Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 99. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 7. MAI1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kjarnorkuverið í Chernobyl: Brottflutninffur fólks hófst fyrst 36 tímum eftir slysið Moskvu, Briissel, Bonn, Vínarborg. AP. SOVÉSKIR verkamenn í Chernobyl-kjarnorkuverinu vanmátu hversu alvarlegt slysið var þar, að sögn háttsettra sovéskra embættismanna í kjarnorkumálum á fundi með fréttamönnum í Moskvu í gær. Jafnframt kom fram að brottflutningur fólks af svæðinu umhverfis verið hófst ekki fyrr en 36 klukkustund- um eftir að slysið varð. Lagt hefur verið til í framkvæmda- ráði Evrópubandalagsins að banna innflutning á matvöru frá sex ríkjum Austur-Evrópu og er búist við ákvörðun þar að lútandi síðar í vikunni. Boris V. Shcherbina, aðstoðar- forsætisráðherra og yfírmaður nefndar, sem hefur rannsókn slyss- ins með höndum, sagði, að það hefði átt sér stað skömmu fýrir miðnætti að íslenskum tíma föstu- daginn 25. apríl. Stjómskipuð nefnd hefði þegar verið sett á laggimar og hefðu meðlimir henn- ar verið komnir til kjamorkuvers- ins fáum klukkustundum eftir slys- ið og komist að raun um að þeir sem þar vom gerðu sér ekki fulla grein fyrir því sem var að gerast. Shcherbina sagði að rekja mætti orsakir slyssins „til margra sam- farandi mjög ólíklegra bilana, sem þar af leiðandi hefðu verið ófyrir- séðar.“ Hefði átt sér stað spreng- ing í kjarnaofninum og hefðu geislavirk efni komist út í and- rúmsloftið. Hafíst hefði verið handa um brottflutning fólks á hádegi sunnudaginn 27. aprfl, er ljóst var að geislavirknin nálgaðíst hættumörk. Andranik Y. Petrosy- ants, yfírmaður kjamorkunefndar Sovétríkjanna, sagði að eldurinn í kjamorkuverinu hefði verið slökkt- ur á einni og hálfri klukkustund eftir að hann kviknaði. Hann tiltók hins vegar ekki nánar hvaða eld hann ætti við, en að því er látið liggja í Prövdu, málgagni Komm- únistaflokksins, í fyrradag, að eldur kunni ennþá að vera í kjama- kljúfnum og við einhveija erfíð- leika sé að glíma með annan kjamakljúf í verinu. Leiðtogi bænda 5 Austurríki hefur gert kröfu til þess að bænd- um verði bættur sá skaði, sem þeir hafa orðið fyrir á framleiðslu sinni vegna geislavirks úrfellis. Mjólk hollenskra bænda, sem hlýddu ekki fyrirmælum um að beita ekki kúm sínum, hefur verið gerð upptæk. Reiðir ítalskir bænd- ur mótmæltu banni við sölu græn- metis, með því að dreifa því yfír þjóðveg á Suður-Ítalíu og stöðvað- ist umferð þar í þijár klukkustund- ir vegna þessa. Samþykkt hefur verið í Banda- ríkjunum að hraða rannsókn á öryggi í þeim fímm kjamorkuver- um þar í landi, sem eru án sérstakr- ar öryggishlífar úr stáli og stein- steypu umhverfís kjamakljúfanna. Vestur-þýskir embættismenn héldu því fram eftir fund með nán- um samstarfsmanni Mikhail S. Gorbachevs, leiðtoga Sovétríkj- anna, að Sovétmenn þegðu ennþá yfír mikilvægum upplýsingum varðandi slysið. Geislavirkni í lofti Vestur-Þýskalandi er nær því orðin eðlileg á ný, en hefur aukist í jarðvegi. Þá hafa Sovétmenn farið þess á leit við Vestur-Þjóðveija, að þeir láti þeim í té fjarstýrða vagna, sem geti nálgast kjama- kljúfinn til þess að hreinsa í kring- um hann. AP/Simamynd Andranik Petrosyants, yfirmað- ur kjamorkunefndar Sovétrílg- anna, á fundi með fréttamönnum ígær. Þyngsti hlutur í alheimi NewYork. AP. Stjörnufræðingar telja sig hafa í höndunum gögn um hlut, sem gæti verið sá þyngsti í heimi, þúsund til tíu þúsund sinnum þyngri en Vetrarbrautin. Hluturinn, sem frá jörðu séð sýnist vera í Ljónsmerkinu, er hídega miðja vegu milli jarðar og tveggja kvasa eða dulstima, sem eru í fimm milljarða ljósára fjarlægð frá jörðu. Dulstimi nefnast fyrirbæri, sem líkjast stjömum, en virðast miklu §ar- lægari og senda frá sér gífur- lega geislun. Vísindamenn hafa komist að raun um tilvist þessa hlutar vegna þyngdarafls hans, sem sveigir ljósgeisla sem stafa frá dulstimunum. Raunar telja vfs- indamenn að dulstimið sé aðeins eitt og hluturinn kljúfi geislana frá því. AP/Símaroynd Fundi leiðtoga iðnrikjanna lauk með sameiginlegum kvöldverði i boði Hirohitos Japanskeisara. Myndin er tekin skömmu áður en kvöldverðurinn hófst. Taliii frá vinstri: Anna Maria Craxi, eiginkona Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Reagan, eiginkona hans, Hirohito, Prancois Mitterand, forseti Frakklands, Helmut Kohl kanslari V-Þýskalands og eiginkona hans. Fyrrum forseti Alþjóðabankans gagnrýnir niðurstöður leiðtogafundarins í Tókýó; Fyrirheit en ekki raunhæfar aðgerðir Tókýó. AP. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Jacq- ues Delors, framkvæmdastjóri Evrópubandalagsins, lýstu bæði yfir þeirri skoðun sinni í gær, að leiðtogafundur iðn- ríkjanna í Japan hefði verið einn sá árangursríkasti, sem þau hefðu setið. Það er enda ástæða fyrir Thatcher að gleðjast, þar sem fréttaskýrendur telja að hún og Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, hafi náð fram flestu þvi sem þau vildu á fundinum. Nakasone, forsætisráðherra Japans, átti hins vegar mjög undir högg að sækja og tókst ekki að sannfæra leiðtoga hinna ríkjanna um nauðsyn þess að stöðva mikla hækkun japanska yensins á undanförnum mánuðum. Leiðtogamir gáfu út yfirlýsingu, þar sem heitið er að grípa til ráð- stafana til þess að draga úr gengis- sveiflum og jafnframt á að taka upp viðræður um endurskoðun heimsverzlunarinnar og alþjóða peningakerfisins. A.W. Clausen, fráfarandi forseti Alþjóðabankans, gagnrýndi iðnríkin hins vegar og sagði, að þau hefðu ekki staðið við gefín loforð um aukið frelsi í heims- verzluninni. Clausen tilgreindi hömlur Banda- ríkjamanna og annarra iðnaðar- þjóða við innflutningi á landbúnað- arvörum og vefnaðarvörum. „Heit- strengingar um að hætta verndar- stefnu og styðja fijálsari verzlun hafa komið fram aftur og aftur af hálfu iðnríkjanna," sagði Clausen. „Ég er ekki í nokkrum vafa um, að það, sem gert hefur verið nú á fundinum í Tókýó, er rétt,“ sagði hann ennfremur. „En þrátt fyrir fyrirheitin þar, þá stafar sú hætta af áframhaldandi hnignun GATT- samkomulagsins, að síðustu leifar alls skipulags í heimsverzluninni fari forgörðum." Það kom víðar fram í gær, að yfirlýsing fundarins í Tókýó væri mjög jákvæð, en hefði hins vegar ekki að geyma ákvarðanir um nein- ar raunhæfar aðgerðir, sem gætu orðið til þess að draga úr vandamál- um heimsverzlunarinnar. Það vakti þó talsverða athygli, að leiðtogamir viðurkenndu nú í fyrsta sinn form- lega, að útflutningsuppbætur á landbúnaðarvörur væru famar að spilla fyrir heimsverzluninni. Hétu þeir því að breyta stefnu sinni af þessum sökum, en skuldbundu sig samt ekki til þess að gripa til neihna ákveðinna umbóta. Sjá ennfremur frétt á bls. 22. Brasilía: Beinbruna- sóttarfar- aldur veld- ur áhyggjum - 350 þúsund manns hafa sýkst til þessa Rio de Janeiro, Brasilíu. AP. HÁLFT fjórða hundrað þúsund manns í Brasilíu hefur orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum beinbrunasótt (dengue), sem þarlend heilbrigðisyfirvöld héldu fram að hefði verið út- rýmt í borgum fyrir 30 árum. Ottast nú yfirvöld að sjúk- dómurinn ktmni að leiða til gulusóttarfaraldurs, sem er miklu alvarlegri sjúkdómur og dregur menn oft á tíðum til dauða, en sama tegund mosk- ítóflugna ber smit beggja sjúk- dómanna. Heilbrigðisfulltrúar segja að sjúkdómurinn sé ekki í rénun, raun- in sé sú að sums staðar í landinu sé hann ennþá í vexti. Ifyrst varð beinbrunasóttarinnar vart í febrú- armánuði í borginni Nova Iguacu, þar sem búa 1,7 milljónir manna og er í um 35 kflómetra fjarlægð frá Rio de Janeiro. Nú hefur sjúk- dómurinn náð þangað og einnig hefur nokkurra tilfella orðið vart í Sao Paulo, stærstu borg landsins, sem er í 430 kflómetra fjarlægð. Ekkert þekkt bóluefni er til gegn beinbrunasótt. Segja heilbrigðis- fulltrúar, að eina vonin til þess að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins sé að eyða lirfu moskítóflugunnar, Aedes Aegypti, sem ber sjúkdóm- inn. Er nú unnið að því. Flugan barst til Brasilíu frá Afríku á tímum þrælaverslunarinnar á 17. öld. Snemma á þessari öld var unnið mikið starf við að útrýma gulusótt og beinbrunasótt á þéttbýlissvæð- um og var talið að hefði tekist að komast fyrir þær á sjötta áratug þessarar aldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.