Morgunblaðið - 04.05.1986, Side 42

Morgunblaðið - 04.05.1986, Side 42
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAl 1986 Minning — Jóhanna Z. Henriksdóttir Fædd 6. apríl 1906 Dáin 26. apríl 1986 I örfáum orðum langar mig að minnast Jóhönnu Zoega, hennar Hönnu frænku, en hún andaðist hér í Reykjavík 26. apríl sl. eftir nokk- urra mánaða sjúkralegu. Hún var borinn og barnfæddur Reykvíkingur, fædd 6. apríl 1906 og því nýlega orðin áttræð er hún lést. Foreldrar hennar voru Guðrún Bjömsdóttir og Henrik Erlendsson, sem lengi var læknir á Hornafirði. Einn albróður átti hún, Henrik, en hann lést á sviplegan hátt tveggja ára. Um þann atburð orti Einar H. Kvaran fallegt ljóð: „Ég veit um systkin.“ Hanna ólst upp á Laugavegi 52 hjá móður sinni og sjúpföður, Kristjáni Benediktssyni, trésmið, ásamt tveimur hálfsystkinum sín- um, þeim Sigurlaugu, sem lést 1934, og Axel Reinhold, sem lengi vann hjá Reykjavíkurborg. Á heim- ilinu var líka amma Hönnu og al- nafna, Jóhanna Zoéga og var mjög kært á með þeim. Tveimur húsum frá bjó svo móðursystir Hönnu, Elín Zoéga, og fjölskylda hennar og var mikill samgangur þar á milli. Jóhanna nam við Kvennaskólann í Reykjavík, en stundaði síðan af- greiðslustörf þar til hún giftist Sigurði Einarssyni árið 1931. Sig- urður var verslunarmaður um margra áratuga skeið hjá VBK á Vesturgötunni. Þau Hanna og Siggi bjuggu fyrst á Ránargötunni en árið 1943 fluttu þau á Hringbraut 43 og bjuggu þar alla tíð síðan. Sigurð- urandaðist 1976. Þau hjónin eignuðust þrjá syni: Björn verslunarmann, f. 1932, en hann lést 1980, Einar kjötiðnaðar- mann, f. 1938, kvæntan Nönnu Haraldsdóttur og Sigurð verslunar- mann, f. 1941, kvæntan Magnínu Sveinsdóttur. Bamabömin eru 12 og bamabarnabömin eru orðin 9. Meðan synirnir voru litlir dvaldi Hanna í mörg sumur með þá í sumarbústað móðursystur sinnar, Elínar, og fjölskyldu hennar uppi í Fitjakoti á Kjalamesi. Þar dvaldi einnig móðir mín, sem var sonar- dóttir Elínar. Það var ávallt kært með þeim frænkum. Þegar synimir voru uppkomnir fór Hanna aftur út á vinnumarkaðinn í nokkur ár, lengst af hjá Versluninni Rósu í Uppsalakjallaranum. Hanna var gestrisin heim að sækja og minnist ég rausnarlegra jólaboða á Hringbrautinni þegar ég var lítil telpa. Hún veitti höfðing- lega og hópurinn var stór sem þangað kom. Hanna var ekki há í lofti en hún hafði mikið og gott hjarta. Hún mátti ekkert aumt sjá og var ávallt boðin og búin að rétta hjálparhönd, jafnvel þótt það gengi þvert gegn hennar eigin hag. Hún var líka trúrækin og tók virkan þátt í safnaðarstarfí Neskirkju meðan starfsorkan hélst. Henni þótti vænt um það þegar sóknarpresturinn leit inn hjá sér. Hann hafði yndi af góðri tónlist. Hún spilaði á píanó og fór oft á tónleika, var m.a. fastagestur á tónleikum Tónlistarfélagsins. Hún var mikil sjálfstæðiskona, var meðal stofnenda sjálfstæðiskvennafélags- ins Hvatar og tók alla tíð virkan þátt í starfi þess og var í stjóm félagsins í nokkur ár. Hún var oft fulltrúi á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins og fáar Varðarferðir fóru fram hjá þeim Hönnu og Sigga á ámm áður. Hjónaband þeirra var mjög gott og var það henni mikið áfall þegar hann lést og ekki síður þegar hún missti elsta son sinn nokkmm ámm síðar. Upp frá því bjó hún ein í íbúð sinni og hafði lítið að gera. Synimir vom fluttir að heiman, bamabömin flest komin á fullorðinsár og skörð farin að myndast í vinahópinn. Þá tóku minningarnar við, sumrin í Fitjakoti, ferðalög um landið á hestum, myndaalbúm með öilum t Útför móður okkar, UNNAR SVEINSDÓTTUR frá Seyðisfirði, er lést í Hrafnistu, Hafnarfirði, 28. april sl., verður gerð frá Garða- kirkju þriðjudaginn 6. maí nk. kl. 13.30 síðdegis. Við minnum á heilsugæslusjóð Hrafnistu. Edda Snorradóttir, Sveinn Snorrason. t Móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA G. HANSEN, Bergþórugötu 16, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 6. maí kl. 15.00. Ásta G. H. Scobie, Griffith Scobie, Guðbjörg S. H. Petersen, Emil Petersen, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, GUÐJÓN MAGNÚSSON, Hliðargötu 28, Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Norðfjaröarkirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 2. Erla Gunnarsdóttir börn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA M. NIELSDÓTTIR Ijósmóðir, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 4. mai kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Samtök Alzheimersjúklinga Reykjavíkurdeild Rauða krossins veitir framlögum móttöku, eða Samtök um Kvennaat- hvarf á Vesturgötu 3, Hlaðvarpanum. Edda Niels, Bergsteinn Stefánsson, Sigrún Rósa Bergsteinsdóttir, Helga Marin Bergsteinsdóttir, Hulda Kristinsdóttir, Þórdis Guðmundsdóttir, Auöur Eir Guðmundsdóttir, Helgi Gestsson, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Vigdís Sigtryggsdóttir, Helga Kristin Guðmundsdóttir, Stefán Sigurðsson og barnabarnabörn. t Pökkum af alhug auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, HELGU ERNU ANDERSEN, Nökkvavogi 30. Jakob Bjarnason, Hulda Jakobsdóttir, Hallfri'ður Bjarnadóttir, Agnar Bjarnason, Kristrún Guðmundsdóttir, Ellen Bjarnadóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Alma Leifsson, börn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýju við andlát og útför sambýlis- manns míns, fööurokkar, tengdaföðurog afa, SIGURBJÖRNS G. ÁRNASONAR frá Landakoti, Sandgerði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og læknum á gjörgæslu- deild Borgarspítalans. Kornilía Jóhannsdóttir, Arndís Sigurbjörnsdóttir, Hallgrímur Marinósson, Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Þorgeirsson, Valdimar Sigurbjörnsson, Gitte Christensen og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýjg við fráfall MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Mýrarkoti, Grímsnesi, Ártúni 13, Selfossi. Kistjana Sigmundsdóttir, Þoriákur H. Helgason, Margrét Guðmundsdóttir, Sigmundur Bergur Magnússon Helgi E. B. Þórðarson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö við andlát og útför eigin- konu minnar, móður minnar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR EYJÓLFSDÓTTUR, Krókahrauni 4, Hafnarfirði. Siguröur Alexandersson, Hilmar Harðarson, Kristín Pétursdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýju við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS ÁGÚSTSSONAR. Þórunn Sigurðardóttir, Helga Einarsdóttir, Daníel Sigurðsson, Erna Einarsdóttir, Jens R. Ingólfsson, Sigurður Einarsson, barnabörn og aðrir vandamenn. t Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föðurogafa, SIGURÐAR JÓNSSONAR, Melabraut 57. Sérstakar þakkir til starfsfólks og laekna deild 1A Landakotsspít- ala fyrir góða umönnun. Ásta Gunnsteinsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Ómar Bjarnason, Gunnsteinn Sigurðsson, Guðbjörg Jóna Hermannsdóttir og barnabörn. gömlu myndunum, gamli tíminn í Reykjavík þar sem hún þekkti hvert hús og oftast íbúa þess líka. Og núna er hún líka horfin, einn af þessum ósviknu Reykvíkingum, sem sáu bæinn breytast úr þyrping- um umhverfís Lækinn í stórborg, sem teygir anga sína langt út fyrir þau svæði, sem þóttu boðleg til heilsdags beijaferðar þegar hún var ung. Um leið og við móðir mín kveðj- um Hönnu frænku viljum við þakka henni fyrir allar ánægjulegar stund- imar. Við sem eftir erum minnumst hennar með söknuði en vitum jafn- framt að hún er nú meðal þeirra sem hún hefur saknað mest. Guð blessi minninguna um góða konu. Erla Elín Jóhanna Zoéga Henriksdóttir lést á Elliheimilinu Grund laugar- daginn 26. apríl sl., eftir erfíða sjúk- dómslegu. Hún verður jarðsungin frá Neskirkju nk. mánudag kl. 15.00. Jóhanna fæddist í Reykjavík 6. apríl 1906 og var því ný orðin 80 ára er hún lést. Foreldrar hennar voru Guðrún Þórunn Björnsdóttir og Henrik Erlendsson, læknir. Jóhanna ólst upp í Reykjavík hjá móður sinni og ömmu. Eftir að skólagöngu lauk með prófí frá Kvennaskólanum lá lífs- starf hennar fyrir, það að verða húsmóðir hér í Reykjavík. Hún giftist 1931 Sigurði Einarssyni, versl.m., sem lengst af vann við ritfangaverslun Bjöms Kristjáns- sonar á Vesturgötu, eða meðan heilsa hans leyfði, en hann lést 1976 eftir nokkra vanheilsu. Þau hjónin eignuðust 3 syni, em tveir þeira á lífí, Einar, kjötiðnaðarmeist- ari og kennari í Iðnskólanum, og Sigurður, verslunarmaður. Élsti sonur þeirra, Bjöm, lést fyrir all mörgum ámm í blóma lífsins, var þáð þungbær raun fyrir hana. Þau Jóhanna og Sigurður áttu fagurt og gott heimili á Hringbraut 43, þar sem þau bjuggu lengst af. Jóhanna var líka fyrirmyndar hús- móðir og móðir, eins og allt bar vott um sem hún tók sér fyrir hendur. Hún tók nokkurn þátt í félagsstörfum, einkum var henni hugleikin starfsemi safnaðarfélags Neskirkju. Jóhanna var einstaklega Ijúf og hæglát kona, gott var að koma til þeirra, þau vom bæði gestrisin og skemmtileg heim að sækja. Eftir að heilsu Sigurðar fór að hraka, naut hann einstakrar umhyggju Jóhönnu konu sinnar og styrks til hins síðasta. Eftir fráfall Sigurðar fór heiisu hennar að hraka smá saman, en hún bjó lengi ein í íbúð sinni á Hringbraut 43, eða þar til á síðasta ári að hún vistaðist á Dvalarheimilið Ás í Hveragerði og nú síðast að Ellih. Gmnd, en á báðum þessum stöðum naut hún ágætrar umönn- unar. Ég minnist Jóhönnu, þessarar góðu konu, með söknuði og færi sonum hennar, barnabörnum og tengdafólki samúðarkveðjur og bið þess að hin mæta kona megi eiga góða heimkomu. Guðrún Haraldsdóttir Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróðrarstöð viö Hagkaup, simi 82895.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.