Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1986
Rekstur Seðlabankans
kostaði 163 milljónir
Kostnaður vegria utanlandsferða 5,8 milljónir kr.
REKSTUR Seðlabankans kostaði
á síðasta ári rúmar 163 milljónir
króna. Þar af nam launakostnað-
ur og launatengd gjöld 90,3 millj-
ónum króna. Þetta kemur fram
i ársskýrslu Seðlabankans fyrir
árið 1985, sem lögð var fram á
aðalfundi bankans í gær.
A síðasta ári greiddi bankinn um
6.2 milljónir króna í ferðakostnað,
þar af vegna utanlandsferða 5,8
milljónir. Kostnaður við fundahöld
og gestamóttöku var 2,8 milljónir
króna. Bifreiðakostnaður bankans
nam 6,9 milljónum króna, þar af
var kostnaður vegna bifreiða starfs-
manna 3,8 milljónir króna. Rekstur
eigin bifreiða kostaði 1,9 milljónir
króna og aðkeyptur akstur tæpar
1.2 milljónir.
Vegna námskostnaðar og félags-
mála starfsmanna o.fi. greiddi
bankinn 4,1 milljón króna á liðnu
ári. Utgáfa, pappír, prentun og
ritföng kostaði 6,4 milljónir króna,
bóka- og myntsafn, blöð og tímarit
4,7 milljónir, burðar- og símgjöld
5,1 milljón og tölvuþjónusta kostaði
5,3 milljónir.
Alls fengu 176 starfsmenn greidd
laun á árinu 1985, þ.m.t. banka-
ráðsmenn, starfsmenn í hlutastarfi,
sumarstarfsmenn og ræstingafólk.
Samtals 97 starfsmenn fengu
greidda yfirvinnu, þar af 51 fasta
yfirvinnu. Hlutfall yfirvinnu í heild-
arlaunagreiðslum var 11%. Föst
yfírvinna nam 4,4 milljónum og
önnur yfírvinna 4,3 milljónum
króna. Eftirlaunagreiðslur voru 6,6
milljónir króna.
Megi hagsæld og gifta
fylgja þessu húsi
Skálað i kampavini að Iokinni hátíðardagskrá. Jóhannes Nordal,
formaður bankastjórnar Seðlabankans, færir forseta íslands,
Vigdísi Finnbogadóttur, gjöf frá bankanum i tilefni dagsins.
Hagnaður Seðlabankans
176 milljónir 1985
Kostnaðarverð nýja Seðlabankahússins
445 milljónir í árslok 1985
- sagði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir,
eftir að hafa lagt hornstein að nýbyggingu
Seðlabankans í gærdag
HAGNAÐUR Seðlabankans nam
á síðasta ári 176 milljónum
króna. Vaxtatekjur bankans
umfram vaxtagjöld voru 977
milljónir, sem er 110 milljónum
króna lægri munur en árið þar
á undan. Þetta kom fram í ræðu
Jónasar G. Rafnars, formanns
bankaráðs, á 25. ársfundi Seðla-
bankans í gær.
Kostnaður Seðlabankans, annar
þeirra hærri en innstæður, um
2.817 milljónir. Loks sagði hann,
að staða ríkissjóðs og ríkisstofnana
hefði á árinu versnað gagnvart
bankanum um 1.989 milljónir
króna, en á árinu 1984 hefði hún
versnað um 307 milljónir.
„MEGI hagsæld og gifta fylgja
þessu húsi og öllum þeim störf-
um sem hér verða unnin í fram-
tíð fyrir land okkar og þjóð,“
sagði forseti íslands, Vigdis
Finnbogadóttir, eftir að hún
hafði lagt homstein að nýbygg-
ingu Seðlabankans við hátíð-
lega athöfn á 25 ára afmæli
Seðlabankans í gærdag. At-
höfnin fór fram að viðstöddu
fjölmenni á jarðhæð nýbygg-
ingarinnar, í framtíðar af-
greiðslusal bankans, að loknum
25. ársfundi Seðlabankans.
Auk Seðlabankans munu tvær
ríkisstofnanir aðrar verða til húsa
í nýbyggingunni, Reiknistofa
bankanna og Þjóðhagsstofnun.
Reiknistofa bankanna hefur raun-
ar þegar flutt starfemi sína í hús-
ið, en starfsmenn Seðlabankans
og Þjóðhagsstofnunar munu
væntanlega flytja þangað um
næstu áramót. Þá munu alls um
250 manns starfa í húsinu, þar
af helmingurinn á vegum Seðla-
bankans, en hinn helmingurinn á
vegum áðumefndara tveggja
stofnana, auk iðnþróunarsjóðs,
sem hefur haft starfsaðstöðu hjá
Seðlabankanum frá upphafi.
Athöfnin hófst með því að Blás-
arakvintett Reykjavíkur lék í
stundarfjórðug fyrir viðstadda, en
síðan bauð Jónas G. Rafnar, for-
maður bankaráðs Seðlabankans,
gesti velkomna og forseti íslands
lagði homstein að byggingunni.
Því næst flutti Jóhannes Nordal,
formaður bankastjómar Seðla-
bankans, ávarp. Jóhannes sagði
meðal annars um starfsemi Seðla-
bankans:
„Greina má starfsvettvang
Seðlabankans í þtjá meginþætti.
í fyrsta lagi er hann banki ann-
arra banka og hefur það hlutverk
að efla þróun og heilbrigði þeirra
stofnana, sem á peningamarkaðn-
um starfa. Hann er í öðru lagi
banki ríkisins og annast bæði
framkvæmd í tilteknum málum
fyrir ríkisins hönd og bankavið-
skipti ríkissjóðs innanlands og
utan. Og í þriðja lagi ber honum
að varðveita greiðslustöðu þjóðar-
búsins út á við og annast sam-
skipti við alþjóðastofnanir og
seðlabanka annarra þjóða."
Síðar í ávarpi sínu sagði Jó-
hannes: „Strax eftir stofnun
Seðlabankans fyrir 25 árum var
ljóst, að hann þyrfti á nýju hús-
næði að halda, enda í þröngu
sambýli við Landsbankann í
gömlu húsnæði, sem á engan hátt
fullnægði kröfum um öryggi eða
þá sérstöðu, sem seðlabanki þarf
á að halda. Sú bygging, sem nú
er risin, mun fullnægja öllum
öryggis- og sérkröfum Seðlabank-
ans um fyrirsjáanlega framtíð."
A eftir Jóhannesi tók til máls
Matthías Bjarnason viðskiptaráð-
herra. Hann sagði meðal annars
að Seðlabanki Islands hefði frá
öndverðu gegnt mikilvægu hlut-
verki í efnahagskerfi landsins, og
sagðist telja að dómur sögunnar
ætti eftir að verða sá að stofnunin
hefði sinnt verkefnum sínum af
vandvirkni og samviskusemi.
I húsakynnum hins nýja Seðla-
banka hefur verið efnt til sýningar
á verkum eftir fimm af fremstu
myndhöggvurum Islands, og verð-
ur sýningin opin almenningi
næsta hálfa mánuðinn. Lista-
mennimir eru Einar Jónsson, Ás-
mundur Sveinsson, Siguijón Ól-
afsson, Gerður Helgadóttir og Jón
Gunnar Ámason. Jóhannes Nor-
dal sagði í lok ræðu sinnar að
með þessu móti gæfist fólki kostur
á að skoða þann hluta byggingar-
innar sem tilbúinn er og njóta
listaverkanna í hinu nýja um-
hverfi.
Nauðsyn að fækka ríkisbönkum og
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Athöfnin er hafin og gestir og gestgjafar hlýða á Blásarakvintett Reykjavíkur leika. í fremstu röð
frá vinstri eru Kristín Ingimundardóttir kona Matthíasar Bjarnasonar viðskiptaráðherra, sem situr
við hlið hennar, þá Dóra Guðjónsdóttir kona Jóhannesar Nordal formanns bankastjórnar Seðlabank-
ans, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, situr á milli Jóhannesar og Jónasar R. Rafnar formanns
bankaráðs Seðlabankans, og kona hans, Aðalheiður Rafnar, situr við hlið forsætisráðherrahjón-
anna, Eddu Guðmundsdóttur og Steingríms Hermannssonar. í næstu röð má þekkja þá Matthías Á.
Mathiesen utanríkisráðherra og Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra.
Seðlabanki íslands 25 ára:
Aðalfundur Seðlabankans
stofna öflugan hlutafélagsbanka
- sagði Matthías Bjarnason, viðskiptaráðherra, á aðalfundi Seðlabankans.
- Boðar ný lög um skuldabréf ogf samræmdar reg-Iur um veðdeildir banka
en byggingarkostnaður, hækkaði
um 35% á árinu, eða úr 145 milljón-
um króna í 197 milljónir. Gjald-
færður byggingarkostnaður var
106 milljónir. I árslok 1985 var
kostnaðarverð nýbyggingar bank-
ans um 445 milljónir á verðlagi þá.
Endurmat gengistryggðra eigna
bankans var 300 milljónum króna
hærra en endurmat gengistryggðra
skulda. Árið þar á undan var þessu
öfugt farið, en þá var nettógengis-
endurmat bankanum óhagstætt um
173 milljónir króna.
Jónas Rafnar vakti ennfremur
athygli á því, að erlendar eignir
Seðlabankans í frjálsum gjaldeyri
að frádregnum skuldum til skamms
tíma hefðu hækkað um 131 milljón
bandarískra dala á síðasta ári.
Innstæður innlánsstofnana hefðu
verið um 3.510 milljónum króna
hærri en skuldir þeirra í árslok
1985. Ári áður hefði þessu verið
öfugt farið, en þá voru skuldir
MATTHÍAS Bjarnason, við-
skiptaráðherra, sagði á aðal-
fundi Seðlabankans í gær, að
nauðsynlegt væri að gera skipu-
lagsbreytingar á bankakerfinu
með fækkun ríkisbanka og stofn-
un öflugs hlutafélagsbanka með
aðild ríkisins en í meirihlutaeign
einkaaðila. „Það er engum vafa
undirorpið að þessar skipulags-
breytingar hefðu í för með sér
gífurlegt hagræði og sparnað í
rekstri bankakerfisins," sagði
ráðherrann.
Matthías sagði, að unnið hefði
verið að þessu máli í kyrrþey að
undanfömu og þess væri að vænta
að niðurstöður viðræðna lægju fyrir
innan skamms. Hann sagði, að ef
ekki næðist pólitísk samstaða um
stofnun hlutafélagsbanka væri að
sínum dómi óumflýjanlegt að sam-
eina í einn banka tvo ríkisviðskipta-
banka.
Viðskiptaráðherra ræddi um hina
nýju löggjöf um Seðlabankann og
áréttaði, að eftir gildistöku hennar
í nóvember nk. yrði það meginregla
að innlánsstofnanir ákveði sjálfar
þá vexti, sem þær vilja bjóða við-
skiptaaðilum sínum. Bein afskipti
stjómvalda af vaxtaákvörðunum
yrðu afnumin nema undantekning-
arástand skapaðist á lánamarkaði,
er krefðist opinberra afskipta.
Þá upplýsti ráðherra, að við-
skiptaráðuneytið væri nú að Iáta
kanna hvort ekki væri ástæða til
að takmarka eða fella niður ábyrgð
ríkissjóðs á skuldbindingum ríkis-
viðskiptabanka. Væri þá einnig
haft í huga, að Tryggingarsjóður
viðskiptabanka yrði efldur verulega
og samið sérstakt lagafrumvarp um
sjóðinn, þar sem hlutverk hans yrði
jýmkað og það betur skilgreint en
nú er. Samhliða væri nauðsynlegt,
að heimila viðskiptabönkum, eink-
um ríkisviðskiptabönkum, að telja
svonefnd víkjandi lán að hluta með
eigin fé.
Matthías Bjamason sagði, að
ráðuneytið hygðist beita sér fyrir
því að samið yrði frumvarp til laga
um skuldabréf, jafnframt því sem
ákvæði verðtryggingarkafla laga
um stjóm efnahagsmála o.fl. yrðu
endurskoðuð. Ennfremur greindi
hann frá því, að verið væri að kanna
hvernig haga mætti reglum um
starfsemi erlendra banka á íslandi.
Fyrst í stað yrðu settar reglur um
umboðsskrifstofur þeirra, en frekari
tillagna væri að vænta næsta haust.
Loks sagði viðskiptaráðherra, að
ráðuneyti sitt myndi láta semja
lagafrumvarp er tryggi að veðdeild-
ir banka og sparisjóða lúti allar
sömu skilyrðum um starfsemi sína.
„Er þá einkum sá kostur hafður í
huga, að lög um veðdeild Lands-
bankans og Búnaðarbankans verði
afnumin," sagði hann.