Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986 23 England: Kjarnorkuveri lokað vegna elds Morecambe. AP. LOKA varð kjamorkuveri í norðvesturhluta Englands í gær er upp kom eldur í spennubreyti um 50 metra frá báðum kjamaofnum versins. Engar geislavirkar gufur sluppu út og þótti ekki ástæða til að flytja starfs- menn við verið á brott. Auðvelt var að slökkva eldinn í Heysham-kjamorkuverinu. Kallað var á slökkvilið, en sjálf- virkt slökkvikerfí réð niðurlög- um eldsins áður en það kom á staðinn. Indland: Þingdeild sam- þykkir umdeilt lagafrumvarp Fellir niður framfærslurétt fráskilinna múhameðstrúarkvenna Nýju Delhí, Indlandi. AP. NEÐRI deild indverska þingsins samþykkti í gær umdeilt frumvarp, er fellir niður rétt fráskilinna múhameðstróarkvenna til framfærslu- eyris. Frumvarpið hefur sætt harðri gagnrýni kvenréttindasamtaka. Frumvarpið var samþykkt með 372 atkvæðum gegn 54 eftir eld- heitar umræður. Stjórnarandstöðu- þingmenn margskoruðu á stjómina að draga frumvarpið til baka. Arif Mohammed Khan, sem sagði af sér embætti iðnaðarráðherra í mótmælaskyni við frumvarpið, sagði, að það mundi „stjaka mú- hameðstrúarkonum aftur til þess tíma, er litið var á þær sem dýr, hlutiogeinkaeign". Með samþykkt frumvarpsins hyggst Rajiv Gandhi forsætisráð- herra vinna aftur stuðning við flokk sinn meðal múhameðstrúarmanna. Flokkurinn tapaði mikilvægum aukakosningum í fyrra, vegna þess að múhameðstrúarmenn, sem venjulega kjósa Congressflokk Gandhis, sneru við honum bakinu hópum saman. Múhameðstrúarmenn eru 11% af 750 milljónum íbúa Indlands. Frumvarpið — ef að lögum verður — mun ógilda hæstaréttardóm frá því í aprílmánuði sl., þar sem kveðið var á um, að indversk lög undan- þægju ekki múhameðska karla frá því að styðja fyrrverandi eiginkonur sínar, hefðu þær þörf fyrir stuðn- inginn. Danmörk: Banna innf lutniner kola frá S-Afríku Kaupmannaiiöfn. AP. DANSKA þingið samþykkti í gær lagafrumvarp, sem bannar allan kolainnflutning frá Suður-Afr- íku. Frumvarpið, sem miðar að því að beita stjóm Suður-Afríku þrýst- Jórdanía: Heimsókn Assads lokið Amman, Jórdaníu. AP. Jórdaníuheimsókn Hafez Assads, forseta Sýrlands, hinni fyrstu í rúm níu ár, lauk í gær. Þykir för forsetans vottur um árangur af sáttaumleitunum Saudi Araba milli Sýrlendinga og Jórdana. Upplýsingamálaráðherra Jórdan- íu, Mohammed Khatib, sagði frétta- mönnum, að Hussein konungur og Assad hefðu rætt leiðir um að koma á margumræddum leiðtogafundi araba. „Lögð var áhersla á sam- stöðu arabaþjóðanna og leiðir til að halda árangursríkan leiðtoga- fund til að fást við öll mál, sem snerta araba,“ sagði Khatib. „Og það er enginn vafi á, að heimsókn Assads og viðræður hans við Huss- ein konung hafa borið árangur að þessu leyti.“ ingi til að falla frá aðskilnaðar- stefnu sinni, hlaut samþykki allra þingflokkanna nema þingflokks Framfaraflokksins. Lögin öðlast þegar gildi. Kolainnflutningurinn frá Suður- Afríku nernur um 85% af innflutn- ingi Dana þaðan. Raforkufyrirtækjum var gefínn sex mánaða aðlögunarfrestur til að hætta kolaviðskiptum við Suður- Afríku. rKONUR?í KRÚ'ffMAGAKyÖLD .\ðhxttinorðíensKr - t> l> • \> • V b V b •V A • V O • V Fjölbreytt skemmtiatriöi - O - Tekið á móti gestum með kokteil og söng. - O - Sunna Borg setur samkomuna - O - Krúttmagasöngurinn sunginn. - O - Kvöldverður. - O - Krúttmagadans. - O - Fegurðarsamkeppni, fyrri hluti. - O - Fjöldasöngur. - O - Leikfimi. - O - Söngtríó. - O - Ferðaskrifstofa Krúttmaga. - O - A Sýningarflokkur sýnir fatnað af léttari sortinni. V7 ~ ° ~ V Söngvakeppni. O - o - _ Fegurðarsamkeppni, úrslit. A - O - A Krýning. - O - V Viðtal við sigurvegarann. IBROADWAY A FIMMTUDAGINN 8. MAÍ * Húsið opnað kl. 19.00. V £> v 11.00—19.00. Sími 77500. ^ fíafsuðu- tæki fíafkapals- tromlur Sulu- borvélar Málningar- sprautur Verkfæra- kassar Þráðlaus borvél með hleðslutæki Loftpressur Smerglar Hleðslutæki inhell vandaðar vörur Símar: 681722 og 331 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.