Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 7. MÁÍ1986
Minning:
RobertD. Boulter
Fæddur 4. febrúar 1926
Dáinn 28. apríl 1986
Robert Boulter fæddist í Lincoln,
Nebraska í Bandaríkjunum. Hann
giftist Þórunni Jónsdóttur árið
1955, og bjuggu þau í Louisville,
Kentucky, þar _sem hún stundaði
tónlistarnám. Árið 1966 fluttust
þau til íslands og hafa búið hér
síðan.
Þau eignuðust ijóra syni, Fred,
Johnny, Robert og litla Stefán, sem
fæddist á íslandi 1971.
Þegar ég að námi loknu hóf störf
hjá Menningarstofnun Bandaríkj-
anna var ég heppin að starfa undir
leiðsögn Þórunnar, konu Bobs. Það
leiddi fljótt til vináttu við fjölskyld-
una alla, þar sem alltaf mætti mér
einstök hlýja. Bob tók mér alltaf
opnum örmum. I félagsskap þeirra
hjóna ríkti sérstakur andi — þar
þekktist ekkert kynslóðabil.
Ég á margar kærar minningar
frá samverustundum okkar, af
vinnustað, á heimili þeirra hjóna
og síðast en ekki síst heimsóknum
í litla sumarbústaðinn við Þingvalla-
vain. Þar undi Bob sér hvað best
í faðmi íslenskrar náttúru og beið
hvers vors með mikilli eftirvænt-
ingu, þar sem þau hjónin dvöldu
flestar helgar sumarsins í sumar-
bústaðnum ásamt yngsta syninum,
Stefáni, en með þeim feðgum var
sérstök vínátta.
Bob var mjög umhugað um að
íslendingar gætu nýtt sér þá náms-
aðstöðu sem fyrir hendi er í Banda-
ríkjunum og starfaði hann að því,
t.d. við námsráðgjöf í Menningar-
stofnun Bandaríkjanna, við
Fulbright-stofnunina, Toefl-prófin
o.fl.
Bob veiktist á áliðnum vetri og
þrátt fyrir stóra aðgerð hélt heilsu
hans áfram að hraka. Bob gegndi
starfí sínu hjá Menningarstofnun
Bandaríkjanna fram á síðustu vik-
ur, enda naut hann einstakrar
umhyggju konu sinnar.
Ég minnist Bobs, þessa ljúfa
manns, með söknuði og færi Tótu
vinkonu minni, Stebba, Robba,
Johnny og Fred mínar dýpstu
samúðarkveðjur og bið þess að Bob
megi eiga góða heimkomu.
Núleggégaugunaftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
S. Egilsson
Alma
Nokkur síðsumarskvöld á árinu
1985 vorum við hjón og börn okkar
samvistum við Robert og Þórunni
Boulter á einhveijum sérkennileg-
asta stað á íslandi, Búðum á Snæ-
fellsnesi. Þessi kvöld virtist tíminn
stöðvast og við fórum eftir stunda-
glasi náttúrunnar, fagurröggvuðum
skýjunum, klið sjávarins og fugla-
konsertum.
Örlæti, útsjónarsemi, glaðværð
og næstum bamslegt hrifnæmi
Roberts juku enn á ánægju allra
sem í kringum hann voru. Hann
og náttúran meitluðu þessi kvöld í
vitund okkar allra.
En þótt eitthvað væri ævinlega
að gerast í kringum þau Robert og
Þórunni eru mér samt einna minnis-
stæðust þau augnablik, þegar ekk-
ert gerðist og Robert settist niður
til að virða fyrir sér jökulinn eða
eitthvert annað náttúruundur.
Hann hristi höfuðið hægt eins og í
orðlausri forundran yfír því sem
hann sá, brosti breitt, en ef maður
lagði við eyrun mátti heyra hann
segja stundarhátt, og draga seiminn
á Suðurríkjavísu: Hvað mér þykir
vænt um þetta landslag. Á öllu sem
Robert Boulter sagði og gerði mátti
skilja, að hann taldi sig hamingju-
mann, og sú hamingja var smitandi.
Fáir menn voru eins nærverugóðir.
Þórunni, bömum þeirra Roberts
og bamabömum sendum við okkar
samúðarkveðj ur.
Aðalsteinn Ingólfsson,
Janet og dætur
Látinn er í Reykjavík Robert D.
Boulter. Hann fæddist í Lincoln,
Nebraska í Bandaríkjunum en flutt-
ist þriggja ára til Hopkinsville í
Kentucky, þar sem æskan leið í
faðmi ástríkrar fjölskyldu.
Móðirin, Pearl Comish, var inn-
flytjandi frá Dublin á Irlandi, en
faðirinn, Fred Boulter, var af en-
skum ættum og þýskum. Einn úr
ensku ættinni var erkibiskup af
Canterbury í fymdinni og þaðan
er Boulter-nafnið komið.
Á efri ámm bjuggu föðuramma
og afi Róberts á heimilinu, svo hann
ólst upp í stórfjölskyldu, þar sem
þýskumælandi amma hans, Ella
Louise, skipaði stóran sess.
Faðir Roberts var umsvifamikill
kaupsýslumaður og því öllum
stundum á ferð og flugi, samt var
það ófrávíkjanleg reiga að tekið var
langt og verðskuldað sumarleyfí ár
hvert. Fjöldskyldan leigði sér þá
gjaman bjálkakofa við eitthvert
stöðuvatnið og þar var lífríkið
t
Eiginkona min,
HRAFNHILDUR MARINÓSDÓTTIR,
Stigahllð 41,
lést í Landakotsspítala aðfaranótt þriöjudagsins 6. maí.
Þorvarður Björnsson.
t
Minningarathöfn um,
SKÚLA KRISTJÁNSSON,
Hrísateig 17,
sem fórst með Ás Rt 112 3. mars, fer fram frá Laugarneskirkju
föstudaginn 9. maí kl. 14.00.
Þeir sem vilja minnast hans láti Slysavarnafélagiö njóta þess.
Þórey Guðmundsdóttir, Guðmundur Skúlason,
Steinunn Skúladóttir, Jón Gunnar Kristinsson
og barnabörn.
kannað og veiði stunduð, málin
rædd og verk kennd. Síðar náði
Robert að verða „eagle scout" innan
skátahreyfíngarinnar, sem er æðsta
stigið þar í landi.
Á vetmm stundaði sonurinn
skólanámið á meðan faðirinn vann
við verslunarkeðjuna, sem hann var
hluthafí í.
Skömmu eftir að Bandaríkja-
menn urðu aðilar að Heimsstyijöld-
inni síðari og Róbert hafði lokið
gagfnfræðaprófí svaraði hann kalli
og gekk í flugherinn. Árið 1944 var
hann sendur á vígstöðvamar í
Evrópu, komungur sem fleiri félag-
ar hans, með biblíuna í málmspeldi
frá ömmu sinni í bijóstvasanum.
Blessunarlega var friðurinn ekki
langt undan og í stríðslok sneri
Robert heim til háskólanáms og
yfirgaf hermennskuna harla feginn.
Að loknu prófí í viðskiptafræði frá
Háskólanum í Kentucky tók hann
að starfa í viðskiptaheiminum.
Vorið 1954 hittir Robert Þómnni
Jónsdóttur í fyrsta sinn. Þessi unga
kona, dóttir Jóhönnu Stefánsdóttur
og Jón Bjöms Elíassonar, skipstjóra
var á heimleið frá framhaldsnámi
og áttu þau hjónaefnin aðeins
dagstund saman í Louisville í það
sinn. Strax við heimkomuna tóku
bréfín að berast Þómnni, en fyrsta
bréfíð til hans skrifar hún á Þing-
völlum á svo myndrænan hátt, að
Róbert tók ástfóstri við staðinn þá
þegar.
Unga fólkið gifti sig 13. águst
1955 og stofnaði heimili í Louisville
í Kentucky. Þar fæddist þeirra
fyrsti sonur, Fred, 22. febr. 1956,
en hann heitir eftir foðurafa sínum
og langafa. John fæddist annar í
röðinni 20. nóv. 1957, þá Robert
yngri 8. apríl 1964 og loks kom
Stefán Jóhann 6. júní 1970. Fred
er kvæntur og býr með konu sinni
og bömum í Danmörku, en hinir
eru við nám og vinnu hér heima á
íslandi.
Þau Þómnn og Robert fluttu með
fjölskyldu sína til íslands árið 1966.
Þómnn fékk brátt starf hjá Banda-
ríska sendiráðinu í Reykjavík og
síðar hjá Menningarstofnun Banda-
ríkjanna, þar sem hún starfar enn.
Robert snéri sér að mikilsverðum
brautryðjendastörfum sem náms-
ráðgjafí. þar bar hæst starf hans
hjá Fullbright-stofnuninni frá 1968
til 1979 og síðar umsjón styrkja-
mála hjá Islensk-Ameríska félag-
inu. Robert kynnti sér ítarlega hið
fjölbreytilega skólakerfi. í fæðing-
arlandi sínu, sem er um svo margt
svo gjörólíkt því er gerist í Evrópu.
Þessa þekkingu sína lét hann
hundmðum íslenskra námsmanna í
té og sýndi þar mikla alúð og
nærgætni. Hann lagði sig fram við
að fínna námsfólki gæfulegastan
farveg í námi. Aðeins sex dögum
fyrir andlátið sat Robert heima í
eldhúskróknum hlýlega í sólar-
hringsleyfí frá sjúkrahúsinu og
veitti tveimur ungum námsmönnum
ráðgjöf og það klukkustundum
saman.
Auk framangreindra starfa ann-
aðist hinn látni enskuprófín og
önnur próf sem nemendur á leið til
Bandaríkjanna þurfa að taka á
vegum „The Educational Testing
Service."
Að leiðarlokum er margs að
minnast og alls góðs. Það var unun
að sjá Robert skipta um ham í
gamla sumarhúsinu á Þingvöllum
og varpa gervi heimsborgarans og
klæðast gallabuxum, peysu, pott-
loki og vinnuvettlingum. Þar var
nóg að starfa og húsbóndinn virti
hveija spýtu vísindaiega fyrir sér
áður en hún var dæmd eldstæk líkt
og skrifstofumennimir úr Reykja-
vík kassafjalimar sínar á styijaldar-
árunum. Robert var hagsýnn maður
og bar virðingu fyrir öllu sem fyrir
fannst, en ónískur var hann með
öllu.
I hópi vina var hann sælastur,
ef aðrir fengu notið sín sem best.
Kurteisin og tillitsemin var honum
í blóð borin, en þátttakandi var
hann góður, þegar að honum kom.
Róbert var mikill listunnandi og
náttúrubam. Kímnigáfa hans var
fáguð og órætin — líkt og smjó
óafvitandi frá honum speglandi
sanna lífsgleði. Aldrei sagði hann
styggðarorð um nokkum mann.
I þau skipti sem Robert fékkst í
aðalhlutverkið í hópnum t.d. með
því að segja frá var unun á hann
að hlýða. Þá voru margar bemsku-
minningar honum huglægar og ekki
síður sögur af ferðum þeirra hjóna,
en þau fóru gjaman utan ferðatím-
ans til ýmissa staða innanlands og
utan. Þeiira ferða naut Robert hvað
mest.
Vinurinn okkar kæri er lagður
af stað í sína hinstu för, ótrauður
og óttalaus, enda maður trúaður.
Þetta sýndi hann eftirminnilega þá
þijá mánuði, sem hann vissi hvert
stefndi.
Þakklátur fyrir gott heilsufar í
60 ár dó Robert Duane Bolter með
reisn sáttur við Guð og menn.
Við þökkum honum innilega
samfylgdina, íjölskylda mín og ég,
og sendum Qölskyldu hans dýpstu
samúðarkveðjur.
Hrafn Pálsson
í dag er kvaddur hinztu kveðju
Robert D. Boulter, námsráðgjafí,
sem fæddist í Kentucky í Suðurríkj-
um Bandaríkjanna fyrir réttum 60
ámm. Hér er fallinn fyrir aldur fram
góður drengur og hvers manns
hugljúfi, sem verður sárt saknað
af öllum þeim, sem honum kynnt-
ust.
Ég átti því láni að fagna að njóta
vináttu Bob um meira en aldarfjórð-
ungsskeið eða frá því að hann kom
í sína fyrstu heimsókn til íslands.
Það leið oft langur tími milli þess
sem við hittumst, en það breytti
engu. Hann var alla tíð hinn sami
og rauf ekki tryggð við þá, sem
hann hafði einu sinni bundið hana
við. Hann hafði mikið jafnlundar-
geð, var einlægur og hlýr og alltaf
reiðubúinn til að ræða og reyna að
fínna lausn á hvers manns vanda.
Þessir eiginleikar nutu sín til fulls
í starfí hans sem námsráðgjafí. Um
það vitnar hinn mikli nemendafjöldi
sem naut hjálpar hans.
Það er ekki lengur langt í tíma
og rúmi frá Kentucky, þar sem Bob
fæddist og dvaldi að miklu leyti í
fjörutíu ár, til íslands, þar sem
hann bjó síðustu tuttugu ár ævi
sinnar. En Kentucky og ísland eru
tveir ólíkir heimar hvað varðar nátt-
úru, mannlíf, skoðanir og hugsun-
arhátt. í augum flestra útlendinga
er ísland fallegt og áhugavert land
til stuttrar dvalar, en af öllum þeim
§ölda, sem hingað koma, eru aðeins
fáir sem ílendast og gera ísland að
nýju ættlandi. Eftir að hafa búið
íjóra áratugi í sama landi hafði Bob
slegið þar rótum, sem mætti ætla
að gæti reynzt erfítt að rífa upp.
Það er ekki lítið mál að flytja búferl-
um frá sólríkum, grænum lendum
Kentucky til kalda íslands norður
við heimskautsbaug. En aldrei
heyrði ég Bob gefa til kynna að
hann iðraðist þeirrar ákvörðunar.
Fjölskyldan var honum allt og mér
er nær að ætla, að ytri aðstæður
hafí verið aukaatriði í hans augum.
Á heimili hans, Þórunnar og sona
þeirra ríkti fágæt ást og samheldni.
Saman ferðuðust þau um landið
þvert og endilangt á hveiju ári
þangað til einnig Bob var orðinn
gagnkunnugur því. Þannig aðlag-
aðist hann þessu hijúfa landi okkar
og tók það ástfóstri.
Bob hélt amerískum ríkisborg-
ararétti sínum, en hann átti í raun
tvö föðurlönd, sem hann gerði ekki
upp á milli. Það fór vel á því, að
hann stuðlaði að tengslum þessara
tveggja þjóða með námsráðgjöf, og
þar vann hann mikið oggott verk.
Bob var sjentilmaður í hinni
fyllstu merkingu þess orð. Hann var
rólyndur, orðvar og hreinskiptinn,
lítið gefínn fyrir að trana sér fram
til metorða. Þegar leið að leikslok-
um kom í ljós hvílíkan sálarstyrk
og hetjulund hann hafði til brunns
að bera. Fyrir fámenna þjóð sem
okkur íslendinga er mikill fengur
að slíkum öndvegismönnum sem
Robert D. Boulter.
Þórunni og sonum er vottuð
dýpsta samúð.
Ingvi Þorsteinsson
Robert Boulter er fallinn frá,
þessi góði drengur. Liðið er á þriðja
áratug síðan hann fluttist með §öl-
skyldu sína til íslands. Á heimiii
þeirra hjóna, Þórunnar R. Jóns-
dóttur og Roberts, í Skeijafírði var
gott að koma og synir þeirra Qórir
ágætir menn.
Honum tókst vel að aðlagast
bæði fólki og umhverfí; það segir
sig þó sjálft, að einhver munur
hefur verið á staðháttum suður í
Kentucky í Bandaríkjunum, en
þangað átti hann rætur að rekja,
og hér norður frá.
Trúlega eru fleiri haldnir heimþrá
en íslendingar þótt ekki sé því flík-
að.
í Fulbright-stofnuninni vann
hann að námsráðgjöf og eignaðist
þar ótalda kunningja, sem sakna
vinar í stað.
Ekki veit ég til, að hann hafí átt
óvildarmenn, en margir vildu fegnir
eiga hann að.
Því láni átti ég að fagna að verða
tvívegis vinnufélagi hans, og sá, að
af dagfari hans mátti margt læra.
Hann gekk æðrulaus til alls síns
starfa og það einnig eftir að enda-
lokin urðu í óbilgjömu sjónmáli.
Það eru þung spor að kveðja
góðan vin; hann, sem var slík stað-
reynd, að engum datt í hug að orða
hann eða bendla við uppgjörið frek-
ar en unga menn.
Honum varð ljóst, hvert stefndi
á sextugsafmælinu. Hann bar það
eins og annað, sem hann hugleiddi:
með skynsemi og hugrekki.
Hann skildi við aðfaranótt mánu-
dagsins tuttugusta og sjöunda apríl
síðastliðinn.
M. Thors
Bob vinur minn er dáinn. Ég er
raunverulega alls ekki búinn að átta
mig á því að þetta geti verið. Mér
er nánast ómögulegt að hugsa mér
sumarið, sem nú fer í hönd, án
þess að Bob sé þar með.
Undanfarin fjórtán ár, eða frá
1972 þegar við fluttumst í Skeija-
fjörðinn, höfum við átt óteljandi
ógleymanlegar ánægjustundir með
þeim hjónum og einkum tengist það
sumrinu, þar sem ég er alltaf á sjó
á vetrum. Þær eru ekki fáar gleði-
stundimar, sem við höfum átt
saman í sumarbústaðnum þeirra
austur á Þingvöllum, og einnig á
ferðalögum um landið okkar þvert
og endilangt, en við höfum gert
mikið af því að ferðast með þeim
hjónum hér innanlands.
En það er fleira, sem situr í
minningunni um Bob, því einlægari
vinur og betri drengur er ömgglega
vandfundinn, og jafnaðargeðið var
svo stórkostlegt, að í öll þessi ár
sá ég hann aldrei skipta skapi og
alltaf sat létti, skemmtilegi húmor-
inn hans í fyrirrúmi.
Þess vegna fínnst manni það svo
ótímabært að kalla hann héðan
sextugan og fullan af áformum um
það, sem hann ætlaði að gera, eink-
um austur t sumarbústað. Vegir
Guðs em sannarlega órannsakan-
legir.
Fullu nafni hét hann Robert
Duane Boulter og var fæddur í
Lincoln í Nebraska 4. febrúar 1926,
en ólst síðan upp í Hopkinsville í
Kentucky. Hingað til íslands kom
hann ásamt eiginkonu sinni, Þór-
unni R. Jónsdóttur, 1966, og bjó
hér þar til hann andaðist 28. apríl
1986.
Að endingu votta ég eiginkonu
hans og elskulegri vinkonu okkar
og sonum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Hvíli hann í Guðs friði.
Stefán Unnar Magnússon
og fjölskylda