Morgunblaðið - 04.05.1986, Side 40

Morgunblaðið - 04.05.1986, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986 t Móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANSÍNA ÞORVALDSDÓTTIR STRANGE, lést að hjúkrunar og elliheimilinu Grund 1. maí. Börnin. Eiginmaöur minn t HJALTI BJÖRNSSON stórkaupmaður, ræðismaður, Hagamel 8, er látinn. Margrét Björnsdóttir og börnin. t JÓHANNES JÚLÍUSSON bókbindari, Miðvangi 41, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 26. apríl síðastlið- inn. Útförin hefur fariö fram. Júlíus Jónsson og brœður hins látna. t Faðir minn, AUÐUNN L. JÓHANNESSON, írabakka 8, andaðist í Borgarspítalanum 2. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Sigriður G. Auðunsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, KRISTINN HÁKONARSON, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, Arnarhrauni 2, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi þriðjudaginn 6. maí kl. 15.00. Sólveig Baldvinsdóttir, Erna S. Kristinsdóttir, Guðmundur L. Jóhannesson, Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, Kristfn Þórunn Guðmundsdóttir, Valdis Björk Guðmundsdóttir. t Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA GUÐNADÓTTIR, Geitarstekk 1, Reykjavik, verður jarösungin mánudaginn 5. maí kl. 15.00 frá Bústaöakirkju. Pálmi Jónsson, Heiða Pálmadóttir, Magnús Haraldsson, Svanhildur Pálmadóttir, Haraldur Sigþórsson, Magnús Pálmason, Elísabet Pálmadóttir, Guðrún Magnúsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langmma, JÓHANNA ZOÉGA HENRIKSDÓTTIR, Hringbraut 43, Reykjavik, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 5. maí kl. 15.00. Blóm afþökkuö en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknar- stofnanir. Einar Sigurðsson, Nanna Haraldsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Magnina Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BÁRÐUR ÓLI PÁLSSON, frá Skógum, Háteigsvegi 32, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 6 maíkl. 13.30. Hallfrfður Bjarnadóttir, Tómas Grétar Ólason, Guðlaug Gisladóttir, Pálmar Ólason, Sigurveig Sveinsdóttir, Smári Ólason, Ingibjörg S. Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjónaminning: ThorJ. Brand og Elísabet Brand Þann 11. apríl síðastliðinn andað- ist afi minn Thor J. Brand á nítug- asta og áttunda aldursári en amma mín Elísabet Brand andaðist fyrir nokkrum árum. Þar sem ég átti þess kost að kynnast þeim all náið vil ég minnast þeirra hér. Lífshlaup þessara hjóna var bæði langt og fjölbreytilegt og ekki ger- legt að rekja að hér í smáatriðum er fyrir þá sem hafa löngun til þess skal bent á bókina „Heim til ís- lands" eftir Vilhjálm S. Vilhjálms- son. Thor fæddist á Eskifirði 27. maí 1888 og var sonur danska beykis Jens Peter Jensen sem þar starfaði. Skírður var hann Þórarinn ísfeld en tók sér seinna nafnið Thor Jensen Brand en Brand nafnið var úr móðurætt hans. Móðir hans var hálfdönsk Jóhanna María Péturs- dóttir Brand. Thor ólst upp á Eskifirði, fór 16 ára á síld, 17 ára í Eiðaskóla, 18 ára vestur á Reykjarfjörð í smíða- nám og 19 ára til Reykjavíkur í sömu erindum. Þar lauk hann námi 1909 og hélt aftur til Eskifjarðar. Útþráin náði tökum á honum eins og fleirum íslendingum um þær mundir og tveimur árum seinna eða t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Þverbrekku 4, Kópavogl, sem lést á heimili sínu föstudaginn 25. apríl, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 13.30. Gerður P. Kristjánsdóttir, Guðlaugur R. Guðmundsson, Margrét H. Kristjánsdóttir, Kristinn Hermannsson og barnabörn. t Eiginkona mín og móðir, HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR, húsfreyja frá Eystri-Hól (Landeyjum, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriöjudaginn 6. mai kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda. Stefán Guðmundsson, Jóhanna Stefánsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir, amma og langamma, SIGURBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR, Grettisgötu 76, verður jarðsungin frá nýju kapellunni í Fossvogi, mánudaginn 5. maí kl. 13.30. Páll Norðmann Björnsson, Úlfhildur Hafdis Jónsdóttir, Þorgils Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar og afi, SIGURÐURG. PÉTURSSON, netagerðarmeistari, Hverfisgötu 34, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 5. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarkort Hrafnistu í Hafnarfirði. Guðrún Halldór Sigurðsson, Bergsveinn Sigurðsson, Sveinn Sigurðsson, Agnes Sigurðardóttir, Sigurður Sígurðsson. i. Sveinsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Pótur Sigurðsson, Gunnar Sigurðsson, 1911 lagði hann land undir fót og fluttist til Winnipeg í Kanada. þar komst hann strax í byggingarvinnu og ferðaðist víða við það starf. A einu slíku ferðalagi hitti hann Elísa- betu Helgadóttur sem seinna varð konan hans. Þau giftust 3. nóv. 1917. Árið eftir var hann kallaður í herinn en stuttu seinna lauk stríð- inu hinu fyrra. Þau fluttu til Wyny- ard og nokkrum árum seinna til Winnipeg. Thor vann við smíðar og var byggingameistari all margra húsa auk þess að starfa við hafnar- gerð í Churchill, en upp úr 1930 var skollinn á heimskreppa og fátt um fína drætti. Afréð því fjölskyld- an að flytjast til íslands. Þá voru komin til sögunnar tvö böm Svava Andrea og Helgi Carl. Árið 1937 var fjölskyldan alkomin til landsins, afí minn eftir 26 ára útivist. Hóf hann störf hjá Raftækjaverslun Is- lands þar til hún var lögð niður 1939. 1940 var hann ráðinn þjóð- garðsvörður á Þingvöllum og gegndi því starfí til 1953. Þá flutt- ist hann til Reykjavíkur, vann hjá Áburarverksmiðju ríkisins í Gufu- nesi þar til hann settist í helgan stein. Elísabet Helgadóttir fæddist 16. maí 1894 í Winnipeg en ólst upp í Sandy Bay þar sem hún og foreldrar hennar Helgi Bjamason, sonur Bjama Helgasonar frá Gröf í Víðid- al og Helga Jóhannsdóttir, prests Benediktssonar úr Suðursveit, bjuggu í bjálkakofa við Manitoba- vatn. Skólaganga hennar hófst í Lake- land, hélt áfram í Wynyard og framhaldsskólanámi lauk hún í Westiey College í Winnipeg. Eftir námið tók hún að sér kennslustörf viðbamaskóla. í Winnipeg hóf hún ljósmóður- nám sem hún lauk 1915 og starfaði við berklahæli í Winnipeg til 1917 þegar hún giftist Thor. Eftir vemna á Þingvöllum settust Thor og Elísabet að í sama húsi og foreldrar mínir og því varð það að við systkinin urðum heimagang- ar hjá þeim. Þau vom þá komin vel yfir miðjan aldur. Það er eftirtekt- arvert að þegar manni verður hugs- að til fólks sem maður hefur þekkt lengi og veltir fyrir sér hvað það sé sem situr lengst í manni kemur í ljós ýmislegt sem manni finnst lýsa persónuleika þess fólks best. Það var einkum þrennt sem stendur mér fyrir hugskotssjónum þegar ég minnist afa míns. Hið fyrsta er, hann var gefínn fyrir að hafa allt í röð og reglu. Hann átti til dæmis skrifborð þar sem hann geymdi ýmsa persónulega muni. Þetta skrifborð umgengumst við krakkamir með stakri lotningu því þar var öllu fyrir komið með slíkri nákvæmni að það voru nánast helgispjöll að snerta þar við nokkru. Hann var ennfremur svo stundvís að slíku hef ég ekki kynnst fyrr né síðar. Annað var kímnigáfan. Af henni hafði hann nóg og sá oft spaugilegu hliðar málanna þó svo aðrir kæmu ekki auga á þær. Hið þriðja var bókelska hans. Hann var oft og iðulega lesandi og las nánast allt sem hönd á fetsi en hrifnastur virtist hann vera af skáldsögum. Hann kappkostaði að lesa allt það nýjasta sem kom út á því sviði og í hverri vikur í mörg ár gekk hann frá Hlíðunum niður að Borgarbókasafninu við Þingholts- stræti til þessað ná sér í viku- skammtinn af bókum. Það var þessi sama bókahneigð sem einkenndi Elísabetu ömmu mína. Hún sat mjög oft við lestur. Ekki sá ég hana lesa þær skáldsög- ur sem afi minn var hvað hrifnastur af heldur sökkti hún sér niður í alls konar fræðirit um hin margvís- legustu efni eða las heimsbók- menntirnar spjaldanna á milli. Hún var ákaflega formföst í fasi. Hún hafði einnig góða kímnigáfu þó að hennar kímnigáfu kynni ég ekki að meta fyrr en kominn var til vits og ára. Eg minnist afa míns og ömmu með þakklæti í huga því að margar góðar stundir áttum við saman og vona ég að minning þeirra lifí meðal vor lengi. Hilmar J. Hauksson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.