Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1986 GuðmundurA. Fnð- riksson - Kveðjuorð Eg kynntist Gumma Atla sem listamanni í víðri merkingu þess orðs. Upplifun hans á umheiminum var heillandi og auðvelt að hrífast með henni. Myndir hans voru marg- ar skemmtilega skrítnar og gaman að skoða þær. Gumma Atla tókst með mörgum þeirra að vekja upplif- un á fegurð lífsins með sérkennileg- um sjónarhornum. Ein þeirra er mér ofarlega í huga. Það er vatns- litamyndj íslensk fjöll í bakgrunni og kýr. I forgrunni er kálfur fyrir innan gadd a vírsgi rð i ngu sem á undarlega fallegan hátt horfir heimskulegum augum framan í áhorfandann. Motiv myndarinnar og litimir vekja sterka upplifun af lífí og landi. Það þarf ekki að koma á óvart því Gummi Atli var mikill náttúruunnandi. Ég dáðist alla tíð að þreki hans við að klífa fjöll. Enda kom það glöggt fram í öllu hans tali að hann þekkti ísland og náttúru þess ákaflega vel. Við sem þekktum Gumma Atla söknum fjörmikils manns. Það var ávallt mikill hlátur í kring um hann sem lá kannski í því hvað hann hló mikið sjálfur. Honum þótti lífið skemmtilegt og nálægt honum var lífið það líka. Gummi Atli var mjög upptekinn við að lifa lífinu; sjá, upplifa og skilja. Það nægði honum því ekki að skoða aðeins sitt eigið land. Hann ferðaðist þó nokkuð til út- landa og kom síðast í haust úr Evrópuferðalagi. Þegar hann þurfti ekki að dvelja eins mikið á sjúkra- húsinu og áður kom hann mikið til mín og sambýliskonu minnar. Þá sagði hann okkur mikið af skemmti- legum sögum úr Evrópuferðinni sem verða okkur ógleymanlegar. Ég sagði áðan að Gummi Atli hafi verið listamaður. Erfiðleikum sínum tók hann einnig tökum lista- mannsins. Einn dag bankaði hann hjá mér og sagði: „Maður verður Öháður listi í Borgarnesi að lifa lífinu lifandi" og dró mig með sér út; það þurfti að sjá, upp- lifa og skilja. Það er óljúft að horfa á eftir fjörmanni eins og Gumma Atla svo ungum. Hann mætti lífinu með kjarki. Stundum sá maður á honum óþolinmæði þess sem rétt hefur hafið verk og á margt eftir ógert. En, hann brást við lífinu á sinn sérstæða hátt allt fram í andlátið. Ég heiðra minningu góðs drengs og megi hann hvíla í friði. Heimir Már Pétursson Þórunn H. Bjöms- dóttir - Minning Fædd 22. ágúst 1912 Dáin 25. apríl 1986 Amma, Þórunn Hanna Bjöms- dóttir, ljósmóðir, frá Ólafsfírði, er dáin. þessi frétt kom engum á óvart, því öllum var ljóst að hverju stefndi, en Hanna var búin að vera rúmföst af og til í nokkra mánuði. Hanna var aldrei kölluð annað en amma í Reykjavík af bömum mínum, kom það til af því að við bjuggum úti á landi er þau voru að alast upp. Einstök tilhlökkun ríkti alltaf á jól- um og afmælum er von var á pakka frá ömmu í Reykjavík. Það leyndi sér aldrei að innihald þeirra var valið af umhyggju og ást til þess er gjöfína átti að fá. Þó hún væri í raun aðeins amma elsta sonar míns var hún hálfsystmm hans sem besta amma. Hanna var einstök vinkona og var vinátta hennar mér mikils virði. Hún var skemmtileg heim að sækja og munu þær stundir sem við áttum saman ylja um ókomin ár. Ég og börnin mín þökkum henni öll árin og kveðjum með söknuði elskaða vinkonu og ömmu. Megi Guð geyma minningu henn- ar. Dídí Lifnar yfir hreppsmálaumræðunm Borgarnesi. FRAM er kominn nýr listi til hreppsnefndarkosninganna í Borgarnesi 31. mai, listi óháðra kjósenda. Hefur tilkoma listans komið af stað mikilli umræðu um sveitarstjómarmálin og komandi kosningar en fram að þessu hefur sú umræða verið í algjöru lágmarki. Að listanum stendur fólk úr öllum stjórnmálaflokkun- um. Að sögn þeirra er standa að list- anum er hann fram kominn vegna óánægju fólks með störf núverandi hreppsnefndarmanna og vantrú á framkomnum listum stjómmála- flokkanna. Að sögn Jakobs Þórs Skúlasonar, efsta manns a nSt.a óháðra, bar tilurð þessa framboðs nokkuð brátt að, en hugmyndin ætti sér hins vegar lengri aðdrag- anda. Sagði Jakob að með þessari umræðu um sveitarstjómarmál í Borgamesi sem þetta framboð hefði skapað óháðum hefði strax tekist að koma í gegn einu af markmiðum sínum. Jakob Þór Skúlason rafvélavirki skipar efsta sæti listans, Dóra Axelsdóttir verslunarmaður er í öðru sæti, Sigurgeir Erlendsson starfsmaður íþróttamiðstöðvarinn- ar er í þriðja sætinu og Steinar Ragnarsson bifvélavirki skipar flórða sæti listans. TKÞ „Eg fékk mér GoldStcir EIRÍKUR HAUKSSON SÖN6VARI myndbðndstæki til að missð ekki af Eurovision. Þetta eru fróbær tæki og á fínu verðil' Aðeins kr. 35.980,- stgr. GoldStar hefur alla möguleikana: * 83 rásir. * 12 forvalsstillingar. * 14 daga upptökuminni með 4 mismunandi timum. * Föst dagleg upptaka. * Allt að 4 tíma samfelld upptaka. * Létt rofar. * Þráðlaus fjarstýring með 13 stjórnaðgerðum. * Truflanalaus samsetning á mynd í upptöku. * 5-föld hraðleitun fram og til baka. * Kyrrmynd. * Sjálfvirk spólun til baka. * Rafeindateljari. * Teljaraminni. * Skýrt ljósaborð sem sýnir allar aðgerðir tækisins. * Þú getur horft á eina rás, meðan þú ert að taka upp af annari. * Með E.T.R. rofanum geturðu tekið upp i ákveðinn tima, Vz—4 klst., að þvi loknu slekkur tækið sjálft á upptökunni. Síðasta sending seldist upp á 2 dögum. Næsta send væntanleg eftir daga ing örfáa VIO TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR Tökum á móti pöntunum. 19 SKIPHOLTI SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.