Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. MAÍ1986 Leiðtogafundinum í Tókýó lokið: Stefnt að stöðugleika í gengismálum o g minni viðskiptahömlum Viðurkennt að draga verði úr fram- leiðslustyrkjum til landbúnaðar Tókýó. AP. LEIÐTOGAFUNDI 7 helztu iðnríkja heims lauk í Tókýó í gær með sameiginlegri yfirlýsingu, þar sem því var heitið að grípa til nýrra ráðstafana til þess að draga úr gengissveiflum í heiminum en jafnframt skuli sem fyrst teknar upp nýjar viðræður um endurskoðun heimsverzlunarinnar og alþjóða peningakerfisins. í yfírlýsingu frá fundinum, en henni var gefið heitið „Efnahags- yfirlýsingin í Tókýó", lofuðu leið- togar þátttökuríkjanna, það er Japans, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Vestur-Þýzkalands, Ítalíu og Kanada, að efla af öllum mætti stöðugleika í gengismálum, beijast gegn viðskiptahindrunum og viðurkenna þá nauðsyn, að draga verði úr framleiðslustyrkjum til landbúnaðar. Mikil áherzla var ennfremur lögð á nauðsyn þess að minnka verðbólgu, draga úr fjárlagahalla í aðildarríkjunum og lækka vexti. Yasuhiro Nakasone, forsætis- ráðherra Japans, sem var í forsæti á fundinum, sagði á fundi með fréttamönnum í gærmorgun, að aðildarríkin hefðu á ný treyst gagnkvæman skilning og traust sín í milli í þeirri viðleitni að koma á enn meiri alþjóðasamvinnu á sviði efnahagsmála og stjómmála en áður. Nakasone varði það, að honum hefði mistekizt að sannfæra hina leiðtogana um nauðsyn þess að grípa til einarðra ráðstafana á Tveir Jórdanir handteknir í Vestur-Berlín Fengu sprengiefni frá sendiráði Sýrlands í Austur-Berlín Vestur-Berlín. AP. LÖGREGLAN í Vestur-Berlín kvaðst í gær hafa handtekið tvo Jórdani, sem grunaðir væru um aðild að sprengjutil- ræðinu í La Belle-diskótekinu 5. apríl. Sprengingin var til- efni Bandaríkjamanna til að gera loftárás á Líbýu 15. april. GENGI GJALDMIÐLA London. AP. Bandaríkjadollar hækkaði í gær gagnvart helztu gjald- miðlum í Vestur-Evrópu, en lækkaði enn gagnvart japanska jeninu. Var þetta m.a. rakið til leiðtogafundarins í Tókýó, en fréttir bárust þaðan um, að vestur-þýzki seðlabankinn myndi gripa til ráðstafana til að halda gengi dollarsins uppi. í London kostaði pundið 1,5335 dollara (1,5435), en annars var gengi dollars þannig, að fyrir hann fengust 2,2115 vestur-þýzk mörk (2,1852), 1,8445 svissnesk mörk (1,8272), 7,0350 franskir frankar (6,9625), 2,4905 hollenzk gyllini (2,4575), 1.520,00 ítalskar lírur (1.499,60), 1,37875 kanadískir dollarar (1,3767) og 165,20 jen (165,80). Gullverð lækkaði og kostaði það 341,25 dollara únsan (342,50). Áður var Palestínumaðurinn Ahmed Nawaf Mansur Hasi hand- tekinn í Vestur-Berlín vegna sprengingarinnar. Saksóknari í Vestur-Berlín sagði á blaðamannafundi að mennimir hétu Farouk Salameh og Fayez Sahawneh og væm þeir grunaðir um aðild að tveimur sprengjutilræðum. Annars vegar hefði sprengja spmngið í bygg- ingu Þýsk-arabíska vinafélagsins í Vestur-Berlín 29. mars, hins vegar sprengingin í diskótekinu. Þeir hefðu játað að eiga aðild að athæfínu. Tekið var fram á blaðamanna- fundinum að aðeins hefði liðið vika milli sprengjutilræðanna og að sprengjuárásir af þessu tagi hefðu ekki verið gerðar um árabil. Fyrst þeir hefðu játað aðra árásina hlyti að falla á þá gmnur um þátttöku í sprengingunni í diskótekinu. Lögreglan kveðst hafa farið eftir vísbendingum Hasis þegar tvímenningamir vora handteknir. Bróðir Hasis, sem nú er í haldi í London fyrir að hafa ætlað að sprengja upp farþegaþotu á leið- inni frá London til Tel Aviv, átti stóran þátt í sprengjuárásinni á Þýsk-arabíska vinafélagið, að sögn lögreglunnar. Ónafngreindir lögreglumenn segja að bæði Salameh og Hasi haldi því fram að sprengiefninu til árásarinnar 29. mars hafí verið smyglað frá sendiráði Sýrlands í Austur-Berlín til Vestur-Berlínar. í kvöldfréttum vestur-þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ARD sagði að yfirvöld í Vestur-Berlín væm nú að íhuga að leggja fram mót- mæli í Austur-Berlín vegna þessa atviks. Sjö manns særðust í árásinni á Þýsk-arabíska vinafélagið. gjaldeyrismörkuðum heims í því skyni að stöðva hina hröðu hækkun japanska jensins, en það hefur hækkað um 30% gagnvart Banda- ríkjadollar síðan í september í fyrra. I yfírlýsingu fundarins var tekið fram, að framtíðarhorfur í efna- hagsmálum heimsins væm bjartari nú en áður og lægra olíuverð og lækkandi vextir tilgreint sem að- alástæðumar. Margar erfíðar hindranir væm þó enn eftir, sem yrði að yfirstíga. Þeirra á meðal væm mikið atvinnuleysi, geysimik- ill fjárlaga- og viðskiptahalli sums staðar, óvissa í gengismálum, við- skiptahindranir og skuldir ríkja þriðja heimsins. „Ef mikill fjárlaga- og viðskipta- halli fær að haldast um langan tíma mun það leiða til vaxandi hættu fyrir hagvöxtinn í heiminum í heild," sagði Nakasone. 11 •™r»í<jrí' Vopnaðir lögreglumenn á verði fyrir utan Old Bailey i London í gær, er réttarhöldin hófust yf ir Patrick Magee og félögum hans. Réttarhöld hafin yfir Patrick Magee London. AP. PATRICK Magee lýsti yfir sakleysi sínu, er réttarhöld hófust yfir honum og þremur Verst varð úti borgin Doganse- hir, þar sem 6 manns biðu bana og a.m.k. 745 íbúðarhús skemmd- ust, misjafnlega mikið. íbúar skjálftasvæðanna urðu gífurlega skelkaðir og flúðu á götur út. Reist- ar hafa verið miklar tjaldbúðir til aðhýsaþá. Öttast er að tala Iátinna eigi eftir að hækka þegar fregnir berast frá afskekktum og einangmðum þorp- um á skjálftasvæðunum, en ekki hafði náðst til 13 slíkra í kvöld. Skjálftinn reið yfír klukkan 6:35 að staðartíma f morgun og flestir því enn í svefni á skjálftasvæðun- um. karlmönnum öðrum og tveim- ur konum I London í gær. Magee og félögum hans er gefið að sök að hafa í október 1984 komið fyrir sprengju í hóteli, þar sem Margaret Thatcher forsætisráðherra dvaldist. Fimm manns biðu bana í sprengingunni. Þetta gerðist í gistihúsinu Grand Hotel í Brighton og er Magee ákærður fyrir að hafa komið fyrir tímasprengju í hótel- inu á tímabilinu 14.-19. septem- ber, það er um mánuði áður en sprengingin varð 12. október. Lögreglumenn búnir skotvopn- um umkringdu dómshúsið í Old Bailey við upphaf réttarhaldanna í gær, en mikill viðbúnaður verður allan þann tíma, sem réttarhöldin standa yfír. Mikill ótti ríkir við, að félagar Magees úr Irska lýð- veldishemum (IRA) kunni að grípa til hryðjuverka og reyna að ná Magee úr höndum réttvísinnar. AP/Símamynd Örvingluð af sorg grætur tyrknesk móðir börn sín þijú eftir jarð- skjálftann í Tyrklandi á mánudag. Atburðurinn hefur einnig haft áhrif á nágranna konunnar. Tyrkland: 8 biðu bana í jarðskjálfta Ankara. AP. JARÐSKJÁLFTI, sem mældist 5,8 stig á Richter-kvarða, reið yfir suðausturhluta Tyrklands í gærmorgun, með þeim afleiðingum að a.m.k. 8 manns biðu bana, 100 slösuðust og gifurlegt tjón varð á mannvirkjum. Veður víða um heim Lœgst Haast Akureyri 5 skýjað Amsterdam 6 19 akýjað Aþena 14 24 skýjað Barcelona 18 þoku- móða Berlín 13 26 haiðaklrt Brilssel 6 21 skýjað Chicago 15 27 haiðskirt Dublin 7 12 rlgnlng Feneyjar 20 þoku- móða Frankfurt 13 23 rignlng Genf 10 20 heiðakfrt Helsinki 13 20 heiðskfrt Hong Kong 24 26 akýjað Jerúsaiem 10 22 akýjað Kaupmannah. 10 18 helðakfrt Las Palmas 21 léttskýjað Ussabon 11 17 heiðskfrt London 8 16 skýjað LosAngeles 15 23 heiðakfrt Lúxemborg 19 skýjað Malaga 22 alskýjað Mallorca 20 skýjað Miami 24 27 akýjað Montreal 5 15 tkýjað Moskva 2 8 helðakfrt NewYork 12 27 skýjað Osló 10 16 halðakfrt Parfs 10 16 skýjað Peking 13 28 helðakírt Reykjavik 8 skýjað RfódaJanelro 17 31 helðakfrt Rómaborg 14 23 •kýjað Stokkhólmur 14 20 halðakfrt Sydney 14 10 rlgnlng Tókýó 14 18 rlgning Vinarborg 18 26 helðakfrt Þórshöfn 8 súld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.