Morgunblaðið - 04.05.1986, Síða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986
ÞIMGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Upphaf þjóð-
ríkis á Islandi
„Alþingi íslendinga er í senn elzta stofnun þjóðarinnar og sú æðsta.
Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930 og markar sá atburður
upphaf þjóðríkis á íslandi. Með stofnun þess hefst óslitinn megin-
þráður í sögu íslenzku þjóðarinnar og Alþingi er homsteinn stjórn-
skipunarinnar.
Samkvæmt stjóraarskrá lýðveldisins fer Alþingi, ásamt forseta
íslands, með eina hinna þriggja greina ríkisvaldsins, löggjafarvaldið.
Það leiðir af þingræðisreglunni að ríkisstjóra starfar í umboði
Alþingis. Auk þess fer Alþingi með fjárstjórnarvaldið svo að áhrif
þess á framkvæmdavaldið eru mikil. Enn fremur kýs Alþingi mikil-
vægar stjórnir og nefndir á vegum ríkisins.
Alþingi er sá vettvangur þar sem fram fer þýðingarmesta stjóra-
málaumræðan í landinu."
Þannig hefst kynningarrit (bæklingur) um sögu og störf Alþingis,
sem skrifstofa Alþingis hefur tekið saman. Höfundur sögulegs efnis
er Einar Laxness. Hönnun annaðist Auglýsingastofa Olafs Steph-
ensen. Ljósmyndir er prýða ritlinginn eru frá Stúdíó 28, Kristjóni
Haraldssyni og fleirum.
Alþingi þjóðveldisaldar
Fyrsti hluti kynningarbæklingsins
um Alþingi fjallar um sögu þess.
Hann er kaflaskiptur: 1) Á þjóðveld-
isöld, 2) Á tíma konungsvalds til
1800, 3) Tímabilið 1800-1845, 4)
Alþingi — Ráðgjafarþing
1845—1874 og 5) Alþingi — Lög-
gjafarþing frá 1874.
I fyrsta kaflanum segir m.a.:
„Alþingi var allsherjarþing ís-
lenzku þjóðarinnar þar sem æðstu
höfðingjar hennar, goðamir, komu
saman til fundar til að vinna að
löggjafarstörfum og kveða upp
dóma. Auk þess var öllum fijálsum
mönnum og ósekum heimilt að
koma þangað, enda varð oft fjöl-
mennt á Alþingi. Þangað sóttu, auk
goða og þingfararkaupsbænda, er-
indrekar konunga, málsaðilar,
kaupmenn, iðnaðarmenn, sagnaþul-
ir og ýmsir ferðalangar sem gert
höfðu víðreist og kunnu frá mörgu
að segja."
Þar segir og að miðstöð hins
foma þinghalds hafi verið á Lög-
bergi. Þar átti lögsögumaður
ákveðið sæti, en hann var æðsti
maður þingsins, eini veraldlegi
embættismaður þjóðveldisins.
„Á Lögbergi voru fluttar ræður
í mikilvægum málum. Þaðan fóru
Lögrétta og dómar til starfa og þar
fór fram þinghelgun (þingsetning)
og þinglausnir. Talið er að Lögberg
hafi verið á eystri bakka (lægri
gjárvegg) Almannagjár inn af
Hamraskarði. Þar kom Alþingi
saman til funda er haldin var
þriggja daga hátið 1930 til að
minnast þúsund ára afmælis þess.“
„Lögrétta var æðsta stofnun
Alþingis hins foma, háð undir beru
lofti, skipuð 39 goðum auk níu
uppbótargoða (forráðsgoða), alls 48
goðum, sem sátu á hringpalli Lög-
réttu ásamt lögréttumanni."
Lögþing — Öxarárþing
Síðan segir frá breyttum störfum
Alþingis frá og með Gamla sátt-
mála, 1261—1264, er íslendingar
gengu Noregskonungi á hönd. Þá
vóru nýjar lögbækur lögteknar,
Jámsíða 1271 og Jónsbók 1281.
„Þar með var stjómskipun þjóðveld-
isins afnumin og goðorðaskipanin
hvarf úr sögunni. Framkvæmdar-
vald komst í hendur konungs og
umboðsmanns hans, hirðstjóra og
sýslumanna. Alþingi hélt áfram
störfum á Þingvöllum í breyttri
mynd, oft kallað lögþing eða Öxar-
árþing. Aðalstofnun þess var sem
fyrr Lögrétta með 36 lögréttumönn-
um og hafði hún löggjafarvald
ásamt konungi, þ.e. lög sem Lög-
rétta setti urðu að hljóta samþykki
konungs, en hefði konungur frum-
kvæði varð Alþingi að veita sam-
þykki sitt. I stað Iögsögumanns
komu tveir lögmenn."
Undir lok 14. aldar færðist kon-
ungsvald yfir Noregi og Islandi til
Danmerkur. Með einveldistöku
Smekklegt
heimildarrit
um Alþingi
konungs í Danmörku og síðan á
íslandi (Kópavogsfundur 1662)
afsöluðu Islendingar sér því sem
eftir var sjálfsstjómar þeirra í
hendur konungs. Löggjafarstarf
þingsins hélt þó áfram að einhveiju
marki fram í lok 17. aldar. Eftir
það var Alþingi nær eingöngu dóm-
stóll til 1800.
Landsyfirréttur og ráð-
gjafarþing
Við störfum Alþingis tók lands-
yfirréttur, sem stofnaður var með
konungstilskipan árið 1800. Kom
hann í stað lögþings og yfírdóms
og sat í Reykjavík. Rétturinn starf-
aði til ársins 1920 er Hæstiréttur
Islands var stofnaður og varð jafn-
framt æðsti dómstóll landsins.
Bæklingur sá, sem hér er sagt
frá, rekur síðan endurreisn Alþingis
sem ráðgjafarþings, en fyrstu kosn-
ingar til þess fóru fram 1844. Það
var skipað 20 þjóðkjömum þing-
mönnum, einum úr hverri sýslu og
einum úr Reykjavík, auk sex kon-
ungkjörinna þingmanna (tveggja
andlegrar stéttar og fjögurra ver-
aldlegrar).
„Alþingi var á þessu tímabili (til
1874) einungis konungi til ráðgjaf-
ar en hafði ekki löggjafarvald."
Engu að síður var „endurreisn
Alþingis merkur áfangi fyrir íslend-
inga. Það var mikilvægur vettvang-
ur þjóðmálaumræðu og kom fram
ýmsum endurbótum á löggjöf og
landsstjóm. Frá upphafi var Jón
Sigurðsson, alþingismaður Isfirð-
inga, fomstumaður þingsins og
lengstum forseti þess meðan hans
naut við.“
Lög'gjafarþing frá 1874
„Með stjórnarskránni 1874 hlaut
Alþingi löggjafarvald í íslenzkum
sérmálum ásamt konungi, svo og
fjárveitingarvald með stofnun
landssjóðs. Konungur hafði vald til
að stöðva setningu laga og hindraði
hann þannig oft að lagafrumvörp,
Neðantaldir rútubílar eru tii sölu
1. Mersedes Benz árg. 1974. 2. Mersedes Benz árg. 1978.
38 sæta aldrifsbíll (trukkur). 41 sæta bíll I mjög góðu ásigkomulagi.
Allur mikið yfirfarinn.
3. B. Leyland (Seddon) árg. 1972. 4. Scanía Vabis árg. 1969.
49 sæta traustur bíll. 47 sæta góður og duglegur bíll.
Góð greiðslukjör eða hugsanleg skipti möguleg.
Uppl. í símum 96-26922, 96-25000, 96-25168. SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR
Rangæingar — Rangæingar
Rangæingafélagið Reykjavík heldur aðalfund að
Hallveigarstöðum, miðvikudaginn 7. maí nk. og
hefst hann kl. 20.30. Dagskrá skv. félagslögum.
Stjórnin.
Þessi glæsilegi BMW 728i
ertil sölu
Alvöru bíll úr 700 seríunni '79 módel með '80 útlit.
Ekinn 120 þ. Þessi bíll er sem nýr. Verð 570 þ.
en mjög góður staðgreiðsluafsláttur. Allar upplýs-
ingar í síma 68-77-87.