Morgunblaðið - 04.05.1986, Page 60

Morgunblaðið - 04.05.1986, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. M AÍ1986 Hver laxafjölskylda hefur sitt arfgenga lyktarefni i Blöndun við aðrar ættir skemmir ratvísina „Ratvísin er erfðabundin og tengd ákveðnum stofnum. Ef ég værí íslendingur og hygðist setja upp eldisstöð, þá mundi ég byggja á einum stofni og það stofni frá þessum sama stað. Ekki sækja hann annað,“ útskýrír Hans Nordeng. Hafstraumarnir í Norður-Atlantshafi, en þar ganga laxar frá ám i Sviþjóð, Noregi, Rússlandi, íslandi, Grænlandi, Kanada o.s.frv. Má af þessu sjá hve fint kerfið er svo að hver lax ratar til síns heima, upp i sína á og það á sinn ákveðna stað i ánni til að hrygna. Með blöndun yrði þetta cin allsherjar f iskisúpa. Ratvísi laxins, að hann skilar sér til heimkynna sinna til að hrygna eftir að hafa dvalið úti í hinu stóra hafi, er eitt af undrum náttúrunnar, sem mönnum hefur gengið illa að skilja og skýra. Nú er komið í ljós við nýjustu rannsóknir að það er laxinn sjálfur sem gefur frá sér efni og dreifir á leið sinni til að geta ratað eftir því heim, rétt eins og Hans og Gréta dreifðu brauðmolunum og ætluðu að hafa þá sem staksteina til að rata eftir til baka. Ekki er það síður afdrifaríkt að komið er í ljós að ratvísin er tengd erfðum. Hver laxafjölskylda hefur sína efnasamsetningu, sem hún ein fylgir heim í sína á og meira að segja að sínu ættarsetri í þeirri ákveðnu á. Með 18 ára rannsóknum hefur norski líffræðing- urinn Hans Nordeng frá Oslóarháskóla fundið og fært rök fyrir þessari kenningu sem er orðin viðurkennd víðast hvar. Sem gestur Landssambands stangveiði- manna á ráðstefnu á Hótel Loft- leiðum sl. helgi kynnti hann þessar niðurstöður. Og þar kom einnig fram að hinar nýju rannsóknamið- urstöður sýna að ekki má blanda saman stofnum, hvorki með vilja né óvart. Ef framandi fiski er blandað í stofn sljóvgast og eyði- leggjast eiginleikar stofnsins og ratvísihæfileikar sem stjórnast af ferómónum. Þá fer fyrir laxinum eins og Hans og Grétu eftir að fuglamir átu brauðið þeirra, að þau rötuðu ekki heim og lentu í noma- höndum. Þessi nýja vitneskja er ekki svo lítið mikilvæg fyrir okkur Islend- inga, sem emm að fara af stað með líklega um 70 fískeldisstöðvar nú þegar og varla nokkur brúkleg strönd þar sem ekki em a.m.k. hugmyndir um fiskéldi af ýmsu tagi, með hafbeit eða kvíaeldi, og með seiðaeldi til dreifingar milli ánna og til útlanda. Og ekki síður fyrir Norðmenn, þar sem tvær milljónir flækingslaxa hafa þegar sloppið úr eldiskvíum og blandast saman við aðra stofna, auk þess sem menn blanda óspart saman stofnum úr mismunandi ám. Em þeir þegar bytjaðir að bregðast við þessari nýju vitneskju um hættu og gengu í gildi reglur í Noregi 1. janúar sl., sem banna alla haf- beit og sleppingar laxfíska í þar- lendar ár nema því aðeins að hinn sleppti fiskur sé samstofna fiskum á staðnum. Um þessar nýju kenningar og viðbrögð við þeim ræddi blaða- maður Morgunblaðsins við Hans Nordeng. Rannsóknir sínar hóf hann með aðstoð Ásu konu sinnar á árinu 1960 og þá á aldursgrein- ingu og lífsferli bleikju á Salang- en-vatnasvæðinu í Noregi, sem leiddi til þess að hann setti fram kenningu um ratvísi fiska. Að það sé lykt sem bleikjan gefur frá sér, sem hjálpar henni til að rata aftur upp í ána. Þá strax veitti Hans Nordeng því athygli að áður en öll seiðin sem hann var að merkja vom komin niður og út í sjó vom þau fyrstu að koma aftur til baka. Gat þá þegar sýnt fram á að bleikj- an á leið í sjó merkti leiðina og þegar hún var komin út byijaði sú sem var úti að rekja sig eftir sömu leið til baka. Að 4 vikum liðnum tóku fiskamir að mætast, þeir sem vom á leið út og hinir á leið heim. En hjá bleikju og urriða verður allt ferlið á sama ári. Fisk- urinn heldur til hafs á vori og kemur aftur upp í ána næsta haust. Laxinn hins vegar er a.m.k. eitt ár í sjó áður en hann snýr til baka í ána, en sama ferðamynstrið reyndist samt hjá honum. Því má skjóta hér inn í að jafnframt sýndi Hans Nordeng fram á með eldistil- raunum að dvergvaxin smábleikja og stærri fiskurinn af þessu sama Salangen-vatnasvæði er einn og sami fískstofninn, þrátt fyrir mis- munandi útlit. Ratvísi laxins erfðabundin og tengd vissum stofnum Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um ratvísi laxins, sem finnur leiðina heim og ekki aðeins heim í ána sína, heldur líka heim á þann stað í ánni þaðan sem hann er, jafnvel þótt hann sé búinn að vera 2—3 ár úti í sjó. Hans Norden benti á elstu rituðu heim- ildir um ratvísi laxins, sem eru frá árinu 1599, frá norska prestin- um Peter Clausen Friis. Þá höfðu menn iengi vitað að laxinn hélt sig í norðurhöfum og vissu þá þegar að hver lax fann leiðina heim. En hvemig átti hann að geta vitað hvenær hann átti af leggja af stað, í hvaða átt og hvernig að þekkja rétta staðinn? Til þess þurfti guðlega forsjá. Þess vegna trúðu menn því að Guðlax- inn hefði fengið sérstaka hæfileika og leiddi hina laxana heim. Sama væri með síldina, sem líka hefði sinn kóng yfir sér, er leiddi hana úr síldargarðinum mikla við ísland og það var Síldarkóngurinn, sem er mjög sjaldgæfur fiskur. Og Hans Nordeng segir að þá þegar hafi þeir séð ferli laxfiskanna alveg rétt. Menn sáu að þeir veiddu Guðlaxinn á sama tíma og með hinum og þessi stóri fiskur var oft með ör eftir selabit, sem þeir skýrðu á þann hátt að hrausti foringinn væri að veija hina lax- ana. En til þess að skýring þeirra gæti staðist þurfti fomstufiskur- inn a.m.k. að vita hvar hann var staddur í hafinu alveg eins og í öllum öðmm kenningum sem á eftir komu. „Ef ég væri lax niðri í sjónum hvernig ætti ég þá að vita einn góðan veðurdag í hvaða átt ég ætti að fara, þegar ég veit ekki einu sinni hvar ég er?“, byijar Hans Nordeng skýringar sínar. „Nútímavísindamenn gripu til þess ráðs að leggja laxinum sjálfum til þá hæfileika sem forfeðurnir töldu foringjann hafa fengið frá guði. En hvernig á laxinn að geta stað- sett sig þegar hann er kynþroska, eftir langan tíma í sjó? Islenski laxinn við Grænland og norski laxinn langt norður í höfum eru báðir í skammdegismyrkri, hríð og miklum sjógangi með háum öldum. Jafnvel þótt laxinn viti hvar hann er þá sér hann ekki sólina og getur ekki nýtt sér hana, eins og kanadískir vísindamenn bentu á. Enda er sú kenning alveg niður kveðin af öllum vísinda- mönnum nema fáum sértrúar- mönnum. Var endi bundinn á það á prenti 1968. Þá höfðu komið fram kenningar um að þarna kæmi til lyktin af heimaslóðum, af jarð- veginum, jurtum og dýrum. En til þess þurfti þessi lykt að geta komist út til fisksins á réttri stundu eftir allan þennan tíma. Og að auki eru víða nákvæmlega sömu efnin á árbotninum á hinum ýmsu stöðum í ánum, en laxinn fer rakleiðis upp ána og á það svæði þar sem heimkynni hans voru. I þessum kenningum var alltaf gert ráð fyrir tvenns konar ferðamáta, einum sem nýttist laxinum í úthafinu og öðrum sem tæki við þegar hann væri búinn að finna landgrunnið og þyrfti að gera upp á milli einstakra áa. En allir voru sammála um að það séu lyktarfrumurnar sem skipta sköp- um. Því var slegið föstu af Kan- adamanninum Hassler árið 1955. En hvaða efni eða efnasamsetn- ingar eru það sem leiða laxinn heim? Því hafði enginn getað sleg- ið föstu fram að þessu. Það eina sem hægt var að sjá að væri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.