Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1986
íslendingar stam
hagslegum tímai
Ræða Jóhannesar Nordals seðlabankastj óra
á 25. ársfundi bankans 6. maí 1986
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Ibúðir aldraðra
Aldraðir eru 10% þjóðarinnar
og meðalaldurinn hækkar
stöðugt. A sama tíma styttist
starfsævin. Það viðfangsefni
verður því æ brýnna og viða-
meira, að búa öldruðum viðun-
andi ævikvöld. „Það er athyglis-
vert,“ segir Ingibjörg Guð-
mundsdóttur, formaður bygg-
ingarnefndar í þágu aldraðra
hjá Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur í grein í Morgun-
blaðinu, „að samkvæmt könnun
VR telja 74% svarenda hús-
næðismál mikilvægustu hags-
munamál aldraðra, en því næst
lífeyris- og tryggingamál. Þar
kemur einnig fram að 90,5% búa
í eigin húsnæði og vilja gera það
eins lengi og mögulegt er. Nær
allir eru hlynntir byggingu sér-
hannaðra íbúða fyrir aldraða og
meirihlutinn vill kaupa slíkar
íbúðir í stað þess að leigja þær.“
Það er í samræmi við þennan
meirihlutavilja að hagsmuna-
samtök aldraðra, ýmis félög og
opinberir aðilar standa fyrir
byggingu sérhannaðra söluíbúða
fyrir aldraða. Verzlunarmanna-
félag Reykjavíkur byggir nú 60
slíkar íbúðir við Hvassaleiti í
samvinnu við Reykjavíkurborg,
sem á þar þjónustukjama. Þeir,
sem þama koma til með að búa,
hafa aðgang að ýmis konar þjón-
ustu, og geta unað hag sínum
vel, svo lengi Sem þeir þurfa
ekki stöðuga hjúkrun.
Vandinn við að skipta á eldra
húsnæði og sérhönnuðu í nýjum
byggingum er hinsvegar ærinn.
Flest eldra fólk hefur takmarkað
handbært fé og verður að fjár-
magna nýjar íbúðir nær alfarið
með sölu á eldra húsnæði. Ýmsar
eignir, einkum þær stærri, hafa
verið erfiðar í sölu. Greinar-
höfundur bendir og á þá stað-
reynd, að nýtt húsnæði hafí
hækkað í verði samhliða bygg-
ingarkostnaði en verð eldra hús-
næðis staðið í stað. Verðmis-
munur og ólík greiðslukjör á
gömlu og nýju húsnæði skapi
vanda, sem torveldi eldra fólki
að breyta til.
Ingibjörg Guðmundsdóttir
bendir á leiðir, sem fara megi
til að auðvelda öldruðu fólki að
komast yfír íbúðir við hæfí. Hún
nefnir eignaskiptaaðferð, sem
felst í því, að seljandinn tekur
eign hins aldraða kaupanda upp
í hina nýju eign og útvegar lán
fyrir verðmismun, ef einhver er.
Sú síðari, sem hér er kölluð
VR-aðferðin, gerir ráð fyrir því
að kaupandinn greiði ákveðna
fjárhæð til staðfestingar kaup-
unum, en að öðru leyti fjármagni
seljandinn bygginguna á bygg-
ingartímanum. Þegar dregur að
því að hin nýja bygging verður
fullbúin selur kaupandinn eldra
húsnæðið. Greiðslum fyrir það
„er stillt saman við afborganir
af nýju eigninni, þ.e. þær látnar
„fljóta“ á milli. Ef einhver
verðmismunur verður er hann
brúaður með lánum.“ Viðkom-
endur hafa aðgang að Hús-
næðisstjómarlánum og lífeyris-
sjóður og sjúkrasjóður verzlun-
armanna hafa opnað sérstaka
lánaflokka fyrir þá, sem þurfa
viðbótarlán. Okostur þessa kerf-
is er hár íjármagnskostnaður.
Niðurstaða höfundar er „að
ef framhald á að vera á byggingu
sérhannaðra söluíbúða fyrir
aldraða verði aukin fyrirgreiðsla
að koma til. Auka þurfí lána-
möguleika og auðvelda svo þeir
henti betur öldruðum. Hús-
næðisstofnun verði að koma á
fót sérstökum lánaflokki ein-
göngu fyrir íbúðir aldraða með
sérstökum afborgunarreglum.
Höfundur telur og að „lífeyris-
og sjúkrasjóðir séu þess eðlis að
eðlilegt megi telja að þeir taki
þátt í að tryggja öldruðum
umönnun og öruggt húsnæði.
Væri æskilegt að fleiri slikir
sjóðir færu að dæmi verzlunar-
manna og styrktu félaga sína.“
Enn segir að „eðlilegt sé að ríki
og bær komi inn í þessa mynd
og aðstoði eftir því sem hægt
er. Reykjavíkurborg hefur m.a.
tekið þátt í byggingu þjónustu-
kjama með slíkum húsum og er
nú að byggja hús í Seljahverfí,
sem hún hyggst selja.“
Þá er einnig bent á þann
möguleika að ríki og bær auð-
veldi öldmðum íbúðaskipti með
því að kaupa eignir þeirra til
útleigu eða sem verkamannabú-
staði og hafi Reykjavíkurborg
gert þetta að einhveiju leyti.
Mjög mikilvægt er að stjóm-
völd, ríki og sveitarfélög, móti
markvissa stefnu í húsnæðismál-
um aldraðra, sem m.a. auðveldi
félagasamtökum og einstakling-
um að mæta ærinni og vaxandi
þörf fyrir sérhannað og vemdað
húsnæði. Meginreglan á að vera
sú að fólki verði gert kleift að
eignast slíkar íbúðir með sæmi-
lega viðráðanlegum hætti. En
leiguíbúðir þurfa einnig að vera
til staðar. Fólk verður að eiga
val, því ekki hentar öllum sama
leiðin.
íbúðaskipti aldraðra er ekki
einvörðungu fjárhagslegt vanda-
mál heldur ekki síður félagslegt.
„Sérhannað húsnæði fyrir aldr-
aða á ekki aðeins að tryggja
umönnun og húsnæðisöryggi,
heldur einnig félagsskap," segir
í tilvitnuðu erindi. í ljósi þessa
alls þarf, ef vel á að vera, sam-
átak ríkis (Húsnæðisstofnunar),
sveitarstjóma, félagasamtaka
og einstaklinga til að leysa þetta
vaxandi vandamál á viðunandi
hátt.
Fyrir hönd bankastjórnarinnar
er mér sérstök ánægja að bjóða
ykkur öll velkomin til þessa árs-
fundar Seðlabanka íslands, en í dag
staðfesti viðskiptaráðherra reikn-
inga bankans fyrir árið 1985. Einn-
ig hefur í -dag verið lögð fram árs-
skýrsla bankans fyrir síðastliðið ár,
þar sem finna má víðtækar upplýs-
ingar um þróun efnahagsmála, en
þó einkum þá þætti, sem sérstak-
lega varða starfsemi Seðlabankans.
Eg mun nú fyrir bankastjórnarinnar
hönd fjalla um megindrætti í hag-
þróun liðins árs, en ræða auk þess
ýmis þeirra viðfangsefna, sem nú
er við að fást í stjóm efnahags- og
peningamála. Þar sem þetta er 25.
ársfundur Seðlabankans og aðeins
fáar vikur síðan bankinn hafði
starfað um aldarfjórðung, er einnig
tilefni til þess að skoða ýmis vanda-
mál dagsins í dag í nokkru víðara
sögulegu samhengi en venja er til.
Og það eru fleiri ástæður til þess,
að einmitt nú sé gagnlegt að beina
athyglinni að því, sem læra má af
reynslu fortíðarinnar varðandi hag-
stjóm og eiginieika íslenzks þjóðar-
búskapar. Margt bendir til þess, að
Islendingar standi nú á efnhagsleg-
um tímamótum, þar sem færi gefist
til þess að velja farsælli leiðir en
þjóðarbúskapurinn hefur þrætt nú
um allmörg ár. Miklu skiptir, að
menn hafí á þeim nýju leiðum vel
í huga það, sem læra má bæði af
því, sem betur hefur farið og verr
í meðferð mála í fortíðinni.
En hvað gefur tilefni til þess að
tala nú um tímamót fremur en svo
oft áður í þessum síbreytilega
heimi? Hér virðist mér fleira en eitt
leggjast á sömu sveif. í fyrsta lagi
hafa kjarasamningar þeir, sem ný-
lega voru gerðir ásamt gengisfestu
og ýmsum ráðstöfunum ríkisvalds-
ins, lagt grundvöll að stöðugri verð-
lagsþróun á þessu ári en hér á landi
hefur þekkzt í hálfan annan áratug.
í öðru lagi hafa að undanfömu verið
að brotna niður ýmsar hömlur á
markaðsfrelsi, bæði í peninga- og
atvinnumálum, og er það þegar
farið að hafa veruleg áhrif á efna-
hagsþróun og aðferðir til hagstjóm-
ar. Síðast en ekki sízt er að nefna
hagstæðari þróun efnahagsmála í
umheiminum, þar sem nú fer saman
aukinn hagvöxtur, minnkandi verð-
bólga, m.a. vegna lægra olíuverðs,
og lækkandi raunvextir. Virðist
heimsbúskapurinn vera að ná sér
að nýju eftir öldurót áttunda ára-
tugarins, sem einkenndist af olíu-
kreppum, vaxandi verðbólgu og
jafnvægisleysi í heimsviðskiptum.
Fyrir íslendinga, sem svo mjög em
háðir utanríkisviðskiptum og þurfa
að leita aukinnar fíölbreytni í fram-
leiðslu og útflutningi, er þessi þróun
hagstæð bæði beint og óbeint, jafn-
framt því sem hún hefur í för með
sér batnandi viðskiptalqor og minni
greiðslubyrði af erlendum skuldum.
Hversu vel íslendingum tekst að
nýta þau færi, sem þessi breyttu
viðhorf gefa þeim kost á, er fyrst
og fremst undir þeim sjálfum
komið, og þá bæði skilningi og
ábyrgðartilfínningu almennings og
hagsmunasamtaka á hagstjóm-
araðgerðum stjómvalda. Áður en ég
fer lengra út í þá sálma er rétt að
víkja að megindráttunum í þróun
efnahagsmála á liðnu ári.
Efnahagsþróunin á árinu 1985
einkenndist af framhaldi þess hag-.
vaxtarskeiðs, sem hófst hér á landi
um mitt ár 1984. Ennfremur tókst
að lægja nokkuð þær verðbólguöld-
ur, sem risið höfðu í kjölfar kjara-
samninganna haustið 1984. Eftir
að árshraði verðbólgunnar hafði
farið yfir 50% í byijun síðastliðins
árs, hægði mjög á verðbólgunni
fram á annan ársfjórðung, en þá
var hún komin niður í rúm 30%.
Eftir það hjakkaði í sama farinu út
árið og hélzt árhraði verðbólgunnar
yfír 30% allt til febrúar á þessu ári.
Neikvæð reynsla af kjarasamning-
unum 1984 og afleiðingum þeirra
bæði fyrir launþega og atvinnu-
starfsemi, átti hins vegar, ásamt
batnandi og stöðugra árferði, mik-
inn þátt í því að leggja grundvöll
þeirrar stefnubreytingar, sem varð
með kjarasamningunum, sem gerð-
ir voru nú í febrúar.
Samkvæmt síðustu áætlunum
jókst landsframleiðslan á árinu
1985 um 3,1%, en um 3,4% árið
áður. Árin 1982 og 1983 hafði
landsframleiðsla hins vegar lækkað
samtals um 5,3%, svo að tekjurýrn-
un þeirra ára hefur nú unnizt upp
að fullu. Nokkur bati varð á við-
skiptakjörum á árinu, svo að aukn-
ing þjóðartekna varð 3,3% sem er
0,5% meira en árið áður. Horfur
eru nú á um 5-6% aukningu þjóðar-
tekna á þessu ári, og munu þá þjóð-
artekjur á mann verða komnar fram
úr því, sem þær voru árið 1981,
áður en samdráttartímabilið 1982-
1983 hófst. Driffjöður efnahags-
batans síðastliðin tvö ár hefur fyrst
og fremst verið aukinn sjávarafli,
jafnframt því sem batnandi skilyrði
hafa verið á flestum útflutnings-
mörkuðum. Heildarfískaflinn jókst
úr 1527 1984 í 1673 þús. tonn í
fyrra, en miðað við fast verðlag var
aukning aflaverðmætis 10,4% sam-
anborið við 14,1% aukningu árið
áður. Hafði þetta í för með sér
batnandi afkomu útgerðarfyrir-
tækja, en hagur fískvinnslu batnaði
minna, og ekkert rættist úr erfíð-
leikum vegna stöðvunar á sölu
skreiðar til Nígeríu, og var enn
mikið fjármagn bundið í óseldum
skreiðarbirgðum. Allmikil aukning
varð á iðnaðarframleiðslu á árinu,
líklega nálægt 6%, og svipuð aukn-
ing virðist hafa orðið í verzlun, en
nokkru meiri í þjónustugreinum.
Landbúnaðarframleiðsla jókst um
2%, en nokkur samdráttur mun
hafa orðið í byggingarstarfsemi.
Verulegar breytingar urðu á þró-
un þjóðarútgjalda á síðastliðnu ári.
Þannig jókfst einkaneyzla um 5% á
árinu samanborið við 3% aukningu
1984 og 8,3% samdrátt árið 1983.
Einnig jókst samneyzla um 4,5%
en hún hafði staðið í stað árið áður.
Hins vegar stóðu útgjöld til fjárfest-
ingar í stað eftir 7,8% aukningu árið
1984. Er þetta áframhald þeirrar
þróunar, sem einkennt hefur flest
undanfarin ár, að neyzla fari vax-
andi á kostnað fíárfestingar. Síðan
1980 hefur heildameyzla hækkað
sem hlutfall af þjóðarframleiðslu úr
75,5% í 82,6%, en fjárfestingarhlut-
fallið lækkað úr 26%, í 22,6%.
Aðallega hefur þessi breyting átt
sér stað með samdrætti opinberrar
fjárfestingar, og þá einkum orku-
framkvæmda.
AIls jukust útgjöld til neyzlu og
fjárfestingar um 3,7% á árinu
samanborið við 3,3% aukningu þjóð-
artekna, svo að lítið varð afgangs
til að bæta viðskiptajöfnuð. Hins
vegar varð nokkur lækkun á út-
flutningsvörubirgðum, sem átti
höfuðþátt í því, að hallinn á við-
skiptajöfnuði lækkaði sem hlutfall
af landsframleiðslu úr 5,1% 1984 í
4,3% á síðastliðnu ári. Voru því
útgjöld þjóðarbúsins enn verulega
umfram efni, sem lýsti sér í auknum
nettóskuldum við útlönd, eins og
síðar verður að vikið.
Heildarverðmæti útflutnings
jókst á síðastliðnu ári um 11,8%
miðað við fast meðalgengi, en vöru-
innflutningur jókst um 10,3%. Varð
nánast enginn halli á vöruskipta-
jöfnuðinum á árinu, en árin áður
nam hann 0,4% miðað við lands-
framleiðslu. Viðskiptahallinn á ár-
inu stafaði því eingöngu af áfram-
haldandi halla á þjónustujöfnuði,
sem reyndist 4,3% af vergri lands-
framleiðslu, samanborið við 4,7%
árið áður. Vaxtaútgjöld eru veru-
legur þáttur þjónustuútgjalda og
námu þau nettó 5600 millj. kr. á
meðalgengi síðastliðins árs, sem
jafngildir 5,1% af landsframleiðslu.
Lækkuðu vaxtaútgjöld nokkuð á
árinu, þrátt fyrir auknar skuldir,
en árið áður var þetta hlutfall 5,6%.
Er þetta m.a. að þakka lækkandi
vöxtum á alþjóðapeningamörkuð-
um.
Erlendar lántökur til langs tíma
umfram afborganir námu 5465
millj. kr. miðað við meðalgengi árs-
ins, og voru því 650 milljónir um-
fram viðskiptahallann. Reiknað á
meðalgengi ársins var skuldastaðan
í árslok 54,9% af landsframleiðslu
samanborið við 52,2% í árslok 1984.
Hér eru hins vegar ekki komin til
skila áhrif lækkunar á gengi dollars
á skuldastöðuna. Sé reiknað með
gengi og verðlagi, eins og það var
um áramót, nemur skuldastaðan
tæpum 52% af landsframleiðslu,
sem er heldur lægra en árið áður.
Miðað við horfur um erlendar lán-
tökur á þessu ári og núverandi
gengi má búast við því, að skulda-
staðan lækki á þessu ári í u.þ.b.
50%. Greiðslubyrðin af löngum lán-
um nam á síðastliðnu ári 19,2% af
útflutningstekjum, sem er verulega
lægra hlutfall en árið áður, þegar
greiðslubyrðin nam 24,3%. Stafar
lækkunin einkum af hagstæðari
vöxtum og aukningu útflutnings-
tekna.
Mikil aukning varð á árinu á
skammtíma viðskiptaskuldum,
einkum á skammtímaskuldum inn-
lánsstofnana, en nettóstaða þeirra
erlendis versnaði um nálægt þremur
milljörðum króna. Tveir þriðju hlut-
ar þeirrar aukningar stafa af íjár-
mögnun afurðalána, sem kom í stað
endurkaupa Seðlabankans. Þessar
skammtímalántökur höfðu hins
vegar ekki þensluáhrif innanlands,
þar sem á móti kom bætt nettóstaða
Seðlabankáns erlendis. í árslok nam
gjaldeyrisforði Seðlabankans 8750
milljónum króna, er samsvarar
verðmæti rúmlega þriggja mánaða
innflutnings. Jókst gjaldeyris-
forðinn um 2,7 milljarða á árinu,
en nettóstaðan erlendis um nálægt
fímm milljarða, hvort tveggja reikn-
að á árslokagengi.
Gagnger breyting
Yfírlit það, sem ég hefí nú gefíð
um þróun nokkurra helztu hag-
stærða á árinu 1985, sýnir, að um
var að ræða afturbata á flestum
sviðum efnahagsmála, án þess að
um umtalsverðan árangur væri að
ræða til lausnar á þeim megin-
vandamálum verðbólgu- og við-
skiptahalla, sem íslendingar hafa