Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAI1986 Páll J. Einars- son — Minning Fæddur29.júlí 1902 Dáinn 25. mars 1986 Nú er blessaður afi minn fluttur úr þessum heimi. Hann er þó ekki dáinn. Nei, hann hefir skipt um bústað og heimilisfang. Ég veit að hann er nú þar sem hann valdi sér framtíðarbústað, meðan hann lifði hér á jörð. Nú er hann heima hjá þeim vini, sem hann elskaði mest. Sá sem einnig elskaði hann. Heimil- isfangið er nú Himininn, héima hjá Jesú. Einn af mestu vakningaprédikur- um hinnar ensku fríkirkju sagði eitt sinn á þessa leið: Einn dag munuð þið lesa og heyra, að ég sé látinn. Svo bætti hann við: Trúið því þá ekki. Þann dag mun ég vera meira lifandi, en ég hefi nokkru sinni verið. Hvað átti hann við? Jú þetta. Þegar ég kveð jarðlífið þá verð ég heima hjá Jesú. Jesús segir: „Ég lifi og þér ínunuð lifa.“ Ef afí minn gæti talað við okkur núna, mundi hann staðfesta að þetta er sannleikur. Svo getur aðeins sá maður talað, sem á lifandi von og trú til frelsarans Jesú Krists. Ef ég get verið fullviss um nokkuð, þá veit ég að þegar afí minn kom heim til Drottins, þreyttur og af sjúkdómi þjáður, þá beið hans bú- staður, sem Jesús hafði sjálfur búið honum. Sjálfur Jesús tók á móti honum og bauð hann velkominn heim. í rauninni ætla ég ekki að skrifa minningargrein um afa minn. Það eftirlæt ég þeim, er betur kunna að fara með penna og íslenskt mál. Mig langar aðeins til að skrifa nokkur hvatningarorð og uppörvun- arorð til eftirlifandi ættingja afa míns. Ég hefði óskað eftir því að umgangast afa minn meira. Þá hefði það styrkt trú mína og traust meir. Eitt sinn fékk einn af læri- sveinum Jesú þann heiður að vera kallaður klettur. Það var Símon Pétur. Páll afi minn var klettur þegar um var að ræða trúfesti hans til Jesú. Hann var einnig klettur í þeim söfnuði sem hann elskaði og tilheyrði í marga áratugi (49 ár). Hann var klettur í Hvítasunnusöfn- uðinum í trú og reynslu. Páll afí minn var 25 ára þegar hann gerðist lærisveinn Jesú Krists. Ég var á sama aldri þegar sú dá- semd henti mig. Þá hófust kynni mín af Páli afa. Mér finnst það hafa verið 20 árum of seint. Arið 1971 kom ég heim til íslands og þá sem lærisveinn Jesú Krists. Hlaut ég mikla blessun við að umgangast afa minn, Pál Einars- son. Óútskýranlegt og dásamlegt var að koma heim til Jónínu ömmu og Páls afa. Hinn lífsreyndi Guðs- maður gaf heilnæm ráð til dóttur- sonar síns. Því mun ég aldrei gleyma. Ekki gleymi ég heldur er hann tók fram Heilaga Ritningu og útskýrði Guðs orð. Ætíð fór ég af fundi þeirra hressari og styrkari í trú minni á Drottin. Mikið vildi ég óska að fleiri af bömum þeirra og bamabörnum hefðu fært sér slíkt ínyt. Ég reikna með, að ég sem ungur drengur hafí haft svipaðar skoðanir sem aðrir ungir drengir á mínum aldri. Ég skildi aldrei þessar mörgu ferðir afa og ömmu niður í Fíladelf- íu. Ef til vill hugsuðum við svo: Þetta blessaða gamla fólk hefir víst ekki annað að gera en að fara í kirkju. Nei og aftur nei, Páll fór ekki í kirkju til styttingar á tíma, þar sem hann hafði ekkert annað að gera. Eða hann væri orðinn gamall. Hann sótti Guðs hús þar sem hann vildi vera með þeim sem hann elskaði. Fyrst og fremst Jes- úm Krist. Páll Einarsson var Guðs maður af öllu hjarta. Hann vildi leiðast af Guði en ekki mönnum. Því átti hann ekki samleið með fjöldanum. For eftir þeirri trú, sem Guð gaf honum. Fór hann þvert við fjöldann og gekk ótrauður sína leið með Drottni sín- um. Þessi afstaða snerti Drottin sjálfan. Biblíuna sem Guðs orð. Svo og söfnuðinn, sem Páll sá sem lík- ama Krists. Þá var Páll stundum misskilinn. Hrein samviska var Páli meira virði, en álit náungans eða fjöldans. Þessi fastmótaða regla fylgdi Páli í einkalífí og safnaðarlíf- inu. Ætíð hefi ég borið mikla virðingu fyrir þeim mönnum sem hafa haft þrek og þor til að ganga gegn straumnum. Þó það gæti kostað afa minn einmanaleika og misskilning, þá seldi hann aldrei sannfæringu sína. Um sjö ára bil var samband okkar allnáið, eða frá 1971—1978. Aldrei fann ég neitt með afa og ömmu, annað en heilindi og stöðug- lyndi með málstað Jesú. Ástvina missir og aðrir erfíðleikar ráku á fjörur Páls afa míns og Jónínu ömmu. Athvarfíð var þá Jesús. Þangað var leitað og gátu þau þá huggað aðra með þeirri huggun, sem þau sjálf höfðu af Guði hlotið. Þau höfðu eina löngun fram yfír aðrar. Það var að sjá böm sín og barnaböm eignast lifandi trú á Jesúm Krist. Hann trúði staðfast- lega orðunum: „Trú þú á Drottin Jesú og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.“ Því vil ég skrifa til frændfólks míns, afkomenda Páls Einarssonar. Heiðmm minningu afa og ömmu okkar með því að feta í fótspor þeirra og gera Jesú að leið- toga lífs okkar. Þá munum við mæta afa og ömmu í landi lifenda. Himninum, þar sem Jesús er. Bæn mín og löngun er að við allir afkom- endur Páls og Jónu, megum hafa ættarmót þar heima í Himninum hjá Jesú. Jesús dó fyrir okkur öll, sem veljum Hann héma megin grafar. Þá fer vel og heimkoman í eilífðinni verður vís. Vinarkveðja Georg Viðar, Sörbacksgatan 20, 216, 25 Malmö, Sverige. Vinur minn, Páll Einarsson, fæddist að Hlíðarhúsi í Vestmanna- eyjum. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Guðmundsdóttir frá Hóla- brekku í Laugardal, Ámessýslu og Einar Pálsson, kenndur við Miðhús í Vestmannaeyjum. Páll Ingimundarson, faðir Einars, var sonur Ingimundar Jónssonar á Gjábakka í Vestmannaeyjum. Jónína og Einar eignuðust þijú böm í hjónabandi sínu: Pál sem var elstur, þá Mettu og síðast Hólmfríði. Páll kveður síðastur þessara systk- ina sinna. Auk þess átti Páll þijú hálfsystkini af föðumum, þau Guðrúnu, Lúter og Gunnólf. Páll fluttist frá Hlíðarhúsi að Kirkjubæ níu vikna gamall til hins kunna smiðs, Magnúsar Eyjólfsson- ar og Guðlaugar konu'hans. Þar ólst Páll upp í skjóli þeirra og Margrétar Jónsdóttur frá Beijanesi undir Eyjafjöllum. Páll kvæntist konu sinni, Jónínu Pálsdóttur frá Kerlingardal í Mýr- dal þann 3. janúar 1925. Heimili þeirra hjóna var fyrst í Langholti. Það hús er í Eyjum og er byggt af föður Páls árið 1912. Páll og Jónína eignuðust saman sjö böm. Þau em: Margrét fædd 7. október 1925, býr í Reykjavík; Andrés, hann dó 2 ára gamall; Andrés fæddur 9. nóvember 1930, giftur og 4 barna faðir, búsettur í Sandgerði; Samúel fæddur 1932, hann dó á fyrsta ári; Hanna fædd 18. júlí 1937, hún er gift og á Ijögur böm. Hún og maður hennar, Emil Ólafsson, em búsett í Reykjavík; Samúel fæddur 27. september 1940, dáinn 12. janúar 1978. Hann var þriggja bama faðir; Súsanna fædd 1. október 1944. Hún er þriggja barna móðir og býr í Reykjavík. Páll var sterkbyggður maður og eftirsóttur í alla vinnu. Eitt sinn er hann var í kaupavinnu að Betjanesi, þá um tvítugt, var efnt til keppni í slætti að Þorvaldseyri undir Eyja- fjöllum. Til þessarar keppni vom valdir fjórir afburða sláttumenn og var Páll einn af þeim fjórmenning- um. Þetta sýnir að sláttumaður hefur hann verið ágætur. Ungur réðist Páll til Gísla J. Johnsens og hóf störf í fiskimjöls- verksmiðju hans í Vestmannaeyj- um, en hún var fýrsta fískimjöls- verksmiðja landsins. Þar vann Páll í ellefu ár. Á langri starfsævi sinni starfaði Páll hjá þremur fyrirtækj- um alls, í Vestmannaeyjum og í Reykjavík. í Reykjavík vann hann sem vélstjóri hjá Sænska frystihús- inu og síðar hjá Rafveitu Reykjavík- ur allt til loka starfsævi sinnar. Það fylgdi Páli alla tíð að vera trúr og ömggur og húsbóndahollur. Þegar Páll var 19 ára gamall komu kristniboðar til Eyja; það var norskur maður, Erik Ásbö að nafni og Signe kona hans og túlkur þeirra, Sveinbjörg Jóhannsdóttir. Samkomur vom haldnar á ýmsum stöðum í byggðinni, meðal annars í samskomuhúsinu „Borg“ og húsi Góðtemplara. Þá var vakning í Vestmannaeyj- um. Margir læknuðust af sjúk- dómum sem þeir höfðu þjáðst af ámm saman. Fólk öðlaðist lifandi trú á Jesúm Krist. „Hann sem er í dag eins og hann var í gær og verður um aldir alda.“ (Heb. 13:8). En samfara vakningunni hófst ofsókn. „Öfgatrú", „bókstafstrú“, „ofsatrú". Þannig hljómuðu slagorð ofsækjendanna. Þá skildu fáir merkingu orðsins trúar, en hún er þessi: „Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.“ Ofsatrú og öfgatrú em rökleysur sem engum manni með eðliíega máltilfínningu skyldu töm vera. Trú samfara efa er dregin í eitt í sögninni að rengja. Á þessum tíma komu ungir sem aldnir á samkomur kristniboðanna og margir komu með þann ásetning að hleypa þeim upp. í slíkum erinda- gjörðum kom Páll eitt sinn ásamt hópi æskuvina. Þegar þeir ganga inn er Eric Ásbö að prédika og Sveinbjörg Jóhannsdóttir að setja ræðu hans yfír á íslensku. Salurinn var þéttsetinn og nú þegar þeir em komnir inn í miðjan salinn sér Páll skyndilega þriðju persónuna standa milli þeirra Ásbö og Sveinbjamar. Páll fann það undir eins að þar leit hann Jesúm Krist sjálfan. Páll sneri við og fór sömu leið til baka og fór heim. Þessi atburður markaði þáttaskil í lífí Páls. Páll var ákaflega traustur maður og kom það vel fram í starfí hvíta- sunnumanna, hvort sem það var í 239 Vestmannaeyjum eða í Reykjavík. Ársæll heitinn Sveinsson, sá mæti maður, sagði mér að hann hafí oft sem ungur drengur komið að Gjábakka þar sem Ingimundur langafi Páls bjó til að leika við bömin þar. Gjábakkatúnin vom góður leikvöllur. En þegar Ingi- mundur hafði helgistund, húslestur, - heima urðu allir leikir að hætta á meðan á helgistundinni stóð. Það hlýddu allir húsbóndanum á Gjá- bakka. „Ingimundur var mjög siðavand- ur og guðhræddur maður,“ sagði Ársæll. Á sama hátt kynntist ég Páli Einarssyni, eins og Ársæll Sveinsson lýsti langafa hans. Páll var reglumaður í hveijum hlut. Þegar Páll var 25 ára gamall tók hann skím niðurdýfingarinnar. Ásamt honum létu skírast þau Jón- ína kona hans, Halldór Magnússon og Einar Þorsteinsson bóndi úr Vestur-Landeyjum. Páll og Halldór vom vinnufélagar í Fiskimjölsverk- smiðjunni og vom þeir verkstjórar þar, báðir ungir, Halldór 23 ára og Páll 25 ára svo sem komið er fram áður. Einar Þorsteinsson hafði þráð að ganga veg skírnarinnar í áratugi og þóttu það miklar fréttir í Vest- mannaeyjum og öllu Rangárþingi að einhver mesti bústólpi Landeyj- anna hafði tekið niðurdýfíngarskím þá 77 ára gamall, en Einar var fæddur 1852. Allir þessir vinir vom trúir þjónar Drottins til síðasta dags. Jesús segir í Opinbemnarbókinni: „Vertu trúr alls til dauða og ég mun gefa þér lífsins kórónu." (Op. 2:10). í maímánuði 1936 kom til íslands maður að nafni T.B. Baratt, norskur kristniboði og mikill Guðs þjónn. Baratt var einn af þeim mönnum sem andi Guðs notaði til þess að móta Hvítasunnuhreyfínguna á Norðurlöndum. Með Baratt kom maður að nafni Birgir Norby, öld- ungur í Fíladelfíukirkjunni í Ósló. Héldu þessir menn samkomur í Eyjum dagana 10.—16. maí. Þá var Páll ásamt mér valinn sem öldungur í Betelsöfnuðinum í Vestmannaeyj- um. Baratt lagði hendur yfir ökkur og bað fyrir okkur. Hann sagði þá: „Þið verðið öldungar til dauðadags ef þið haldið ykkur fast við Drottin Jesúm“. Páll Einarsson hélt sér fast í Jesúm Krist til dauðadags. Birgir Norby gaf okkur Páli þessi orð úr Korintubréfi I. 10:32—33; „Verið hvorki Gyðingum né Grikkjum né söfnuði Guðs til ásteytingar. Eins og ég fyrir mitt leyti reyni í öllu að þóknast öllum, og leita ekki míns eigin gagns, heldur gagns hinna mörgu. Til þess að þér verðið hólpn- ir.“ Drottinn blessi allt sem Páii var kært; börnin, bamabömin, söfnuð Guðs og íslensku þjóðina. Ég sem þessar hugsanir hefí sett á blað, þakka Drottni fyrir Pái og Jónínu, konu hans og blessa minn- ingu þeirra. Óskar M. Gíslason, Faxastíg 2b, Vestmannaeyjum. Morgnnblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningar- greinar birtist undir fullu nafni höfundar. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ROBERT D. BOULTER, námsráðgjafi, Bauganesi 40, Skerjafirði, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miövikudaginn 7. maí kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hans vinsamlegast látið Krabbameins- félagið njóta þess. Þórunn R. Jónsdóttir, Fred Boulter, Lýdia Einarsdóttir, John Boulter, Robert Boulter, Stefán Boulter, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HÓLMFRÍÐAR M. JÓNSDÓTTUR, menntaskólakennara, Þórunnarstræti 85, Akureyri. Aðstandendur. t Alúöarþakkir fyrir vinsemd og samúð við andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, REGÍNU JAKOBSDÓTTUR, Steinsbae, Eyrarbakka. Gyðríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson, Marta Sigurðardóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Guðmunda Sigurðardóttir, Sólveig Sigurðardóttir, barnabörn og Guðjón Pálsson, Ingunn Óskarsdóttir, Ólafur Pálmason, Hafsteinn Valgarðsson, Árni Óskarsson, Halldór Ben Þorsteinsson, barnabarnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, KOLBRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Laugavegi 133. Bára Vilbergs, Bjarni ísleifsson, Reynir Vilbergs, Steinunn Þorsteinsdóttir, Sóiveig Vilbergs, Alda Acre, og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.