Morgunblaðið - 04.05.1986, Page 5

Morgunblaðið - 04.05.1986, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAI1986 5 ýmislegt og einnig borguðu þau hluta af árlegu sumarfríi fjolskyld- unnar til útlanda. „Fyrsta veturinn sem elstu krakkamir okkar, Marta og Krist- mundur, báru út vorum við hjónin ákveðin í að fara þá um sumarið í fyrstu utanlandsförina okkar — til Englands. Krakkana langaði að vonum með og báðu um það. Við „Ekkert erfitt að vakna en heldur verra að rukka“ — segir Kristín Völundardóttir höfðum ekki efni á að taka þau með og sögðum eins og var. Stuttu seinna spurðu þau hvort þau kæmust með ef þau ættu sjálf fýrir ferðinni, en þá höfðu þau reiknað út að ef þau bæru blöðin út allan veturinn gætu þau sjálf greitt far- gjöldin fyrir sig og svo fór að við tókum þau með að lokum," sagði Hrafnhildur. „Það er allt í lagi að vakna á morgnana en heldur verra að þurfa að rukka,“ sagði Kristín Völundardóttir um blaðburð Morgunblaðsins. Hún hefur borið blaðið út síðan hún var 13 ára — eða í 7 ár — alltaf með skólanum. „Ég tók við af fjölskyldu á sínum tíma sem flutti úr hverfinu en hafði þá borið Moggann út í ein níu ár samfleytt í Eyjabakka og Dverga- bakka. Ég gæti alveg hugsað mér að gefa blaðburðinn upp á bátinn, en þetta hefur verið góður aukapen- ingur svona með s':ólanum. Maður er að reyna að standa á eigin fótum íjárhagslega. Ég bý enn hjá mömmu, en fjármagna eigin þarfír sjálf svo sem bóka-,_ fatakaup og annað sem til þarf. Ég vinn líka á veitingastað um helgar með skólan- um og hefur það svo sannarlega yerið búbót líka.“ Kristín er þessa dagana í miðju stúdentsprófí og sagðist ekta vita hvað tæki við af því loknu. „Ég er ekki búin að fá neina vinnu ennþá — maður er svo bjartsýnn — vonar bara að einhver góðviljaður hringi og bjóði manni góða og vel launaða viimu. Ég geri samt ráð fyrir að halda áfram að bera út ef ég fer í skóla næsta haust." Kristín sagðist ekki vera nema u.þ.b. hálftíma með blaðaskammtinn sinn á morgnana, en hún er með stærsta hverfí í borginni og þyrfti að fara á fætur Kristin Völundardóttir. kl. 6.00 á hveijum morgni. „Ég er svona fljót af því að ég ber eingöngu í blokkir, sem betur fer.“ Hún fagnaði Visa- og Eurocard- þjónustu Morgunblaðsins og sagði að eflaust létti það á mörgum blað- burðarmanninum. „Ég man þegar ég byijaði fyrst í þessu 13 ára gömul. Fólk bar alls kyns afsökun- um við þegar maður kom með rukkunarseðlana. En, nú eftir því sem ég sjálf eldist meira hættir það þessum afsökunum og borgar á réttum tíma,“ sagði Kristín. Kristinn Guðnason hf. Suðurlandsbraut 20 — sími86633. Punkturinn sýnir hinn frábæra söngleik SÖHGLEIKURIHH sunnudagskvöldið 11. maí nk. kl. 21 Einstakt tækifæri til að sjá gott stykki Borðhald hefst kl. 20.00 Hljómsveitin Sjöund leik- ur fyrir dansi Matseðill Rækjupaté Lamba-roast-steik m/villikrydduðum sveppum ís m/jarðarberjum og rjóma Miðasala og borðapantanir í Broadway í dag kl. 2-5 og svodaglega kl. 11-19 Sími77500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.