Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1986 Morgunblaðið/Ámi Sœberg ÍSLENSK BÖRN FYRIRSÆTUR FYRIR ERLENT TÍMARIT HÉR á landi er nú verið að taka myndir í tískublað fyrir börn og unglinga sem gefið er út í 2 milljónum eintaka og dreift um alla Evrópu. Allar fyrirsæturnar eru íslensk börn og unglingar á aldrinum 8-14 ára. I gær voru teknar myndir í Bláfjöllum og á mynd- inni eru þau Hildur, Helga, Páll, Steinar, Ómar og ÞórhaUur að taka við leiðbeiningum frá Martie Dekkert, sem hefur yfirumsjón með verkinu. Það er Herman de Winter ljómsyndari sem mundar vélina. Höggva stjórnvöld á hnút- inn með yfirlýsingii? „Loforð í lífeyrissjóðsmálum nægir til að höggva á hnútinn,“ segir Höskuldur Skarphéðinsson FÁTT bendir til þess að lausn á kjaradeilu farmanna kaupskipa- flotans sé í sjónmáli í dag eða á morgun. Ríkisstjórnin heldur að sér höndum og hyggst bíða átekta, ríkissáttasemjari sér ekki ástæðu til þess að boða til sátta- fundar og vinnuveitendur bíða þess að ríkisstjórnin setji bráða- birgðalög, sem bindi enda á þessa deilu. Höskuldur Skarphéðinsson sem er i forsvari fyrir skipstjórn- armenn í þessari deilu telur hins vegar að samkomulag í þessari deilu geti verið i sjónmáli „komi loforð ríkisstj órnarinnar og skipaf élaganna þess efnis að allir sitji við sama borð um næstu áramót fyrir sömu iðgjalda- greiðslur," eins og Höskuldur orðaði það. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst mun ríkisstjómin nú alvarlega íhuga inngrip í deiluna þó með öðrum hætti verði en með setningu bráðabirgðalaga. Er þá einkum verið að hugsa um hvort viljayfírlýsing ríkisstjómarinnar eða skipan nefndar vegna höfuð- ágreiningsmálsins við skipstjóra, lífeyrissjóðsmálsins, geti höggvið á hnút deilunnar. Ríkissáttasemjari Guðlaugur Þorvaldsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi að hann sæi enga ástæðu til þess að boða fund með deiluaðilum, en benti jafnframt á að ef annar deiluaðilinn myndi óska eftir fundi, þá myndi hann þegar í stað boða fund. Hvorugur aðilinn telur sig þó hafa ástæðu til þess að óska eftir sáttafundi að svo stöddu, sam- kvæmt samtölum Morgunblaðsins við deiluaðila. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst þá var samstaða í ríkis- stjóminni á fundi hennar í gær, varðandi afstöðu til þess hvort grípa eigi inn í þessa deilu með setningu bráðabirgðalaga. Matthías Bjama- son samgönguráðherra mun hafa kynnt stöðu málsins og greint frá því að engin lausn væri í sjónmáli að hans mati. „Ég segi þér ekki orð um afstöðu Framsóknarflokksins til bráða- birgðalaga," sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra í gær. Hann sagði að þessi mál væru til athugunar hjá ríkisstjóminni, en hann teldi að reyna ætti á það til hlítar hvort samningsaðilar gætu náð samkomulagi. „Það er enginn ágreiningur um afgreiðslu þessa máls í ríkisstjóm- inni,“ sagði Matthías Bjamason samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er verið að reyna að ná samningum og við FÉLAGI heimamanna hefur staðið og stendur til boða að taka Þörungavinnsluna á Reykhólum á leigu hjá rikinu, að sögn Jónas- ar Elíassonar aðstoðarmanns iðnaðarráðherra. Jónas segir að verksmiðjan sé nú komin í ábyrgð fjármálaráðuneytisins eftir að hún var slegin Ríkis- ábyrgðasjóði á nauðungarupp- boði í vetur og hafi fjármála- ráðuneytið fyrir löngu beðið þá að gera leigutilboð, en það hefði enn ekki borist. viljum láta reyna á það hvort það næst.“ Sagðist samgönguráðherra ekkert um það vilja segja hversu lengi stjómvöld myndu láta á það reyna hvort slíkir samningar næð- ust. Jónas segir að ekki hefði verið hægt að selja selja heimamönnum verksmiðjuna á grundvelli tilboðs þeirra á sínum tíma. Tilboðinu hefðu fylgt slík skilyrði um nýtt flármagn og greiðslukjör að ráðu- neytið hefði ekki talið verjandi að ganga að því. Þá hefði þeim staðið til boða að leigja fyrirtækið, á hagstæðum kjöram. Taldi Jónas að það hlyti að vera aðgengilegra fyrir heimamenn en að kaupa eignimar, því ef þeir gætu ekki snúið rekstrin- um við frá því sem verið hefði ísinn lækkar hjá Kjörís KJÖRÍS í Hveragerði lækkaði verð á jurtaís í gær um 3 til 8,5%. Hafsteinn Kristinsson forstjóri sagði að Kjörís notaði ekki smjör- fitu í framleiðsluna, heldur jurta- fitu. Verðlækkun á henni, stöð- ugleiki í gengismálum og önnur jákvæð atriði gerðu það að verk- um að hægt hefði verið að lækka ísinn nú. Sem dæmi um lækkun útsölu- verðs á kjörís má nefna eftirfarandi: Pakkaís lækkar úr 107 krónum í 98 hver lítri, eða um 8,4%. ístertur lækka um 4,5%, fromage og sherbet um tæp 6%. íspinnar lækka úr 24 krónum stykkið í 23, eða um 4,2%. Tók sér 5,7 milljónir umfram lög- leyfða vexti SEX mönnum í Reykjavík voru í gær birtar ákærur í Sakadómi Reykjavíkur vegna meintrar aðÚdar þeirra að okurmálinu svonefnda. Einum þeirra er gefið að sök að hafa tekið sér um 5,7 milljónir króna umfram löglega vexti á því tímabili, sem ákæran nær til. Samkvæmt heimildum blaðsins er talið að þessi maður sé sá aðili okurmálsins sem stórtækastur hafí verið. Annar maður er talinn hafa tekið sér um þijár milljónir króna í ólög- lega vexti, sá þriðji tæplega 800 þúsund krónur en hinir minna. Sá, sem minnst er talinn hafa haft upp úr krafsinu, er talinn hafa tekið sér um 10 þúsund krónur í ólöglegum vöxtum. Ekkert beint samband er talið vera á milli þessara sex manna. Jón Abraham Ólafsson, sakadómari, dæmir í málum þeirra allra. Með þessum sex ákæram er búið að birta nær þriðjung þeirra 72 ákæra, sem fjallað verður um í Sakadómi Reykjavíkur. þyrftu þeir aðeins að standa skil á leiguskilmálunum en sætu ekki uppi með verksmiðjuna. Þetta hefði hins- vegar eitthvað staðið í heimamönn- um. Hann sagði að ef fyrirtækið myndi gleypa jafn mikið Qármagn og það hefur gert, til dæmis 20 milljónir í fyrra, gæti enginn rekið það, hvorki ríkið né heimamenn, og væri það því öllum fyrir bestu að loka því alveg eða láta það í hendur erlendra aðila sem gætu nýtt það á einhvem hátt. Ekki yrði athugað með afhendingu þess til útlendinga nema í samráði við heimamenn. Ríkisstjórn íslands gagnrýnir Þörungavinnslan hf. á Reykhólum: Heimamenn geta tekið verksmiðjuna á leigu — segir Jónas Elíasson aðstoðarmaður iðnaðarráðherra viðbrögð sovéskra stjórnvalda Skuldir 121 milljón um áramót MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem gerð var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær: „Ríkisstjómin harmar slys það, sem varð á dögunum í kamorkuveri í Chemobyl í Ukraínu, en gagniýnir um leið þau viðbrögð sovéskra stjómvalda vegna slyssins, að það skyldi hvorki tilkynnt né viðurkennt þegar í stað, og síðan ekki veittar eins nákvæmar upplýsingar um slysið og afleiðingar þess og aðrar þjóðir eiga kröfu á. Fráleitt er að fara með slíkt mál, sem stofnað getur heilbrigði margra þjóða í hættu, eins og um innanríkismál væri að ræða. Af þessu tilefni lýsir ríkisstjómin yfír áhyggjum af öryggisbúnaði kjamorkuvera, sem sýnist mjög ábótavant. Hvatt er til þess, að komið verði á fót tryggara öryggis- kerfí samkvæmt alþjóðlegum regl- um í orkuverum af þessu tagi. Eftirlit verði í verkahring alþjóð- legrar stofnunar, sem hafí vald til að kanna fyrirvaralaust öryggis- búnað, hvar sem er í heiminum, og krefjast úrbóta, sé alþjóðareglum ekki fylgt.“ SKULDIR Þörungavinnslunnar hf. á Reykhólum voru 121 milljón kr. um síðustu áramót. Stærstur hluti skuldanna var við Ríkis- ábyrgðasjóð, Ríkissjóð og Iðn- þróunarsjóð. Verksmiðja fyrir- tækisins var slegin Rikisábyrgða- sjóði á nauðungaruppboði i vetur og í fyrradag óskaði stjórn Þör- ungavinnslunnar hf. eftir gjald- þrotaskiptum á hlutafélaginu, eins og fram hefur komið. Bréf stjórnar félagsins um það efni til sýslumanns Barðastrandar- sýslu var sent í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Vilhjálmi Lúðvíkssyni stjórnarformanni Þör- ungavinnslunnar hf. vora eignir fyrirtækisins skráðar í ársreikn- ingnum á 76 milljónir, þar af 54 milljónir í fasteignum sem nú hafa verið seldar. Skuldir námu þvi 45 milljónum kr. umfram eignir um áramótin. Samkvæmt reikningum ársins varð 5 milljóna króna tap af rekstrinum og höfðu þá verið tekjufærðar reiknaðar verðbreyt- ingatelg'ur, 22 milljónir kr. Sölu- verðmæti afurða félagsins var um 40 milljónir kr. á árinu, komið í höfn erlendis, sem samsvarar rúm- lega 30 milljóna kr. tekjum við verksmiðjudyr. Atvinnan sem verk- smiðjan veitti á árinu samsvarar 26 ársverkum og greiddi hún 14,9 milljónir kr. í laun. Auk þess greiddi hún 5,9 milljónir kr. fyrir þangöflun auk 600 þúsund kr. til landeigenda í þangtökugjald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.