Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAI 1986
Knútur Ragnars-
son — Minning
Á einum þessara mildu vordaga,
laugardaginn 26. apríl, lést á gjör-
gæsludeild Borgarspítalans, Knútur
Ragnarsson, til heimilis að Aratúni
20 í Garðabæ.
Knútur var fæddur 18. júlí 1925,
á Vatneyri við Patreksfjörð. For-
eldrar hans voru Sigurbjörg Magn-
úsdóttir og Ragnar Kristjánsson.
Knútur átti tvö hálfsystkini, Sigurð
Sverri af móður og Jónu Sesselju
af föður. Foreldrar Knúts slitu
samvistum þá hann var sex ára
gamall, og því var það að hann ólst
upp frá þeim tíma hjá afa sínum
og ömmu, þeim Valgerði Jónsdóttur
og Kristjáni Árnasyni, sem hafði
umboð fyrir Morgunblaðið, Álafoss
o.fl. á Patreksfirði. Knútur stundaði
sitt hefðbundna skólanám, eins og
það gerðist á þeim tíma, og einnig
fór hann í Hérðasskólann á Núpi,
en nám þar hefur reynst mörgum
vestfírskum jngmennum heilla-
dijúgt og gott veganesti.
Til Reykjavíkur flytur Knútur
sautján ára gamall. Vann hann um
tíma verzlunarstörf hjá Silla og
Valda, og nokkur ár hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Til Olíufélagsins
hf., réðst hann svo 1949, og vann
hjá því fyrirtæki alla tíð, þar til
hann varð að hætta störfum sökum
sinna alvarlegu veikinda á sl. ári.
Lengst af sínum starfstíma hjá 01-
íufélaginu hf. var hann bifreiða-
stjóri, en hin síðari ár skrifstofu-
maður á dreifingarskrifstofu fé-
lagsins á Gelgjutanga. Hann var
því einn af þeim mönnum, sem
hvað lengstan starfstíma eiga hjá
því félagi.
Innan við tvítugsaldur kynntist
Knútur ungri og glæsilegri stúlku,
Ágústu Sigurðardóttur, dóttur Vil-
borgar Jónsdóttur ljósmóður og
Sigurðar Marteinssonar bifreiða-
stjóra. Þau gengu í hjónaband 26.
júlí 1946. Fyrstu tíu ár hjúpskapar
síns áttu þau sitt heimili í Hátúni
Minning:
Brynjólfur Símonar-
son, Hafnarfirði
Fæddur 15. nóvember 1889
Dáinn 23. apríl 1986
Brynjólfur Símonarson, Garða-
vegi 15b, Hafnarfirði, lést á Sól-
vangi að kvöldi 23. apríl sl. Hann
var fæddur í Hábæ á Miðnesi 15.
nóvember 1889 og var því 96 ára
er hann féll frá.
Frá heimili sínu var Brynjólfur
fluttur þriggja ára gamall að Köldu-
kinn í Holtum til hjónanna Guð-
rúnar og Einars, sem þar bjuggu.
Þau voru honum mjög góð og kall-
aði hann Guðrúnu alltaf mömmu
sína. Þar var hann til átta ára
aldurs, en þá voru þau bæði dáin.
Þaðan fer hann að Ketilstöðum
og er þar í eitt ár. Hjónin, sem
hann þar dvaldist hjá, hétu Guðrún
og Kristján. Þar átti Brynjólfur
ekki of góða ævi, enda sagði hann
við pabba sinn eitt sinn er har.n kom
í heimsókn til hans, að ef hann
ekki tæki hann með sér heim, þá
mundi hann bara stijúka.
Svo varð það út, að hann fór
heim með föður sínum að Fagurhóii
á Vatnsleysuströnd. Þar átti hann
síðan heima uns hann fluttist til
Hafnarfjarðar árið 1924 og bjó þar
síðan alla tíð. Fyrst átti hann heim-
ili við Jófríðarstaðaveginn og síðan
í leiguhúsnæði á ýmsum stöðum þar
til hann ræðst í að byggja sér
snoturt, lítið einbýlishús úr timbri
ogjámi.
Húsið byggði Brynjólfur á Garða-
vegi 15b. Hófst hann handa með
bygginguna 1957 og flutti svo í það
1958. Þetta hús byggði hann að
langmestu leyti einn í frístundum
sínum, enda var hann afkastamikill
og mjög handlaginn. Alla tið eftir
að Brynjólfur fluttist í sitt eigið hús
var hann einbúi og hugsaði um sig
sjálfur eða í 25 ár. Um mitt ár
1984 fór hann á Sólvang og var
17, en fluttu þá í einbýlishús er þau
höfðu byggt af miklum dugnaði að
Hlégerði 4 í Kópavogi. Þar bjuggu
þau til ársins 1978, er þau seldu
hús sitt og keyptu annað, að Ara-
túni 20, í Garðabæ.
Heimili þeirra hefur alla tíð verið
glæsilegt, og þeirra aðal áhugamál
hefur verið að búa það sem best
og gera að sem bestum griðastað
fyrir sitt fólk.
Knútur og Ágústa eignuðust
fímm börn. Þau eru: Kristján,
fæddur 1946, og á eina dóttur.
Sigurður, fæddur 1949, giftur
Hörpu Bragadóttur, eiga þtjá syni.
Valgerður, fædd 1949, gift Guð-
mundi Sigurðssyni, eiga tvo syni
og eina dóttur. Jón, fæddur 1957.
Unnusta hans er Björg Jóhanns-
dóttir, og á hann tvær dætur og
einn son. Yngstur er Einar, fæddur
1966, er í foreldrahúsum, og þessa
dagana þreytir hann stúdentspróf
við Flensborgarskólann í Hafnar-
firði.
Það sem mér finnst mest hafa
einkennt líf Knúts Ragnarssonar
var hans mikla umhyggja og ástúð
fyrir konu sinni og heimili. Og þá
verður hans vart minnst nema getið
sé um þá miklu snyrtimennsku, sem
einkenndi hann. Allt varð að vera
hreint og fágað, hvort sem um var
að ræða hans eigin klæðnað, bílinn
hans eða heimilið.
Að leiðarlokum flytjum við Elsie
Gústu, aldraðri móður hans, börn-
um og fjölskyldum þeirra og öðrurn
vandamönnum innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Knúts Ragn-
arssonar.
Teitur Jensson
þar til dauðadags.
Eftir að Brynjólfur fluttist til
Hafnarfjarðar stundaði hann bæði
sjómennsku og landvinnu jöfnum
höndum, lengst af í frystihúsinu á
Mölunum. Hann stundaði vinnu til
80 ára aldurs, þar af þijú síðustu
árin við að brýna hnífa hjá Bæjarút-
gerð Hafnarfjarðar.
Við hjónin áttum því láni að
fagna að kynnast Brynjólfi fljótlega
eftir að við fluttumst til Hafnar-
fjarðar eða nánar tiltekið 1967.
Héldust þau kynni til æviloka hans.
Erum við mjög þakklát fyrir þau
nánu ogtryggu kynni.
Eg fullyrði, að hann var sérstak-
ur maður, alltaf glaður og ánægður
með sitt hlutskipti þrátt fýrir allt,
sem hann hafði reynt, fyrr og síðar.
Meira að segja eftir að hann var
orðinn algjörlega í hjólastól á Sól-
vangi var hann alltaf tilbúinn að
gera að gamni sínu, þegar við heim-
sóttum hann.
Við hjónin liðsinntum honum
svolítið frá því við kynntumst hon-
um fyrst og þar til hann fór á Sól-
vang. Og það verð ég að segja, að
það var mikil upplifun að mega
aðstoða hann, því að hann var svo
innilega þakklátur fyrir allt, sem
gert var fyrir hann.
Og nú að leiðarlokum viljum við
hjónin þakka Brynjólfi af alhug
fyrir mjög góð og óglcymanleg
kynni og fyrir allt, sem hann var
okkur. Megi hann hvíla í friði og
ró hjá almáttugum guði.
Blessuð sé minning þessa góða
manns. Dótiur hans, Aðalheiði,
systkinum og frændfólki vottum við
okkar innilegustu samúð.
Jón Gunnarsson
_____________________41
Kvenf élagasamband
Suður-Þingeyinga:
Ungmenni fái
fræðslu og
bætta félags-
lega aðstöðu
Húsavík.
Kvenfélagasamband Suður-
Þingeyinga hélt aðalfund sinn
að Stóru-Tjörnum 19. og 20.
fyrra mánaðar og samþykkti þar
eftirfarandi tillögu:
Fundurinn beinir því til sveitar-
stjórna og annarra félagasamtaka
að þau beiti sér fyrir sterku forvam-
arstarfi gegn vímuefnum sem felur
í sér fræðslu til ungmenna og
bættri félagslegri aðstöðu þeim til
handa, þar sem þau geta sinnt sín-
um áhugamálum með góðri og
stöðugri leiðsögn hæfra manna.
Raufarhöfn:
Framboðslisti
Alþýðubanda-
lagsins
Raufarhöfn.
FRAMBOÐSLISTI Alþýðubanda-
lagsins á Raufarhöfn hefur verið
ákveðinn við komandi sveitar-
stjórnarkosningar, 31. maí nk.
Efstu menn á lista eru:
1. Hlynur Þór Ingólfsson sjómaður.
2. Líney Helgadóttir kennari.
3. Angantýr Einarsson kennari.
4. Sigurveig Bjömsdóttir
skrifstofumaður.
5. Gissur Jónsson verkamaður.
Raufarhöfn:
Framboðslisti
Framsóknar
Raufarhöfn.
FRAMBOÐSLISTI Framsóknar-
félags Raufarhafnar hefur verið
lagður fram við sveitarstjómar-
kosningar 31. maí nk.
Fimm efstu sæti listans skipa:
1. SigurbjörgJónsdóttir
skrifstofumaður.
2. Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri.
3. Jónas Pálsson útgerðarmaður.
4. Lilja ValgerðurBjömsdóttir
skrifstofumaður.
5. Arnþór Pálsson útgerðarmaður.
Fréttaritari
Framsóknarvist
— Hótel Sögu
Glæsilegasta framsóknarvist ársins verður spiluð í
Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 8. maí (uppstign-
ingardag) kl. 14.30.
Aðalverðlaun karla og kvenna eru flugferð með
Flugleiðum til Luxemborgar.
Setning:
Ávörp flytja:
Stjórnandi:
Þrúður Helgadóttir 3. maður á lista fyrir Fram-
sóknarflokkinn í Reykjavík.
Sigrún Magnúsdóttir 1. maður á lista Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík og Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra.
Baldur Hólmgeirsson.
Aðgangseyrir er kr. 200.- og eru kaffi og kökur innifalið í
þvf verði.
Allir hjartanlega velkomnir Framsóknarfélögin í Reykjavík