Morgunblaðið - 04.05.1986, Qupperneq 33
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Verðþróun vöru
og þjónustu
Sú var tíðin, meðan óðaverð-
bólgan geisaði, að vöruverð
hækkaði dag frá degi og gjald-
skrár fyrir hvers.konar þjónustu
vóru á stanzlausri „uppleið". Það
var nánast keppikefli bæði fólks
og fyrirtækja að koma fjármunum
„fyrir kattnamef“, svo að segja
jafntímis og þeir komu í hendur,
enda fengust minni verðmæti fyrir
þá á morgun en í dag. Þetta leiddi
með öðm til þess að innlendur
spamaður hrandi og íslenzkt at-
vinnulíf var sífelt háðara erlendu
lánsfjármagni. Þetta flýtti fyrir
ijárfestingum, sem á stundum
vóra lítt grandaðar og ekki arð-
bærar - og hömluðu gegn hag-
vexti og raunveralegum kjarabót-
um. Kaupgengi krónunnar hríð-
féll. Viðskiptahalli og erlendar
skuldir hrönnuðust upp.
Megintilgangur breyttrar efna-
hagsstefnu og kjarasáttar, sem
nýlega var gerð, var að stuðla að
jafnvægi í íslenzku eftiahagslífí,
hjöðnun verðbólgu og stöðugleika
í verðlagi; í stuttu máli að plægja
akur fyrir nýsköpun í atvinnulífi,
auknum hagvexti og vaxandi
þjóðartekjum, þ.e. að stuðla að
raunhæfum kjarabótum sem
brynnu ekki jafnharðan á verð-
bólgubálinu.
Staðreynd er að verðbólga, sem
var 130% á fyrsta ársfjórðungi
1983, hefur náðst veralega niður.
Ef fer sem horfír verður verðbólga
á íslandi, sem til skamms tíma
gerði okkur að eins konar viðundri
út á við, komin í eða undir 10%
fyrir árslok. Þetta þýðir að verðlag
i landinu hækkar að meðaltali um
10% á 12 mánuðum í stað 130%,
eins og var fyrir aðeins þremur
áram.
I viðtölum Morgunblaðsins við
launþega, í tilefni af 1. maí, kemur
það stundum fram, að fólk telur
sig ekki hafa orðið vart við beinar
verðlækkanir vöra. Sá árangur,
sem er í hendi, felst að vísu fremur
í stöðugra verðlagi, veralega
hægara verðrisi en áður, en bein-
um verðlækkunum. Þó era
allnokkur dæmi beinna verðlækk-
ana. Fólk á tvímælalaust að beina
viðskiptum sínum til þeirra aðila,
framleiðenda, verzlana og þjón-
ustufyrirtækja, sem sýnt hafa lit
á því að færa verð niður, láta þá
njóta viðleitninnar í vaxandi við-
skiptum - og auka eigin kaupmátt.
Því ber og að fagna að stjórn-
völd hafa snúizt hart við verð-
hækkunum, sem þóttu ganga
þvert á mótaða efnahagsstefnu,
eins og fram kom í afstöðu þeirra
til verðhækkunar bankaþjónustu,
sem var dregin tii baka, verðlagn-
ingar bílaumboða og flugfar-
gjalda. Þá hefur Þorsteinn Páls-
son, fjármálaráðherra, ákveðið,
að vaxtamunur, sem myndast
hefur hjá vinnslustöðvum land-
búnaðarins vegna lækkunar
vaxta, verði varið til að auka
niðurgreiðslur á dilkakjöti, sem
lækkar um 5% frá og með gær-
deginum.
Benzínlítri hefur lækkað úr 35
krónum í 28 á tiltölulega skömm-
um tíma. Benzín er nú 20% ódýr-
ara en það var fyrr á árinu. Ólafur
Davíðsson, framkvæmdastjóri Fé-
lags íslenzkra iðnrekenda, segir í
viðtali við Morgunblaðið, að ýmis
iðnfyrirtæki hafí lækkað verð
framieiðslu sinnar og fleiri muni
á eftir fylgja, ef þróun gengismála
og verðþróun hráefna verður
hagstæð. Einstakir framleiðendur
niðursuðuvöra hafa lækkað verð,
sama má segja um gosdrykki í
plastflöskum, visst sælgæti og ís-
vörar, svo aðeins sé nefnd dæmi
er sagt var frá í Morgunblaðinu
1. maí.
Aðalfundur Vinnuveitendasam-
bands íslands hefur sent frá sér
ályktun, sem meðal annars fjallar
um „ítrasta aðhald í verðlags- og
Iaunamálum". Þar segir að „svig-
rúm hafí nú gefízt til að bæta
árangur og að það tækifæri verði
að nýta, svo að atvinnulífíð fái
mætt óskum um batnandi kjör og
betri hag“. Mikilvægt er að sam-
tök ffamleiðenda og fyrirtækja
sýni, svo ekki verður um villst,
að þau vilji „stuðla með öllum
tiltækum ráðum að því, að árang-
ur febrúarsamninganna verði
fyyggður, ekki aðeins í bráð heldur
til lengri tíma, svo að áfram verði
byggt á þeim granni, sem lagður
hefur verið,“ eins og segir í álykt-
unVSÍ.
Verðlagsstjóri segir í viðtali við
Morgunblaðið, að Verðlagsstofn-
un „viti um fyrirtæki sem hafí
haft möguleika til lækkana, en
ekki nýtt sér þá“. Það er hér sem
hinir almennu neytendur hafa
vopn sem bíta, hvert þeir beina
viðskiptum sínum. Þeir þurfa og
að gefa góðan gaum að verðkönn-
unum og verðkynningu Verðlags-
stofnunar, sem styrkja almennt
verðskyn, aðhald í verðlagsþróun
og vísa á hagstæðari kaup.
Þeir era áreiðanlega fáir, sem
vilja hverfa aftur til tíma óðaverð-
bólgunnar, þegar verð vöra og
þjónustu hækkaði dag frá degi,
og kaupgengi krónunnar félí
stanzlaust. Kjarasáttmálinn og
efnahagsráðstafanir, sem nú
reynir á, era tilraun til að sníða
alvarlega agnúa af efnahags- og
atvinnulfí okkar. Sú tilraun tekst
ekki nema ríkisvald, fyrirtæki,
stéttasamtök og neytendur taki
sameiginlega á. Svo mikið hefur
þegar áunnizt — og svo mörg era
verðbólguvítin til að varast frá
síðustu 10-15 áram — að það
væri „óðs manns æði“, að glutra
niður þessu einstæða tækifæri til
að skipa íslenzkum þjóðarbúskap
á bekk með þeim er kunna fótum
sínum efnahagsleg forráð.
Samtíðarmenn kvaddir
Samtíðarmenn ganga í jörð-
ina. Sá sem lifir langa ævi
hefur séð á bak mörgum
vinum og samferðamönn-
um. Hörmuleg slys verða
næstum daglega. Efnilegt
ungt fólk hverfur sjónum
okkar. Framtíðin blasti við því, svo er það
horfíð. Mikið er lagt á þá sem missa ást-
vini sína í blóma lífsins. Það þarf mikið
þrek og innri styrk til að bera þann kross.
Flestir sækja kraft í guðstrú sína, það er
vel. Aðrir leita skjóls í minningum sem
oftast era dýrmætasta eign þeirra sem
eftir lifa. Minningin og trúarstyrkurinn era
bezta veganesti sem syrgjendur eiga.
Stundum kemur þessi trúarstyrkur fram
í fjölmiðlum þegar haft er samtal við þá
sem lifa af slys og voveiflega atburði.
Pálmar Smári Gunnarsson er einn þeirra.
Þrek hans er með eindæmum, en boðskap-
ur hans er sá bezti sem lýst hefur verið í
Morgunblaðinu. Reynsla hans er einstæð.
Við sendum Pálmari og fjölskyldu hans,
svo og öðram sem eiga um sárt að binda
dýpstu samúðarkveðjur og biðjum forsjón-
ina að veita þeim styrk og blessun. Þessi
styrkur er dýrmæt gjöf. Hann getur orðið
öðrum hvatning til að rækta trúarlíf sitt
og leita samfélags við þann sem öllu ræður
og allt hefur í hendi sinni. íslenzka þjóðin
á slíkan leiðtoga. Það er Kristur. Guð í
sporam manns. Þessi opni faðmur og bezta
skjól þeim sem bágt eiga eins og trúar-
skáldin miklu hafa minnt okkur á, séra
Hallgrímur og Matthías Jochumsson.
Senn munum við minnast lögtöku krist-
innar trúar á Alþingi íslendinga á Þing-
velli. Sá atburður er merkastur í sögu þjóð-
arinnar. Það er rétt sem fomir sagnaritar-
ar bentu á að enga gjöf hafa íslendingar
þegið meiri og betri en trúna á Guð föður,
son og anda helgan. í þessa trú sóttu
kynslóðimar afl og þrek er fólk hrandi
niður, gamalt og ungt, vegna hungurs og
sjúkdóma. í kröm sinni og kvöl og fátækt
sem á vart sinn líka. íslenzka þjóðin hefur
lifað af, kropið og gert bæn sína við kross-
ins helga tré. Megi svo áfram verða.
Sigurður Sigurðsson landlæknir og
Einar Agústsson, utanríkisráðherra og síð-
ar sendiherra, era í hópi merkra samtíðar-
manna sem kvatt hafa. Margir hafa minnzt
þeirra, ekki sízt hér í blaðinu, og ástæðu-
laust að vega í þann knérann. En þó má
vel minnast hér á mikilvægt lífsstarf
þeirra. Þeir tóku báðir þátt í stjómmálum.
Þeir unnu báðir að mannúðarmálum. Þeir
voru báðir ljúfír menn en þó fastir fyrir
ef því var að skipta. Sigurður landlæknir
sagði berklaveikinni stríð á hendur. Hann
var merkisberi þeirra sem lögðu hvíta
dauðann að velli. Einar Ágústsson tók
drengilegan þátt í baráttunni fyrir stækk-
un fískimiðanna. Hann var merkisberi í
þeirri orrastu. Með þetta í huga ekki sízt
kveðjum við þessa eftirminnilegu samtíðar-
menn sem svo oft komu við sögu bæði hér
í blaðinu og annars staðar. Páll Bjömsson
skipstjóri var hlédrægur maður í lífínu.
En hann var merkur skipstjómarmaður,
sómi stéttar sinnar. Bréfritari kynntist
honum á togaranum Geir þegar hann var
stýrimaður þar. Það var eftirminnilegt að
standa með honum í brúnni. Þar var öragg-
ur maður sem Páll var, enda átti hann kyn
til þess að sóma sér vel við stjómvöl,
kurteis og prúður í framkomu en fastur
fyrir. Einn þessara sjómanna sem hlutu
sjómennskuna í vöggugjöf í Ánanaustum.
Allt hefur sinn tíma. Öll munum við
kynnast því að köld er næturdögg. Þá er
að vera sæmilega undirbúinn. Gott lífsstarf
er gott veganesti í jörðina. Náttúran fellir
sín stóra lauf, þá er vetur í nánd. Þá era
mikil veður í aðsigi. Og þá býst hinn
hyggni í kápu, svo að vitjað sé gamalla
orða, andspænis dauða og því sem ekki
verður um flúið.
Markaður og einkaeign
í athyglisverðri grein Jónasar H. Haralz
í Klemensar bók, afmælisriti Klemensar
Tryggvasonar, Staðreyndir og staðleysur,
rtokkur orð um markaðssósíalisma, kemst
Jónas H. Haralz m.a. svo að orði: „Grand-
völlur þess markaðskerfís, sem við þekkj-
um, er einkaeign framleiðslutækja.“ Og
litlu síðar: „Það er þetta tvennt, ráðstöfun-
arréttur einstaklinga á fjármunum og
samkeppni á markaði, þar sem utanaðkom-
andi aðstoð stendur ekki til boða, sem
gerir það að verkum, að markaðir starfa
með þeim hætti, sem nýklassísk hagfræði
reynir að lýsa, og skila að meira eða minna
leyti þeim árangri, sem kenningar hennar
gera ráð fyrir.“ Og í ágripi greinarinnar
á ensku er kveðið enn skýrar að orði og
sagt að markaðurinn geti einungis orðið
áhrifaríkur styðjist hann við einkaeign og
lúti markaðslögmálum.
Rússneskur prófessor, Vladimir Shla-
pentohk, kennari í félagsvísindum við
Michigan-háskóla, skrifar nýlega harla
athyglisverða grein í Wall Street Journal
sem fjallar um hugmyndir Sovétmanna
um séreign og þau vandamál sem við er
að etja í þessum efnum í Sovétríkjunum.
Prófessorinn kom til Bandaríkjanna frá
Sovétríkjunum 1979. Hann hefur mikla
þekkingu á efnahagskerfí Sovétríkjanna
og þeim vandamálum sem kommúnistar
þar í landi eiga við að etja. Prófessorinn
lítur í grein sinni á málið frá nokkuð öðram
sjónarhóli en Jónas H. Haralz gerir í
Klemensar bók en rennir um leið enn
frekari stoðum undir ályktun hans. Enginn
vafi er á því að grein rússneska prófessors-
ins er harla athyglisverð lesning fyrir
marga, ekki síður en grein Jónasar H.
Haralz, og er því ástæða að vitna til
hennar áður en lengra er haldið. Vladimir
Shlapentohk segir svo í ritgerð sinni:
„Állar áætlanir um þróun efnahagsmála
í Sovétríkjunum, sem rannar era undan
rifjum nýrra leiðtoga Sovétríkjanna og 27.
flokksþingsins, snúast í raun um eitt mál-
efni: Hveijar era líkumar fyrir því að
markaðskerfíð taki við, þó ekki nema að
litlu leyti, af miðstýringu á öllum greinum
framleiðslu og vöradreifíngar?
í þessum umræðum er oft litið framhjá
áríðandi þætti á Vesturlöndum, sem getur
haft mikil áhrif á efnahagsmál í Sovétríkj-
unum. Það er gamla deilumálið um eignar-
réttinn, sem Marx taldi undirstöðuatriði í
pólitískri stjómun efnahagsmála.
í nýrri stefnuskrá Kommúnistaflokks-
ins, sem samþykkt var á nýafstöðnu
flokksþingi, og í skýrslu Mikhails Gor-
baséfs á þinginu, koma vissulega fram
bannfæringar á brestum í efnahagsmálum
auðvaldsríkjanna eins og atvinnuleysi,
greiðsluhalla og verðbólgu. Hins vegar var
þar ekkert minnzt á yfirburði félagseignar
umfram einkaeign. Þar er því heldur ekki
haldið fram, eins og gert var í fyrri stefnu-
yfírlýsingu (1961), að „Félagseign fram-
leiðslutækja ... opnar ótakmarkaða
möguleika til að efla framleiðslugetuna."
Og þótt eldri stefnuskráin gerði ráð fyrir
afnámi einkaframtaks í landbúnaði fyrir
árið 1980, felur nýja stefnuskráin í sér
loforð um að hlutur þess fái að vera óskert-
ur í framtíðinni.
Þetta era veraleg umskipti í hugmynda-
fræði Sovétríkjanna — frá eldheitri veg-
sömun félagseignar yfír í takmarkaða
viðurkenningu á henni sem undirstöðu
efnahagsmála í Sovétríkjunum — og þau
endurspegla athyglisverða þróun almenn-
ingsálitsins í Sovétríkjunum. í upphafi
níunda áratugarins beindi hráefnaskortur
athygli þjóðarinnar að helztu veilunni í
efnahagsmálum Sovétríkjanna: gífurlegri
sóun náttúraauðæfanna.
Milljónir manna á öllum sviðum efna-
hagsmála Sovétríkjanna stuðla að þessari
sóun. Samkvæmt opinberam heimildum
skemmist um þriðjungur uppskerannar
áður en hún kemst á borð neytenda.
Byggingaiðnaðurinn og vélaiðnaðurinn
eiga einnig í harðri samkeppni við sóun
og spillingu.
Nýlega birtist í Literatumaya Gazeta
grein sem hneykslaði jafnvel lesendur sem
voru flestu vanir. í greininni er skýrt frá
því að í að minnsta kosti annarri hverri
verzlun í sovétlýðveldinu Rússlandi sé það
liðið að veralegt magn matvæla — allt
frá sælgæti yfír í síld — skemmist í með-
föram.
Það er ekki aðeins að sovézkir borgarar
skemmi hráefni og varahluti heldur stela
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986
33
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 3. maí
iwwmmHi -W ^ l&f’ í-: ' v-»
i . liÉ-i Wmw M
1 ■ 1
... ...
m ■■■ 1
þeir einnig iðulega frá ríkisfyrirtækjum.
Hnupl á „eignum sósíalismans" er orðið
að þjóðaríþrótt. Það sem verra er, er að
opinberar kannanir benda til þess að borg-
aramir telji ekki þennan þjófnað siðferði-
legt afbrot. Sem dæmi um þessar aðgerðir
nefnir Literatumaya Gazeta að af 1,6
milljónum varahluta í einkabíla sem fram-
leiddir vora hjá Vaz, bílasmiðjunum þekktu
á bökkum Voigu, hafí 1,1 milljón verið
hnuplað.
Höfundar nýrrar stefnuskrár flokksins
létu í fyrsta sinn fylgja þar með sérstaka
grein þar sem þess er krafízt að gripið
verði til allra tiltækra ráða til að vemda
eignir sósíalismans, ekki gegn erlendum
auðvaldssinnum heldur gegn samborgur-
unum.
Sóun verðmæta nær ekki aðeins til hrá-
efna, varahluta og matvæla heldur einnig
til verksmiðjuhluta. Sovézka þjóðin kærir
sig kollótta um þau tæki sem era eign
ríkisins; þess vegna er ending þessara
tækja í lágmarki. Það þykir ekki í frásögur
færandi þótt ný vörabifreið eða ný dráttar-
vél sé rifín niður í varahluti, eða að tæki
sem enn era vel nothæf séu send málm-
bræðslum sem brotajám. Pravda líkti ný-
lega framleiðslunni í Sovétríkjunum við
„Sisifosar-strit“, og gaf í skyn að Sovét-
menn gætu aldrei öðlazt góð lífskjör, því
þeir eyðilegðu venjulega það sem þeir
framleiddu.
Hins vegar hugsa Sovétmenn mun betur
um persónulegar eigur sínar en íbúar
auðvaldsþjóðfélaga. Þannig tekst íbúum
Sovétríkjanna til dæmis að halda einkabíl-
um sínum gangandi í nærri 20 ár, og
jafnvel lengur, sem er helmingi meira en
áætlaður endingartími þessara bifreiða.
Og þeir geta ræktað á einkajarðarskikum,
sem era aðeins um '/2% ræktanlegs lands
í Sovétríkjunum, um 30% heildaruppskeru
landsmanna.
Jafnvel umbætur sem taka tillit til
markaðsviðhorfa, eins og sveigjanlegt
verðlag eða aukin áherzla á einkaframtak,
geta ekki útilokað eða dregið að ráði úr
sóun verðmæta. Þetta er vegna þess að
þessi sóun á rætur að rekja til þeirrar
staðreyndar að einkaeign þekkist ekki.
í raeðu sinni á flokksþinginu ítrekaði
Gorbaséf það sem stjómmálaleiðtogamir
hafa verið að reyna allt frá upphafí bylting-
arinnar — hann reyndi að sannfæra borg-
arana um að þeim bæri að líta á sjálfa sig
sem „eigendur fyrirtækja sinna". En jafn-
vel opinberar skoðanakannanir sýna að fáir
taka þessa hugmynd Gorbaséfs hátíðlega.
Á Vesturlöndum hefur verksmiðjustjór-
inn mun meiri áhuga á því að fullnýta
tæki sín en starfsbræður hans í Sovétríkj-
unum, því með afköstum sínum getur hann
bezt tryggt stöðu sína. Frami verksmiðju-
stjórans í Sovétríkjunum veltur hins vegar
ekki jafnmikið á fagmennsku hans og á
pólitískri hollustu, samböndum, félags-
hyggju og því líku. Af þessum sökum, og
andstætt því sem margir halda, kæra
margir sovézkir framkvæmdastjórar sig
ekkert um, og era jafnvel mjög andvígir
því, að völd þeirra verði aukin og þeim
heimilað að taka ákvarðanir í veigamiklum
málum.
Á vissan hátt er efnahagslífið í Sovét-
ríkjunum í einskonar tómarúmi hvað eign-
arréttinn varðar, þar sem enginn hefur
minnsta áhuga á „eignum sósíalismans".
Eins og segir í þekktu sovézku orðatiltæki:
„Allir senda allt beint til Vítis.“
Það er fullur skilningur á því í Sovétríkj-
unum, jafnvel á æðstu stöðum, að allt
þetta stendur í vegi fyrir framkvæmdum.
Á síðasta floksþingi gældi Gorbaséf við
hugmyndina um „fjölskyldubúgarðinn"
sem fengi yfírráð yfír landi og tækjum til
lengri tíma, og stofnun fjölskyldufyrir-
tækja í þjónustu og viðskiptum. Þetta sýnir
að Sovétmenn era að leita leiða til að koma
að einhveiju leyti á aftur einkarekstri f
framleiðslugreinum, sem afnuminn var
fyrir sjö áratugum. Hve langt yfírvöld vilja
ganga á þessu sviði er ekki ljóst. Hitt er
staðreynd að án tilslakana varðandi eign-
arréttinn er lítil von um efnahagsbata S
Sovétríkjunum.“
Friðhelgi eignarréttar
Séreignarréttur er viðkvæmt mál og
hefur alltaf verið. Um hann hafa ávallt
staðið miklar deilur. Menn hafa túlkað
fræðikenningar um þetta á ýmsan hátt.
Sumir telja að eignarrétturinn sé sama og
frelsi, en svo langt ganga varla þeir frjáls-
hyggjumenn sem þekktastir era fyrir rit
sín, heldur sé eignarréttur friðhelgur við
venjulegar aðstæður en óvenjulegar að-
stæður geti breytt því, s.s. þegar um lff
eða dauða er að tefla. Maður sem er í
björgunarbát spyr ekki um eignarrétt, né
sá sem skortir súrefni hver eigi það, né
heldur spyr sá sem er aðframkominn af
þorsta hver eigi vatnsbólið sem getur
bjargað lífí hans. Vissar aðstæður geta
takmarkað eignarrétt eins og tekið er fram
í stjórnarskrá okkar. Séreignarréttur hefur
mikið gildi, en ekki ótakmarkað. Hann er
e.k. vébönd um einstaklinginn, vemd gegn
ríki og umhverfi. En þingmenn allra flokka
á Alþingi telja augsýnilega að skerða
megi eignarréttinn að vissu marki, þing-
menn Sjálfstæðisflokksins era jafnvel
þeirrar skoðunar, eins og fram kom á síð-
asta þingi, að ganga megi á friðhelgi hans
með litlu prósentubroti til að koma upp
Þjóðarbókhlöðu. Allir flokkar era reiðu-
búnir að takmarka friðhelgi eignarréttar
við almannaheill og er þá ekki alltaf víst,
hvað við er átt. Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins geta þannig hugsað sér að bygg-
ing Þjóðarbókhlöðu sé almannaheill og víst
er um það að margir sjálfstæðismenn telja
að heilbrigðis- og menningarmál séu al-
mannaheill, þótt um það sé deilt hvar draga
eigi mörkin. Þetta er viðkvæmt mál og
umdeilt. Líklega verður ekki sett um þetta
nein algild regla í okkar iitla þjóðfélagi
og hvert mál afgreitt út af fyrir sig, með
tilliti til nauðsynjar og aðstæðna hveiju
sinni, a.m.k. starfa þingmenn í þeim anda
hvað sem líður markmiðum flokka og
stefnuskrám. Sveigjanleg afstaða getur
verið árangursrík.
Séreignarréttur og hafið
Án séreignarréttar era lögmál markað-
arins lítils virði. Þær niðurstöður Jónasar
H. Haralz era áreiðanlega réttar. Séreign-
arfyrirkomulag er hvetjandi en jafnframt
getur það verið nauðsynlegt aðhald eins
og sést af grein rússneska prófessorsins.
í Sovétríkjunum era eignir ríkisins í hers
höndum vegna þess að þar hefur enginn
áhuga á að vemda þær. Þar sóar og' stelur
hver sem betur getur, hagsmunir ríkisins
era fyrir borð bomir og vonlaust að bæta
kjör fólks meðan svo fer sem horfir. Það
er ekki sízt athyglisvert í grein rússneska
prófessorsins að þeir sem eiga bíla í Sovét-
ríkjunum fara svo vel með þá að þeir
endast margfalt lengur en á Vesturlönd-
um.' Bíll í Sovétríkjunum er dýrmætur lúx-
us sem nauðsynlegt er að varðveita sem
lengst. Á Vesturlöndum er bifreið einungis
nauðsynlegt tæki í daglegu lífí manna, rétt
eins og hvert annað tæki sem nauðsynlegt
er til að létta lífsbaráttuna. Bfll er ekki
lengur lúxus á Vesturlöndum. Hann þykir
sjálfsagður hlutur og flestar fjölskyldur
eiga slíkt tæki án þess orð sé á haft. Hitt
er jafnvel ennþá athyglisverðara þegar
prófessorinn bendir á að um 30% heildar-
uppskera Sovétríkjanna séu ræktuð á
einkajarðarskikum sem eru aðeins um '/2%
ræktaðs lands. Betra dæmi um gildi sér-
eignarskipulagsins verður varla fundið.
Það segir mikla sögu og merkilega. Það
er reyndar sönnun þess að sameignar-
skipulagið er sóunarfyrirkomulag sem
veitir engum viðunandi kjör nema kerfís-
körlum og þeim sem eru á flokksjötunni.
Það dregur úr framleiðslu, eyðileggur til-
fínningu manna fyrir verðmætum, leiðir
til hnupls, spillingar og sóunar — en þó
einkum fátæktar. „Eignir sósíalismans“
lenda á raslahaugunum. Séreignarfyrir-
komulagið kallar aftur á móti á aðhald,
stuðlar að verðmætasköpun, góðum kjör-
um og von um arð og ávöxtun. Þetta era
mikilvægir hvatar í framleiðslu og verð-
mætasköpun, en þó ekki síður í baráttu
um lífsfyllingu.
Á síðasta flokks-
þingi gældi Gorb-
aséf við hug-
myndina um „fjöl-
skyldubúgarðinn“
sem fengi yfirráð
yfir landi og tælg-
um til lengri tíma, *
og stofnun fjöl-
skyldufyrirtækja
í þjónustu og við-
skiptum. Þetta
sýnir að Sovét-
menn eru að leita
leiðatilaðkoma
að einhveiju leyti
á aftur einka-
rekstri í fram-
leiðslugreinum,
sem afnuminn var^
fyrir sjö áratug-
um.
v