Morgunblaðið - 03.05.1986, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986
Ef þú skiptir yfir í ESSO SUPER olíuna um
leið og þú lætur smyrja bílinn, færðu einn
lítra af ESSO SUPER með þér án endur-
gjalds. Þetta kynningartilboð gildir út
allan maímánuð á eftirtöldum smur-
stöðvum ESSO:
Smurstöð ESSO
Hafnarstræti 23
Reykjavlk
Vörublla- og tækjaverkst.
Höfðabakka 9
Reykjavlk
Daihatsu umboðiö
þjónustuverkstæöið
Ármúla 23
Reykjavlk
Smurstöð ESSO
Stórahjalla 2
Kópavogi
Smurstöð ESSO
Reykjavlkurvegi 54
Hafnarfirði
Aðalstöðin hf.
Smurstöð
Keflavlk
Smurstöðin
Smiðjuvöllum 2
Akranesi
Bifreiðaþj. Borgarness
Borgamesi
Smurstöð ESSO
Fjarðarstræti 20A
(safirði
Bifreiðaverkst. Nonni
Purlðarbraut 11
Bolungarvfk
Vélsmiðja Húnvetninga
Smurstöð
Blönduósi
Smurstöð K.S.
Sauðárkróki
Bifreiöa- og vélaverkst.
Naust hf.
Varmahllð
Smurstöð ESSO
Þórshamar hf.
Akureyri
Bflaverkstæði KEA
Dalvfk
Bifreiðaverkst. Foss hf.
Húsavfk
Bifreiðaverkstæði B.K.
Húsavfk
Bflaverkstæöi
Kf. Langnesinga
Þórshöfn
Vélaverkst. Hraðfrystihúss
Fáskrúðsfirðinga
Fáskrúðsfirði
Bllaverkstæði Bjarna Björnssonar
Fáskrúðsfirði
Vélsmiðja Homafjarðar, smurstöð
Höfn
Bflaverkstæði
Kf. V-Skaftfellinga Vlk
Smurstöð
Kf. Rangæinga
Hvolsvelli
Vélaverkstæði G.G.
Flötum 21
Vestmannaeyjum
Smurstöð
Kf. Ámesinga
Selfossi
Björgvin Garðarsson
Austurmörk 11
Hveragerði
Skiptu yfir í rekstraröryggi og sparnað
með nýju SUPER olíunni. Skiptu yfir í
ESSO SUPER!
Oiíufélagið hf
Verk eftir Ragnheiði Jónsdóttur
Afmæli í Garðabæ
Myndlist
Valtýr Pétursson
Nú er hátíð í Garðabæ. Tíu ára
afmæli bæjarins, flögg við hún og
tvær sýningar á verkum myndlist-
armanna, sem eru búandi þar í
byggð. Þessar tvær sýningar eru á
tveim stöðum og um allt mjög ólík-
ar. I Gallerí Lækjarfit sýna tvær
grafíkkonur og einn málari. Það eru
Edda Jónsdóttir og Ragnheiður
Jónsdóttir og Jón Óskar sonur
þeirra síðamefndu með málverk. A
hinum staðnum, sem er félags-
heimilið Kirkjuhvoll, eru það Gísli
Sigurðsson og Pétur Friðrik, sem
báðir sýna málverk og vatnslita-
myndir. Það em sem sagt fjórir
myndlistarmenn búandi í þessum
snotra bæ, sem enn er ekki kominn
á fermingaraldur.
Bytjum á því að líta inn í hið
vistlega Gallerí Lækjarfít, en þar
verður fyrir manni grafík í gæða-
flokki, sem vart verður betri fundin
hér á landi. Það er Ragnheiður
Jónsdóttir sem framleitt hefur þessi
óaðfinnanlegu verk, og stalla henn-
ar Eddá Jónsdóttir fylgir fast á
eftir eins og sagt er íþróttunum.
Jón Óskar er sonur Ragnheiðar og
hefur stundað myndlist að undan-
fömu í hinni mannmörgu New
York-borg, ef ég veit rétt. Hann
hefur þegar vakið eftirtekt með
verkum sínum á sýningu á Kjarvals-
stöðum og virðist í orðsins fyllstu
merkingu vera barn síns tíma. Hann
á þama snaggaraleg verk, gerð að
mestu í svörtu og hvítu, ásamt einu
verki, er byggt er að mestu á bláma.
Þessi sýning er skemmtileg í heild
og nútímaleg í eðli sínu. Eg hafði
skemmtun af að sjá þessi verk og
vonast til, að fleiri eigi eftir að njóta
þeirra.
Listamennirnir, sem sýna í
Kirkjuhvoli, em fyrir nokkmm
dögum búnir að fá umfjöllun um
verk sín hér í blaðinu. Þeir hafa
nýverið haldið stórar sýningar, og
er raunvemlega engu við fyrri
ummæli að bæta. Þama em þekktir
málarar á ferð, sem em að vísu
nokkuð ólíkir í verkum sínum, en
mér fannst sýning þeirra skemmti-
lega ólík því, sem sýnt er í Lækjar-
fíti. Báðir halda þeir fyllilega sínum
einkennum og samkomulagið virð-
ist gott á veggjum Kirkjuhvols.
Það er menningarlegt og
skemmtilegt hjá bæjaryfirvöldum í
hinum unga Garðabæ að halda há-
tíð á þann hátt, sem raun ber vitni.
Flögg og myndlist em frambærilegt
vísitkort fyrir upprennandi byggð.
Valtýr Pétursson
Ný frímerki
næsta mánudag
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Hin árlegu Evrópufrímerki
íslenzku póststjórnarinnar
koma út á mánudaginn kemur,
5. þ.m. Að þesu sinni er sameig-
inlegt þema Evrópumerkjanna,
eins og það er kallað, „um-
hverfisvernd til að vekja at-
hygli manna og skilning á, að
í samskiptum sinum við náttúru
landsins sé henni ekki spillt að
þarflausu," svo sem segir orð-
rétt í tilkynningu Póst- og sima-
málastofnunarinnar. Enn frem-
ur segir svo: „Tilgangur frið-
lýsingar er og að varðveita sér-
stök landsvæði og lífríki þeirra,
sem næst því horfi, sem telja
má eðlilegt, svo að komandi
kynslóðir hafi tækifæri til að
njóta þeirra á sama hátt og við
gerum.“
notuð og berast því víða um Iönd.
Á 10 kr. verðgildinu, sem er
frá Skaftafelli, sést bærinn sjálfur
og síðan gnæfir Öræfajökull yfir
í baksýn í allri sinni fegurð. Þeir,
sem þekkja til íslenzkra frímerkja,
munu hér kannast við næsta líkt
myndefni á flugfrímerki frá 1952
(3,30 kr.), en það kom svo aftur
á jöklafrímerki 1957 (10 kr.) með
þeirri einu breytingu, að flugvéi
hafði verið numin brott. Engu
spillir þetta að mínum dómi, enda
landslagið stórfenglegt í Skafta-
felli.
Á 12 kr. frímerkinu sér hluta
af Jökulsárgljúfrum, en Dettifoss
er í þeim, þótt hann sjáist ekki á
þessu merki. Hann er hins vegar
á frímerki, sem út kom 1956 (2
kr.) í svonefndri Fossaseríu.
Þröstur Magnússon teiknaði
þessi frímerki, og er handbragð
hans jafn fallegt og áður. Frí-
merkin eru prentuð hjá Courvoisi-
er í Sviss, og það þekkja safnarar
vel, að sú prentunaraðferð, sól-
prentun, hefur gefízt vel á lands-
lagsmerki, sem og blóm og dýr.
Þá gefur póststjómin út sérstök
kort með sama myndefni, enda
virðist allmikill áhugi á söfnun
slíkra korta með útgáfudags-
stimplun.
Tilkynning Póst- og símamála-
stofnunarinnar um þessi nýju frí-
merki var heldur seint á ferðinni,
eins og því miður oft áður. Er
alveg ótrúlegt, að ekki megi koma
betri reglu á þessi útgáfumál póst-
stjómarinnar.
íslenzka myndefnið er sótt í
þjóðgarðana í Skaftafelli í Öræf-
um og í Jökulsárgljúfrum í
N-Þingeyjarsýslu. Var hinn fyrri
stofnaður 1968, en hinn síðari
1973.
Verðgildi frímerkjanna eru 10
kr. og 12 kr., en það er einmitt
almennt burðargjald undir bréf
innanlands og til Norðurlanda og
svo aftur til annarra Evrópulanda.
Er sjálfsagt, að öll þau frímerki,
sem út em gefín til að kynna land
og þjóð, séu notuð undir venjulegt
burðargjald, því að þá er hvort
tveggja, að þau verða almennt
Ný frímerki
27. maí nk.
Stutt er svo í næstu frímerki
ísl. póststjómarinnar því að Norð-
urlandafrímerki koma út 27. maí
í tveimur verðgildum, 10 kr. og
12 kr. Á þá að verða vel séð fyrir
frímerki undir venjulegt burðar-
gjald fram eftir árinu.
Sú venja hefur skapazt, að
póststjómir Norðurlanda gefa út
þriðja hvert ár frímerki með
sameiginlegu þema. Verður
myndefni þessara frímerkja tengt
vinabæjarhreyfíngunni, sem
menn nefna svo. Verður myndefni
íslenzku Norðurlandamerkjanna
frá Seyðisfirði og Stykkishólmi.
Vinabæir Stykkishólms em Kold-
ing í Danmörku, Drammen í
Noregi, Örebro í Svíþjóð og Lapp-
enranta í Finnlandi. Vinabæir
Seyðisfjarðar em aftur á móti
Lyngby í Danmörku, Askim í
Noregi, Huddinge í Svíþjóð og
Vantaa í Finnlandi.
Þessi frímerki em teiknuð af
Þresti Magnússyni og prentuð í
Sviss. Er hér sagt frá þessum frí-
merkjum núna, því að ekki er víst,
að tóm gefist til að skýra frá þeim
í öðmm þætti fyrir útgáfu þeirra.
Dagana 25.-27. apríl sl. var
haldin hin ágætasta frímerkjasýn-
ing á Húsavík, en áður hafði
hennar verið gefið hér í frímerkja-
þætti. Jafnframt var landsþing
Landssambands ísl. frímerkja-
safnara haldið þar á staðnum 26.
apríl. Verður sagt nánar frá þessu
í næsta þætti, væntanlega að viku
liðinni.