Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR1. MAÍ1986
Eiginkona mín,
ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Austurvegi 59,
Selfossi,
er látin.
Fyrir hönd sona og annarra vandamanna.
Yngvi Jónsson.
t
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
ANNATÓMASDÓTTIR ZOÉGA,
andaðist í Borgarspítalanum 28. apríl.
Jóhanna og Tómas Zoéga,
börn og barnabarn.
*
t
ANNA P. HELGADÓTTIR,
Grundarstig 10,
sem lést 22. april verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn
2. maí kl. 10.30.
Hjörtur B. Helgason, Tryggvi Helgason,
Ásta Kolbeins, Valdis Helgadóttir,
Júlía M. Helgadóttir, Sigurður M. Helgason,
Dagmar Helgadóttir, Andrea Helgadóttir,
Helgi Guðbergsson,
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
ÁSTA LIUA GUÐMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni föstudaginn 2. maí kl. 13.30.
Ólafur Guðmundsson og börn.
t
Maðurinn minn,
ÁSMUNDUR BRYNJÓLFSSON,
Hólakoti, Hrunamannahreppi,
verður jarðsunginn frá Hrepphólakirkju laugardaginn 3. maí kl.
14.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Hrepphólakirkju eða Sjúkrahús Suður-
lands.
Pálína Guðjónsdóttir,
t
Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
BJARNI SIGURÐSSON,
Berserkseyri,
sem lést 22. apríl, verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju
laugardaginn 3. mai kl. 14.00.
Þeir sem vilja minnast hans vinsamlegast láti St. Fransiskusspítal-
ann í Stykkishólmi njóta þess.
Hreinn Bjarnason, Ásdís Halldórsdóttir,
Dagbjört R. Bjarnadóttir, Pétur Einarsson,
Emil Jónasson, Guðlaug Guðjónsdóttir
og barnabörn.
Jóhannes Júlíus-
son — Minning
Fæddur 5.júni 1922
Dáinn 26. apríl 1986
Vinur minn, Jóhannes Júlíusson,
lést í Hrafnistu í Hafnarfirði síðast-
liðinn laugardag, 26. apríl. Hann
hafði átt við langvarandi heilsuleysi
að stríða og þess vegna hafði hann
fengið um nokkurra ára skeið að
dvelja um daga að Hrafnistu en fór
heim til sín að kvöldi, en síðasta
árið var hann þar alfarið vegna
sjúkleika síns.
Jóhann fæddist á Krosseyrarvegi
4 í Hafnarfirði 5. júlí árið 1922.
Foreldrar hans voru Helga Guð-
mundsdóttir frá Hóli í Hafnarfirði,
f. 1888 — d. 1942, og Júlíus Jóns-
son, sem lifir son sinn í hárri elli,
f. 1891, og er búsettur í Hvera-
gerði. Bæði áttu þau Helga og Júl-
íus til Hafnfirðinga að telja svo
langt aftur í aldir sem heimildir ná
til.
Þegar Jóhannes var barn að aldri
fluttu foreldrar hans að Eyrar-
hrauni við Hafnarfjörð. Þau eignuð-
ustu sjö börn, en hið elsta, Bjami,
andaðist skömmu eftir fæðingu.
Hin komust öll til fullorðinsára, en
látin eru, auk Jóhannesar, þau
Siguijón og Guðlaug. Eftir lifa
bræðumir þrír: Stefán rithöfundur
í Hafnarfirði, Karl búsettur í
Reykjavík og Vilbergur fyrrverandi
skólastjóri í Garðabæ.
Þau Júlíus og Helga bjuggu á
Eyrarhrauni fram á ári 1937 og
þar sleit Jóhannes barnsskónum í
hópi systkina sinna í fögru og sér-
kennilegu umhverfí þar sem hraun-
ið ræður ríkjum og fjaran er
skammt undan. Á Eyrarhrauni er
paradís fyrir böm að alast upp.
Enginn leikvöllur gjörður af manna
höndum, jafnast á við umhverfið
kringum bæinn hvort heldur að
vetri eða sumri. Þar var og er mikið
fuglalíf og þar höfðu þau Helga og
Júlíus í búi sínu kindur og hesta,
en Júlíus var mjög hneigður fyrir
skepnur og kunnur tamningamað-
ur. Þetta umhverfí hafði djúp og
varanlega áhrif á Johannes enda
minntist hann jafnan bemskuára
sinna á Eyrarhrauni með hóglátri
gleði þótt stundum hafi verið þröngt
í búi þessarar bammörgu fjölskyldu
á krepputíð.
Á milli tektar og tvítugs vann
Jóhannes ýmis störf er til féllu, en
aflaði sér fróðleiks og þekkingar
' með lestri góðra bóka. Árið 1944
fór hann til Akureyrar til náms í
bókbandsiðn í bókbandsvinnustofu
Árna Ámasonar. Var það ekki til-
viljun að hann valdi sér bókband
að ævistarfi því að hann undi sér
hvergi betur en í návist bóka. Námi
sínu lauk Jóhannes í bókbandsstofu
Prentsmiðju Bjöms Jónssonar á
Akureyri og brottfararpróf tók
hann frá Iðnskóla Akureyrar árið
1947.
Jóhannes vann áfram um skeið
við bókband hjá Bimi Jónssyni, en
stofnaði svo eigin bókbandsstofu,
ásamt tveimur félögum sínum, en
nyrðra undi hann ekki þótt hann
eignaðist þar marga góða félaga
og flutti suður í Fjörðinn sinn og
hóf að vinna við bókband í Prent-
smiðju Hafnarfjarðar. Við iðn sína
vann Jóhannes meðan heilsa og
kraftar leyfðu. Hann starfaði í Fé-
lagsbókbandinu og Hólabókbandi í
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
EINAR EINARSSON,
Kjarrmóum 35, Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 2. maí kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Olga Guðrún Snorradóttir, Einar Snorri Einarsson,
Davið Arnar Einarsson, Birkir Snær Einarsson.
Bróðir minn,
t
FLOSI FINNSSON,
Faxastig 7, Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum laugardag-
inn 3. maí kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda.
Steina M. Finnsdóttir.
t
Móðir mín, amma okkar og langamma,
ELÍN SIGURBERGSDÓTTIR,
Dynskógum 18, Hveragerði,
sem lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 25. apríl, verður jarðsungin frá
Hveragerðiskirkju laugardaginn 3. maíkl. 14.00.
Lilja Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN THEODÓRSSON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. maí kl.
10.30.
Lydía Guðjónsdóttir,
Rúnar Guðjónsson, Birna Valgeirsdóttir,
Jóhann Guðjónsson, Elisabet Bjarnadóttir,
Guðbjörg Guðjónsdóttir, Helgi Þ. Sigurðsson,
Kjartan Guðjónsson, Bára Samúelsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginkona min, móðir okkar og tengdamóðir,
KRISTJANA SVEINBJARNADÓTTIR,
Álfhólsvegi 145,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 2. maí kl.
15.00.
Jóhann Ó.A. Ágústsson,
Viktoría Jóhannsdóttir, Órn Sævar Eyjólfsson,
Hulda Dóra Jóhannsdóttir, Sigurður Jóhannsson.
t
Útför
MAGNÚSAR VILHJÁLMSSONAR,
bifreiðastjóra,
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður Rauðarársti'g 5,
sem lést 22. apríl sl., verður gerð frá Hallgrímskirkju föstudaginn
2. maikl. 13.30.
Hreiðar S. Albertsson.
Keykjavík og síðast í Sveinabók-
bandinu.
Jóhannes var vandvirkur í starfi
sínu svo sem bækur þær er hann
meðhöndlaði bera vott um. Hann
bar virðingu fyrir iðn sinni og þegar
bókband hætti að vera í raun það
handverk sem það var á námsárum
hans og vélar urðu alls ráðandi við
verkið fannst honum, eins og fleiri
bókagerðarmönnum á hans reki,
að um afturför í frágangi og vand-
virkni væri að ræða.
Ég kynntist Jóhannesi Júlíussyni
á Akureyrarárum hans. Mér eru
minnisstæð fyrstu kynni okkar. Ég
hitti hann í hópi nokkurra ungra
manna og vakti hann strax athygli
mína. Þá voru miklar umræður um
þjóðfélagsmál og alþjóðamál og
Jóhannes hafði á þeim ákveðnar
skoðanir. Þótt hann væri allnokkru
eldri tók hann mig gildan og við-
ræðuhæfan og er skemmst frá því
að segja að maðurinn var í senn
skemmtilegur viðræðu, vel að sér
og greindur.
Eftir að ég fluttist til Hafnar-
Qarðar hittumst við Jóhannes alltaf
öðru hveiju og þótti okkur gott að
spjalla saman. Hann eignaðist íbúð
á Hringbraut 54 og þangað leit ég
stundum til hans. Hann var barn-
laus og ókvæntur alla tíð en það
háði honum ekki við móttökur vina
sinna.
Jóhannes varð fyrir þeirri ógæfu
að missa heilsuna fyrir meira en
áratug. Það varð honum þungbær
raun því að sjúkdómurinn var þess
eðlis að hann átti mjög erfitt með
að tjá sig og fátt getur verið verra
fyrir félagslyndan mann af hans
gerð. Hann eignaðist aðra og hent-
ugri íbúð á Miðvangi 41 og bjó þar
síðustu árin þar til hann fluttist
alfarið í Hrafnistu fyrir rúmu ári.
Ég þakka honum kynnin. Hann var
hógvært ljúfmenni sem gott er að
minnast. Fari hann vel. Guð blessi
minningu hans.
Jóhannes verður jarðsettur á
morgun, föstudag, kl. 10.30 árdegis
frá kirkjugarðskapellunni í Hafnar-
firði.
Snorri Jónsson
Jarðarfarar-
skreytingar
Kistuskrcytingar, krans-
ar, krossar.
Græna höndin
IGróðrarstöð við Hagkaup,
simi 82895.