Morgunblaðið - 04.05.1986, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 04.05.1986, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986 31 Bandaríkjamenn virðast mjög á einu máli um réttmæti loftárás- arinnar á Líbýu. Þessi ibúi í Los Angeles sendir Kaddafi kveðju á skyrtuboi sínum. Þessa vijja Arabar hefna í ár, látið barn borið út úr rústum í Trípólí. Vesturlandabúar óttast að hefndarað- gerðirnar bitni fyrst og fremst á Evrópu. Öll öryggisgæsla hefur verið stórlega efld í Evrópu, eins og til dæmis á Heathrow-fiug- velii við London, þar sem þéssi mynd var tekin af hermanni í skriðdreka. Sölustjóri stórrar ferðaskrifstofu í New York, Kawana Travel, sagði afpöntunum í Evrópuferðir rigna inn. „Mesta hræðslan virðist vera við að ferðast með frægum, banda- rfskum flugfélögum, eins og Pan American, Trans World Airlines og Northwest Orient," sagði hún. „Það var heldur tregt strax í ársbytjun en eftir sprenginguna í TWA- þotunni og árásina á Líbýu dró verulega úr bókunum. Fólk vill einfaldlega ekki taka áhættuna á að fljúga til Evrópu." Afpantað við hveija árás Fleiri nefndu að TWA færi illa út úr sumrinu: „Það fer hryllingur um suma þegar þeir heyra minnst á félagið,“ sagði einn ferðaskrifstofu- maður. Og á skrifstofu TWA í New York leynir sér ekki lengur að við- skiptin ganga ekki að óskum — þar fengust þær upplýsingar einar að afstaða félagsins til samdráttar í Atlantshafsfluginu hefði svo oft komið fram að stjórn félagsins hefði ákveðið að svara fjölmiðlum ekkert frekar. Flugfélögin em almennt afar treg til að nefna hlutfallstölur um oigin samdrátt. „Við áætlum að farþegafjöldinn til Frakklands frá Bandaríkjunum í ár verði 15-20% minni en hann var í fyrra,“ sagði talsmaður Air France, sem flýgur 30-40 sinnum á viku frá fimm stöðum í Bandaríkjunum til Frakk- lands. Fyrir utan Concorde, sem fer daglega milli New York og Parísar, notar Air France eingöngu Boeing 747-þotur, sem taka 450 farþega. Hjá félaginu gæti því fækkunin numið 2.500-3.000 farþegum viku- lega og munar um minna. „Við teljum engan vafa leika á að þessi fækkun stafar af hryðjuverkunum í Evrópu," sagði talsmaður Air France. „Við hvert nýtt atvik fáum við, og raunar öll önnur flugfélög, afpantanir eða þá að nýjar bókanir berast ekki eins hratt og eðlilegt or.“ Talsmaður People’s Express, sem flýgur daglega til London og Bruss- ol, tók mjög í sama streng. „Á þessum tíma í fyrra vorum við búnir að selja hvert einasta sæti fram í september," sagði hann. „Við höf- um ekki nákvæmar upplýsingar um hversu miklu færri sæti við seljum núna en það vantar talsvert upp á að við fljúgum með fullar vélar. Það er undantekning núna ef það er fuilt hjá okkur — í fyrra vorum við stöðugt í vandræðum með sæti.“ Talsmaðurinn, sem kallaði sig að- eins Steve í takt við skemmtilega i'hispurslausan stíl People’s Express, kvaðst ekki hafa trú á að nokkru hærra fargjald í ár en í fyrra (229 'dollarar nú, 199 í fyrra) fyrir flug , yfir Atlantshaf skipti máli í þessu sambandi og heldur ekki fall dollar- ans. „Það er greinilegt að fólk fer minna og ástæðan er einfaldlega sú, að það er hrætt við að verða sprengt í tætlur,“ sagði hann. „Komið heim“ til Grikklands Grikkland má einnig þola þungar búsiijar vegna árása arabískra skæruliða enda hafa morðsveitir oftar en einu sinni farið um flug- velli þar í landi með sprengjur og vopn á sendiferðum sínum. Gríska ferðamálaráðið vestra hefur hafið mikla auglýsingaherferð til að reyna að bjarga því sem bjargað verður — og varið til þess sem svarar um 120 milljónum íslenskra En jafnvel þótt allt að tvær millj- ónir Bandaríkjamanna hætti við Evrópuferðir í sumar fara þeir í sumarfrí. Og allt bendir til að þeir ferðist í meira mæli heima fyrir. Á ársfundi samtaka bandarískra bif- reiðaeigenda (American Automo- bile Association), sem haldinn var í New York í síðustu viku, kom fram að ferðaskrifstofur samtakanna (sem eru samtals 800) sjá fram á mikla gósentíð. Talsmaður AAA sagði fréttamönnum eftir ársfund- inn að Evrópuferðir á vegum ferða- skrifstofa samtakanna á fyrsta árs- ijórðungi þessa árs væru 75% færri en á fyrsta ársfjórðungi 1985. Jafn- framt væri ljóst að ferðum til Bandarískur ferðamaður í Reykjavík: Mun færri koma til Evrópu í sumar en undanfarin ár af ótta við að komast ekki lifandi heim. Ógnvaldurinn — skæruliði í Mið- Austurlöndum. króna. Frægir amerískir leikarar og skemmtikraftar koma fram í sjónvarpsauglýsingum ráðsins og hvetja fólk til að „koma heim“. Ráðið hefur jafnframt lagt áherslu á staðreyndir málsins: af 27 milljón- um Bandaríkjamanna, sem fóru til útlanda á síðasta ári, létu 54 lífið í árásum hryðjuverkamanna. Tals- maður auglýsingafyrirtækis í Chicago, sem Grikkir hafa ráðið til að stjórna auglýsingaherferðinni, hefur einnig lagt fram tölur um að aðeins fimm prósent af 3.012 skráð- um hermdarverkaárásum á síðasta ári hafi átt sér stað í Mið-Austur- og Miðjarðarhafslöndum en 64% í Mið-Ameríku. Heima er best Þetta skiptir ekki alla Banda- ríkjamenn máli, eins og fram kom þegar tímaritið Newsweek spurði í skoðanakönnun vestra: Ef þú hefðir tækifæri til að ferðast til útlanda í sumar myndir þú fara eða hafna ferðinni vegna ógnunarinnar af hryðjuverkastarfsemi? 79% kváðust myndu hafna ferðinni. Fyrir mánuði — fyrir loftárásina á Líbýu — kváð- ust 61% myndu hafna slíkri ferð. Hawaii myndi fjölga um að minnsta kosti helming á þessu ári og far- pantanir til eyja í Karíbahafi, Ástr- alíu og Nýja Sjálands virtust ætla að aukast um 75%. Það er einnig til marks um aukin ferðalög Bandaríkjamanna heima- fyrir, að sögn Jays Hartmann, að járnbrautafélagið Amtrak hefur þegar selt í allar ferðir sumarsins. „Það er útlit fyrir að gestum í þjóð- garðana hér heima muni fjölga verulega — þeir í Great Smokey Mountains National Park reikna til dæmis með að gestum fjölgi um að minnsta kosti milljón, úr níu í tíu milljónir — og þegar er búið að fjölga mjög ferðum til Hawaii og Álaska,“ sagði hann. Fréttamaður sjónvarpsfyrirtækisins Cable News Network, sem sendir út fréttir allan sólarhringinn, talaði í fyrri viku um útlit fyrir „einstaklega sólríkan sumarleyfistíma fyrir vesturfylkin“. Straumur til Kanada Stærst vesturfylkjanna er Kali- fornía og þar hugsa yfirvöld sér gott til glóðarinnar. Þegar eru gestir í Disneyiandi nálægt Los Angeles orðnir miklu fleiri en þeir hafa nokkru sinni verið á þessum árstíma. En af „útlöndum" Banda- ríkjamanna er það líklega Kanada, sem mest hagnast á hryðjuverka- ótta nágranna sinna. Yfírvöld í Vancouver — þar sem haldin verður heimssýning í sumar, Expo ’86 — eru þegar farin að hrósa sigri og teija að gestir á sýningunni verði margfalt fleiri en áður hafði verið reiknað með. Fréttir frá öðrum borgum Kan- ada eru af sama toga: ferðaskrif- stofumenn í Quebec og Montreal sögðu frá því í sjónvarps- og blaða- viðtölum að aldrei fyrr hefðu þeir orðið varir við jafn mikinn áhuga voldugu nágrannanna í suðri. „Margir hringja hingað og segja sem svo: fyrst ekki er óhætt að fara til Parísar þá sækjum við okkur franska stemmningu til Quebec," sagði starfsmaður á stórri ferða- skrifstofu þar og bætti við, að fyrir- tæki sitt fengi þúsundir fyrirspuma daglega frá Bandaríkjamönnum, sem ekki þori til Evrópu. „Auðvitað rejTia þeir . . .“ Ótta við hryðjuverk heima fyrir (og vestra tala menn nær eingöngu um hryðjuverk á vegum Kaddafys Líbýuleiðtoga) gætir ekki svo orð sé á gerandi. Þó er greinilegt, að varúðarráðstafanir em ekki allar í besta lagi, ef marka má athugun, sem blaðamenn frá New York Post gerðu í síðustu viku. Þeir fóru um alla ganga og mörg „afgirt öryggissvæði" bæði á Kennedy- og La Guardia-flugvöllum og voru aldrei truflaðir. Undir fyrirsögninni „Flugvellir New York eru land tækifæranna fyrir hryðjuverka- menn“ sögðu þeir frá ferðum sínum um vellina og kæruleysislegu eftir- liti — eða öllu heldur eftirlitsleysi. Þeir sögðust meðal annars hafa gengið óhindraðir inn á „afgirt" svajði ísraelska flugfélagsins E1 Al, sem frægt er fyrir stífustu öryggis- ráðstafanir sem þekkjast hjá nokkm flugfélagi, og vafrað þar um í góða stund. Daginn eftir hafði blaðið eftir stjómmála- og embætt- ismönnum borgarinnar að eftirlit yrði stórlega hert í framhaldi af „uppljóstmnum blaðsins“. Trúlega er álit leigubílstjórans, sem ók blm. Morgunblaðsins frá Kennedy-flugvelli á dögunum, dæmigert fyrir afstöðu Bandaríkja- manna til ástandsins heima fyrir. „Auðvitað eiga þeir eftir að reyna eitthvað hér,“ sagði hann. „En ég hef enga trú á að það takist." Og farþegar sem koma inn í flugstöðvarbygginguna á Keflavík- urflugvelli reka augun í að vopnaði vörðurinn í farþegasalnum er ekki lengur með hríðskotabyssu. - ÓV.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.