Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 9
8 9 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986 HUGVEKJA Jesús sonur Guðs eftir Einar J. Gíslason IÖllum kristnum íslendingum, erljúft að syngja: „Son Guðs ertu með sanni“. Þeir trúa þessu og ákalla Drottinn Jesúm sem herra. Þegar Gabríel engill vitjaði Jó- sefs, þá bauð hann honum að kalla nafn hans Jesús. „Því hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra.“ Lúkas læknir heldur áfram sögunni 2. kap. vers. 21. „Þegar átta dagar voru liðnir frá fæðingu hans var hann látinn heita Jesús. Eins og hann var nefndur af englinum, áður en hann var getinn í móðurlífí.“ Þegar Jesús dó, þá var neglt yfir höfði hans á krossinum á Golgata: „Jesús frá Nasaret konungur gyðinga." „í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Guð.“ Þannig hljóðar upphaf Jóhannesar guðspjalls. Það leikur enginn vafi á því, við hvem er hér átt, af Jóhannesi Zebedeussyni, físki- manni frá Genesaret og höfundi 5 rita Nýja-'í'estamentisins. „Orðið var Guð.“ Eilífðin þekkir hann undir þessu nafni. Það var hans áður en að hann gerðist maður. Það er einnig hans, eftir himnaförina og veru hans þar nú. Op. 19.14. „hann er skrýddur skikkju blóði drifinni. nafn hans nefnist: Orðið Guðs. Gabríel engill sagði við Maríu: „Heilagur andi mun koma yfir þig. Krafur hins hæsta yfir- skyggja þig. Fyrir því mun og það sem fæðist verða kallað heilagt: Sonur Guðs.“ Þá nafnkennd bar hann hér á jörð! í Mattheusar guðspjalli 16. kap. versin 15—16, spyr Jesús lærisveina sína: „Hvem segið þig mig vera? Pétur svaraði og sagði: Þú ert Kristur sonur hins lifanda Guðs.“ Jesús tók við þessu og var því samþykkur. hann svarar Pétri: „Sæll ert þú Símon Jónasson. Hold og blóð hefír eigi opinberað þér það. Heldur faðir minn á himnum." Róm 1. 4 : „Að anda þeilagleikans, er hann kröftug- lega auglýstur að vera sonur Guð fyrir upprisuna frá dauðum." Páll postuli ritar frá fangelsi í Rómaborg næstsíðasta bréf sitt til safnaðarins í Filippíborg, 2. kap. v. 9. „Fyrir því hefír og Guð hátt upp hafíð hann og gefíð honum nafnið, sem hverju nafni er æðra. Til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert hné beygja sig. Mikið er ritað í Gamla-Testa- mentinu um Jesú. Kemur hann þar fram bæði sem Guð og maður. Móse nefnir hann spámann Jesaja, sér hann sem harmkvæla mann. Daníel sér hann sem mannsson. Esekiel sér hann í safirhásætinu sem mann. Tómas kallaði hann Drottin og Guð. Lærisveinamir ákölluðu hann. Ananías sagði við Sál frá Tarsus að hann skyldi ákalia hann. Þessu stóðu gyðingamir í gegn og töldu guðlast. Vitnuðu þeir þá til: „Þú skalt ekki aðra guði hafa. Kaifas æðsti prestur spurði Jesúm hvort hann væri sonur hins blessaða. Svar Jesú var: „Já.“ Þá dæmdu þeir hann allir dauða sekan. Jesús er ímynd hins ósýnilega Guðs. Allír hlutir eru skapaðir fyrir hann og til hans. Sjálfur er hann fyrri en allt og allt á tilveru sína í Honum. í honum þóknaðist Guði að láta alla fyllinguna búa. Öll guðfræði tilbeiðsla og trú, beinist að þessu eina nafni — Jesús. Við jarðarför mikils guðsmanns sagði þálifandi einn af kunnustu prestum þjóðarinnar um hinn framliðna mann: Undir lok ævi hins látna þá var guðfræði hans bundin bara við nafnið Jesúm. Hann ákallaði Jesúm og lifði í nafninu Jesúm. Því var hann til- búinn að fara héðan. Viku áður en hann kvaddi lét hann keyra sér, að legstað sínum. Vígði leg- staðinn með bæn í nafninu Jesúm. Þaðan vildi hann svo fara við upphrifningu brúðarinnar á fund Jesú. Jesús er Drottinn. hann fæddist sem konungur og dó konungur. Hann er frelsari og frelsar lýð sinn frá syndum þeirra. Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sín- um upp á tréð. Fyrir hans benjar eru þér læknaðir. Svo skrifar Sím- on Pétur Jónasson í fyrra bréfi sínu öðrum kapítula og versi tutt- ugu og fjögur. Tímatal vort og mikils fjölda þjóða heims miðast við fæðingu hans, sem átti sér stað í gripa- húsi. Nafn hans er boðað í heimi um alla jörð með allri nútímatækni fjölmiðla. Ritningin segir um Jesúm: Hann var, hann er og hann kem- ur. Hann kemur aftur með veldi, mætti og mikilli dýrð. Hann kemur til að sækja þá sem elska opinberun hans. Hann mun koma til að gefa frið á jörð og stofna friðarríki sitt. Við segjum kristnir menn: „Vertu velkominn herra Jesúm.“ Svar hans er: „Já, ég kem skjótt." Kristnin svarar: „Kom þú Drottinn Jesúm." FjARFESílNGARFELAGIÐ VEI RÐB íR ÍE F A n iRI KA Ðl Jl Rl ii\i IN Genqiðídaq 4 . MAÍ 1986 Markaðsfréttir Veðskuldabréf - verðtryggð Veðskuldabréf - óverðtr. Lánst. 2afb. áári 1 ár 2ár 3ár 4ár 5ár 6ár 7ár 8ár 9ár 10ár Nafn- vextir HLV 4% 4% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% Sölugengi m.v. mism. ávöxtunar- kröfu 12% 14% 95 91 90 88 85 83 81 79 78 76 93 90 87 84 82 79 77 75 73 71 16% 92 82 78 76 73 71 68 66 Lánst. 1 afb. áári 1 ár 2ár 3 ár 4ár 5ár Sölugengl m/v. mism. nafnvexti 20% HLV 15% 89 81 74 67 62 84 72 63 56 50 85 76 68 61 56 KJARABRÉF Gengi pr. 2/5 1986 = 1,551 Nafnverð Söluverð 5.000 50.000 7.755 77.550 Dæmi um raunávöxtun nokkurra sparnaðarmöguleika í apríl ’86. 9% 19% B11% E 7% Kjarabréfin hafa á síðustu 6 mánuðum gefið 19,2% ársávöxtun umfram verðtryggingu. Rlhl»»kuldabréf K|«r«bréf_________Banhabréf Bundln banhabbh fjármál þín - sérgrein okkar Fjárfestingarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7,101 Reykjavík. © (91) 28566, © (91) 28506 símsvari allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.