Morgunblaðið - 01.05.1986, Síða 80
80
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986
HELSINKI
STOKI
DUÐLIN
England
INAHÖFN
aHtsumar.
LONDON
• BRLISSEL
BERLlN
'amstérdam<
LUXEMBURGJ
Daxm
Fifei
parIs •
• PRAG
BÚKAREST
BELGRAD •
'AÞENA
FERMSKRIFSTOMN ÚRVAL
Flug, bíll og sumarhús
hefur lenai verið sérgrein
Úrvals. I sumar stórauk-
um við enn framboð á
sumarhúsa- og íbúðagist-
ingu víðs vegar um
Evrópu - Norðurlönd
meðtalin.
Möguleikarnir eru nú
nánast óteljandi, en við
bendum hér á nokkrar
sérstaklega athyglisverð-
ar akstursleiðir ásamt
viðkomu í frábærum
sumarhúsum.
Við vekjum athygli á að
vfða er hægt að skila
bílnum á áfangastað,
þ.e. ekki þarf að Ijúka
ferðinni þar sem hún
hefst. Dæmi: Lúxemborg/
Salzburg, Osló/Bergen,
London/Glasgow og m.fl.
Þýskaland
í Þýskalandi bjóðum við
víða glæsilega gististaði
- allt frá Eystrasalti til
Alpanna.
Það er t.d. tilvalið að hefja
ferðina í Lúxemborg.
Keyra eftir Mósel- eða
Rínardalnum og gera
sérlega hagstæð innkaup
í smábæjunum, eða
bruna gegnum falleg
vínræktarhéruð Frakk-
lands og setja stefnuna
á Svartaskóg.
í Norður-Svartaskógi
bjóðum við uppá glæsileg
sumarhús: Bad Lieben-
zell. Þar er mjög
fjölbreytileg aðstaða til
afslöppunar leikja og
íþrótta. Vikan kostar frá
kr. 6.224,-.
Þaðan er tilvalið að halda
í átt til Alpanna: (
Garmisch Parten-Kirc-
hen í þýsku Ölpunum
býðst Úrvalsfarþegum
frábær aðstaða í
glæsilegum gististað í
einum vinsælasta sumar-
og vetrardvalarstað
Alpanna. Þar eru
kláfabrautir upp á hæstu
tinda oa ógleymanlegt
útsýni. I bænum er
stórkostleg aðstaða til
hvers kyns íþrótta og
skemmtunar, kræsileg
veitingahús og vel búin
leiksvæði fyrir börnin.
Vikan í Dorint Sport-
hotel kostar aðeins frá
kr. 9.780,-
Upplagt er að Ijúka
túrnum með skoðunar-
ferð um Alpana og
fljúga heim frá Salzburg
í Austurríki.
Verð á bflaleigi ibíl - 4 í
bíl, í tvær vikur (Lúx-
Salzburg) með ótak-
mörkuðum akstri,
tryggingum og söluskatti
er frá kr. 20.152,-.
Frakkland
Með flug og bíl á París
bjóðum við mjög gott
úrval gististaða nánast
hvar sem er í Frakk-
landi. T.d. í París, í
líflegum baðstrandarbæj-
um, Rivierunni, ölpunum
og sumarleyfisstaðnum
Cap d’Agde.
Norðurlönd
Hjá frændfólki okkar í
Danmörku, Svíþjóð og
Noregi bjóðum við einnig
úrvals gististaði mjög
víða.
Þar er t.d. hægt að leggja
upp frá Bergen og gista í
nýjum stórglæsilegum
íbúðum í fjallakofastíl í
Hemsedal, miðja vegu
milli Bergen og Osló.
Þaðan er hægt að fljúga
heim eða gera frekari
ferðaáætlun.
Einnig er hægt að byrja
reisuna í Gautaborg og
gista t.d. í einstaklega
glæsilegum húsum
skammt frá Helsingborg.
Þar er m.a. golfvöllur á
heimsmælikvarða. Þaðan
er hægt að halda í ýmsar
spennandi og lærdóms-
ríkar ferðir og fljúga t.d.
heim frá Stokkhólmi eða
Kaupmannahöfn. í
öllum sumargistihúsum
Úrvals á Norðurlöndunum
er góð aðstaða til íþrótta,
afslöppunar, leikja og
hvers konar skemmtunar.
Verð á flugi til Kaup-
mannahafnar og bíl (4 í
bíl) í 2 vikur er frá kr.
19.526,-
Vika í sumarhúsi í
Noregi kostar frá kr.
5.712,-
Tveir
vinsælustu
Af öðrum Úrvalsstöðum í
Þýskalandi er óhætt að
benda á Daun í Eifel. Þar
er sívinsæll sælureitur
íslendinga. Nú þegar er
mikið til uppselt í Daun
í sumar.
í Hohen Bogen í
Bæjaraskógi getur þú
umvafið þig þægindum
glæsilegra vistarvera,
flatmagað áhyggjulaus á
ylvolgri strönd eða dund-
að eitthvað með krökk-
unum á skemmtilegum
leiksvæðum. Merktu við
Hohen Bogen á leiðar-
kortinu. Vikan þar kostar
aðeins frá kr. 3.610.-
Vinsælustu
staðirnir
seljast fljótt
upp
Nú þegar er til dæmis
uppselt í júlí og öll sumar-
hús Úrvals á Englandi eru
uppseld næsta sumar.
Það borgar sig að panta
strax.
Hvert langar þig að fara?
Hér er aðeins talið upp
lítið brot þeirra sumar-
húsa sem Úrval býður
uppá í tengslum við flug
og bílaleigubíl. Allar
nánari upplýsingar veita
sölu- og umboðsmenn
um land allt.
kk.
Ferðaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Sími (91) 26900.