Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 52
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Hornsteinn lagður að Seðlabankanum
r,Megi hagsæld og gifta fylgja þessu húsi og öUum þeim störfum
sem hér verða unnin í framtíð fyrir land okkar og þjóð,“ sagði
forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, eftir að hún hafði lagt
hornstein að nýbyggingu Seðlabanka íslands við Kalkofnsveg
við hátiðlega athöfn í gærdag. Á myndinni er Vigdís að búa
sig undir að múra hornsteininn inn í vegg nýbyggingarinnar,
gegnt innganginum. Henni til aðstoðar er Vignir H. Benedikts-
son múrarameistari, en fyrirtæki hans, Steintak hf., er aðalverk-
taki Seðlabankans nýja.
38 ára maður í gæsluvarðhaldi:
Kona meðvitundar-
Hitaveita Akraness
og Borgarfjarðar:
Skuldir
Geldof styður
Afríkuhlaupið
Morgunblaðið/ÓI.K.M.
orðnar
1,4 milljarðar
RÚMLEGA 80 milljóna króna tap
varð á rekstri Hitaveitu Akra-
ness og Borgarfjarðar á síðast-
liðnu ári. Skuldir veitunnar eru
nú orðnar 1.430 miUjónir króna,
þar af um 570 milljónir umfram
eignir.
Skuldir hitaveitunnar nema nú
tæpum 200 þúsund krónum á hvert
mannsbam á veitusvæðinu, sem er
Akranes, Borgames og Andakíls-
hreppur, eða 700-800 þúsund á
hvert heimili. Sveitarfélögin em
ábyrg fyrir skuldbindingum hita-
veitunnar, en skuldir hennar sam-
svara framkvæmdafé þeirra í 35 ár.
Iðnaðarráðuneytið leggur á það
áherslu að leysa vanda hitaveitunn-
ar í tengslum við stofnun orkubús
héraðsins, til dæmis með sammna
allra orkufyrirtækjanna á Akranesi
og í Borgarfirði. Heimamenn em
margir hveijir tortryggnir á þessa
lausn og vilja að stjómvöld leysi
skuldavanda hitaveitunnar áður en
til sameiningar kemur.
Sjá Af innlendum vettvangi:
„Góði draumurinn sem varð
að martröð" á bls. 16.
Jóhannes Nordal á aðalfundi Seðlabankans:
Lækka verður opinber út-
gjöld og afla meiri tekna
Millibankamarkaður í stað yfirdráttar hjá Seðlabankanum
laus og í lífs-
- hættu í sjúkrahúsi
38 ÁRA gamall Reykvíkingur var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald
allt til 15. mai grunaður um að hafa veitt sambýliskonu sinni hættu-
legan áverka. Konan, sem er 31 árs, er meðvitundarlaus og í lífs-
hættu í sjúkrahúsi í Reykjavik. Ekki er enn Ijóst með hvaða hætti
hún hlaut áverkann en vitað er að til ryskinga kom á milli þeirra
á sunnudagsmorgun. Þau höfðu verið á skemmtistað kvöldið áður.
Konan kom til nágranna sinna í
íjölbýlishúsi í austurborginni á
sunnudagsmorgun eftir að hafa átt
í erjum við sambýlismann sinn. Hún
kvartaði undan verk í öxlinni og
varð úr, að hringt var á lögreglu.
Eftir nokkrar fortölur fékkst konan
til að fara með lögreglumönnunum
í slysadeild Borgarspítalans. Engir
áverkar sáust á konunni og var
ákveðið að taka af henni röntgen-
mynd. Var hún því látin bíða stutta
stund — en áður en kom að mynda-
tökunni hafði konan farið af sjúkra-
húsinu og aftur til nágranna sinna.
Þar lagðist hún til svefns.
Síðdegis kom sambýlismaður
hennar þangað og leitaði konunnar.
Þegar hún svaraði ekki kalli var
hún flutt aftur í slysadeildina. Við
sneiðmyndatöku kom í ljós að mikið
hafði blætt inn á heila hennar og
að hárfín sprunga var á höfuðkúp-
unni ofan við hægra eyrað. Engir
aðrir áverkar voru á höfði konunn-
ar, að sögn Þóris Oddssonar, vara-
rannsóknarlögreglustjóra ríkisins.
Konan gekkst þegar í stað undir
aðgerð en í gærkvöldi var hún enn
ekki komin til meðvitundar og var
enn talin í lífshættu.
Vegna þessa taldi Rannsóknar-
lögregla ríkisins ástæðu til að krefj-
ast þess að sambýlismaður hennar
yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald
enda væri ekki hægt að útiloka að
hann hefði bakað sér refsiábyrgð.
Sá úrskurður var kveðinn upp í
sakadómi Reykjavíkur í gær.
Þórir Oddsson sagði tildrög þessa
atburðar erth óljós. Rannsókn máls-
ins er haldið áfram.
Baráttumaðurinn Bob Geldof
ætlar að taka þátt í Afríkuhlaup-
inu 25. maí þrátt fyrir að honum
sé meinilla við hlaup. Hann
getur ekki komið til Islands í
tilefni hlaupsins en styður það
engu að síður og sannar það hér
á myndinni þar sem segir að
ísiendingar hlaupi líka í þessu
alheimsátaki íþróttamanna og
hljómlistarmanna.
Sjá nánar um hlaupið á
blaðsíðu 50.
FJÓRIR menn voru í gær yfir-
heyrðir hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins vegna dauða 29 ára
gamallar konu, Gunnhildar
. . <tt Gunnarsdóttur, sem fannst látin
á heimili sinu að Feijubakka 10
í Breiðholti í gærmorgun. Konan
hafði verið á skemmtistað á
mánudagskvöld ásamt eigin-
manni sinum. Þar hittu þau þijá
menn, sem þau buðu heim til sin.
Sátu þau síðan uppi um nóttina
og var vin haft um hönd. Var
JÓHANNES Nordal, Seðla-
bankastjóri, sagði á aðalfundi
bankans, sem haldinn var í gær,
að lækka yrði hið fyrsta útgjöld
ríkisins og gera ráðstafanir til
meiri tekjuöflunar, ef snúa ætti
þeirri þróun við, að ríkið taki til
sín æ stærri hluta af því fjár-
magni, sem þjóðarbúið hefur yfir
að ráða. Mikil verkefni væru
því framundan í stjórn ríkisfjár-
mála.
Jóhannes sagði, að áætlað væri
talið undir miðnætti i gær að
gestimir þrir yrðu látnir lausir
innan skamms. í gærkvöldi var
enn allt óvíst um með hvaða
hætti andlát konunnar bar að
höndum. ,
Löjgreglan var kvödd að húsinu
á sjöunda tímanum í gærmorgun.
Þá var konan meðvitundarlaus í
svefnherbergi íbúðarinnar og var
hún látin þegar komið var með
hana í slysadeild Borgarspítalans.
að á þessu ári næmu innlendar lán-
tökur ríkissjóðs og húsbyggingar-
sjóðanna 4,1% af þjóðarframleiðslu.
Á síðasta ári voru þær 3,1%. Hann
taldi, að ekki gæti hjá því farið að
þessi aukning eftirspumar eftir
lánsfé hefði þau áhrif að raunvextir
yrðu hærri en ella.
Seðlabankastjórí vakti einnig
athygli á því, að hér á landi hefði
að undanfömu verið að þróast milli-
bankamarkaður, þar sem innláns-
stofnanir gætu í vaxandi mæli leyst
lausafjárvandamál sín með lántök-
Ekki voru miklir áverkar á líkinu
og í íbúðinni voru ekki greinileg
merki um að átök hefðu orðið, að
því er Þórir Oddsson, vararann-
sóknarlögreglustjóri ríkisins, sagði
í samtali við blm. Morgunblaðsins
í gærkvöldi.
„Þetta er grunsamlegt dauðsfall.
Rannsókn okkar beinist að því að
leiða í ljós hver dánarorsökin var
og með hvaða hætti andlátið bar
að. Krufning verður að skera úr
um það,“ sagði Þórir Oddsson.
um hver hjá annarri í stað skulda-
söfnunar við Seðlabankann. Hann
kvað rætur þessa markaðar liggja
í reglum, sem Seðlabankinn setti
fyrir rúmum tveimur árum um
framsöl á víxilkvótum innlánsstofn-
ana hjá Seðlabankanum. Engar
hömlur hefðu verið settar á vexti
af slíkum framsölum, og hefðu þau
mjög farið vaxandi upp á síðkastið.
Hann kvað stjóm Seðlabankans
stefna að því, að breyta viðskipta-
fyrirkomulagi milli bankans og
innlánsstofnana í þá átt, að milli-
bankamarkaður komi með öllu í
stað yfirdráttarmöguleika í Seðla-
bankanum.
Seðlabankastjóri lét í ljós ánægju
með þau stóru skref til opnari
markaðsbúskapar, sem stigin hefðu
verið hér á landi, en benti á, að
bein opinber íhlutun réði enn miklu
um veigamikla þætti þjóðarbúskap-
arins. I því sambandi nefndi hann
m.a., að millifærslu- og fískverðs-
ákvörðunarkerfi sjávarútvegs hefði
komið í veg fyrir samkeppni og
hagstæðustu nýtingu hráeftiis og
framleiðslutækja. Kvað hann hins
vegar margt benda til þess, að
miklar breytingar væru framundan
í sjávarútvegi. Sjóðakerfið hefði
verið afnumið og vonir stæðu til,
að í kjölfarið kæmi frjálsari verð-
myndun á fiski í stað þess opinbera
verðlagskerfis, sem ríkt hefði um
langan aldur.
Sjá ræðu Seðlabankastjóra
á bls. 26-29 og nánari fréttir
á bls. 20.
Regnvatni
safnað til
geislamælinga
REGNVATNI verður safnað í
dag og næstu daga á öllum
veðurathugunarstöðvum á
svæðinu frá Kirkjubæjar-
klaustri að Dalatanga ef rign-
ir. Þetta er gert fyrir tilstilli
Geislavama rikisins til þess að
hægt sé að rannsaka hvort
geislavirk efni hafi borist hing-
að til lands I kjölfar kjarnorku-
slyssins í Chemobyl í Sovét-
rikjunum. Veðurfarslegar að-
stæður hafa breyst þannig að
hugsanlega geta geislavirk
efni borist hingað til lands. í
dag hefjast væntanlega einnig
loftmælingar i sama tilgangi.
Sigurður Magnússon for-
stöðumaður Geislávama ríkisins
sagði í samtali við Morgunblaðið
að hann ætti ekki von á að mikið
hefði borist af geislavirkum
efnum til íslands. Hann sagðist
byggja þetta á upplýsingum sem
borist hafa frá Bretlandi og ír-
landi, en þær gefa til kynna að
þar sé magn af geislavirkum
efnum í andrúmsloftinu langt
fyrir neðan hættumörk.
Þessar mælingar eru unnar í
samvinnu við Raunvísindastofn-
un Háskólans og fieiri aðila.
Kona fannst látin á heimili sínu í Breiðholti:
Grunsamlegt dauðs-
fall tíl rannsóknar