Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 71

Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAI1986 71 Guðjón Theódórs- son — Minning Fæddur 5. september 1915 Dáinn 23. apríl 1986 Guðjón Theódórsson lést í Landa- kotsspítala aðfaranótt 23. apríl sl., sjötugur að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. maí kl. 10.30 f.h. Guðjón fæddist 5. september 1915 í Reykjavík, Foreldrar hans voru hjónin Helga Soffía Bjama- dóttir (sjómanns Gunnarssonar frá Eyrarbakka) f. 13. október 1890 að Melshúsum á Seltjamamesi, d. 1979, og Theódór Jónsson (Ás- mundssonar bónda Benediktssonar á Stóru-Völlum í Bárðardal) f. 24. september 1884 að Ólafsvöllum á Skeiðum, d. 1963. Helga og Theó- dór eignuðust þessi tólf börn: Ás- laugu, Guðjón, Soffíu Bjamrúnu Unu, Katrínu, Ingibjörgu, Ólafíu, Guðrúnu Ósk, Rebekku, Einar, Ell- ert Leif, Kristján og Soffíu. Guðjón ólst upp á kreppu- og erfíðleikaárum í íslensku þjóðlífí, er bammargar fjölskyldur börðust í bökkum með lífsviðurværi. Við slíkar aðstæður reyndi mjög á elzta soninn í hópi tólf systkina. Um fermingaraldur var hann farinn að vinna fullan vinnudag við sendi- sveinsstörf, fyrst hjá Pöntunarfé- lagi Reykjavíkur (nú KRON) og síð- ar hjá versluninni Von, þar sem hann vann við úrvinnslu kjöts og ók fóðurvörusekkjum á handvagni til viðskiptavina í Reykjavík. Á sumrin var hann við sveitastörf. Stundaði síðan verkamannavinnu við Reykja- víkurhöfn með föður sínum og hóf einnig sjómennsku, fyrst á vél- bátnum Jökli frá Reykjavík. Haus- svo virðist, sem flokkurinn á stund- um tapaði áttum, þá var hún ávallt viss og hélt sinni stefnu. Þannig var amma er við fyrst munum eftir henni, áhugasöm um gang mála í þjóðfélaginu, en líka full áhuga og umhyggju fyrir sínum nánustu. Sú mynd er áleitin þegar hún í annars kyrrlátum fjölskylduboðum hélt því- líkar pólitískar ræður, af slíkum eldmóði og mælsku, að vel hefði sómt sér á stærra vettvangi. Á slík- um stundum fannst manni hún vera ólík öðrum ömmum. í lífsviðhorfi hennar var sterkur strengur trúarinnar, trúin á guðlega forsjón. Og þegar við rifjum upp minningar um ömmu kemur það einna fyrst í hugann hversu örlát hún var. Kom það einkum fram í trygglyndi hennar og umhyggju- semi fyrir þeim sem minna máttu sín. Amma varð þeirrar gleði og ánægju aðnjótandi að halda heimili með dóttur sinni Ingibjörgu, fyrst á Selvogsgötu 16 og síðan á Þúfu- barði 11, ásamt tengdasyni og barnabömum, og naut fádæma alúðar og umhyggju. Langri ævi er nú lokið. En minn- ingin iifír jafnt um ömmu og um sterka konu, sem með lífí sínu og persónuleika gerir aðgreininguna á „hinu sterka og hinu veika kyni“ að einkennilegum tilbúningi. Ólafur, Gunnar og Elísabet tið 1935 hóf Guðjón nám við búnað- arskólann að Hólum í Hjaltadal og lauk þaðan góðu prófi vorið 1937. Þurfti hann að leggja mjög hart að sér við námið, því grunnskóla- menntunar hafði hann notið af skornum skammti vegna hins harða brauðstrits og vinnuálags ungl- ingsáranna. Jafnan var honum ljúft að minnast vem sinnar á Hólum og taldi sér gott veganesi á lífsleið- inni. Snemma gerðist Guðjón véla- maður á smærri mótorbátum, reri m.a. nokkrar vertíðir frá Þórkötlu- stöðum í Grindavík með mági sín- um, Júlíusi A. Hjálmarssyni. Hinn 18. maí 1940 kvæntist Guðjón eftirlifandi eiginkonu sinni, Lydíu Guðjónsdóttur. Þau eignuð- ust þessi 6 böm: Rúnar Guðjón f. 16. 9. 1940, prentari í Reykjavík, kvæntur Bimu Valgeirsdóttur, þau eiga tvo syni, tvær dætur og eitt barnabarn; óskírt meybarn, f. 11. 4. 1942, dó þriggja mánaða; Theó- dór Helga f. 24.7 1943, sjómaður lengst af frá Reykjavík, en síðast frá Hvammstanga, þar sem hann árið 1969 gerðist brautryðjandi í rækjuveiðum. Hann fórst með mb. íslendingi HV 16 við Snæfellsnes 28.2. 1973 og lét eftir sig eina dóttur; Jóhann Svein f. 27.6. 1948, hafnarvörður á Hvammstanga, kvæntur Elísabetu Bjamadóttur, þau eiga fjórar dætur; Guðbjörgu f. 6.7. 1950, húsmóðir í Keflavík, gift Helga Þór Sigurðssyni bifvéla- virkja, þau eiga þrjú böm; 6. Kjart- an Svein f. 10.12. 1958, bifvéla- virki, Kópavogi, sambýliskona hans er Bára Samúels, þau eiga eina dóttur. nema í örlitlum mæli. Mest er þó um vert að þetta fólk gladdist yfír framförum og kenndi að erfíðleikar eru til að takast á við og sigrast á, en ekki gefast upp, ekki láta undan. Þannig var Sigríður. Hún var kona, sem stóð uppi ein með sjö böm á tímum kreppu og harðræðis á ís- landi, áður en samfélagsleg úrræði eins og félagsleg þjónusta eða tryggingar náðu festu hér á landi. Hún fann ömgglega fyrir því hér á ámm áður, að gæðum landsins var misskipt, enda vom skoðanir henn- ar á lífínu mótaðar af því viðhorfi. Jöfnuður manna á millum og ábyrgð á eigin og annarra lífí, ásamt trú á mátt þess sem öllu ræður eins og hún sjálf orðaði það. Lífshlaup hennar var langt og strangt framan af, en bömin hennar hjálpuðu til. Hún átt við alvarleg veikindi að stríða fyrir allnokkrum ámm, svo alvarleg að fáir trúðu því, að hún kæmist lífs af, nema e.t.v. hún sjálf, sem og varð. Þijú af börnum hennar sjö létust á besta aldri. Öll áföll stóð Sigríður af sér bein í baki. Ég kynntist Sigríði fyrir 18 ámm og er minnisstæður sá eldmóður sem lýsti af henni. Hún var þá ekki sátt við einhveijar ráð- stafanir, sem ráðamenn þjóðarinnar vom að gera á þeim tíma og gleymi ég sjálfsagt aldrei hversu bjargföst hún var í skoðunum. Sigríður átti því láni að fagna að eiga góða elli. Hún bjó hjá dóttur sinni og tengdasyni í Hafnarfírði og má segja að þar hafí hún þegið ríkuleg laun fyrir erfíði sitt. Þar gat fjölskyldan hitt hana hvenær sem var og hvemig sem á stóð og býst ég við að sjaldséð sé sú um- hyggja og aðhlynning, sem Sigríður naut þar á heimilinu. Sigríður fékk síðustu óskir sínar uppfylltar. Hún fékk að vera heima eins lengi og kostur var. Hún þurfti ekki að þjást lengi. Ég þykist vita að hún átti vísa von í að hitta aftur fólkið sitt sem farið er á undan. Við sem eftir stöndum þökkum fyrir samvemna, þökkum fyrir það fordæmi, sem Sigríður sýndi með lífsþreki sínu og gleði. Langömmubam kveður langömmu og þakkar samfylgd, sem var stutt en mikilvæg. Anna Soffía og Sigrún Þau Gu'ðjón og Lydía bjuggu fyrsta árið (1940) á Túngötu 40 í Reykjavík, en fluttust þaðan að Grandavegi 37. Árið 1946 fluttu þau inn í Laugarneshverfí og áttu þar heima næstu fjögur árin. Þenn- an fyrsta áratug búskaparins vann Guðjón fyrst í setuliðsvinnu, bæði hjá Bretum og Bandaríkjamönnum, og síðan við smíðar, m.a. hjá Gunn- laugi Melsteð byggingameistara. Árið 1950 var hann kominn í gott starf sem verkstjóri hjá Síldarverk- smiðjunni á Kletti, sem þá var ný- lega tekin til starfa. Þá er það eitt sinn að þau hjónin em á ferð um Þingvallasveit og sjá heim að bænum Stýflisdal. Frétta þau að jörðin sé laus, fala hana til ábúðar og flytjast þangað þetta sama ár. Þá var þannig ástatt í Þingvalla- sveit að allt fé hafði verið skorið niður haustið áður vegna riðuveiki og varð nú að byggja búskapinn á nautgripum. Þessi búskapartíð þeirra hjóna í Stýflisdal var því erfíður tími, enda eritt með að- drætti á vetmm. Jafnan hvílir þó einhver ljómi minninga yfir þessu tímabili, því aðrir og vaxandi erfíð- leikar vom þá framundan. Frá Stýflisdal á sá er þetta ritar sín fyrstu minningabrot úr lífinu, þá Fædd 6. október 1893 Dáin 23. apríl 1986 Mannsævin og árstíðirnar em að vissu marki nokkuð líkar. Sumir lifa þær ekki allar. Mannsævin byijar á vorinu. Þannig getum við raðað árstíðunum. Stormasamt getur verið á öllum árstíðum. Bamssálin er einnig viðkvæm fyrir kulda. í stormi reynir á þrek og vilja að standa af sér storminn, slá ekki undan. Fóstursystir mín sem ég kveð með þessum orðum var þrek- og kjarkkona sem ekki lét bugast þótt á móti blési. Gömul nágrannakona hennar, nú búsett í Stykkishólmi, sagði þegar ég tilkynnti henni lát Guðrúnar: „Þar fer óvenjuleg kjark- og dugn- aðarkona, mikil persóna, trygglynd og vinföst". Þeir sem vel þekktu Guðrúnu geta í hjartans einlægni tekið undir þessi orð. Guðrún fæd- dist að Orrahóli á Fellströnd 6. október 1893. Foreldrar hennar vom hjónin Matthías Ólafsson og Pálína Dagsdóttir. Þá bjuggu í Stóra-Galtardal hjónin Láms Þor- geirsson og Ingveldur Eggertsdóttir Fjeldsted. Það vom afí minn og amma. Það atvikaðist þannig að amma mín var fengin til að sinna ljósmóðurstörfum. Hún var þó ekki í því starfí. Engin heimilishjálp var á Orrahóli til að hirða um sængur- konu og reifabarn. Amma mín tók litla reifastrangann heim með sér. Það fór svo að Guðrún ólst upp hjá afa og ömmu meðan báðar lifðu. Amma dó 17. apríl 1913. Þá er Guðrún á tuttugasta aldursári. fjögurra ára gamall. Dvölin í Stý- flisdal var tvö og hálft ár, en þá varð Guðjón að bregða búi, er Lydía veik.tist alvarlega, svo henni var lengi ekki hugað iíf. Vegna þessara veikinda húsmóðurinnar, sem stóðu í mörg ár, varð að koma yngri bömunum í fóstur, en Guðjón og elsti sonurinn, Rúnar, héldu þó ávallt heimili saman. Á þessum áram var Guðjón farinn að vinna hjá íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli á stórvirkum vinnuvélum og eignaðist marga góða kunningja, sem hann minntist oft síðar. Smátt og smátt komst Lydía til sæmilegrar heilsu á ný og sótti börnin sín eitt af öðru. Utan Reykjav(kur bjuggu þau Guðjón um tíma að Halldórsstöðum á Vatns- leysuströnd og nokkur ár í Grinda- vík, en þar sameinaðist fjölskyldan loks öll á ný. Eins og sést á þessum fáu minningabrotum hlutu Guðjón og hans fjölskylda ríflegan skerf af erfíðleikum í lífsbaráttu sinni, en sagt er að erfíðleikar þroski fólk og virðist mér það eiga vel við um þessa fjölskyldu. kveðja Guðjón móðurbróður minn með nokkrum fátæklegum orðum, þótt þau nái ekki að lýsa nema broti af persónuleika þessa manns. Mér fínnst sem hugur hans hafí hneigst til búskapar og sjósóknar, svo sem forfeður vorir hafa lifað hér á þessu eylandi frá landnámstíð. Hann stundaði sérstaklega sjósókn á seinni árum og var þá oftast vél- stjóri. Kom sér þá oft vel lagvirkni hans við smíðar og viðhald á vélum og tækjum. Guðjón var jafnan lið- ugur og kvikur í hreyfíngum fram á efri ár, enda reyndi hann að halda sér í góðu formi með leikfimiæfing- um, sem hann hafði af og til gert frá unga aldri. Hann var mikiil náttúruunnandi, stundaði garðrækt og naut þess að veiða í (jallavötnum fram til hins síðasta. Frægastar eru ferðir hans í Reyðarvatn á Uxa- hryggjaleið, þar sem honum brást nær aldrei afli. Síðustu æviárin var hann öryrki og fluttist þá í gamalt einbýlishús í útjaðri Reykjavíkur. Þar áttu þau Lydía saman ham- ingjuríkt ævikvöld, sem nú er ljúft að minnast. Þeir eiginleikar sem mér eru minnisstæðastir í fari Guðjóns Amma var þannig gerð að það sem hún gaf með hægri hendi tók hún ekki til baka með þeirri vinstri. Guðrún elskaði hana lífs og liðna sem sína eigin móður. Sömu kær- leiksríku þakklætishugsun bar hún alla ævi til Jóns sonar fóstru sinnar. Hann var fyrirvinna heimilisins flest árin sem hún var þar og taldi hann því fóstra sinn. Ég get af hjartans tilfinningu tekið undir þessi orð hennar. Þegar hún er á þriðja ári flytja þau að Narfeyri á Skógarströnd. Búa þar í fímm ár. Þá flytja þau að Hrísum í Helgafellssveit. Þar deyr Ingveldur eins og fyrr segir. 27. ágúst 1902 fæðist ég í Stykkis- hólmi. Fljótlega sækja afí og amma mig og ala mig upp. Þá er Guðrún tæpra níu ára. Frá þeim degi hef ég verið litli bróðir hennar. Frá þeim dögum er margs að minnast. Allar þær minningar eru umvafðar blíðu og kærleika frá hennar hendi. 1910 flytja frá Skriðukoti í Haukadal að Hrísarkoti í Helgafellssveit hjónin Einar Helgason og Karitas Jónsdóttir með þijú böm sín af fjórum. Þau sem komu um vorið voru: Kristján, Helga Ingveldur og Þorleifur sem fermdist það vor. Tún jarðanna Hrísa og Hrísakots ná saman. Þetta fólk voru okkar næstu nágrannar, urðu meira á næstu árum. Guðrún og Helga Ingveldur tengdust sterk- um vináttuböndum. Heilsast og kveðjast. Það er lífsins saga. Um haustið kom Jófríður dóttir Hrísa- kotshjónanna til þeirra. Hún er þá heltekin af berklum. Eftir nýár er Sigríður Benjamínsdóttir lést annan dag sumars, hinn 25. apríl sl. á 90. aldursári á Sólvangi í Hafnarfírði. Þar hafði hún dvalið síðastliðna fimm mánuði, en í Hafn- arfírði bjó hún lengst ævi sinnar. í raun er ekkert eðlilegra en að gamalt fólk kveðji tilveruna hér á jörðinni eftir langa ævi og við sem eftir lifum eigum að hafa sætt okkur við að það sé gangur lífsins. En einhverra hluta vegna er erfítt að sætta sig við að fólk hverfí. Það er eins og það eigi ávallt að vera til staðar, til að minna á, að ekki er allt sjálfgefið í þessu lífí. Að nútímaþægindi, bæði eftiahagsleg og félagsleg, komu ekki fljótandi til okkar af sjálfu sér. Að fólk eins og Sigríður barðist fyrir þessum þægindum, án þess að njóta þeirra Guðrún Matthías- dóttir - Minning frænda eru mælska, glettni og spaugsemi og hæfíleiki til að koma fljótt auga á hið jákvæða og gam- ansama í mannlífinu. Fróður var hann einnig um gamla daga og gott að leita til hans um gamla daga og gott að leita til hans um upplýsingar frá fyrri tíð. Allt gerði þetta hann vinsælan hjá okkur yngri frændum hans. Á unglingsár- unum komum við tveir frændur og nafnar nær daglega til Guðjóns frænda „að ræða málin". Þar var oftast endastöð okkar í heimsókn- um til vina og kunningja, því aldrei þraut umræðuefni við borðið hjá Guðjóni, heldur jafnan tímann vegna vinnu næsta dag. Ávallt var hann reiðubúinn að spalla við okkur ungu mennina um hvaðeina, svara spumingum og miðla okkur af lífs- reynslu sinni. Hjá honum fékk ég nokkur heilræði, sem ég fór eftir og beyttu mínum högum mjög til i 'iins betra. Oft var líflegt við borðið iijá Guðjóni og þá glettnin stundum mikil, ekki síst ef Theódór sonur iians var viðstaddur. Þessari sömu glettni var Theódór faðir Guðjóns gæddur og virðist mér sem böm Guðjóns hafí erft hana í hvað rík- istum mæli af okkur afabömunum. Að endingu vil ég nefna tímabil, sem er mér sérlega minnisstætt. Ég vur þá þátttakandi á kvöldnám- 'keiði í ræðumennsku og fram- komu, sem haldið var skammt frá. heimili Guðjóns. Oft vom taugamar þá slappar, er leið að næsta kvöld- fundi, yfir því að hafa ekkert nógu gott til að tala um. Þá var gott að geta komið við hjá Guðjóni, skömmu áður en næsti fundur átti að hefjast. Margar góðar ábending- ar fékk ég þá frá honum og Theód- óri syni hans um spaugileg atvik úr mínu eigin lífí, sem ég notaði síðan í frásagnir á námskeiðinu. Þessar sögur hlutu góðar undirtektir, sem varð til þess að efla sjálfstraustið. Fyrir þetta og margt fleira vil ég þakka þeim feðgum, sem báðir em nú horfnir yfír móðuna miklu. Bið ég þeim guðs blessunar á ókunnum stigum og vona að við eigum eftir að hittast þar síðar — og ræða málin. Jafnframt viljum við hjónin votta eftirlifandi eiginkonu og böm- um hluttekningu. Helgi Hauksson hún flutt á kviktijám til Stykkis- hólms, þaðan með skipi til Reykja- víkur á hæli. Þar lifði hún lítinn tíma. Fyrir jól 1911 andaðist Helga Ingveldur úr sama sjúkdómi og systir hennar. Ég man enn í dag hvað Guðrún saknaði hennar mikið. Ég trúi því að nú hafi þær hist á landi eilífðarinnar og endumýjað fyrri vináttu. Fyrstu dóttur sína lét Guðrún heita Helgu Ingveldi. Þær mæðgur hafa verið saman alla tíð-^r- að frádregnum fáum ámm. Þannig hefur nafna vinkonunnar verið | henni harmabót. Um haustið 1913 fór Guðrún alfarið frá Hrísum. Þá var orðin mikil breyting. Amma látin, Jó- hanna fóstursystir Guðrúnar farin að Hrísarkoti til heitmanns síns, Kristjáns Einarssonar. Margar aðr- ar breytingar orðnar á því heimili. Fyrst fór hún í vist í Stykkishólmi hjá Skúla Skúlasyni skipstjóra. Síð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.