Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1986
17
Black Watch við bryggju í Sundahöfn.
Fyrsta skemmtiferða-
skipið komið
FYRSTA skemmtiferðaskipið á þessu sumri
kom hingað til lands sl. laugardagsmorgun. Það
ber heitið „Black Watch“ og er norskt, frá Fred
Olsen Lines, en innanborðs voru tæplega 300
Bretar. Skipið hélt héðan á miðnætti á sunnu-
dagskvöld.
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar tók á móti
farþegunum. Farin var skoðunarferð um borgina á
laugardaginn, haldin var tískusýning á ullarfatnaði
um borð í skipinu um kvöldið á vegum Rammagerð-
arinnar og Módelsamtakanna og á sunnudag fóru
flestir farþega í ferð að Gullfossi, Geysi og að Þing-
völlum.
Skipið, sem er 9.500 tonn að stærð, hóf ferð sína
í Engíandi, fór þaðan til Noregs, Hjaltlandseyja og
íslands, hélt héðan til Færeyja og síðan fer það
þaðan til Englands aftur. Undanfarin sumur hefur
„Black Watch" verið í feijuflutningum milli Englands
og Færeyja en á vetuma hefur skipið siglt frá
Englandi til Madeira og Kanaríeyja. Þetta skip hefur
ekki komið til íslands áður en systurskip þess „Black
Prinee" kom í fyrrasumar.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Stefni skipsins er hið skrautlegasta.
Uppstigningardagnr
helgaður öldruðum
Uppstigningardagur, sem er á
morgun 8. maí, er helgaður öldr-
uðum í söfnuðum landsins.
Hvatt er til þátttöku aldraðra í
guðsþjónustunum á morgun auk
þess sem mikilvægi þessa aldurs-
hóps verður undirstrikað og áréttað.
I frétt frá Þjóðkirkjunni segir í til-
efni dagsins:
I þessu sambandi er kirkjunni
sérstaklega ljóst gildi arfsins og
hefðarinnar. Samhengið í lífinu, þar
sem ungur tekur við af öldnum, er
farvegur þeirrar trúar, sem hefur
verið haldreipi þjóðarinnar um aldir.
Ekki er æskilegt að ijúfa þá fram-
rás eigi hér að verða „gróandi þjóð-
líf með þverrandi tár, sem þroskast
á Guðs ríkis braut.“
Um leið og kirkjan fagnar aukn-
um skilningi á málefnum aldraðra
bendir hún á ijórða boðorðið og
fyrirheit þess: „Heiðra föður þinn
og móður þína svo að þú verðir
langlífur í því landi, sem Drottinn
Guð þinn gefur þér.“ Við stuðlum
að eigin velferð með því að búa
öldruðum öruggt og friðsælt ævi-
kvöld.
Þrjár aukasýningar á Ellu
ÞRJÁR aukasýningar verða á sýningu EGG-leikhússins á leikritinu
Ella eftir þjóðverjann Herbert Achternbusch í þýðingu Þorgeirs
Þorgeirssonar. Leikritið var frumsýnt i marsbyrjun og hefur sýning-
in hlotið einróma lof gagnrýnenda.
Þar segir frá konunni Ellu sem á sýningu stendur, frekar en hæn-
hefur hafnað í hænsnakró. Sonur umar sex sem þar vappa um.
hennar birtist og rekur lífshlaup Aukasýningamar verða á
hennar á óvæginn hátt. fimmtudag kl. 21.00 og laugardag
Með hlutverkin fara Kristín Anna og sunnudag kl. 17.00 í leikhúsinu
Þórarinsdóttir og Viðar Eggertsson í kjallara Hlaðvarpans á Vesturgötu
og víkja þau ekki af sviðinu meðan 3.
mmmmmmmmmmmmmmmm
,*«•> -r-• | | ■■"’■ . ,':
Við erum stolt af þv í að hafa átt þátt í undir-
búningsátaki að stofnun
LANDSSAMTAKAF0RELDRAFTRIR VÍMULAUSAÆSKU
Við hvetjum ykkur til þátttöku með því að hringja
milli kl. 13—24 í kvöld og kl. 10— 16 á morgun á
skrifstofu SÁÁ þar sem skráðir verða stofnfélagar
á 20 símalínum í síma
Við minnum ykkur á sjónvarpsþáttinn kl. 22:40
í kvöld um vímulausa æsku, en þar koma fram
m.a. ICY, Megas o.fl. sem gefa framlag sitt í þættin-
um til styrktar baráttunni gegn vímuefnavandanum.
Undirbúningsnefndin
LIONS
SOLHF
1
8
1
I