Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 31
salttæringu á aflvélum þyrlunnar. Bandskórnir og púðamir eru alltaf settir á og í ef þyrlan stendur um lengri tíma við aðstæður sem áður hafa verið nefndar. Þessar aðstæð- ur, saltrok og sviptivindar, voru til staðar á varðskipnu Oðni, 8. nóv. 1983, eins og fram kemur í veður- lýsingum í sjóferðabók varðskips- ins. bað kemur fram í málflutningi fyrir sjórétti að bandklossamir voru teknir úr geymslu sinni og settir á blöð þyrlunnar, en enginn getur gert grein fyrir hvað var gert við loftinntakspúðana. Ef að þeir voru ekki teknir út úr geymsluhólfi þyrl- unnar og settir í loftinntakið hefðu þeir átt að finnast í geymsluhólfínu sjálfu eftir slysið. En hvað vom menn að gera í tuttugu og þrjár mínútur fyrir flug- ið örlagan'ka eða frá 22.30. Fyrir sjórétti kemur eftirfarandi fram: Þriðji stýrimaður segist hafa verið að aðstoða flugvirkjann við að taka bandklossana af mótor- blöðunum. Hann segir einnig: „Ég man ekki hvað við vomm margir sem hjálpuðum, ætli það hafí ekki verið tveir hásetar með mér og Bjami heitinn líka.“ Annar stýnmaður segist hafa verið að ræða við flugmennina. Að því loknu fór flugstjórinn fyrstur inn í þyrluna og stýrimaðurinn og aðstoðarflugmaðurinn á eftir. Hann segir: „Flugvirkinn varð eftir hjá mér og svo bað flugstjórinn um merki til gangsetningar og ég gaf það niðri og það gekk allt ósköp eðlilega fyrir sig.“ Við gagnsetningu þyrlunnar verða örlagarík mistök. Það er annar stýrimaður sem gefur merki til gangsetningar, því flugvirkinn var upptekinn við að vafstra í nef- hjólinu, en hafði áður verið upptek- inn við bandklossana. Þetta er alveg hrikalegt, því þar sem ég hef starf- að er það flugvirkinn sem gefur merki til gangsetningar, hafandi áður gengið’ úr skugga um að loft- inntakið væri opið og óhindrað, en fylgist síðan með því að ekki komi upp eldur í útblæstri frá mótor eftir gangsetningu. Það er flugstjórinn sem á að skoða flughæfni þyrlunnar fyrir flugtak, en samkvæmt Iýsingu fyrir sjórétti gengu báðir flugmenn beint um borð. Annar stýrimaður heldur áfram: „Hún var gangsett og þegar þeir voru búnir að fara yfír sína tékklista í þyrlunni venjulega, þá gáfu þeir flugvirkjanum merki sem var ástæðan fyrir því að hann var þama úti, var að nefhjólið á þyrlunni hafði verið sett þversum, til þess að gera hana stöðugri, sko, hún rynni ekki fram á við og negldir við tveir litlir plankar, við framhjólið á henni eða nefhjól. Hann stjómaði því flugvirk- inn, að farið væri rétt að, þegar plankamir höfðu verið fjarlægðir. Að því loknu fór hann inn í þyriuna, þá var lokað og gefín heimild um flugtak og hún tók af til stjómborða, eðlilega fannst mér.“ Líkurnar fyrir því að púðamir vom í við flugtak em alveg yfír- þyrmandi miklar, eins og aðstæður vom á þessu illa upplýsta þyrlu- dekki í svarta myrkri. Púðamir vom dökkrauðir og loftinntakið svart og gengu púðamir djúpt inn í loftinntakið og því erfítt að sjá þá fyrir óvana. Allar aðstaeður á þyrludekki varðskipsins Óðins, fyrir þessa stóm þyrlu, vom því alveg vonlaus- ar, þrengsli, myrkur og rok. Af þeim tuttugu og þremur mínútum sem vom til ráðstöfunar hafa lík- lega 13 mínútur verið notaðar til að losa og taka bandklossana af blöðunum fjómm. Fimm mínútur hafa farið í það að koma sér út og benda á hver átti að gera hvað, tvær mínútur í uppkeyrslu og þrjár mínútur fyrir flugvirkjann að ganga frá plönkunum og rétta af nefhjólið áþyrlunni. Flugmenn þyrlunnar vom marg- reyndir harðjaxlar, sem flogið höfðu mikið saman í gegnum dagana. Homstrandir þekktu þeir álíka vel og handarbakið á sér. Þeir höfðu áður flogið til Hombjargsvita í sjúkraflugi í snjó og jiáttmyrkri um miðjan vetur. Þeir hofðu báðir bjargað sér út úr nauðlendingum á MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1986 þyrlum og vom báðir þaulvanir í blindflugi. Þyrlan TF-RAN var best búna þyrlan til blindflugs sem hing- að hefur komið. Það hefur því verið lítið mál fyrir flugmenn og þyrlu að bjarga sér út úr smáklípu í myrkrinu á Jökulfjörðum 8. nóv. 1983. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Það hefur því þurft einhverja magnaða tilviljun eða röð tilviljana í atburðarásina til að slá þessa hæfu menn út af laginu, einhvetjar vonlausar aðstæður og atvik sem enginn sér fyrir nema þá kannski eftir á. Hin örlagaríka atburðarás, 8. nóv. 1983, eins og hún gæti hafa verið. KI. 22.53 var þyrlan TF-RÁN _ tilbúin til flugtaks á þyrludekki varðskipsins Óðins. Vindur var 180 til 205 gráður, 6—7 vindstig eða 30—40 hnúta vindur, þar sem skipið var í skjóli af landi undan Höfða- strönd við innanverða Jökulfírði. Þyrlan tók af skipinu upp í vindinn og byrjaði klifur í hægri beygju til að komast frá niðurstreymi og svip- tivindum frá Staðarhlíðarfjalli, sem er rúmlega 600 fet á hæð. Gera má ráð fyrir að flughraði þyrlunnar i klifrinu hafí verið 60—70 hnútar og miðað við þetta mínútuflug, þá hafí hún verið komin í um 600 feta hæð undan vindi og átti rétt eftir að breyta stefnu í átt til vitans að Slétteyri, þegar hugsanleg 20 sek- úndna martröð flugstjóra byrjar með því, að hann sér rautt aðvö- mnarljós í mælaborði „waming panel“, sem hefði getað verið, „low rotor waming light", sem gefur honum til kynna að aðalblöð þyrl- unnar vom að hætta að snúast eða að snúningshraðinn væri á hraðri ferð niður. Hér er komið upp neyð- arástand, sem í fljótu bragði er erfitt að átta sig á, en flugstjóri bregst rétt við og byijar að hægja framskrið þyrlunnar, sem um leið byijar að tapa hæð. Þegar hraði þyrlunnar IAS er kominn í 30—40 hnúta þá er þyrlan komin inn fyrir landamæralínu lífs og dauða, „the dead mans curve", sem með öðmm orðum er hæð þyrlunnar og flug- hraði með hliðsjón af vindhraða, sem var hugsanlega í þessari hæð um 40-50 hnútar í meðvindi. Hér er komin upp sú lúmska staða, að loft það sem þyrlan kastaði frá sér „down wash“, barst með vindinum aftan að þyrlunni, um leið og flug- stjóri kveikir aðflugs- eða lending- arljós, til að undirbúa nauðlendingu og sendir út neyðarkall. Rétt áður en flugstjóra tekst að beygja upp í vindinn skellur niðurstreymsloftið „down wash“ frá þyrlunni á stélfleti þyrlunnar, sem kastar nefí hennar upp og en magnast vandinn. Þyrlan er nú komin í vítahring vélarafls eða „settling with power". Þegar niðurstreymsloftið skall á þyrlunni var flughæðin orðin vonlaus til að ná þyrlunni upp í vindinn, sem er mikilvægt ef bjarga á í neyðartil- felli. Snúningshraði aðalblaðanna er orðinn svo lítill að blöðin byija að ofrísa, „blade stall", fyrst innst, sem svo færist út til blaðsenda, og þyrlan verður stjómlaus, flughæðin er hér orðin sáralítil, þegar lokaá- fallið kemur. Það drepst á báðum mótomm þyrlunnar, „double engine flame out“, áður en þyrlan kemur í sjóinn. Hvað hefur hér skeð? Skýringanna er að leita í niður- stöðum á rannsóknum sem gerðar vom á aflvélum þyrlunnar í USA, sem vom í lagi, „no malfunction", þegar slysið varð, en þar segir: „Rotational damage to both engines was minimal, suggesting that they where operating at low power sett- ing, when water ingestion occurr- ed.“ Með öðmm orðum skemmdir á snúningsflötum aflvélanna vom í lágmarki vegna þess að aflvélamar störfuðu á litlu afli. Það fær ekki staðist að þung þyrla, sem er í flugtaki og notar til þess fullt vélarafl, „109% power", sé á litlu vélarafli. Flugslysanefnd gerir sér enga grein fyrir þvi, að Alison Detroit Diesel-250-C30, „gas turbine eng- ines“, em alltaf á 100% RPM-snún- ingshraða, allt frá flugtaki og til lendingar, og er það hlutverk „fuel goveríiors", að sjá til þess að svo sé, en þeir vom líka í lagi. Hestamannafélagið Fákur: Kaffihlaðborð og - stóðhestasýning Hér er sú viðvömn og ályktun, sem ég dreg af kynnum mínum af þyrluslysinu á TF-RÁN. í fyrsta lagi: Vatnsmengað elds- neyti, sem veldur „Flame out“ í eldsneytisúðara í „gas producer", eins konar glóðardauði. í öðra lagi: Loftsvelti, „air starv- ation", vegna púðanna í loftinntaki, sem hindra loftinnstreymi í „gas producers", sem er líklegasta orsök- in. Þetta gæti skýrt af hveiju flug- menn þyrlunnar áttu erfítt með að átta sig á eðli vélarbilunarinnar, sem birtist þeim þannig að vélarafl- ið minnkaði hægt og sígandi á ca. 15—20 sekúndur, þangað til „low rotor RPM waming light“, kom á í mælaborði þyrlunnar, sem fyrsta vísbending um neyðarástand. Ég byggi skoðun mína á gjör- breyttum forsendum fyrir slysinu, sem er allt önnur forsenda en slysa- nefndar að málinu. Þetta slysatilfelli er það lúmsk- asta, sem upp getur komið í þyrlu- flugi, við þær aðstæður sem vom á slysstað, en þær vom alveg von- lausar. Þyrlan í lítilli hæð undan hvössum meðvindi, hugsanlega meiri vindur en 7—8 vindstig í hæðinni, eða um 70 kílómetrar á klukkustund. Ástæður fyrir því að ekki tókst að bæta úr þessu neyðarástandi vora, vonlausar aðstæður til æf- inga, náttmyrkur, hvass vindur og lítil flughæð þyrlunnar þegar vand- inn kom upp, sem ekki náði að beygja upp í vindinn tímanlega fyrir nauðlendingu. Úr þessu er hálf lágkúmlegt til þess að vita, að amerískur lög- fræðingur skuli vera að vinna að málaferlum eða semja um mála- miðlunargreiðslur utan réttar við Sikorsky Aircraft, fyrir hönd ríkis- stjómar íslands. Höfundur er flugmaður og hefur starfað á Sikorsky- og Bell-þyrlum á Grænlandi, í Malasíu ogNoregi. Hann starfaði einnig um skeið í rannsóknadeild skattstjórans i Reykjavík. KAFFIHLAÐBORÐ Fákskvenna verður í félagsheimili Fáks á Víðivöllum fimmtudaginn 8. maí frákl. 14.30-18.00. Hestamannafélagið Fákur ætlar að taka upp á þeirri nýbreytni á fímmtudaginn að hafa sýningu á stóðhestum sem nú em á húsi á Víðdalssvæðinu. Fyrirhugað er að sýna á annan tug stóðhesta, bæði þekkta og verðlaunaða hesta og unga og óþekkta fola. Hestamir verða til sýnis í einu af Fákshúsun- um og verða þeir merktir með nafni og upplýsingum um ætt o.fl. Stóð- hestamir verða til sýnis milli kl. 15 og 17. Þeir stóðhestar sem em á jámum verða sýndir á Brekkubraut fyrir framan félagsheimilið. Undirbúningur fyrir hinar árlegu Hvítasunnukappreiðar Fáks stend- ur nú yfír. Mótið fer fram á skeið- velli Fáks 15., 16., 17 og 19. maí. Þar verður m.a. skorið úr um hvaða keppendur í gæðingakeppni og unglingakeppni fara fyrir hönd Fáks á Landsmót hestamanna sem fram fer á Hellu í júlíbyijun í sumar. (Fréttatílkynningf.) Bíldudalur: Eldur í áhaldahúsi BOdudal. ELDUR kom upp í áhaldahúsi Suðurfjarðarhrepps á mánudag. Unnið var við logsuðu i bíl sem þar var inni og kviknaði í honum. Bíllinn varð strax alelda og komst eldurinn upp í þak hússins. Slökkvilið Bfldudals kom fljótlega á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Bfllinn er gjörónýtur og þak áhaldahússins talsvert skemmt. - H.F. Ljósm./Víkurfréttir Frá afhendingu viðurkenninganna. Frá vinstri: Friðrik Ólafsson, þjálfari sunddeildar UMFN, Jón Ey- steinsson, Eðvarð Þór Eðvarðsson, Jón H. Jónsson, Tómas Tómasson, Finnbogi Björnsson og Páll Jónsson. Keflavík: Eðvarð Þór Eðvarðsson hlaut 100 þúsund krónur - úr Afmælissjóði Sparisjóðs Keflavíkur Keflavik. EÐVARÐ Þór Eðvarðsson, sund- kappinn kunni úr Njarðvik, hlaut fyrir skömmu viðurkenningu úr Afmælissjóði Sparisjóðs Kefla- víkur, að upphæð 100.000 krón- ur, en viðurkenningar eru veittar úr sjóðnum árlega. Einnig fékk sunddeild UMFN 50.000 krónur fyrirgottstarf. Afhending viðurkenninganna fór fram í húsakynnum Sparisjóðsins í Keflavík, að viðstöddum sparisjóðs- stjóranum og stjóm Sparisjóðsins. Jón H. Jónsson, formaður stjómar- innar, afhenti Eðvarð viðurkenning- arskjal þar sem á stendur að honum sé veitt þessi viðurkenning fyrir að auka hróður Suðurnesjamanna með frábæmm árangri í sundíþróttinni. Friðrik Ólafsson, sundþjálfari, veitti viðurkenningu sunddeildar UMFN móttöku. Aðspurður sagði Eðvarð þetta ómetanlegan stuðning og hvatningu 1 til að halda áfram á sömu braut, en nú er framundan hjá honum stórt, alþjóðlegt mót í Frakklandi, dagana 20.—24. maí. Eðvarð, ein- '• um íslenskra sundmanna, er boðið á þetta mót vegnafrábærs árangurs' hans erlendis að undanförnu-. — efi i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.