst hennar öll með
miklum söknuði.
Sigurður M. Helgason
Stórbílaþvottastöð
Verð á sumarþvotti er eftirfarandi:
Stórir flutningabílar með aftanívagn 990 kr.
Stórirflutningabílar 780 kr.
Stórar rútur 780 kr.
Stórir sendiferðabílar 480 kr.
Minni sendiferðabílar 480 kr.
Jepparogfleiri 480 kr.
Ef menn vilja tjöruhreinsun eða skumm þá
reiknast það aukalega.
Stöðin er opin virka daga kl. 9—19.
Stórbflaþvottastöðin,
Höfðabakka 1, sími 688060.
Anna P. Helga-
dóttir - Minning
Fædd 9. desember 1904
Dáin 22. april 1986
Mig langar til að minnast með
nokkrum orðum systur minnar,
Önnu Petreu, þótt náinn sé skyld-
leikinn og ég sé ekki dómbær sem
skyldi, en hér er heldur ekki um
sagnfræði að ræða, heldur kveðju
og þakkir fyrir samfylgdina á nokk-
uð langri jarðvistarreisu og upprifj-
un á minningum um nokkra þætti
á lífsferli hennar á þann hátt, að
aðrir samferðamenn gætu fylgst
með því, en hún verður á morgun,
föstudag, kvödd hinstu kveðju af
ættmennum og vinum við útför
hennar frá Dómkirkjunni í Rvík.
Hin látna, sem fullu nafni hét
Anna Petrea, var fædd á Akranesi
9. desember 1904 og var 7. barn
hjónanna Guðrúnar Illugadóttur frá
Lambhaga í Skilmannahreppi og
Helga Guðbrandssonar frá Klafa-
stöðum í sama hreppi, en þau höfðu
gengið í hjónaband og sett bú
saman á Skaga árið 1893. Alls urðu
böm þeirra hjóna 13 og komust öll
til fullorðinsára. Bömin ólust öll upp
í foreldrahúsum og ennfremur 2
dótturbörn svo að segja frá fæð-
ingu. í þessari bammörgu bama-
íjölskyldu ólst Anna heitin upp og
eins og að líkum lætur var ekki
auður í garði á slíku verkamanns-
heimili. Bömin þurftu því snemma
að hjálpa til í lífsbaráttu fjölskyld-
unnar og þar á meðal Anna, sem
fór þegar á bamsaldri að heiman
til að vinna fyrir sér á sumrum,
eins og þá var títt um böm fátækra
foreldra.
Haustið 1924 þegar Anna var á
20. árinu fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur og batnaði nú hagur
hennar smám saman, enda vom
eldri bömin þá uppkomin og stóðu
dyggilega í lífsbaráttunni með for-
eldrum sínum. Snemma bar á því,
að Önnu heitinni væri margt vel
gefið og var hún vel næm og náms-
fús þegar á bamsaldri. Nokkm áður
en fjölskyldan fluttist suður hafði
Anna verið vetrartíma í lýðskólan-
um á Hvítárbakka, sem þá var undir
stjóm séra Eiriks Albertssonar og
hefur það án efa orðið henni hvatn-
ing til frekara náms ef möguleikar
opnuðust í þá átt, enda höfðu for-
eldramir einlægan áhuga á að
bömin kæmust eitthvað til mennta
þótt aðstæður væm erfíðar. Flutn-
ingur fjölskyldunnar til Reykjavíkur
1924 mun hafa stuðlað að því, að
Anna heitin fór í Kennaraskólann
þá um haustið og sat þar í tvo vetur
með mjög góðum námsárangri, en
þá var hún heitbundin Einari M.
Einarssyni, stýrimanni, síðar skip-
herra hjá Landhelgisgæslunni. A
næstu ámm starfaði Anna aðallega
við verslunarstörf hér í bæ eða þar
til þau Einar gengu í hjónaband á
árinu 1928 og settu saman bú á
Gmndarstíg 10 hér í bæ, þar sem
hún hefur átt lögheimili ætíð síðan.
Var heimili hennar ætíð fallegt og
höfðinglegt og bar glöggt vitni frá-
bærri smekkvísi hennar og ömggu
fegurðarskyni, enda bar allt, sem
hún gerði eða tók sér fyrir hendur
vott þessara sömu eiginleika. Anna
var söngelsk og hafði góða söng-
rödd og var um skeið í söngkómm.
Á fyrri ámm stundaði Anna heitin
enskunám í Englandi um nokkurra
mánaða skeið.
Eftir um 18 ára hjúskap slitu þau
Anna og Einar samvistum á árinu
1946, en hjónaband þeirra var
bamlaust. Anna heitin bjó áfram á
sama stað og eignaðist hluta húss-
ins, sem þau höfðu átt. Skömmu
síðar, eða á árinu 1947, fór Anna
til náms í snyrtingu í Stokkhólmi,
sem lauk með fullgildu prófí í grein-
inni. Er heim kom setti Anna upp
snyrtistofu í húsi sínu, sem hún rak
síðan við góðan orðstír óslitið þar
til heilsuna þraut fyrir 6—7 ámm.
Anna heitin stundaði einnig fram-
haldsnám í grein sinni í París og
hlaut viðurkenningu fyrir.
Þá vil ég víkja að því, að Anna