Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1986
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir Helga Bjarnason
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar:
Góði draumurinn sem
breyttist í martröð
ÍBÚAR Borgarfjarðarhéraðs hundu miklar vonir við stofnun
Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB) á sínum tíma. íbúar
á veitusvæðinu kvörtuðu mjög undan háum húshitunarkostnaði
og stofnuðu sveitarfélögin HAB til að draga úr þessum kostnaði
og einnig vegna þrýstings frá stjórnvöldum sem lögðu að þeim
að sameinast um þetta fyrirtæki. Draumurinn um þetta mikla
þjóðþrifafyrirtæki hefur hinsvegar orðið að martröð sem sveitar-
félögin ráða ekki lengur við. í þættinum Af innlendum vettvangi
í dag er fjallað um ýmsar hliðar þessa máls.
Skuldir 570 milljónir
kr. umfram eignir
Aðalfundur HAB var haldinn á
Akranesi síðastliðinn föstudag. Á
fundinum var lögð fram skýrsla
stjómar og hitaveitustjóra og
samþykktir reikningar veitunnar
fyrir síðasta ár. Rúmlega 80 millj-
óna króna tap varð af rekstrinum.
Heildarskuldir fyrirtækisins eru
komnar í 1.430 milljónir kr. og
eru skuldir þess 570 milljónir kr.
umfram eignir.
Staðan er enn dekkri ef reikn-
ingarnir eru skoðaðir nánar.
Tekjur veitunnar eru aðallega af
vatnssölu og voru þær 106,8
milljónir kr. á árinu, en rekstrar-
gjöld voru 67,6 milljónir kr., þar
af fymingar 45 milljónir. Vaxta-
tekjur voru 6,4 milljónir en vaxta-
gjöld, verðbætur og gengistap
517,5 milljónir kr. eða nærri fímm
sinnum hærri en tekjur ársins. Í
reikningunum em tekjufærðar
„reiknaðar tekjur vegna verð-
breytinga" 391,8 milljónir kr. og
þær dregnar frá vaxtagjöldum.
Er upphæð þessi aðeins tala á
blaði sem ekki standa neinar
raunvemlegar tekjur á bak við.
Án hennar væri tapið 470 milljónir
kr. Hinar reiknuðu tekjur eiga að
endurspegla þá raunvirðisrýrnun
sem verður á peningalegum eign-
um og skuldum við verðbólguað-
stæður og mætt er með gengis-
mun, vöxtum og verðbótum.
Færslan á sér því mótvægi í
gengistapi, vöxtum og verðbótum,
eins og segir í skýringum með
reikningunum. Á eignahlið efna-
hagsreikningsins er veitukerfið
(aðveitukerfi og dreifíkerfi) eign-
fært á 814,4 milljónir kr. og má
velta því fyrir sér hvers virði það
er í raun, en þetta er upphaflegur
stofnkostnaður við hitaveituna,
framreiknaður til ársins 1985, að
frádregnum árlegum afskriftum.
Þá má benda á að bak við 570
milljón króna neikvætt eigið fé
em framreiknuð stofnframlög
eigenda og notenda, rúmlega 190
milljónir kr. Er það fé tapað og
570 milljónir að auki, samtals 761
milljón kr.
í áritun löggiltra endurskoð-
enda á reikninginn segir meðal
annars: „Vegna taprekstrar veit-
unnar og erfíðrar fjárhagsstöðu
er áframhaldandi rekstur hennar
kominn undir beinum fjárframlög-
um eignaraðila eða annarra og
möguleikum veitunnar til að afla
aukinna tekna á næstunni." Svip-
uð athugasemd endurskoðenda
hefur áður fylgt reikningum HAB,
að minnsta kosti fyrir árið 1984.
Árin 1983 og 1984 var enn meira
tap af rekstrinum, 114 milljónir
1984 og 95 milljónir árið 1983.
Minna tap á síðastliðnu ári en áður
er vegna hagstæðrar þróunar
dollarans á því ári og hækkunar
á gjaldskrá.
Óhagstæð gengis-
þróun
En hvetjar em ástæður þessar-
ar afleitu stöðu? Því verður ekki
gerð ítarleg skil hér. Oft hefur
komið fram að gengisþróun und-
anfarinna ára varð fyrirtækinu
mjög óhagstæð. Hitaveitan var
að mestu leyti byggð fyrir lánsfé
í bandaríkjadollumm og hækkuðu
lánin mjög vegna hækkunar doll-
arans og hárra vaxta. Þetta er
ömgglega aðalástæðan, en fleira
kemur vafalaust til. Hitaveitan
var dýr í byggingu vegna hinnar
löngu aðveituæðar frá Deildar-
tunguhver til Borgamess og
Akraness og vatnstakan kostaði
sitt. Þá hefur vatnssalan verið
minni en áætlanir gerðu ráð fyrir,
ekki síst á Akranesi. Allt þetta
hefur orðið til þess að hitaveitan
er verst sett fjárhagslega af öllum
hitaveitum landsins, og búa not-
enciur hennar þó við eitt hæsta
eða jafnvel hæsta orkuverðið.
Rekstur hitaveitunnar virðist
hafa gengið vel, tæknilega séð.
Hún nýtur vatns úr Deildartungu-
hver, vatnsmesta hver í heimi, og
ekki hafa orðið alvarlegar bilanir
á kerfi veitunnar. En daglegur
rekstur veitunnar skiptir ekki öllu
máli. Beinn útlagður kostnaður
við reksturinn, annar en vaxta-
kostnaður, er um það bil 22 millj-
ónir kr., á meðan vaxtagjöld,
verðbætur og gengistap er 517
milljónir kr. Spumingar um
hækkun eða lækkun gjaldskrár,
nýráðningar eða fækkun starfs-
fólks, bílakaup og jafnvel húsa-
kaup týnast því í stóra vandanum
sem daglega vindur upp á sig, það
er fjármagnskostnaði vegna mik-
iila skulda.
700-800 þúsund kr.
skuld á hvert heimili
Ef Hitaveitan væri gerð upp
nú yrði skellurinn ekki minni en
Hafskipsgjaldþrotið, svo nýlegt
dæmi sé tekið. Sá reginmunur er
þama á að þó skuldirnar séu
komnar langt upp fyrir öll veð,
bera eigendur HÁB fulla ábyrgð
á öllum skuldbindingum hennar.
Hitaveitunni hefur verið haldið
gangandi með erlendum lánum
sem ýmist Ríkisábyrgðasjóður eða
sveitarfélögin eru í ábyrgð fyrir.
Hitaveitan gæti tekið sveitarfé-
lögin sem að henni standa með
sér í fallinu, það er Akraneskaup-
stað, Borgameshrepp og Anda-
kílshrepp, og lagt fjárhag þeirra
gjörsamlega í rúst. Félagsmála-
ráðherra þyrfti þá að skipa fjár-
haldsmenn til að taka við rekstri
sveitarfélaganna og hluti af tap-
inu myndi þá vafalaust lenda á
Ríkisábyrgðasjóði.
Sem dæmi um stærð vanda-
málsins má nefna að taprekstur-
inn undanfarin ár samsvarar öll-
um útsvarstekjum sveitarfélag-
anna þriggja þessi ár. Ef sveitar-
félögin þyrftu ein að greiða skuld-
ir HAB tæki það þau 35 ár, þó
þau legðu ekki krónu í aðrar
framkvæmdir öll þessi ár. Endan-
legir eigendur Hitaveitunnar eru
auðvitað íbúar sveitarfélaganna.
Ef skuldunum yrði jafnað út á
þá lenti nærri 200 þúsund króna
skuldabaggi á hveiju mannsbami
á svæðinu, eða 700-800 þúsund
krónur á meðalfjölskyldu.
Margar ferðir á fund
iðnaðarráðherra
Stjómendur Hitaveitunnar og
stjómvöld hafa lengi unnið að
lausn á fjárhagsvanda hennar, án
sýnilegs árangurs. Þar sem stjóm-
endur fyrirtækisins ráða litlu um
þá hluti sem skipta rekstur hita-
veitunnar mestu máli úr því sem
komið er, virðast þeir einkum
hafa litið til ríkisvaldsins með
lausn. í ársskýrslum kemur fram
að þeir hafa farið ófáar ferðimar
á fund iðnaðarráðherra. Sverrir
Hermannsson þáverandi iðnaðar-
ráðherra skipaði nefnd í maí 1984
til athugunar á fjárhagsstöðu og
rekstrarhagkvæmni hitaveitna.
Nefndin skilaði áliti í mars 1985,
þar sem meðal annars er lýst
miklum fjárhagsvanda HAB.
Segir þar að þó staða sumra af
nýjustu hitaveitunum sé slæm, búi
HÁB við mestan vanda starfandi
hitaveitna. Taldi nefndin að helstu
lausnir gætu verið eftirfarandi:
A) Hækkun gjaldskrár og/eða
breyting greiðslufyrirkomulags.
B) „Frysting" hluta lána og/eða
breyting lánskjara.
Þessar tillögur virðast ekki
hafa ieitt til neinna breytinga.
Með „frystingu" lána er átt við
að tímabundið sé létt af fyrirtæk-
inu greiðslum á þann hátt að
afborganir og vextir af lánum
gjaldfalli ekki heidur safnist upp
hjá banka í ákveðinn tíma eða þar
til fyrirtækið getur hafíð greiðslur
þeirra. Þetta hefur ekki verið gert
og gjaldskráin ekki hækkuð um-
fram þróun byggingavísitölu,
enda kvarta notendur mjög undan
því hvað hún er há fyrir. Stjóm-
endur eru þó að athuga með
breytingu á sölufyrirkomulagi,
það er að afleggja hemla og taka
upp sölu um mæla í staðinn.
I nóvember 1984 skipaði Sverr-
ir aðra nefnd til að gera athugun
á og leggja fram tillögur um lausn
fjárhags- og rekstrarvanda Hita-
veitu Akraness og Borgarfjarðar.
í nefndina voru skipaðir Sigurgeir
Jónsson hagfraeðingur, núverandi
ráðuneytisstjóri íjármálaráðu-
neytisins, Arndís Steinþórsdóttir
fulltrúi í fj ármál aráðu neytinu,
Húnbogi Þorsteinsson þáverandi
sveitarstjóri í Borgamesi, Ingi-
mundur Sigurpálsson bæjarstjóri
á Akranesi og Ingólfur Hrólfsson
hitaveitustjóri HAB. Nefndin
starfaði eitthvað að verkefni sínu,
en áður en hún náði að skila áliti
Frá Iagningu aðveituæðar Hita-
veitu Akraness og Borgarfjarðar.
lagði Albert Guðmundsson, núver-
andi iðnaðarráðherra, nefndina
niður. Albert setti hinsvegar tvo
starfsmenn ráðuneytisins í það að
vinna með fulltrúum HÁB að
lausn vandans.
Pennastriksaðferd,
gjaldþrotaskipti
Sverrir Hermannsson mun hafa
lýst því yfír á ýmsum fundum í
héraðinu að ríkið yrði að létta af
Hitaveitunni 5-6 milljón dollara
skuldum (200-250 milljónum kr.)
til að koma undir hana fótunum
á ný. Þetta hafa heimamenn tekið
sem bein loforð og vilja fá efndir
á, og er „pennastriksaðferðinni-1
því talsvert haldið á lofti í héraði.
Sjálfsagt þyrfti að tvöfalda upp-
hæðina sem Sverrir nefndi til að
bjarga fyrirtækinu í dag. Einstaka
menn telja réttast að lýsa Hita-
veituna gjaldþrota, til að losa
hana við þær skuldir sem eru
umfram eignir, en sú leið stenst
varla nánarí skoðun eins og fram
hefur komið hér að framan um
ábyrð eigenda. Núverandi iðnað-
arráðherra leggur áherslu á að
leysa vanda HAB með því að
sameina öll orkufyrirtæki héraðs-
ins í eitt orkubú, væntanlega
Orkubú Akraness og Borgarfjarð-
ar, eða bara Orkubú Borgarfjarð-
ar, því Akranes er jú í Borgar-
fírði, þó það sé sérstakt lögsagn-
arumdæmi.
Orkubú Akraness og
Borgarfjarðar
Orkubúshugmyndin er umdeild
í héraði. Margir telja rétt að skoða
hana ofan í kjölinn en almennt
virðast menn þó vera tortryggnir.
Vilja þeir láta leysa vandamál
Hitaveitunnar fyrst og vitna til
yfírlýsinga Sverris, teija hættu á
að að verið sé að eyðileggja góð
fyrirtæki eins og Andakflsárvirkj-
un og rafveitumar sem síðar leiði
til hækkaðs raforkuverðs. Raf-
orkuverð á Akranesi er til dæmis
eitt hið lægsta á öllu landinu.
Aðilar eru líka að leggja misjafn-
lega arðvænleg fyrirtæki fram.
Það er til dæmis engann veginn
víst að eigendur Andakílsárvirkj-
unar, sem stendur mjög vel eigna-
lega, samþykki að leggja virkjun-
ina í hið nýja orkufyrirtæki.
Andakílsárvirkjun er f eigu Akra-
neskaupstaðar, Borgarfjarðar-
sýslu og Mýrasýslu og á hver
eignaraðili '/a. Fulltrúar sveita-
hreppanna, sem ekki eiga neinn
hlut í Hitaveitunni, eru með mik-
inn meirihluta í sýslunefndum
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og
er ekki ólíklegí að þar verði veru-
leg andstaða gegn sameiningu.
Mat á eignum verður áreiðanlega
mjög vandasamt komi á annað
borð til sameiningar. Hitaveita
Akraness og Borgarfjarðar er í
eigu Akraneskaupstaðar sem á
72,8% og Hitaveitu Borgarfjarðar
sem á 27,2%. Hitaveita Borgar-
fjarðar er nokkurs konar eignar-
haldsfélag í eigu Borgameshrepps
(65%), Andakílshrepps (20%) og
Bændaskólans á Hvanneyri, sem
er ríkisstofnun, (15%). Auk Anda-
kílsáivirkjunar og Hitaveitu
Akraness og Borgarfjarðar er
gert ráð fyrir að Rafveita Akra-
ness, Rafveita Borgamess og
Rafmagnsveitur ríkisins, sem sér
um rafmagnsdreifingu í sveitun-
um, gerist aðilar að Orkubúinu.
Iðnaðarráðherra hefur skrifað
viðkomandi sveitarfélögum og
sýslunefndum bréf og óskað eftir
tílnefningum þeirra í nefnd til að
Qalla um þessa hugmynd. Jónas
Elíasson aðstoðarmaður iðnaðar-
ráðherra telur að með Orkubúi
vinnist einkum tvennt: Betra
skipulag komist á orkumál hér-
aðsins og þarna verði til fyrirtæki
með verulegar eignir og þar með
veðhæfni, sem geti tekið á sig
töluverðar ábyrgðir eða skuldir.
Hann segir að þessi fyrirtæki séu
með tvöfalt og sumsstaðar þrefalt
kerfí, og með sameiningu þeirra
gætu notendur fengið alla sína
þjónustu frá einum stað, auk þess
sem veruleg hagræðing næðist.
Jónas sagði að meta yrði eignir
og skuldir allra orkufyrirtækjanna
sem sameinuðust og skipta þeim
á eigendur. Síðar þyrftu eignarað-
ilar að borga sig inn í fyrirtækið
þannig að rétt eignarhlutföll feng-
just. Meðal annars mætti búast
við að ríkið ætti 20-40% eignar-
hluta, eins og í Hitaveitu Suður-
nesja og Orkubúi Vestfjarða.
Taldi hann líklegt að þessi stofn-
framlög eigenda gætu farið fram
með yfírtöku skulda. Sagði Jónas
að gengið væri út frá því að gjald-
skrár fyrirtækjanna væru óbreytt-
ar. Jónas sagði að stofnun Orku-
búsins gæti farið fram með algerri
sameiningu orkufyrirtækjanna
eða stofnun sameignarfélags
þeirra og opinberra aðila.
10-15 milljóna kr.
sparnaður
Hitaveitan er með höfuðstöðvar
sínar á Akranesi; skrifstofur,
verkstæði og geymslur. Rafveita
Akraness er með samskonar að-
stöðu. Fyrirtækin eru með svipað
innheimtukerfi, tölvuvætt, en
notendurnir fá tvo reikninga. Með
lítils háttar stækkun aðstöðu
annars fyrirtækisins ætti að vera
hægt að spara verulega fjármuni.
Sömu sögu er að segja um Borg-
ames. Þar er kerfíð reyndar þref-
alt að hluta ti). Rafveita Borg-
amess er með skrifstofur og verk-
stæðisaðstöðu, Hitaveitan er með
verkstæðisaðstöðu og menn í
vinnu og Rafmagnsveitur ríkisins
em þar með skrifstofur og aðra
aðstöðu. Telja menn að með
sameiningu megi spara 10-15
milljónir kr., en ekki hefur farið
fram nákvæm skoðun á því. Með
í spamaði í þessu dæmi er tekin
álagning RARIK á rafmagn sem
Andakflsárvirkjun kaupir af
Landsvirkjun fyrir milligöngu
RARIK, en það er áætlað 7-8
milljónir kr. á ári.
Hvaða björgunaraðferð sem
valin verður hlýtur að taka tölu-
verðan tíma. Til dæmis má búast
við að samningar um stofnun
Orkubús taki langan tíma og síðan
á málið eftir að fara fyrir Alþingi.
Á meðan menn em að athuga
málin, eins og þeir hafa reyndar
verið að gera ámm saman með
Reykjavíkurferðum og nefndum á
nefndir ofan, er Hitaveitunni velt
áfram með skammtímalausnum.
Með góðum vilja er sjálfsagt hægt
að halda því eitthvað áfram, en
ekki minnkar vandinn við það,
heldur eykst.
- HBj.