Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1986 Synd er enginsynd... Nýútskrifaðir nemendur Leiklistarskólans og leikarar í Tartuffe. Leíklist Jóhann Hjálmarsson Nemendaleikhúsið: Tartuffe eða Undirhyggjumaður eftir Moliére í þýðingu Karls Guðmunds- sonar. Leikstjóri: Radu Penciulescu. Aðstoðarleikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir. Leikmynd: Grétar Reynisson. Lýsing: David Walters. Val á tónlist: Arni Harðarson. Tartuffe, leikritið um svika- hrappinn alræmda sem í þýðingu Karls Guðmundssonar nefnist Trúhræsinn maður, er búið svo miklum leikrænum kostum að það má endalaust hafa gaman af því. Vettvangur þess er París sautj- ándu aldar, tímar Lúðvíks fjórt- ánda. Orgon er göfugur maður sem lætur Tartuffe blekkja sig með slíkum eindæmum að hann vill gefa honum allar eigur sínar og þar með unga dóttur. Tartuffe er fulltrúi klerkavaldsins, notar trúna og kirkjuna til að koma ár sinni vel fyrir borð. Hann er í raun gjörspilltur maður, en greindur og heillandi og á því auðvelt með að leika á umhverfið. Í kvennamálum er hann ekki við eina fjöl felldur, enda snýr hann sér fljótlega að því að freista þess að fífla eiginkonu Orgons, Elmíru. Hann veit líka manna best að synd er engin synd ef syndgað er með leynd eins og hann segir við frúna. Texti Moliéres er ákaflega hnyttinn og áhrifamáttur hans ekki minni en forðum daga. Moliére er meistari í því að lýsa mannlegum veikleika, tefla bragðarefum gegn einfeldning- um. Tartuffe gerði frönsku prestastéttinni gramt í geði, enda kom hún því til leiðar að leikurinn var bannaður. En það bann var síðar rofíð. „Hafi hann ekki verið guðleys- ingi var trú hans mjög veik,“ skrifar Gérard Lemarquis um Moliére og heldur áfram: „Trú hins unga konungs, Lúðvíks XIV, hefur varla verið mikið sterkari og hann hafði margar ástæður til að kunna að meta leikritið. Stormasamt einkalíf hans hefur varla fallið vel í geð þeim strang- trúarmönnum er Moliére deilir á í leikriti sínu.“ Nemendaleikhúsið hefur mik- inn metnað eins og vera ber. Það sem m.a. réttlætir sýninguna á Tartuffe er þýðing Karls Guð- mundssonar. Kjammikill, fyndinn og vel kveðinn textinn hljómar vel af vörum hinna ungu leikara, að vísu mismunandi vel, en kemst alltaf til skila. Vonandi fáum við að sjá þýðingu Karls á prenti sem fyrst því hún er ekki síður vel fallin til lestrar. Valdimar Öm Flygenring leik- ur Orgon og tekst vel að sýna flónsku og hinar skoplegu hliðar þessa verks. Elmíru leikur Inga Hildur Haraldsdóttir. Hún nær bestum árangri þegar Elmíra tekur sér fyrir hendur að afhjúpa svikarann Tartuffe. Maríann, dóttir þeirra hjóna, leikur Guðbjörg Þórisdóttir og dregur fram sakleysi stúlkunnar á sannfærandi hátt, einnig hina kvenlegu kænsku. Eiríkur Guðmundsson er Klíant, mágur Orgons, hjarta- hreint göfugmenni, fulltrúi höf- undarins. Eiríkur nær að túlka hann á einkár geðfelldan hátt. Dorín, þema Maríann, er stórt hlutverk í leiknum og afbragðsvel túlkað af Bryndísi Petru Braga- dóttur. Skúli Gautason náði viðunandi tökum á Tartuffe. Hann sýndi okkur mannlegar hliðar hans með hófsamri túlkun. Leikstjórinn rúmenski fór ekki inn á þær brautir að gera Tartuffe jafn yfirgnæfandi og hann birtist stundum á leiksviðum heimsins. Nemendur í þriðja bekk Leik- listarskólans tóku þátt í sýning- unni: Þórarinn Eyfjörð, Hjálmar Hjálmarsson, Halldór Bjömsson, Þórdís Amljótsdóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson og Valgeir Skagfjörð. Sýndist mér þar efni- legt fólk á ferð. Tveir reyndir leikarar voru sýn- ingunni til styrktar. Sigríður Hagalín lék móður Organs og dró upp skemmtilega mynd hinn- ar gömlu dömu. Þorsteinn Gunn- arsson var stæðilegur offísér og var leikur hans afar kraftmikill, jafnvel svo að skyggði á hina leikarana á köflum. Leikmynd, lýsing og tónlist voru í hefðbundnum skorðum með áherslu á að láta hið talaða orð njóta sín sem best, draga ekki athygli frá leikurunum. Leikstjórinn Radu Penciulescu hefur unnið hér mjög gott og þarft verk. Sýning Tartuffes er með þeim hætti að menn ættu ekki að láta hana fara framhjá sér. Klassískt efni leiksins og klassískt yfírbragð sýningarinnar fallast í faðma og gera þetta framtak Nemendaleikhússins eft- irminnilegt. Staðan á mörkuðum fyrir fisk í Bretlandi — eftir Ingólf Skúlason Nú er mikið rætt um um sölu og útflutning á ferskum og frosnum físki. Hér á eftir er stuttlega gerð grein fyrir þróun mála í þessum efnum hér í Bretlandi. Markaður fyrir ferskan físk hefur verið að dragast saman síðustu ár, eða sem nemur um 30% milli 1978 og 1985. Þetta hefur meðal annars orðið vegna stórlega minni veiði Breta, en auk þessa hefur orðið umfangsmikil breyting á neyslu og innkaupavenjum. Til dæmis hefur á ofangreindu tímabili fískverslun- um fækkað úr liðlega 8000 í um 3000. Mikið af fískversluninni hefur færst til stórmarkaða, en þeir versla svo til eingöngu með frosinn físk. Það sem hefur haldið uppi fersk- fískneyslunni eru fyrst og fremst veitingahús og hvað helst „Fish and Chips“ matsölustaðir sem eiga mikið undir framboði af ferskum fiski. Minnkandi veiðar Breta valda því að verð á ferskfískmörkuðum hækkar þar sem barist er um færri físka, en auk þessa er leitað fanga um innflutning á hráefni frá ná- grannalöndunum og þar á meðal Islandi. Þessir aðilar eiga að jafnaði auðvelt með að koma hækkunum út í verðlagið þar sem birgðahald er lítið sem ekkert, og dreifíleiðir stutt- ar. Allt útlit er fyrir að veiðar Breta, sérstaklega á þorski, komi til með að dragast enn frekar saman. Því má álykta, að enn frekar muni verða leitað eftir innflutningi á ferskum físki, m.a. til að halda fískvinnslu þeirra gangandi, og að verðið haldist stöðugt. í þessu sambandi er rétt að benda á, að við þessi skilyrði skapast sú hætta að verð á ferskum fiski verði það hátt að eftirspumin minnki stór- lega, þegar neytendur snúa sér að annarri vöru og þá helst ódýrari físktegundum eða kjöti s.s. kjúkl- ingum. Einstaka verslanakeðjur hafa verið að reyna fyrir sér með sölu á ferskum físki, en gefíst misjafnlega. Salan hefur verið lítil vegna mjög hás verðs, mikils kostnaðar, mikilla affalla og erfiðleika í meðhöndlun. Verslunarhættir eru einnig ferska fískinum í óhag, þar sem flestir kaupa nú til heimilisins einu sinni í viku, og ferskfiskurinn hefur mun skemmri geymslutíma heldur en frosin matvara. Að auki em yngri húsmæður lítið hrifnar af tilstand- inu við að matbúa ferskan físk. Til að mæta þessu hafa framleiðendur fyrst og fremst reynt að leggja áherslu á tilbúna ferskfískrétti, sem hafa líkað nokkuð vel, en verið dýrir í samanburði við aðra mat- vöm. Markaður fyrir frosinn fisk hefur á ofangreindu tímabili milli 1978 Ingólfur Skúlason „Það er almennt mjög- mikil bjartsýni um stöð- ugt vaxandi eftirspum eftir frosnum fiski á markaði hér í Bret- landi. Því er ljóst, að við íslendingar getum horft fram á trausta og góða eftirspurn eftir fiski, og þá sérstaklega frosnum, á komandi árum.“ og 1985 aukist mikið eða um 50%. Þetta kemur fyrst og fremst til vegna þæginda við að matreiða frysta fiskinn, stóraukinnar frysti- kistueignar, og mjög líflegrar vöm- þróunar. Allar helstu stórmarkaðs- keðjur hafa lagt mikla áherslu á að bjóða gott úrval af frystum flski þannig að þær selja í dag tæplega 60% af öllum físki á smásölumark- aði. Verð á frosnum físki er mun stöðugra en á ferskum, sem jafnar út toppa og lægðir, enda yfírleitt um langtímasamninga að ræða við framleiðslu og sölu. En það sem er mikilvægast á bak við söluaukningu á frosnum fiski er sú staðreynd, að neytendur álíta frosna matvöm „ferskari" en kælda, ferska, lofttæmda, eða niðursoðna vöm. Þetta kemur skýrt fram í könnun sem markaðsrannsóknarfyrirtækið KMS gerði nýlega, og vitnað er til í nýútkominni markaðsskýrslu Ross (Imperial Group). Það er almennt mjög mikil bjartsýni um stöðugt vaxandi eftirspum eftir frosnum físki á markaði hér í _ Bretlandi. Því er Ijóst, að við íslendingar getum horft fram á trausta og góða eftirspum eftir físki, og þá sérstak- lega frosnum, á komandi ámm. Gæðin á okkar vömm em m.a. þess valdandi að þær em í takt við sívax- andi kröfur neytenda um gæði, sem meðal annars sést í velgengni verk- smiðju SH í Grimsby. Verksmiðjan á þess að jafnaði kost að afla hráefnis bæði frá fs- landi og breskum verkendum. Verð- ið á hráefninu em almennt mark- aðsverð, bæði á flökum og blokkum hvaðan sem keypt er. Þegar breskir verkendur bjóða físk á sambærilegu verði og hann fæst frá íslandi, er von að spuming- ar vakni um kostnaðamppbyggingu á þessari framleiðslu Breta. Þegar borin em saman hráefnisverðin er ljóst að í sumum tilfellum er vem- legur mismunur á milli landanna, en hér virðist hráeftiisþátturinn skipta meim en á íslandi. Á móti kemur, að nýting úr handflökun er nokkuð betri en vélflökun, og telja Bretar sig geta náð allt að 48—52% nýtingu. Fjármagnskostnaður er sáralítill þar sem fjárfesting er mjög lítil, og birgðahald lítið. Opinber gjöld em einnig mjög lág, og skatt- ar á atvinnufyrirtæki fara nú ört lækkandi. Að síðustu er rétt að benda á, að bresku fyrirtækin em í sérhæfðri vinnslu, með fáar vöm- tegundir og geta hagað innkaupum sínum í samræmi við afkastagetu o g hagræðingu í framleiðslunni. Höfundur er aðstoáarfram- kvæmdastjóri IFPL í Grimsby (Icelandic Freezing Plants Ltd.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.