Morgunblaðið - 03.05.1986, Síða 46

Morgunblaðið - 03.05.1986, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986 Elín Sigurbergs- dóttir - Minning Fædd 28. júní 1896 Dáin 25. apríl 1986 í dag verður til moldar borin frá Hveragerðiskirkju Elín Sigurbergs- dóttir, Dynskógum 18 í Hveragerði. Elín fæddist í Fjósakoti í Meðal- landi 28. júní 1896 og henni var fagnað, eins og öllum sumarbömum þessarar hugljúfu sveitar, með margradda fuglasöng. Foreldrar Elínar vom hjónin Sigurbergur Einarsson, f. 21.3. 1862 í Bakkakoti í Meðallandi, d. 9.11. 1947 í Nýjabæ í Ölfusi, og Ámý Eiríksdóttir, f. 22.7. 1862 í Lágu-Kotey í Meðallandi, d. 14.9. 1956 í Kirlqufeijuhjáleigu, Ölfusi. Foreldrar Sigurbergs vom hjónin Hólmfríður Sigurðardóttir, f. 1828, ættuð úr Óræfum, og Einar Magn- ússon, f. 1817, en hann vsir kominn í beinan karllegg frá Jóni Bjarna- syni á Núpstað, f. 1696, og Þuríðar Rafnkelsdóttur. Móðir Einars var Ingibjörg Gísladóttir, en hún var systir Ragnhildar móður Eiríks í Hlíð, afa Gísla Sveinssonar sýslu- manns og alþingismanns. Sigurbergur var í hópi þeirra síð- ustu alþýðumanna og um leið ís- lendinga, sem kunnu hina fomu íslensku frásagnarlist. Mér em það ógleymanlegar stundir, þegar Sig- urbergur gekk um baðstofugólfíð, með tóbaksbaukinn í hendinni og sagði frá, það var hið lifandi orð snilldarinnar. Eg minnist þess alltaf með þakk- læti hve hann var hlýr dagana sem hann var hjá okkur þegar faðir minn dó og ég fann til öryggis- kenndar í návist hans. Foreldrar Ámýjar vom Eiríkur Einarsson, fæddur 1798 og bústýra hans, Halldóra Ámadóttir, fædd 1833 á Rofabæ. Eiríkur var fæddur í Efri-Ey, sonur Einars Eiríkssonar seinna bónda í Rofabæ og konu hans, Kristínar Ólafsdóttur. Eiríkur var smiður góður eins og hann átti kyn til, bókbindari og ágætur skrifari og mér var sagt að hann hafi einnig skorið út. Ámi, faðir Halldóm, var sonur Hjörleifs læknis, en hann var sonur Jóns Eyjólfssonar á Gilsá í Breiðdal og konu hans, Guðlaugar, dóttur Ásmundar Sveinssonar í Svínafelli, en hann bjó um 1728 á Fljótum í Meðallandi. Guðlaug var systir Steinunnar, langömmu Ólafar Sveinsdóttur, ömmu Páls föður Bjama sem Elín giftist. Halldóra og Láms Helgason á Kirkjubæjarklaustri voru íjórmenn- ingar frá Þorsteini Ólafssyni, f. 1701 bónda í Lágu-Kotey í Meðal- landi. Halldóra var greind kona, snyrti- leg og yfir henni var viss reisn, hún hefur sómt sér betur á höfuðbólinu en hjáleigunni. Mér féll vel við Halldóm, enda sýndi hún mér alltaf vinarþel. Þegar Elfn fæddist var Meðalland Qölmenn og þéttbýl sveit og margar Qölskyldumar bammargar, t.d. áttu þau Ámý og Sigurbergur 13 böm. í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans á þessu ári hefur stjóm bankans ákveðið að gera sparifjáreigendum freistandi afmælistilboð: 100 ára afmælisreikningurinn er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur 7,25% ársvexti umfram vísitölu og er aðeins bundinn í 15 mánuði. Petta er tilboð sem allir peningamenn getamæltmeð. I Landsbanki Islands Banki allra landsmanna Menn gera sér nú ekki fulla grein fyrir því afreki að koma mörgum bömum vel til manns á þeim dögum. Á þeim ámm var fjör og líf í Meðallandinu, gæðingunum hleypt eftir gömlu götunum, kýmar svöml- uðu í blástararflóðunum, fuglarnir sungu, dansinn var stiginn og á mánabjörtum vetrarkvöldum lék æskan sér á skautum á ísilögðum blám og tjömum, en inni í baðstof- unni þutu rokkamir meðan sagan var lesin eða ríman kveðin. Nú em götumar horfnar, saga þjóðarinnar skráð af hestahófum, en nú skrá vélamar þá sögu og leggja framtíðarbrautina — en hvert liggur hún? Elín var í Fjósakoti hjá foreldmm sínum til ársins 1899, en þá fór hún til móðurbróður síns, Ingimundar hrej>pstjóra Eiríkssonar í Rofabæ. I Rofabæ var hún til ársins 1913 er hún réðst vinnukona að Söndum í Meðallandi til þeirra mætu þjóna Jóhannesar Guðmundssonar og Þuríðar Pálsdóttur. Á Söndum kynntist Elín Bjama búfræðingi Pálssyni, bróður Þuríð- ar, og gengu þau í hjónaband 15.3. 1919. Bjarai var fæddur í Prestbakka- koti á Síðu 21.7. 1884 og vom foreldrar hans Páll Jónsson, f. 1854, og Þómnn, f. 1853, Bjamadóttir Gissurarsonar frá Syðri-Steinsmýri ( MeðaHandi. Vorið 1919 reistu þau bú að Háu-Kotey, en þar höfðu foreldrar EKnar búið síðan 1909. Næsta ár, 1920, hafði Bjami jarðarskipti við Erasmus Árnason á Leiðvelli og bjó á Leiðvelli til 1933 er þau fluttu út í Ámessýslu. Það var óvfða fallegra en á Leið- velli áður en sandurinn lagði bæinn í eyði um 1944, en sandurinn hefur verið Meðallandsins „fomi fjandi“ frá ómunatíð. Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Húnvetn- ingafélagsins Tvær umferðir em búnar í 26 para barometer-tvímenningi og er staða efstu para þessi: Garðar Sigurðsson — Kári Siguijónsson 168 Gunnlaugur Sigurgeirsson — JónOddsson 100 Steinn Sveinsson — Sigurþór Þorgrímsson 92 Halldóra Kolka — Sigríður Ólafsdóttir 79 Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 70 Agnar Einarsson — Viðar Óskarsson 50 Daníel Jónsson — Karl Adolphsson 33 Meðalárangur 0 Þriðja umferðin verður spiluð nk. miðvikudag í Ford-húsinu og hefst keppnin kl. 19.30. Bridgefélag kvenna Fyrsta kvöldið í hraðsveitakeppni félagsins var sl. mánudag. Úrslit urðu þessi: Guðrún Jörgensen 660 Sybil Kristinsdóttir 617 Elín Jóhannsdóttir 612 Véný Viðarsdóttir 597 Dóra Friðleifsdóttir 596 Ingibjörg Halldórsdóttir 585 Björg Pétursdóttir 579 Meðalskor 572. Keppninni verður haldið áfram næsta mánudag á sama stað og tíma. Tafl- og brids- klúbburinn Um þessa helgi er harðsnúið lið frá Akureyri f heimsókn hjá klúbbn- um. Heimsóknin hófst í gærkvöldi ogyar spiluð sveitakeppni. í dag verður svo spilaður tví- menningur með þátttöku Akur- eyringanna og annara bridsspilara sem áhuga hafa á að vera með. Hefst keppnin kl. 13.30. Spilað er í félagsheimilinu Drangey í Sfðu- múla 35

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.