Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986
49
t
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Er okrað á heilsuvörum?
Kæri Velvakandi.
22. mars síðastliðinn keypti ég í
Hagkaupum á Laugavegi „Morgun
Gull með rúsínum", 1 kg pakki
kostaði þar 156 kr. 11. apríl fór ég
til að kaupa meira, þá brá svo við
að pakkinn hafði hækkað um 23
kr. og kostaði 179 kr. Ég spurði
hvernig á þessari hækkun stæði og
fékk þau svör að þetta hefði hækk-
að hjá framleiðanda, sem er „Gott
fæði“, Skeifunni 9, Reykjavík.
Ég skoðaði þessa sömu vöru í
tveimur öðrum verslunum, þar var
verðið til muna hærra en í Hag-
kaupum og fékk ég þar líka sömu
svör, verðið hefði hækkað hjá fram-
leiðanda.
Á þessum síðustu og verstu tím-
um eru verðhækkanir ekki sérlega
vinsælar. Þeir hjá fyrirtækinu „Gott
fæði“ hafa kannski ekki vitað það,
né athugað hitt, að fólk getur ein-
faldlega látið það vera að kaupa
vörur, sem hækka óeðlilega í verði.
Hægt og bítandi virðast verslanir
og ýmis þjónustufyrirtæki vera að
ýta verðinu upp. Það er líka næsta
ótrúlegur verðmunur á milli versl-
ana á nákvæmlega sömu vörunni
og alls ekki alltaf ódýrast í stór-
mörkuðunum svokölluðu. Það ætti
fólk að athuga.
Svo kemur hér orðsending til
verðlagsstjóra.
Eins og kunnugt er kaupir fólk
ókjörin öll af svokölluðum náttúru-
legum bætiefnum og er það að
verulegu leyti gamalt fólk, sem er
að reyna að lappa upp á lélega
heilsu og dvínandi þrek, enda ekki
vafamál að sumt af þessum helstu
bætiefnum eru góð og gera gagn,
en þetta er aftur á móti rándýrt
og margir halda að hér sé um að
ræða glórulaust okur. Ekkert skal
fullyrt um það, en sem dæmi um
hvað þetta kostar er svokölluð
kveldrósarolía, Pre-Glandín. I
Heilsuhúsinu á Skólavörðustíg
kostar pakki með 252 pillum 2.135
kr., en þetta er stærsta pakkningin
og hlutfallslega ódýrasta. Á pakk-
anum stendur að 2—4 pillur sé
hæfilegur dagskammtur svo ef
einhver hefur gaman af að reikna
það út hvað dagskammturinn kosti
þá getur hann það, þó er þetta
ekki nema ein tegund af mörgum
sem ýmsir nota. Nú er frjáls álagn-
ing á allar vörur, líka heilsubótar-
vörur, svo ekki er um nein lögbrot
að ræða en óneitanlega væri það
fróðlegt ef verðlagsstjóri vildi at-
huga verðlag á þessum vörum og
gera samanburð á verðlagi hér og
t.d. í Svíþjóð, en þaðan kemur all-
nokkuð af þeim heilsubótarefnum
sem hér eru seld, og ef það kæmi
á daginn að hé sé um glórulaust
okur að ræða væri kannski hægt
að gera einhveijar ráðstafanir, því
verð á þessum vörum skiptir máli
fyrir fjölda fólks og margt af því
hefur ekki úr miklu að spila.
H.S.
Fyrirspurn um
gamla vísu
Til Velvakanda.
Mér þætti gaman að spyija, hvort
einhver veit, hver vera muni höf-
undur eftirfarandi vísu og eins
hvort hún muni vera hér rétt með
farin:
Þaðerfeiláþinnimey
þundurála-bála,
aðhún heilahefurei
hurð, fyrirmálaskála.
Hvað merkja í raun orðin: þund-
ur ála bála, og hvað merkir, að
hafa ekki heila hurð fyrir mála-
skála?
I.A.
Þessir hringdu ..
Landshöfðingja-
húsið heitir
ekki „Næpan“
Reykvíkingur hringdi og fann
að því, að Landshöfðingjahúsið
við Skálholtsstíg var kallað „Næp-
an“ í spumingakeppni framhalds-
skólanna í sjónvarpinu fyrir
skömmu.
„Magnús Stephensen lands-
höfðingi byggði þetta hús um eða
upp úr aldamótum og það hefúr
aldrei heitið annað en Lands-
höfðingjahúsið. Niðjar Magnúsar
bjuggu þama mann fram af
manni. Það var hins vegar farið
að uppnefna húsið „Næpuna"
þegar Náttúmlækningafélagið
var þar með matstofu einhvem
tíma á sjötta áratugnum. Ég kann
afskaplega illa við „Næpu“-
nafnið, og krossbrá þegar ég
heyrði það notað í sjónvarpinu."
Hver orti
vísuna?
Lesandi hringdi og sagðist
langa til að forvitnast um hver
hefði ort ferskeytlu, sem væri að
fínna á veggskreytingu í útibúi
Útvegsbankans við Hlemm.
„Höfundur myndarinnar heitir
Magnús Pálsson en það er eins
og enginn viti hver orti vísuna. Ég
hef orð afgreiðslustúlkna fyrir
því, að sífellt sé verið að spyija
um höfundinn. Vísan er svona:
Falla hlés í faðminn út
firðirnesjagrænir.
Náttklædd Esjan ofanlút
eraðlesabænir.
Mér þætti vænt um ef einhver
gæti frætt mig um hver orti.“
Fyrirspurn til
borgarstjóra
Ein á áttræðisaldri hringdi:
„Mig langar að spyija Davíð
Oddsson borgarstjóra hvort hon-
um finnist ekki tímabært á 200
ára afmæli borgarinnar að fella
niður fasteignagjöld hjá ellilífeyr-
isþegum af litlum íbúðum, sem
þeir hafa eignast af lágum laun-
um, sem auðvitað voru alltaf
skattlögð. Enn er verið að skatt-
leggja okkur, þó að við séum
löngum hætt að hafa meiri tekjur
með óskerta tekjutryggingu.
Þá vildi ég beina því til Davíðs,
að ellilífeyrisþegar fái frítt í
strætó, því þótt við fáum afslátt-
armiða, kostar hvert kort 250
krónur og endist ekki lengi.
Þetta hvort tveggja mundi
stuðla að þvl, að við gætum verið
lengur á eigin vegum. Nú loksins,
þegar við höfum tíma til þess,
langar okkur að fara meira út á
meðal fólks, en fyárhagurinn bara
leyfír það ekki.
Nú jijóta ellilífeyrisþegar í
Kópavogi, sem hafa undir
360.000 krónum í tekjur á ári,
þessara hagsbóta. Einhvem tíma
var sagt, að þetta væri gert vegna
þess, að í Kópavogi byggi svo fátt
gamalt fólk, en það hefíir breyst
á undanfömum árum. í 200 ára
gamalli borg eins og Reykjavík,
hlýtur að vea hægt að búa betur
að gamla fólkinu, -sem hefur lagt
krafta sína fram til þess að gera
borgina að því sem hún er nú.“
Fyrirspurn
til samgöngu-
ráðherra
B.H. hringdi og biður Matthías
Bjamason samgönguráðherra að
svara eftirfarandi spumingu:
„Hvert er markaðsverð far-
þegaþotu af gerðinni Boeing
737-100? Við emm hér nokkrir,
sem teljum, að það verð, sem upp
er gefið í sambandi við Amar-
flugssamninginn, 8 milljónir
Bandaríkjadala, geti ekki verið
rétt verð vélar af þessari tegund,
með þeim hreyflum sem eru á
Arnárflugsvélinni.“
ARKITEKTAR
H0 RAF- NNUÐI IR:
P &>r \ JT
4 r
X J
J/r RÖNNING lumid8a4%9ó
IBM System/36
DISPLAYWRlTE/36
Displaywrite ritvinnslukerfiö er hannað meö
Displaywriter ritvinnslutölvuna sem fyrirmynd. Þetta
kerfi, sem veröur notað jafnt á IBM-4300 tölvur,
IBM System/36 tölvur og IBM-PC tölvur,
er nú tilbúið á S/36.
Markmið:
Tilgangur þessa námskeiðs er tvíþættur. Annars
vegar að þjálfa þátttakendur í notkun Disþlaywrite/36
og hins vegar að kenna uppsetningu skjala
og bréfa með sérstöku tilliti til þeirra möguleika
sem DW/36 þýður upp á.
Efni:
Valmyndir S/36 • Skipanir kerfisins • Æfingar •
íslenskir staðlar • Prentun • Útsending dreifibréfa
með tengslum við Query/36 • Tengsl við önnur kerfi.
__________ Þátttakendur:
Námskeiðið erætlað öllum notendum IBM tölva
sem áhuga hafa á að kynnast þessu nýja kerfi og
möguleikum sem það býður upþ á.
Tími og staður.
20.-23. mal kl. 13.30-17.30
Ánanaustum 15
Leiðbeinandi:
Ragna Sigurðardóttir,
Guðjohnsen. I1
Æ Stjómundrfélag islands
a£S^Q\'Ánanðustum 15 Sími: 621066