Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1986
\
%-
1
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
_________ ________________________________________________ __________• :'W ' V' ■ f .
Grundarfjörður
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Grundarfirði.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 8757
og hjá afgreiðslunni í Reykjavík, sími 83033.
Vegna stóraukinna
verkefna
þarf Securitas—Tækni hf. að bæta við sig
undirverktökum til uppsetningar á viðvör-
unarbúnaði. Við leitum að ábyrgum og
vandvirkum mönnum sem vilja spreyta sig á
verkefnum á áhugaverðu sviði. Menntun í
rafeinda- eða rafvirkjun nauðsynleg. Viðkom-
andi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa
bíl til umráða.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um
menntun og fyrri störf leggist inn á auglýs-
ingadeild Morgunblaðsins fyrir 12. maí nk.
merktar: „A —0673“.
ST. JÓSEFSSPÍTALI,
LANDAKOTI
Fóstrur
Okkur vantarfóstrurtil starfa á barnaheimilið
Brekkukot. Börn á aldrinum 3-6 ára og á
leikstofu barnadeildar spítalans.
Upplýsingar veittar í síma 19600 - 300
(leikstofa) og 19600 - 250 (Brekkukot)
alla daga.
Reykjavík, 5. maí 1986.
Útkeyrsla
Óskum eftir ábyggilegum og reglusömum
bílstjóra til útkeyrslu og sölustarfa.
Upplýsingar á staðnum eftir kl. 5.
íslenskt — franskt eldhús,
Völvufelli 17.
Bókhald
Óskum eftir starfskrafti til aðstoðar í bók-
haldsdeild fyrirtækisins sérstaklega við
færslu bókhaldsfylgiskjala í tölvu. Þarf að
geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími frá kl.
8.30-17.00.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf sendist í póst-
hólf 8160, Reykjavík, fyrir 12. maí nk.
G/obusn
Lágmúla 5, simi 681555.
Frá menntamála-
ráðuneytinu:
Lausar stöður
við Menntaskólann að Laugarvatni eru
lausar kennarastöður í ensku og stærðfræði.
Umsóknarfrestur til 28. maí. Nýi hjúkrunar-
skólinn auglýsir eftir námstjóra. Upplýsing-
ar á skrifstofu skólans í síma 681040.
Umsóknarfrestur til 1. júní.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík.
Menn tamálaráðuneytið.
Hellissandur
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma
93-6616 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í
síma 83033.
Tölvunarfræðingur:
(Verkfræðingur— tæknifræðingur)
Við leitum að tölvunarfræðingi fyrir einn af
viðskiptavinum okkar. Um er að ræða mjög
traust fyrirtæki í verklegum framkvæmdum.
Fyrirtækið rekur eigin tölvudeild með Vax-
tölvum, sem eru samtengdar með fjarneti.
Mikil verkefni eru framundan í tölvuvæðingu
fyrirtækisins. í starfinu felst m.a. kerfissetn-
ing, forritun í Fortran, þróun verkefna og
þjálfun.
Krafist er menntunar í tölvunarfræði, tækni-
fræði eða verkfræði. Einnig er mikilvægt að
umsækjendur hafi góða þekkingu í tölvunar-
fræðum og forritun helst í Vax-umhverfi.
í boði er góður vinnustaður í Reykjavík, fjöl-
breytt verkefni, góð laun, þjálfun og nám-
skeið ífaginu.
Upplýsingar gefur Hilmar Viktorsson í síma
91 -68-66-88 eftir kl. 14.00 næstu daga. Farið
verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðar-
mál.
RÁÐGARÐUR
STJÓRNUNAR OG REKSTKARRÁDC',)ÖF
Nóatúni 17,105 Reykjavík.
Iðnaðarstörf
Óskum að ráða fólk til sauma- og bræðslu-
starfa við framleiðslu á regn- og sportfatn-
aði. Framleiðum 66°N - FIS - og KAPP fatnað
í fullkomnustu vélum við góð vinnuskilyrði.
Framtíðarstörf. Góð laun fyrir duglegt og
samviskusamt fólk. Hringið eða komið og
leitiðupplýsinga.
Erum staðsett rétt við strætisvagnamiðstöð-
ina á Hlemmi.
N SEXTÍU OG SEX NORDUR
Sjóklæðagerðin h/f
Skúlagata 51 - Sími 11520-14085.
Securitas
Óskum eftir að ráða ábyggilegt fólk til fram-
tíðarstarfa við öryggisgæslu.
Vinnutími: Ein vika unnin og ein vika frí.
Unnið er á næturvöktum.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
fyrirtækisins að Síðumúla 23, Reykjavík.
íþróttakennari
Knattspyrnudeild Vals óskar eftir að ráða
íþróttakennara til þess að veita knattspyrnu-
skóla Vals forstöðu í sumar frá 1. júní - 15.
ágúst.
Tilboð sendist augld. Morgunblaðsins fyrir
9. maí merkt: „S — 3475“.
Tæknimaður
Starf tæknimanns við Blindrabókasafn ís-
lands er laust til umsóknar. Menntun í raf-
eindavirkjun eða reynsla við hljóðritanir
æskileg.
Umsóknarfrestur er til 1. júní. Upplýsingar
gefur forstöðumaður í síma 686922.
Fræðslustörf á við-
skiptasviðum
Nokkur kennslustörf við Samvinnuskólann á
Bifröst eru laus til umsóknar, - í viðskipta-
og hagfræðigreinum, stærðfræði, tölvufræði
o.fl. og einnig í starfsfræðslu í tengslum við
atvinnulífið.
Nýtt fjölskylduhúsnæði ásamt orku o.þ.h.
fylgir starfi. Störf og aðstaða geta hentað
hjónum mjög vel saman. Einnig aðriratvinnu-
möguleikar fyrir maka.
Tiltölulega sjálfstæð störf með sveigjanleg-
um vinnutíma og löngum leyfum á hverju ári.
Aukastörf eftir samkomulagi.
Störf hefjast í byrjun næsta skólaárs.
Auk menntunar, einkum á háskólastigi eða
þ.u.l., er mjög æskilegt að umsækjandi hafi
starfsreynslu í viðskipta- og atvinnulífinu.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf o.s.frv. sendist skólastjóra
Samvinnuskólans (póstfang: Bifröst, 311
Borgarnes) hið allra fyrsta, og hann veitir
upplýsingar (sími: 93-5001).
Ennfremur vantar næsta vetur stundakenn-
ara í viðskiptagreinum o.fl. við Framhalds-
deild Samvinnuskólans í Reykjavík. Upplýs-
ingar veitiryfirkennari (sími: 91-39220).
Laus staða
Laus er til umsóknar hlutastaða (50%) sér-
fræðings í erfðafræði við Líffræðistofnun
Háskólans.
Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi
eða tilsvarandi háskólanámi á sviði erfða-
fræði og starfað minnst eitt ár við rannsóknir.
Ráðið verður í stöðuna til þriggja ára.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rík-
isins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vís-
indastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og
námsferil og störf skulu sendar menntamála-
ráðuneytinu fyrir 2. júní 1986.
Menntamálaráðuneytið, 5. maí 1986.
Heildverslun
óskar að ráða lagermann sem allra fyrst.
Viðkomandi þarf að vera duglegur, reglusam-
ur og ekki yngri en 20 ára.
Umsóknir sendist augld. Mbl. fyrir 9. maí nk.
merktar: „H — 5815“.
Veitingahús
í hjarta borgarinnar óskar eftir að ráða til
sín faglærðan þjón. Þeir sem áhuga hafa
leggi inn umsókn sem tilgreini aldur og fyrri
störf á augld. Mbl. fyrir 13. maí 1986 merkt:
„I — 0674“.
Tölvustarf
Tvítugur stúdent af raungreinabraut óskar
eftir vinnu við forritun og eða kerfisstjórn.
Hefur þekkingu á PC og S/36, RPG II, Pascal
o.fl.
Tilboð sendist augld. Morgunblaðsins merkt:
„Starf —3465“.
Trillueigendur
athugið
Fiskverkun á Vestfjörðum óskar eftir trillum
í viðskipti í sumar. Gott verð fyrir fisk. Löndun
allan sólarhringinn. Húsnæði í landi fyrir
hendi. Upplýsingar í síma 94-2581 eftir kl. 19.
i