Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 64
Davíð Oddsson Safnast hefur hlutafé Reynt við reiðhjólaþrautir Morgunblaðið/ Ami Sæberg Hin árlega keppni grunnskólanemenda 1 Reykjavik í reiðhjólaþrautum hófst vid Austurbæjarskólann í gærmorgun. Einbeitingin skein úr svip keppenda, er þeir reyndu við hverja þrautina eftir aðra. Davíð Oddsson svarar lesendum Morgunblaðsins DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á fram- boðslista sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, sem fram fara 31. maí næst- komndi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosninganna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjómar blaðsins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyrir borgarstjóra, sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spumingar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, ritstjóm Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er, að nafn og heimilisfang spyij- anda komi frami. Arnarflug: Afleiðing söngvakeppninnar: Óperusýning felld niður HÆTT var við sýningu á óper- unni II Trovatore hjá íslensku óperunni í gærkvöld. Astæðan: Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, sem sýnd var í beinni útsendingu í sjónvarpi í gærkvöld. Svo margir væntanlegir gestir á ópemsýninguna höfðu skilað mið- um sínum, til að missa ekki af úr- slitum söngvakeppninnar, að ákveðið var að fella sýninguna niður. fyrir áttatíu milljónir LOFORÐ hafa fengist fyrir 80 milljón króna hlutafjáraukningu í Arnarflugi frá um 40 aðilum og standa vonir til að fljótlega takist að koma tölunni upp í 97 milljónir króna, að sögn Guðlaugs Berg- mann eiganda Karnabæjar, en þeirri upphæð þarf að ná til að ríkis- stjórnin gangi í ábyrgð fyrir 2,5 milljón dollara láni tU fyrirtækisins. „Það er engin spuming að við náum þessum 97 milljónum. Þegar hafa um 40 aðilar ákveðið að leggja fram hlutafé, en auk þess hafa fjölmargir aðrir tekið málið til mjög jákvæðrar athugunar og sumir eiga nánast aðeins eftir að nefna upp- hæð. Það hefur því tekist að mynda sterka breiðfylkingu einkaaðila um að styrkja fyrirtækið og tryggja þannig eðlilega samkeppni í fluginu. Þessi hlutafjársöfnun er í sjálfu sér sögulegur viðburður; fram til þessa hefur allt meiri háttar fram- kvæmdafé komið frá ríkinu eða stórum einkaðilum, en í þessu til- felli sameinast margir einkaðilar um að lyfta grettistaki með því að leggja fram hver um sig tiltölulega lága upphæð. Það er skilyrði í þessari hlutafjáröflun, að enginn einn aðili leggi fram verulega háa upphæð. Þetta er gert til að tryggja að einn eða fáir aðilar geti ekki náð yfirburðastöðu í stjórn fyrirtækis- ins, því það hefur aldrei verið hugmyndin með hluta^áraukning- unni,“ sagði Guðlaugur Bergmann. Meðal þeirra aðila sem þegar hafa gefíð hlutafjárloforð eru eftir- taldir: Ferðaskrifstofumar Sam- vinnuferðir/Landsýn, Atlantic og Terra, Hótel Holt og Hótei Saga, útgáfustjórar DV, Hörður Einars- son og Sveinn R. Eyjólfsson, Magn- ús Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍF, Kamabær, Vífílfell, Helgi Þór Jónsson verktaki, Hollywcxid, Broadway, Hótel Borg, Blómaval, Henson, Faco, Hótel Óðinsvé, heild- verslunin Forval, Hjólbarðaverk- stæði vesturbæjar, KR-sumarhús, Steinar hf., Verslunin 17, Ágúst Ármann, heildverslun, Bílaleigan Vík, Karl Steingrímsson, Jóhann Bergþórsson og félagar hans hjá Hagvirki, Hreyfill, G. Ólafsson, Rækjuver og Gunnar Eggertsson hf. „Ættingjar okkar £engu frétt- imar fyrst frá Islandi“ „ÞEGAR við hríngdum til Póllands á mánudagskvöldið var þar ekkert vitað um siysið. Við vorum fyrst til að segja foreldrum mínum fréttimar. Það var ekki fyrr en á þríðjudaginn að smá- klausa kom í blöðunum og samkvæmt henni var ekkert alvarlegt á ferðinni. En um miðja nótt, aðfaranótt miðviku- dagsins er baríð upp i flestum húsum í borginni og er þá búið að gefa fyrirskip- un um að öllum bömum og ófrískum konum skyldi gefið joð, til að fyrír- byggja skaða vegna geislunar," segir Jolanta P. Guðjónsson, pólsk kona, sem búsett er hér á landi og gift Steinarí Guðjónssyni. Þau eiga tvö börn. Jolanta er ákaflega áhyggjufull út af foreldrum sínum og öðrum ættingjum, sem búsettir eru í borginni Bialystok í austur- hluta Póllands. Borgin er um 500 km frá Kiev í Sovétríkjunum. Skammt fyrir norðan Kiev er Chemobyl-kjamorkuverið, en þar varð alvarleg bilun í kjamakljúf síðasta laugardag með þeim afleiðingum að óhemj- umikið af geislavirkum efnum streymdi út í andrúmsloftið. Geislunin hefur síðan dreifst út yfir Evrópu, sérstaklega hafa ríki — segja Pólverjar búsettir hér, aðspurðir um geislavirkni í heimalandi þeirra í Austur-Evrópu og Skandinavíu orðið fyrir mikilli geislun. Morgunblaðið hafði sainband við tvo Pólveija sem búsettir em hér á landi, Jo- löntu P. Guðjónsson og Witek Bogdanski, sem starfar hjá Eimskip, en hann er frá Gdansk. Þau hafa bæði verið í stöðugu símasambandi við ættingja sína í Póllandi frá því að fréttir bámst fyrst af slysinu í Sovétríkjunum. Ástandið er sérstaklega slæmt í Bialy- stok, en þar búa um 250.000 manns og em iðnaður og vinnsla landbúnaðarafurða helstu atvinnuvegimir. Að sögn Jolöntu er grænmeti undirstaða í fæðu fólks á þessum slóðum, eins og raunar víða í Póllandi. „Ástandið var ekki gott fyrir þetta slys, t.d. var skömmtun á kjötmeti, þannig að hver maður fékk að kaupa gegn skömmtun- armiðum tvö og hálft kfló á mánuði. Nú hefur fólki verið ráðlagt að borða ekki grænmeti, smjör, egg, ost og mjólk," segir Jolanta. „Yfirvöld hafa sagt að vatn væri ekki geislavirkt og óhætt til drykkjar, en fólk trúir því mátulega, vegna þess að vatnið á þessum slóðum er að hluta yfir- borðsvatn. Í sjónvarpi var sagt að ástandið væri ekki alvarlegt og reynt að gera eins lítið úr því og unnt var. Ég held þó að undir niðri sé mikil hræðsla, sérstaklega vegna bama. Eitthvað hlýtur þó að vera að, þegar yfír- völd skipa svo fyrir, að borgarbúar séu vaktir upp um miðja nótt til að gefa þeim joðtöflur." „Þegar fréttin barst um geislavirknina þusti fólk í verslanir og verslaði eins og það mögulega gat, rétt eins og matvæla- skortur væri yfírvofandi," sagði Witek Bogdanski, starfsmaður hjá Eimskip. Hann er frá Gdansk og á þar ættingja sína. „Það sem fólk er óánægt með er fyrst og fremst það, að engin aðvömn var gefm út vegna yfirvofandi geislavirkni. Böm fengu að halda áfram að leika sér utan dyra og tína upp í sig jarðarber, sem nú eru óðum að þroskast í Póllandi. Þetta er mjög alvarlegt, því geislunin er mest niðri við jörðina, og nú má ekki borða græn- meti, ávexti og jafnvel mjólk, en hún fæst ekki frekar en smjör þessa dagana. Í öðm lagi hefur fólk ekki fengið neinar tæknilegar upplýsingar um eðli geislunar- innar, jafnvel hvað geislun er. Móðir mín vill nú lítið gera úr þessu, ég veit þó að það er vegna þess, að hún vill ekki valda okkur ótta. Mér var sagt að einhver sérfræðingurinn hafi komið fram í sjónvarpinu og reynt að róa landsmenn, sagt að þetta væri nú ekkert mál, varla meira en svo að reykja eina sígarettu á dag. Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Geislun er hætta sem við þekkjum svo lítið, þetta er ósýnileg ógn. Ég er hræddur um að enn sé ekki öll sagan sögð.“ Bogdanski var spurður að því, hvaða afleiðingar geislunin geti haft á matvæla- framleiðslu í Póllandi. „Ég gæti spurt þig að þessu sama. Ég veit alls ekki hvað verður. Hins vegar er Ijóst, að sé grænmeti geislavirkt, mjólk og mjólkurafurðir hlýtur kjötið að verða geisla- virkt og þar af leiðandi óhæft til manneld- is. Ég vil hins vegar ekki hugsa þessa hugsun til enda.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.