Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 70

Morgunblaðið - 01.05.1986, Page 70
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 Emar Emarsson — Minning Fæddur 23. nóvember 1946 Dáinn 25. apríl 1986 Einlægur vinur minn og mágur, Einar Einarsson, er látinn. Hann veiktist 24. apríl sl. og lést skyndi- lega. Ég vil með fátæklegum orðum minnast þessa gæfumanns og þakka honum fyrir alla birtuna og hjartahlýjuna, sem hann veitti okkur samferðafólkinu. Einar eða Einsi, eins og við köll- uðum hann, var sonur hjónanna Elísabetar Sigurðardóttur frá Skammbeinsstöðum í Holtum og Einars Einarssonar, sem var ættað- ur úr Reykjavík. Hann lést 1962. Það var fyrir rúmum tuttugu árum að ég kynntist Einsa. Þetta var að vori til og þegar ég lít til baka, finnst mér eins og vorið hafí staðið óslitið síðan. Þótt nú hafí dregið fyrir sólu um sinn munum við eiga eftir að sjá birtuna á ný. Ef til vill á annan hátt en aður. Guð hefur gefíð okkur ljós, sem vísar okkur veginn í sorg og gleði. Þangað munum við sækja styrk okkar. > Einsi ólst upp í föðurhúsum á Rauðarárstíg 30 ásamt þremur systkinum. I því umhverfí mótaðist hann. Margt er minnisstætt frá þessum æskustöðvum eins og t.d. Skarphéðinsgata, sem liggur bakvið húsin við Rauðarárstíg. Trén í görðunum eru mörg mjög hávaxin og því skjólgott á sumrin. Á vetuma er gfatan jrfírleitt ófær þegar snjóar. Þessi ævintýralega gata kemur ætíð upp í huga mér þegar ég hugsa til baka. Án efa hefur umhverfið haft sín áhrif á uppvöxt og þroska þeirra sem þama áttu heima í æsku. Þetta var eins og sveit inni í miðjum bæ. Þama við Skarphéðinsgötuna ólust þau upp systkinin, Sigurður, Einar, Guðríður og Erlingur. Einar var næstelstur í systkinahópnum, sem alla tíð hefur verið mjög sam- heldinn. Ég kom inn í þennan hóp eins og gengur og var ekki gerður mannamunur þótt ég hefði ekki alist upp með hópnum. Aðeins æðrulaus vinátta og hlýja auk ómældrar hjálpsemi þegar við hjón- in seinna meir stóðum í húsbygg- ingum og námi. Jólin hjá Betu vom jafnan mikið tilhlökkunarefni. Allt tilbúið kl. 6 á aðfangadagskvöld og eftir matinn var farið upp til föðursystkinanna. Á jóladag vom öll systkinin saman komin hjá Betu, hangilqötið með flatkökum í hádeginu og síðan var spilað bridge allan daginn. Og auðvitað var tekin ein og ein skák. En jólaboðin hjá Betu breyttust í gegnum árin. Bömin gengu út hvert af öðra. Eins kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Olgu Guðrúnu Snorra- dóttur, 1973 og var það gæfuríkt spor. Olga og Einsi vom samtaka og hamingjusöm frá upphafí. Þeim varð þriggja bama auðið, þrír myndariegir synir, Einar Snorri, f. jk-31.janúar 1972, Davíð Amar f. 16. janúar 1978 og Birkir Snær, f. 13. janúar 1982. Þeir feðgar vom miklir mátar enda Einsi bamgóður með afbrigðum. Þeirrar gæsku höfðu systkinabömin notið í ríkum mæli alla tíð. Einsi hafði lært bifreiðasmíði og vann hann við iðn sína í mörg ár, en nú seinni ár vann hann hjá Rafboða í Garðabæ við ýmis störf tengd jámsmíði og smíði rafbúnað- ar í skip. Einsi var vel liðinn af vinnufélög- um. Hann var vandvirkur á allt sem hann lagði hönd á og var útsjónar- samur og handlaginn. Einnig bar mönnum saman um það að hann væri grandvar og rólegur. Ef til vill vom það hans sterkustu ein- kenni. Einn af Orðskviðunum hljóðar þannig: ^ „Fámálugur maður er hygginn ^og geðrór maður er skynsamur." Einsi og Olga fluttu að Kjarrmó- urp 35 í Garðabæ 1983, en þar höfðu þau fest kaup á húsi. Þótt bardaginn við verðbótaskriðuna hafi tafíð fyrir því að þau gætu fullgert heimili sitt, þá var búskapur þeirra hjóna til fyrirmyndar. Þau hjón vom einstaklega félagslynd og létu ekki brauðstritið aftra sér frá því að stunda ýmiss konar félagslíf. Allt var þetta með fólki sem skemmti sér án áfengis. Má þar helst nefna Hjónaklúbbinn Laufið og Skíðadeild Hrannar. Nú þegar við kveðjumst er það huggun að hafa átt svo margar ánægjustundir og mun minningin ávallt verða björt og tær. Ég votta þér, Olga mín, og son- unum þremur mína dýpstu samúð. Þá kristinn maður sofnar sætt, þá sárt hann grátum eigi; Þótt herrann nú oss hafi grætt, mun hann á efsta degi, vom ástvin láta oss aftur sjá, í æðri gleði, en hugsast mi Guðs lofúm vísdómsvegi. (Sálmur, höf. óþ.) Sigurður Sigurðsson Sú harmafregn barst mér að morgni þess 25. þessa mánaðar að Einar Einarsson væri látinn. Á þeirri stundu var það mér ómögulegt að sætta mig við það og trúa, og nú þremur dögum síðar er sú staðreynd jafn erfíð. Einar var einstakur ljúflings- drengur, alltaf í góðu skapi og hvers manns hugljúfi. Ég sem þessar línur rita og starfsfélagar Einars í Raf- boða sakna hans mjög og minnast góðs drengs og félaga. Samskipti okkar Einars vom mjög náin í vinn- unni vegna stöðu hans og minnar í fyrirtækinu og alltaf var jafn þægilegt að vinna með Einari. Skilningur, lipurð, hagsýni og gott viðmót vom hans einkenni. Einar hafði starfað með okkur á áttunda ár og fannst mér hann alltaf vera vaxandi í sínu starfí. Það er mikill harmur kveðinn að eftirlifandi eiginkonu Einars, Olgu Snorradóttur, og sonunum þrem. Megi góður Guð blessa ykkur og veita ykkur styrk til að horfast í augu við orðinn hlut. Eigendur og starfsmenn Rafboða kveðja góðan dreng og vinnufélaga oe biðjum þess að hann megi hvfla í Guðs friði. Smárí Hermannsson Ollu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefír sinn tíma, og að deyja hefír sinn tíma. Að gráta hefír sinn tíma og að hlæja hefír sinn tíma. (Prédikar- inn 3. kafli.) Það er stutt síðan við litum inn tii Olgu og Einars og glöddumst innilega með þeim vegna þess að elsti drengurinn þeirra átti að ferm- ast. Það var augljóst að gleði og samheldni ríkti í nýja vinalega hús- inu þeirra. Það kom því eins og þmma úr heiðskím lofti að fregna að Einar væri allur. Hann hafði komið þreyttur heim úr vinnu og lést úr heilahimnubólgu nokkmm stundum síðar. Einar Einarsson fæddist í Reykjavík 23. nóvember 1946. Faðir hans hét Einar Einarsson og lést hann er Einar var á 16. aldurs- ári. Móðir hans er Elísabet Sigurð- ardóttir og er hún vistmaður á Hrafnistu hér í Rvík. Einar lauk námi í bifreiðasmíði og vann síðan við þá iðn í nokkur ár. Síðustu 7 árin starfaði hann hjá fyrirtækinu Rafboðinn sem er í Garðabæ. Árið 1973 kvæntist hann Olgu Guðrúnu Snorradóttur og eignuðust þau þrjá mannvænlega syni: Einar Snorra, 14 ára, Davíð Amar 8 ára og Birki Snæ sem er 4ra ára. Einar var góður vinur drengjanna sinna. Á seinnihluta sjöunda áratugarins hóf hann þátttöku í starfí íslenskra ungtemplara. Á þeim vettvangi mættust áhugamál okkar og lagði Einar starfsemi íþróttadeildar Hrannar mikið lið. Undanfarinn áratug höfum við auk þess átt margar ánægjustundir með Einari • (- . ■ IH 'I i 111 i i ‘á ‘í' .1t i íi /11 '•! 11 I:', I: og Olgu á dansæfíngum og skemmtunum, svo og í ferðalögum á vegum hjónaklúbbsins Laufsins. Allt virtist leika í lyndi þegar tilver- an tók aðra og óvænta stefnu. Á þessari stundu kveðjum við ljúfan og traustan félaga og þökkum honum samfylgdina. Megi góður Guð styrkja og blessa Olgu og sjmina, aldraða móður og fjölskylduna alla. Vilborg og Guðmundur Á morgun verður borinn til mold- ar frá Háteigskirkju, Einar Einars- son. Stundum gerast atburðir svo skjótt og svo óvænt, að með ólíkind- um er. Það var á sumardaginn fyrsta, að Einar kom heim til sín úr vinnu, þar eð hann kenndi lasleika. Um kvöldið hafði honum versnað svo, að hann var lagður inn á sjúkrahús, þar sem hann lést að- faranótt föstudagsins, úr heila- himnubólgu. Það em nú rúm tuttugu ár síðan við Einar kjmntumst fyrst, en það var í Utf Hrönn. Síðan höfúm við átt ótal stundir saman í starfí og leik. Einar sýndi fljótlega, að hann var góðum kostum búinn, sem fé- lagsmálamaður og var því fljótt virkur í starfí félagsins. Arið 1969 varð hann formaður íþróttadeildar Hrannar til 1971 og í stjóm deildar- innar 1971 til 1973. Þá var hann kosinn gjaldkeri deildarinnar 1977 og gegndi hann því starfí til dauða- dags. Einar var einnig virkur í fleiri félögum, svo sem í Hjónaklúbbnum Laufínu. Einar var lærður bifreiða- smiður og vann síðustu sjö árin hjá Rafboða hf. í Garðabæ. Ifyrst þegar við Einar kynntumst bjó hann hjá móður sinni Elísabetu Sigurðardóttir og öðmm bróður sín- um, en hún var þá ekkja. Faðir Einars, Einarsson, hafði fallið frá þegar hann var 15 ára að aldri. Með okkur Einari tókst strax góð vinátta, sem hefur haldizt fram á þennan dag. Eins og gefur að skilja er margs að minnast í gegnum tíð- ina. Fyrstu árin eftir að íþrótta- deildin var stofnuð tókum við þátt í 3. deildarkeppni KSÍ og Reykja- víkurmótinu í knattspjmu. Það gekk á ýmsu í þeim mótum, allt frá því að við komust í úrslitakeppn- ina í 3. deild og til þess að vera burstaðir í bikarkeppni KSÍ. Og frá þessum tíma á maður ákaflega margar skemmtilegar minningar. Þá var á þessum ámm hafín bygg- ing skíðaskála Hrannar í Skálafelli og átti Einar sinn þátt í því verk- efni. Þegar við hættum þátttöku í knattspymumótum héldum við áfram að sparka og höfum leikið knattspymu síðan, einu sinni til tvisvar í viku allt árið til dagsins í dag. Öll þessi ár hefur Einar verið einn af traustustu stoðum í félaginu og tekið til hendinni við þau verk- efni, sem legið hafa fyrir. Hann hefur frá upphafí verið einn aðal drifkrafturinn í sölu getraunaseðla, en það hefur haldið fjármálum fé- lagsins í góðu lagi. Og í stjóm deildarinnar hefur hann reynzt úræðagóður, ósérhlífinn og ávallt mátt treysta því, að hann leysti þau verkefni, sem hann tók að sér. Að Sigríður Benjamíns- dóttir - Minning Fædd 6. nóvember 1896 Dáin 25. apríl 1986 Lækkar lífdaga sól, löngerorðinmínferð. Faukifaranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, semlögðumérlið, ijósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) í dag kveðjum við góða og mik- ilsvirta konu, sem vildi ekki láta mikið á sér bera, en lét mikið gott af sér leiða. Hún var mjög dugleg og ákveðin við allt sem hún gerði. Það sést best á því er hún barðist fyrir uppeldi bama sinna. Ein ól hún upp 7 böm af engum efnum. Og allt blessaðist það hjá henni með dugnaði hennar og guðshjálp. Þijú böm hennar em farin á undan henni og taka þau á móti móður sinni. Fjögur em eftir og syrgja móður sína. Einnig sakna ömmu sinnar 20 bamaböm og 27 bamabamaböm. Öll bamabömin þekktu vel svarta veskið hennar ömmu og vom fús að rétta henni það ef hún lagði það frá sér þegar hún kom í heimsókn. Þá vom þau komin með það á eftir henni til að gera vart við sig, því þau vissu að amma átti alltaf mola í munninn, sem var vel þeginn. Svo þegar langömmubömin komu í heimsókn til hennar á Þúfubarðið þá var alltaf farið beint til hennar og alltaf var til moli af nammi í lítinn munn, svo var góður koss gefínn í staðinn. Ég, sem þessar fátæklegu kveðjulínur rita, hefði ekki getað eignast hugulsamari og betri tengdamóður og hef ég alltaf metið hana mikils og þótt vænt um hana. Hún var svo lánsöm að fá að vera hjá dóttur sinni Ingu og manni hennar Hjörleifí eins lengi og hægt var fyrir hana að vera í heimahúsi og var hún þeim mjög þakklát fyrir það. Hún sagði við mig að þa,u ættu heiður skilið fyrir það og vonaði að góður guð launaði þeim og bömum þeirra fyrir. Hún dvaldi í sjúkrahúsi síðustu fímm mánuðina og var mjög veik sfðustu vikumar og hefur verið hvíldinni fegin. Læknum og hjúkmnarfólki á Sól- vangi em sendar hugheilar þakkir fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Ég kveð yndislega tengdamóður og þakka henni fyrir allt og allt og bið guð að blessa minningu hennar. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð bama þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa ogeykuraflogtrú. Það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfiim eins og þú. Svanfríður Eyvindsdóttir Á morgun verður til moldar borin amma okkar, Guðbjörg Sigríður Benjamínsdóttir. Hún fæddist 6. nóvember árið 1896 að Syðri- Gegnishólum í Gaulverjabæjar- hreppi. Foreldrar hennar vom hjón- in Ingibjörg Halldórsdóttir og Benjamín Jónsson. Áttu þau alls átta böm, en aðeins þijú þeirra komust til fullorðinsára auk Sigríð- ar, þau Ragnheiður fyrmm hús- freyja í Skáldabúðum og Halldór fyrmm bóndi að Skaftaholti. Em þau bæði látin. Auk þess áttu þau uppeldisbróður, Oddgeir Jónsson, sem enn er á lífí. Amma Sigríður var aðeins sex ára að aldri er hún missti föður sinn. Ólst hún því upp hjá móður sinni uns hún yfirgaf átthagana á unglingsámnum. Vann hún víða á þessum ámm við húshjálp og í kaupavinnu þar til hún giftist Ast- valdi Þorkelssyni frá Þorbjamar- stöðum. Eignuðust þau sex böm: Ingibjörgu, Sigrúnu, sem lést árið -i Mil w)H iflAA vinna með Einari öll þessi ár er sérstök reynsla. Hann var ætíð í góðu skapi, léttur og hláturmildur. Aldrei man ég til þess, að hann jrði reiður nokkmm manni né léti hnjóðsyrði falla um aðra. Slíkir menn em vandfundnir nú á dögum. Ekki átti Einar mjög marga félaga, en var þess tryggari vinum sínum. Hann hafði gaman af því að ræða dægur- og eilífðarmálin, ef því var að skipta og höfum við oft átt skemmtilegar stundir í gegnum ár: in, þegar við höfum rætt málin. í eðli sínu var Einar félagsvera, þótt hann léti ekki bera mikið á sér og hafði hann mikla ánægju af félags- störfum og félagslífí. Eftir að hann komst í kynni við félagslífið hjá Hrönn á Bámgötu 11, hófst nýr kafli í lífi hans, sem í raun stóð allt til enda, ferðalög, dans, útivera og íþróttir áttu vel við hann. Það var einmitt á þessum vettvangi, sem hann hitti Olgu Snorradóttur konu sína. Ég man það svo vel, hve mikil birta og gleði var jrfír Einari, þegar hann hafði fundið lífsfömnaut sinn og þannig hefur það jafnan haldizt síðan í þeirra sambúð. Þau gengu í hjónaband 1973 og hafa eignast þijá myndar sjmi, Einar Snorra, Davíð Ámar og Birkir Snæ. Þeir hafa verið Einari mjög hjartfólgnir og hefur hann haft dálæti á þeim. Fjölskyldan var Einari mikils virði og hann var heimakær maður, þrátt fyrir félagsstörfin. Ég hef hér að framan reynt að draga framan með nokkmm fátæk- legum orðum mynd af Einari, en myndin, sem við félagar hans og vinir geymum verður ekki auðveld- lega sett niður á blað. Félagar okkar og vinir f Hrönn hafa beðið mig að koma hinztu kveðju á framfæri með þakklæti fyrir ómetanleg störf, samvem og ótal gleðistundir. Guð gefí honum frið, konu hans Olgu og móður Elísabetu, sonunum þremur og bræðmm hans styrk og ró. Hreggviður Jónsson 1970, Gunnar, sem lést árið 1984, Gyðu, sem lést árið 1983, Guð- björgu og Garðar. En áður hafði amma eignast son, Eirík Smith. Bjuggu þau fyrst í stað í Reykjavík, en ráku síðan um hríð bú Bjama Bjamasonar í Straumi. Um 1930 fluttust þau til Hafnar- Qarðar þar sem þau áttu heimili saman þar til þau slitu samvistir í lok fjórða áratugarins. Það kom því í hlut ömmu að halda bömum sínum heimili sem hún og gerði af miklum dugnaði og hugrekki. Á þessum erfíðu ámm naut hún oft góðs stuðnings systkina sinna og dvaldist amma gjaman sumarlangt ásamt bömum sínum ýmist að Skaftaholti eða Skáldabúðum. Amma háði harða lífsbaráttu og varð fyrir miklu mótlæti. En hún hafði bæði skap og atorku til að mæta því. Og getum við sagt að hún hafi vaxið við hveija raun. Við slíkar kringumstæður rejmir á þol- gæði og innviði hverrar mann- esksjsu, að láta ekki erfíðleikana buga sig heldur yfírvinna þá, vaxa með þeim og ekki minnst halda fullri reisn. Það sem vafalítið hefur hvað mest hjálpað henni á hinum mjrku tímum var bjartsýnin og glaðværðin og trúin á eigin getu og möguleika. Hinar erfíðu aðstæður hafa efa- lítið átt þátt í að móta og skerpa pólitísk viðhorf hennar og var hún virkur stuðningsmaður Alþýðu- flokksins al4 tíð. Og þrátt fyrir að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.