Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAl 1986 BQ K.orns og þ: t DCLCX KVÍira, Jcxrb norm DCAxinUAui. // ást er... ... að stunda hvers- konar líkamsæfingar. TM Reg. U.S. Pat. Otf —all rights reserved c1985 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffínu Því eni stuðararnir hafðir svo þykkir að þeir lendi ætíð á veg-gnum í bílskúrn- um? HÖGNI HREKKVÍSI Ruth Sigurðsson lofar fjölskylduskemmtun í Árseli á sumardaginn fyrsta. Þakkir til Ársels Til Velvakanda. Á sumardaginn fyrsta var haldin í félagsmiðstöðinni Árseli skemmt- un fyrir íbúa Árbæjar- og Selás- hverfis. Þar voru á boðstólum alls konar uppákomur s.s. danssýning 12 ára stúlkna, söngur félaga úr Velvakandi góður. Ég tek heils hugar undir gagn- rýni á sjónvarpsþáttinn Poppkorn, sem birtist hér í dálkunum fyrir skömmu. Það mætti gera meira af því að kynna nýtt efni með þekktum stjörnum á borð við Prince, Ma- donnu, Frankie Goes to Hollywood, Sting og Bruce Springsteen, í stað Vísnavinum o.m.fl. Veitingar voru við allra hæfi, kaffí og kökur, grillaðar pylsur, öl og sælgæti. Virtust allir skemmta sér hið besta, jafnt ungir sem aldnir. Vil ég þakka Árna Guðmunds- þess að vera með í hverjum þætti einhverjar hljómsveitir sem enginn þekkir. Brandararnir eru ekki nóg ef góð lög vantar. Poppkorns-menn: Hristið af ykkur slenið og reynið að bæta þáttinn! Batnandi mönnum er best að lifa. S.Ó. 7890-5700 syni, forstöðumanni og hans aðstoð- arfólki fyrir frábæra fjölskyldu- skemmtun sem byggist að sjálf- sögðu á miklum undirbúningi og skipulagshæfileikum. Hlökkum við öll hér á þessu heimili til næstu íjölskvlduskemmtunar í Árseli. Einnig ætla ég að nota tækifærið og þakka Árna og hans fólki fyrir samstarf þeirra við börnin og ungl- ingana hér í hverfunum. Það virðast vera svo ágæt tengsl á milli. Unga fólkið kann að meta það að geta hist og rabbað saman, spilað á spil, borðtennis o.fl. án þess að þurfa að fara langa vegalengd. Sýnit þetta, hve félagsmiðstöðvar innan hverfanna eru nauðsynlegar. Kær kveðja, Ruth Sigurðsson Brandararnir eru ekki nóg Víkverji skrifar Tvö hundruð ára afmælis Reykjavíkurborgar hefur verið minnzt með ýmsum hætti og er þó ýmislegt eftir enn. Einn liðurinn í hátíðarhöldunum eru afmælisdag- skrár í grunnskólunum, þar sem tækifærið er notað og haldið upp á áratugastarf skólanna um leið og afmælis höfuðborgarinnar er minnzt. Dagskrárnar eru auðvitað ekki alveg eins í öllum skólunum. En lýsingin, sem hér fer á eftir á einni skólahátíðinni, gefur jafnframt almenna hugmynd um það, hvernig hinum er háttað: „Efnislega má skipta sýningunni í þijá flokka. í fyrsta lagi verða íþróttir, leiksýningar, kórsöngur og hljóðfæraleikur í íþrótta- og sam- komusal skólans. I öðru lagi verða sýnd kennslugögn í flestum náms- greinum skólans þannig að hægt verður að skoða námsferil grunn- skólanema frá því að nám hefst í forskóla við 6 ára aldur og þar til námi lýkur með skólaprófum og samræmdum prófum í 9. bekk. I þriðja lagi verður leitast við að sýna uppbyggingu skólans og skóla- hverfisins og ýmsa þætti úr 200 ára sögu borgarinnar." Víkveiji hefur komið á slíka skólahátíð og satt að segjá var stór- kostlegt að sjá, hversu mikla vinnu nemendur og kennarar höfðu lagt í hátíðina, bæði skemmtiatriði og sýningar. Meðal þess, sem til sýnis var, voru haganlega gerð líkön af húsi viðkomandi skóla og teikningar oí .,4i - ^ Kfinn JíjffÍQ af ákveðnum svæðum í Reykjavík og ljósmyndir og teikningar af at- burðum í borgarlífinu. Vafalaust geyma skólarnir eitthvað af sýning- armununum, en svo frábært var handbragðið á flestu, að Víkveija fannst það ill tilhugsun, að ekki er í gangi ákveðin minjasöfnun til að geyma í einhverri mynd það bezta úr þessu starfi grunnskólanna. xxx Hef ekki hugmynd um hver tt þú ert. Komdu með kortið, góði,“ sagði kunningi Víkvetja glottandi, er fundum bar saman á dögunum. En öllu gamni fylgir nokkur alvara og satt að segja fjölgar skilríkjunum hjá okkur svo ört, að undravert er. Víkveiji gengur auðvitað með greiðslukort upp á vasann. Einnig ökuskírteini, sjúkrasamlagsskír- teini, skírteini frá Blóðbankanum og nafnskírteini. Og starfinu fylgir blaðamannaskírteini. Þetta þykja lítilfjörlegar kortabirgðir. En nú hefur Víkveija áskotnast nýtt kort, svonefnt bankakort, sem ekki að- eins þjónar honum á nýju sviði, heldur er tvöfaldt í roðinu og er einnig nauðsynlegt til að áfram megi nota ávísanareikning, sem er kominn yfir tvítugt í árum talið. Þannig er nú ekki lengur nóg að vera með sérstaklega merkt ávís- anahefti frá banka sínum. Menn verða líka að hafa sérstakt banka- kort, og án þess er ávísunin í heft- Þannig taka kortin bæði til nýrra gæða og gamalla. Og efalaust held- ur sú þróun endalaust áfram, eða þar til kunningi Víkveija heilsar honum með handabandi og kynnir sig sem „Kort Kortsson". x x x > Ohugnanleg er sú þróun, sem Hannes Hafstein, forstjóri Slysavarnafélags íslands, ræddi á nýafstöðnu landsþingi SVFÍ: I frásögn Morgunblaðsins á sunnudaginn segir m.a.: „I erindi sem Hannes Hafstein framkvæmdastjóri Slysavarnafé- lags íslands flutti, gat hann „þeirrar ógnvekjandi slysaöldu, sem skollið hefur yfir fyrstu fjóra mánuði árs- ins. Á þessu tímabili hafa 34 látið lífið af slysförum hér á landi. Þar af í sjóslysum 12, umferðarslysum 10, flugslysum 7 ógaf öðrum orsök- um 5,“ sagði Hannes. „Þetta er hrikalegur samanburður miðað við sama tímabil fyrri ára og þó lengra sé litið. Ef tekið er til jafnlengdar á síðasta ári þá höfðu 19 látið lífið og 15 árið þar á undan. Við verðum að horfast í augu við þessa stað- reynd nú þegar sá árstími er að fara í hönd með ferðalögum og úti- vist, sem skilið hefur eftir mörg og djúp sár á síðustu árurn." Slys gera sjaldnast boð á undan sér. Þau eru þó ekki með öllu óum- flýjanleg. Þess vegna verðum við hvert og eitt að leggja okkar af mörkum til eins öflugs slysavarna- .. . ^vxtvrn-úÍMrs. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.