Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAI1986
da á efna-
nótum
Jóhanncs Nordal seðlabankastjóri.
átt við að glíma um mörg undan-
farin ár. Gagnger breyting hefur
hins vegar orðið varðandi þróun og
horfur í þessum efnum á fyrstu
mánuðum þessa árs. Annars vegar
hafa ytri skilyrði þjóðarbúskaparins
batnað verulega vegna bættra við-
skiptakjara, sem bæði er að þakka
hagstæðari verðþróun á útflutn-
ingsmörkuðum og mikilli lækkun
olíuverðs. Felst í þessu nálægt 5%
bati á viðskiptakjörum frá fyrra ári.
Hins vegar náðust í febrúar heildar-
samningar á vinnumarkaðnum,
ásamt samkomulagi um stöðugleika
í gengi og aðrar efnahagsráðstafan-
ir, sem þegar hefðu leitt tii snöggrar
breytingar á verðlagsþróun.
Miðað við breytingu á lánskjara-
vísitölu, hefur árshraði verðbólg-
unnar síðustu þijá mánuði farið
niður fyrir 11%, sem er þriðjungi
minna en þijá mánuði þar á undan.
Utlit er fyrir, að enn hægi á verð-
bólgu síðar á árinu, svo að hún
verði innan við 10% milli áramóta,
sem er minnsta árshækkun verð-
lags hér á landi síðan árið 1971.
Jafnframt er nú bæði útlit fyrir
meiri hagvöxt en á fyrra ári og
nálægt helmingi minni viðskipta-
halla. Þessari þróun fylgir einnig
hlutfallsleg lækkun á erlendri
skuldabyrði þjóðarinnar.
Allir íslendingar hljóta að hafa
ástæðu til þess að fagna þeirri
stefnubreytingu, sem hér hefur átt
sér stað og hagstæðari þróun þjóð-
arbúskaparins. Sú áleitna spurning
hlýtur þó að vakna, hvort hér sé
um að ræða meiri háttar þáttaskil
í efnahagsþróun hér á landi eftir
meira en áratug, sem einkennzt
hefur af svæsinni verðbólgu og
viðskiptahalla. Þessari spumingu
verður vitaskuld ekki svarað nú.
En hins vegar er ástæða til þess
að reyna bæði að skilja sem bezt,
að hve miklu leyti ytri skilyrði
kunna að eiga þátt í þessari stefnu-
breytingu, og á hvem hátt stjóm
efnahagsmála, bæði af hálfu stjóm-
valda og hagsmunasamtaka, getur
stuðlað að því, að um varanlega
breytingu á efnahagsþróun hér á
landi verði að ræða.
Þótt skýringanna á verðbólgu-
þróun og jafnvægisleysi undanfar-
ins áratugar sé að stórum hluta að
leita hér innanlands, eiga óhagstæð
ytri skilyrði einnig verulegan hlut
að máli. Eftir hrun fastgengiskerf-
isins í upphafí áttunda áratugarins
og fyrstu olíukreppuna, kom langt
skeið óstöðugleika í efnahagsmál-
um hvarvetna í heiminum, sem
einkenndist af minni og ójafnari
hagvexti, jafnvægisleysi í alþjóða-
viðskiptum, örum gengisbreyting-
um og hækkandi raunvöxtum. Allt
hafði þetta óhagstæð áhrif á ís-
lenzkan þjóðarbúskap, jók á verð-
bólgu, olli sveiflum í viðskiptakjör-
um og þyngdi erlenda skuldabyrði.
Margt bendir til þess, að alþjóðleg
efnahagsþróun stefni nú í átt til
meiri stöðugleika, jafnari hagvaxt-
ar og minni verðbólgu, a.m.k. næstu
árin. Árangur hefur náðst að und-
anfömu í betri samræmingu á efna-
hagsstjóm helztu iðnríkja heimsins,
og útlit er bæði fyrir minni verð-
bólgu og meiri hagvöxt í þessum
ríkjum á þessu og næsta ári, jafn-
framt því sem dregið hefur úr jafn-
vægisleysi í heimsviðskiptum. Hin
mikla lækkun olíuverðlags nú síð-
ustu mánuði mun tvímælalaust
styrkja þessa þróun og hagstæð
áhrif hennar fyrir íslenzkan þjóðar-
búskap.
í þessum hagstæðu skilyrðum
felst ómetanlegt færi, sem Islend-
ingar verða að neyta til þess að
komast út úr vítahring verðbólgu
og skuldasöfnunar og leggja grund-
völl að stöðugri efnahagsþróun á
komandi árum. Að koma verðbólg-
unni niður fyrir 10% á þessu ári
er vissulega stórt framfaraskref,
en þrátt fyrir það væri verðbólga
hér á landi enn a.m.k. tvöfalt meiri
en í öllum nágrannalöndunum.
Næsta markmiðið hlýtur því að
vera að ná jöfnuði í þessu efni við
helztu viðskiptalönd þjóðarinnar
beggja vegna Atlantshafsins.
En snúum þá að þróun efnahags-
mála hér heima fyrir og þeim miklu
tíðindum, sem orðið hafa með þeim
heildarsamningum, sem gerðir voru
á vinnumarkaðnum í febrúar.
Tvennt vekur einkum athygli, þegar
þeir eru bomir saman við reynslu
undanfarinna ára.
í fyrsta lagi er í þessum samning-
um lögð megináherzla á að ná til-
tekinni kaupmáttarbreytingu sam-
fara sem minnstri hækkun verð-
lags. Þannig er horfíð frá þeirri
stefnu, sem einkennt hefur svo
margra kjarasamninga, — og er þá
sérstaklega að minnast samning-
anna frá haustinu 1984, — þegar
knúin hefur verið fram óraunhæf
hækkun peningalauna og afleiðing-
in einungis orðið stórfelld aukning
verðbólgu, sem einatt hefur komið
harðast niður á hag hins almenna
launþega. I öðru lagi byggja samn-
ingarnir á samræmingu í þróun
kaupgjalds og annarra þátta í stjórn
efnahagsmála. Þannig er í þeim
bæði gengið út frá ákveðnum
markmiðum um gengisfestu og ráð-
stafanir í ríkisfjármálum og verð-
lagsmálum, er tiyggi umsamda þró-
un verðlags og rauntekna. í þessu
felst heilstæðari stefnumótun í
efnahagsmálum og nánari sam-
ræming markmiða í þeim efnum
en dæmi eru til hér á landi um langt
árabil. Það er því mikið í húfí, að
forsendur þessa heildarsamkomu-
lags fái staðizt, en það fer ekki
aðeins eftir ytri aðstæðum, heldur
ekki síður framkvæmd mikilvægra
þátta í stjórn efnahagsmála á næstu
mánuðum. Eg mun nú fjalla um
ýmsa mikilvæga þætti, sem hér
skipta máli, einkum þá sem tengdir
eru starfsvettvangi Seðlabankans.
Kem ég þá fyrst að stefnunni í
gengismálum.
Ein mikilvægast forsendan, sem
hinir nýgerðu kjarasamningar hvíla
á, er yfirlýsing ríkisstjómar og
Seðlabanka um stöðugleika gengis
á samningstímanum. Með þeirri
yfirlýsingu og samningum, sem
gerðir eru beinlínis á grundvelli
hennar, er mikilvægt fordæmi gefið
um það, að kjaraákvarðanir séu
byggðar á raunhæfum og fyrirfram
gefnum forsendum um þróun verð-
lags og afkomu atvinnuvega. Um
leið og skuldbinding um stöðugleika
í gjaldeyrismálum hlýtur að tak-
marka svigrúm atvinnuvega til að
taka á sig hækkun peningalauna
gefur hún launþegum á móti trygg-
ingu fyrir því, að sú hækkun raun-
tekna, sem um tekst að semja, sé
ekki af þeim tekin með gengislækk-
unum, jafnvel strax í kjölfar samn-
inganna. Ef vel tekst til um fram-
kvæmd þessarar stefnu nú, getur
hún orðið mikilsvert fordæmi fyrir
samhæfíngu gengis og launastefnu
í framtíðinni. Sem betur fer eru
efnahagshorfur nú vænlegar fyrir
afkomu atvinnuvega, ef undan eru
skilin áhrif lækkandi dollaragengis
á þær framleiðslugreinar, einkum
frystiiðnaðinn, sem háðastar eru
útflutningi til Bandaríkjanna. Önn-
ur jákvæð skilyrði hafa þó vegið
hér á móti, svo sem hækkandi út-
flutningsverðlag og lækkandi raun-
vextir. Af Seðlabankans hálfu verð-
ur því lagt allt kapp á að fylgja
fram þeirri gengisstefnu, sem
mörkuð hefur verið á þessu ári.
Stjórn gengismála
En það er ekki nóg. Ekki verður
til frambúðar á því byggt, að stefn-
an í gengismálum sé ákveðin til
tiltölulega skamms tíma í senn í
tengslum við heildarsamninga á
launamarkaðnum, þótt það hafi
tekizt að þessu sinni. Það er heldur
ekki hægt að ætlazt til þess, að
aðilar vinnumarkaðsins taki til jafns
við ríkisvaldið á sig ábyrgð á því
að marka grundvallarforsendur í
stjórn efnahagsmála. Til lengdar
hlýtur það að vera hlutverk ríkis-
valdsins og stofnana þess að bera
ábyrgð á stjóm gengismála og þró-
un heildareftirspurnar í þjóðfélag-
inu. Aðilar vinnumarkaðsins eiga
kröfu til þess, að sett séu fram
skýr markmið í þessum efnum, enda
ber þeim þá að leysa tekjuskipta-
vandamál sín með samningum inn-
an þess ramma og án kröfu um
leiðréttingu eftir á, ef þeir samning-
ar fara úr böndum.
Ýmsar leiðir hafa verið reyndar
í gengismálum hér á landi, síðan
Seðlabankinn tók við framkvæmd
þeirra mála fyrir 25 árum. Á fyrra
helmingi þessa tímabils eða allt til
ársins 1971, héldu íslendingar sig
við fastgengisstefnu Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins. Meginreglan var sú
að halda óbreyttu gengi, nema
meiri háttar jafnvægisleysi í utan-
ríkisviðskiptum gerði gengisbreyt-
ingu óhjákvæmilega. Frá 1961 til
1972 breyttist gengi krónunnar
aðeins tvisvar, og í bæði skiptin
vegna stórfelldra breytinga á ytri
skilyrðum vegna aflabrests og rýrn-
unar viðskiptakjara. Þess á milli
veitti fastgengisstefnan strangt
aðhald að þróun verðlags og launa
ílandinu.
Mikil breyting varð á í þessu efni,
eftir að fastgengiskerfið var lagt
niðuráárunum 1971-1973, ogfljót-
andi gengi tók við sem meginregla
í gengismálum í heiminum. Eftir
þetta gátu íslendingar notað gengið
með miklu sveigjanlegri hætti en
áður til þess að tryggja samkeppnis-
stöðu atvinnuveganna við skilyrði
síbreytilegra viðskiptakjara og
aukinnar verðbólgu. Þótt þessi
sveigjanleiki hefði þannig vissa
kosti frá sjónarmiði atvinnuveg-
anna, voru þeir keyptir dýru verði.
Með því að nota gengið vísvitandi
til þess að jafna verðbólgumismun-
inn hér á landi og erlendis, dró úr
öllu aðhaldi og launasamningar
urðu oft á tíðum að hreinni mark-
leysu, þar sem þróun verðlags og
gengis var algerri óvissu háð. Við
því var síðan brugðizt með almennri
tengingu launa og verðlags við vísi-
tölur, en gengið hlaut að verða eitt
hjól í því véltengda verðbólgukerfi,
scm þannig myndaðist. Þegar þetta
kerfí hafði leitt til yfír 130% verð-
bólgu vorið 1983, var loks gripið í
taumana með afnámi vísitölukerfis-
ins og breyttri stefnu gengismála.
Býst ég við, að fáir óski nú aftur-
hvarfs til þess ástands, sem áður
ríkti.
Síðan vorið 1983 hefur það verið
stefna stjórnvalda að leiða gengis-
festu að nýju til öndvegis sem leið-
arljós í efnahagsmálum. Tókst þetta
vel til haustsins 1984, þegar alger-
lega óraunhæfar lai^nahækkanir
kipptu fótum undan gengisstefn-
unni um tíma. Á hinn bóginn er
ástæða til að vona, að það heildar-
samkomulag, sem nú hefur náðst í
þessum efnum milli aðila vinnu-
markaðsins og stjórnvalda, sé upp-
haf nýs tímabils gengisfestu hér á
landi. Enginn vafi er á því, að sú
stefna hefur reynzt öðrum smærri
þjóðum Evrópu, sem íslendingar
eru líkastir, bezta kjölfestan í heild-
arstjórn efnahagsmála, hvort sem
þær hafa tengt gengi sitt einum
gjaldmiðli, meðaltali nokkurra
gjaldmiðla eða gerzt aðilar að geng-
issamstarfi Efnahagsbandalagsins.
Reynslan bendir einnig til þess,
að stöðugleiki í gengi sé Islending-
um affarasælast, þótt framkvæmd
þeirrar stefnu sé að ýmsu leyti
torsóttari hér á landi en sums staðar
annars staðar. Veldur því einkum
óstöðugleiki íslenzkra atvinnuvega
og þá sérstaklega sveiflur í afla-
brögðum, sem óháðar eru efnahags-
þróun erlendis. Einnig hljóta hinar
stóru gengissveiflur á milli Evrópu
og dollarasvæðisins að valda íslend-
ingum erfiðleikum. Úr hvoru
tveggja má þó að nokkru draga
með sveiflujafnandi aðgerðum af
ýmsu tagi. Telur bankastjóm Seðla-
bankans það mjög mikilvægt, að
allar hliðar þessara mála verði
kannaðar og ræddar á næstu mán-
uðum, svo að sem sterkastur grund-
völlur verði til að marka gengisfestu
sem meginstefnu í íslenzkum efna-
hagsmálum til frambúðar, jafn-
framt því sem framkvæmd hennar
yrði nánar skilgreind. Hún mundi
þá um leið verða helzta forsenda
næstu kjarasamninga.
En gengisstefnan stendur ekki
ein og sjálfstæð frekar en aðrir
þættir í stjóm efnahagsmála. Án
samræmdrar heildarstefnu í fjár-
málum ríkisins og peningamálum
verður ekki til lengdar byggt á
stöðugu gengi né settum markmið-
um náð um hjöðnun verðbólgu og
stöðugra verðlag. Mun ég nú víkja
máli mínu að þeim þáttum, og fjalla
þá fyrst stuttlega um þróun ríkis-
búskaparins og vandamál hans.
Fjármál ríkisins em víðast hvar
eitt mikilvægasta hagsjónartækið,
en hér á landi hefur gengið erfíðlega
að beita því með markvissum hætti.
Eftir batnandi afkomu ríkissjóðs á
árinu 1984 og minni lánsfjárþörf,
versnaði afkoma ríkisins mjög á
árinu 1985, og fór lántökuþörf hans
upp í 4,8% af þjóðarframleiðslu. .
Innan við íjórðungi þess fjár var
aflað með lántökum innanlands.
Annar fjórðungur fékkst með er-
lendum lánum og um helmingur
með skuldaaukningu í Seðlabank-
anum, en hvort tveggja hefur svipuð
þensluáhrif á peningamarkaðinn.
Þótt reynt hafi verið að snúa þessari
þróun til betri vegar með afgreiðslu
fjárlaga og lánsfjáráætlunar fyrir
þetta ár, hafa síðan komið á móti
ný útgjöld vegna skattalækkana og
annarra aðgerða, sem ríkisstjórnin
beitti sér fyrir til að greiða fyrir
kjarasamningunum. Til þess að
koma í veg fyrir að þessi halli valdi
alvarlegri peningaþenslu og komi í
veg fyrir þá hjöðnun verðbólgu, sem
að er stefnt, verður reynt að fjár-
magna sem mest af honum á inn-
lendum lánamarkaði. Verður það
gert jöfnum höndum með samn-
ingsbundinni sölu skuldabréfa til
lífeyrissjóða og innlánsstofnana og
með sölu spariskírteina á almennum
markaði. Álls er áætlað, að innlend-
ar lántökur ríkissjóðs og húsbygg-
ingasjóðanna innanlands muni
nema 4,1% af þjóðarframleiðslu
samanborið við 3,1% 1985. Ekki
getur hjá því farið, að þessi aukning
eftirspurnar eftir lánsfé hafí þau . i
áhrif, að raunvextir verði hærri en
ella.
Mikil verkefni eru því framundan
í stjórn ríkisfjármála, ef unnt á að
reynast að snúa þeirri þróun við,
að ríkið taki til sin æ stærri hluta
af því fjármagni, sem þjóðarbúið
hefur yfír að ráða. Er ólíklegt, að
það geti tekizt, nema sem fyrst
komi til lækkun á ýmsum útgjöldum
ríkisins og ráðstafanir til meiri
tekjuöflunar.
i .
Þróun peningamála
Ef frá eru talin þau þensluáhrif
ríkisbúskaparins, sem ég hef nú
rætt, stefndi þróun peningamála á
árinu 1985 og það sem af er þessu
ári, yfírleitttil betrajafnvægis. Auk
þess hafa á undanfömum tveimur
árum orðið meiri breytingar á
skipulagi og starfsemi peninga-
markaðsins hér á landi en nokkru
sinni í 25 ára sögu Seðlabankans.
En áður en ég ræði þær breytingar
nánar, er rétt að rekja nokkrar tölur
um þróun peningamála á liðnu ári.
Mjög skipti í tvö hom um þróun
innlána og útlána bankakerfisins á
síðasta ári. Innlán jukust verulega
umfram verðbólgu, en jafnframt *
dró mikið úr aukningu útlána miðað
við fyrra ár. Alls jókst peningamagn
og sparifé um 47% á árinu 1985
samanborið við 38% árið áður. Ekki
er þó ástæða til að ætla, að hér sé
fyrst og fremst um þenslumerki að
ræða, þar sem innlán em enn að
byggjast upp í eðlilegt hlutfall af
landsframleiðslu, eftir neikvæð
áhrif undanfarins verðbólgutíma-
bils. Þannig hefur hlutfall peninga-
magns og sparifjár aukist úr 21%
af landsframleiðslu árið 1978 upp
í 31% á síðasta ári. Enn vantar þó
mikið á, að þetta hlutfall sé jafnhátt
og fyrir 15 ámm, þegar það var
nálægt 40%. Má ætla að áfram-
haldandi jákvæð ávöxtun sparifjár
leiði til þess að þetta hlutfall haldi
áfram að hækka a.m.k. upp í fyrri
mörk.
Útlánaþróunin var aftur á móti
til hjöðnunar miðað við fyrra ár,
ogjukust heildarútlán innlánsstofn-
ana um 30%, sem var nokkmm
prósentum undir hækkun verðlags
á árinu, en árið áður höfðu útlán
aukizt um 46%. Að nokkm leyti
stafaði minni útlánaaukning af
samdrætti í birgðum útflutningsaf-
urða og lltilli aukningu afurðalána
af þeim sökum. Hins vegar var i
greinilega betra jafnvægi á láns-
fjármarkaðnum og áhrif raunvaxta
á lánsfjáreftirspum meiri en árið
áður. Hafði þetta hagstæða hlutfall
milli aukningar innlána og útlána
Sjá næstu síðu.