Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 29
sum með þróun millibankamarkaðs fíæti smám saman komið í stað hluta þeirrar innlánsbinding-ar, sem nú er fyrir hendi. Kem ég þá að þriðja sviðinu, þar sem ör þróun hefur orðið síðustu tvö árin, en það er verðbréfamark- aðurinn. Með starfsemi nokkurra verðbréfafyrirtækja og banka hafa viðskipti á almennum verðbréfa- markaði vaxið ört að undanförnu. Aukin þörf ríkissjóðs fyrir innlent lánsfé hefúr haft í för með sér aukið framboð á spariskírteinum ríkis- sjóðs, en jafnframt hafa stærri fyrirtæki notað hinn nýja verðbréfa- markað í vaxandi mæli til fjáröflun- ar. Þrátt fyrir þessa þróun er verð- bréfamarkaðurinn hér á landi ennþá ófullkominn og mikilvægt að stuðla að heilbrigðum vexti hans í frámtíð- inni. Hér þarf einkum tvennt til að koma. Annars vegar þarf að stuðla að betri upplýsingum á markaðnum og meiri markaðshæfni bréfa með þróun skipulegs verðbréfamarkaðs. Fyrstu skrefin hafa verið tekin í þá átt með stofnun Verðbréfaþings Islands, sem tók til starfa á síðasta ári. Starfsemi þess hefur síðan verið í mótun, en þess er að vænta, að það geti áður en langt um líður orðið virkasti vettvangur verðbréfa- viðskipta hér á landi. Hins vegar er nauðsynlegt að tryggja, að hinn nýi verðbréfamark- aður starfí með heilbrigðum hætti og fylgt sé reglum, sem tryggi sem bezt hagsmuni þeirra, sem við hann skipta. Að þessu mai'ki er stefnt með nýsettum lögum um verðbréfa- miðlun. Samkvæmt þeim geta þeir einir stundað slíka starfsemi, sem fengið hafa til þess leyfi og uppfylla tiltekin skilyrði. Jafnframt felast. í lögunum reglur um starfshætti verðbréfamiðlara og eftirlit með starfsemi þeirra af hálfu bankaeft- irlits Seðlabankans. Er með þessu eytt þeirri miklu óvissu, sem al- menningur hefur átt við að búa varðandi hæfni og starfshætti þeirra, sem við verðbréfaviðskipti fást. Jafnframt munu fást sambæri- legar upplýsingar um starfsemi verðbréfamarkaðsins eins og aðra þætti fjármálakerfisins í landinu. Þótt sú þróun til aukins ftjáls- ræðis og virkari markaðsstarfsemi á peningamarkaðnum, sem nú hef- ur verið lýst, hafí tvímælalaust haft jákvæð áhrif og stuðlað að auknum peningalegum sparnaði og meira jafnrétti á lánsfjármarkaðnum og hagkvæmari nýtingu lánsfjár, vant- ar enn mikið á, að hér á landi sé fyrir hendi alhliða fjármagnsmark- aður, þar sem kjör og dreifing láns- fjár mótist fyrst og fremst af fram- boði og eftirspurn. Enn er markað- urinn klofínn í nokkra hluta, banka- kerfið, Qárfestingarlánasjóði, líf- eyrissjóði og almennan verðbréfa- markað, þar sem vaxtafrelsi er misjafnlega víðtækt. Með því að halda niðri vöxtum á einum hluta markaðsins, t.d. íbúðalánum, eykst eftirspum eftir þeim lánum og minna verður til skipta fyrir aðra. Afleiðingin kemur því fram í hærri vöxtum annars staðar á markaðn- um. Öruggasta leiðin til þess að lækka þá raunvexti, sem nú eru hæstir á markaðnum, er að draga sem mest úr mismunun í vaxtakjör- um og sameina alla hluta Qár- magnsmarkaðsins í eina samræmda markaðsheild. Seðlabankinn á tímamótum Góðir áheyrendur, í upphafí máls míns g_at ég þess, að margt benti til að íslendingar stæðu nú efna- hagslega á timamótum og ég hef rakið ýmsar mikilvægar breytingar, sem átt hafa sér stað í efnahags- málum þjóðarinnar að undanförnu, ekki sízt í stjórn og starfsemi pen- ingakerfísins. Á þeim tímamótum, sem nú eru einnig í sögu Seðlabank- ans, er hann hefur starfað í aldar- fjórðung, er ástæða til að rifja upp þær breytingar, sem voru að gerast í íslenzku efnahagslífí um það leyti sem hann var stofnaður. Segja má, að löggjöfín sem sett var um Seðla- banka Islands 1961 hafi verið þátt- ur í þeirri heildarstefnubreytingu í efnahagsmálum, sem varð snemma á árinu 1960, en þá höfðu íslending- ar búið við haftastefnu og jafn- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986 29 Möguleiki á ráðstefnusamtöl- um verið fyrir hendi um árabil vægisleysi í efnahagsmálum með litlum hléum í hartnær þijá áratugi, eða síðan í heimskreppunni miklu upp úr 1930. Með hinni nýju efna- hagsstefnu, sem tekin var upp 1960, fóru íslendingar í kjölfar annarra Evrópuþjóða og tóku upp ftjálsræði í innflutnings- og gjald- eyrisviðskiptum í stað haftabúskap- ar og raunhæfa gengisskráningu í stað uppbóta- og fjölgengiskerfís. Tvi) meginskilyrði voru fyrir því, að unnt væri að tryggja fijálsræði í utanríkisviðskiptum áfallalaust. I fyrsta lagi að haldið væri raunhæfri gengisskráningu með tilliti til sam- ke|>pnisstöðu atvinnuvega og fram- boðs og eftirspurnar á gjaldeyri, og í iiðru lagi, að [>eningalegri eftir- spurn væri haldið nægilega í skefj- um til þess að tryggja þolanlegt jafnvægi í greiðsluviðskiptum við útlönd, í lögum þeim, sem sett voru um Seðlabankann vorið 1961, var honum falið mikilvægt hlutverk í því að tryggja þetta hvort tveggja. Þótt stefnubreytingin 1960 hafi verið utndeild á sínum tíma, heyrir sá ágreiningur nú sögunni til. Öll stjórnmálaöfl eru því nú sammála, að fijálsræði í utanríkisviðskiptum sé ein meginforsenda góðra lífs- kjara í landi, sem byggir afkomu sína fyrst og fremst á utanríkisvið- skiptum. Og þrátt fyrir erfiðleika og verðbólguvandamál, sem Islend- ingar hafa einatt átt við að stríða undanfarin 25 ár, hefur ætíð tekizt að varðveita greiðslustöðu þjóðar- búsins út á við og tryggja þannig ftjálsræði í utanríkisviðskiptum. Hafa stjórnendur Seðlabankans ætíð talið þetta eitt mikilvægasta markmiðið í starfsemi hans. Öðrum stórum áfanga í þá átt að auka fijálsræði og samkeppni í íslenzkum atvinnumálum var náð með aðild íslands að EFTA árið 1970 oghinum mikilvægu samning- um um tollfrjáls viðskipti við Efna- hagsbandalagið skömmu síðar. Með þessum samningum var tollvernd iðnaðarins afnumin, jafnframt því sem Islendingar fengu tollfijálsan aðgang að stórum útflutningsmörk- uðum. Hefur þetta hvort tveggja lagt mikið af mörkum til að auka framleiðni og fjölbreytni í íslenzku atvinnulífí. Þrátt fyrir þessi stóru skref til opnari markaðsbúskapar, hefur bein opinber íhlutun þó enn ráðið miklu um veigamikla þætti þjóðar- búskaparins. Hér er að sjálfsögðu fyrst að nefna landbúnaðinn, þar sem verndarstefna og miðstýring eru enn allsráðandi. Innan sjávarút- vegsins hefur einnig verið íkjandi millifærslu- og fískverðsákvörðun- arkerfi, sem staðið hefur í vegi fyrir samkeppni og hagstæðustu nýtingu hráefnis og framleiðslutækja. Margt bendir nú til þess, að miklar breytingar séu framundan í þessu efni í sjávarútveginum, sjóðakerfi hefur verið afnumið og vonir standa til, að í kjölfarið komi fíjáls verð- myndun á fiski í stað þess opinbera verðlagskerfis, sem ríkt hefur um langan aldur. Síðast en ekki sízt hefur peninga- markaðurinn hér á landi fram undir þetta einkennzt af lánsQárskömmt- un og opínberri íhlutun um lánskjör og útlánadreifingu. Hefur því kerfí fylgt ófullnægjandi hvatning til innlendrar fjármagnsmyndunar, jafnframt því sem opinber lánsfjár- skömmtun hefur veitt lánsfé til óarðbærrar ijárfestingar, á meðan aðrar greinar, einkum í nýiðnaði, hafa mátt búa við fjársvelti. Nú er hins vegar einnig komið að tíma- mótum í þessum efnum, eins og ég hef þegar rakið í máli mínu. Þótt margt sé enn ógert, stefnir ótvírætt í átt til fijálsari peningamarkaðs, sem mun bæði hvetja til meiri sparifjármyndunar og beina fjár- magninu um leið þangað, sem það gefur mestan arð. En það á við um fijálsræðið í þessu efni sem öðrum, að það þarf bæði svigrúm til að njóta sín og bera ávöxt og skipulagt aðhald, til að það leiði ekki til öfga eða misrétt- is. Meginhlutverk Seðlabankans, sem brátt mun starfa á grundvelli nýrrar löggjafar og með aldarfjórð- ungs reynslu að baki, er að stuðla áfram að heilbrigðri þróun peninga- kerfisins með þessi tvö sjónarmið að leiðarljósi. PÓST- og símamálastofnun hefur um árabil boðið upp á ráðstef nusamtöl, eða hópsamtöl. Hægf er að panta nokkur síma- númer i gegnum 02 sem síðan eru tengd saman. Þessi þjónusta hefur aldrei verið auglýst. Jóhann Hjálmarsson blaðafull- trúi Pósts og síma sagði í samtali við Morgunblaðið að handvirku afgreiðslurnar í Reykjavík og á Akureyri hefðu þann möguleika í skiptiborðum sínum að samtengja margar línur. Fjöldi lína takmark- aðist eingöngu af gæðum sam- bandsins. Hann sagði að búast mætti við nothæfu sambandi fyrir alltað 10—12 línur. Ef um samtöl innanbæjar er að ræða þarf aðeins að greiða af- greiðslugjald sem er krónur 33,65. Ef hringt er út á land þarf að greiða áðurnefnt' afgreiðslugjald og auk þess krónur 9,75 á hveija mínútu. Aðspurður sagði Jóhann að Póstur og sími hefði ekki auglýst þessa þjónustu vegna þess að hér væri einungis um tilraunastarfsemi Sjálfboðasam- tök um náttúru- vernd stofnuð Stofnfundur sjálfboðaliðasam- taka um náttúruvernd verður lialdinn nk. föstudag, 9. maí, í Hagaskóla og hefst hann kl. 20.00. Markmið samtakanna eru eink- um að gefa fólki tækifæri til að vinna að náttúruvemd og efla vit- und þess um gildi hennar. í ráði er að vinna að hinum ýmsu verkefn- um víðs vegar um landið, á friðlýst- um svæðum og öðmm þeim svæð- um sem sérstæð eru að náttúrufari. Mun ekki veita af að taka til hend- inni á mörgum fjölförnum og við- kvæmum stöðum, segir í fréttatil- kynningu um fundinn. Allir eru velkomnir á fundinn. Lýsi hf: Dagskammt- ur ekki heil f laska af frískamíni MORGUNBLAÐINU hefur borlzt eftirfarandi yfirlýsing frá fyrir- tækinu Lýsi hf.: „Að gefnu tilefni vil Lýsi hf. taka fram að texti auglýsingar frá Frosta, Ægisbúum og KR-krökkum varð- andi dagskrána sumardaginn fyrsta var ekki borin undir okkur. í auglýs- ingunni var tekið fram að Jón Páll myndi opna þrautabrautina kl. 14.00 og drekka heila flösku af Frískamíni. Þar sem þetta gæti valdið misskiln- ingi skal tekið fram að dagskammtur fyrir ungabörn 1—12 mánaða er 5 ml., fyrir böm 1—12 ára er 10 ml. og fyrir fullorðna 15 ml. Þar sem hver flaska inniheldur um 25 dag- skammta fyrir böm þá harmar Lýsi hf. að þessi texti hafí verið prentaður og brýnir fyrir öllum að fara eftir ráðlögðum dagskammti, sem kemur fram á miða Frískamín-flöskunnar." Leiðrétting': Kosningastjóri Kvennalistans RANGT var farið með nafn kosningastjóra Kvennalistans í frétt hér í blaðinu í gær. Hún heitir Kristín Árnadóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. að ræða, en ekki fullkomna þjón- ustu. Full ástæða væri þó til að hvetja fólk til að prófa þetta. Þetta væri ódýrt og kæmi til móts við þá sem sætta sig við viðunandi lausn, án þess að ábyrgð sé tekin ágæðum sambandsins. HELGINA 9.—11. maí nk. verður haldið Helgarskákmót í Hrísey. Að venju er öllum heimil þátttaka en meðal þátttakenda verða margir kunnustu skákmeistara landsins. Mótið hefst á föstudag um kl. 17.00 og lýkur á sunnudag um kl. 18.00. Tefldar verða 7 umferðir eftir reynslu liðinna móta en þetta verður hið 32. í röðinni. Fyrst eru tefldar tvær umferðir fram til kl. Á fimmtudaginn 8. maí halda þau Árni Sighvatsson, baritón- söngvari, og Þóra Fríða Sæ- mundsdóttir, píanóleikari, ljóða- og óperutónleika í Njarðvíkur- kirkju í samvinnu við Tónlistar- félag Keflavíkur og nágrennis. Á efnisskránni verða ljóð eftir íslenska og erlenda höfunda, svo og aríur úr óperum. Tónleikamir SEX opinberir nemendatónleik- ar Nýja tónlistarskólans verða í skólanum í þessari viku og næstu. Þeir fyrstu verða fimmtudaginn 8. maí kl. 18, en það eru einleikstón- ieikar eins nemanda úr píanódeild skólans. Sama dag kl. 20.30 verða söngtónleikar, þar sem söngnem- endur Sigurðar Demetz koma fram. Mánudaginn 12. maí kl. 18 verða tónleikar nemenda úr fyrstu fjórum Stafrænar stöðvar taka nú smám saman við af þeim hand-r virku. Ekki er ljóst hvaða mögu- leika þær bjóða upp á í sambandi við ráðstefnusamtöl en að sögn Jóhanns verður alla vega hægt að bjóða upp á samtal þriggja aðila. 19.00 á föstudagskvöld með litlum umhugsunartíma. Þriðja umferð hefst síðan kl. 20.00 sama kvöld og breytast þá tímamörkin þannig að hver keppandi hefur 1 V* klst. fyrir fyrstu 30 leikina en fær síðan 30 mínútur til viðbótar til þess að Ijúka skákinni. Tvær umferðir verða tefldar á laugardag og tvær á sunnudag. Keppt er um vegleg verðlaun eða samtals á annað- hundrað þúsund. hefjast kl. 16 á fímmtudaginn. Ámi Sighvatsson lauk 8. stigs prófi frá Söngskólanum í Reykiavík og var síðan við söngnám á Italíu í rúm tvö ár. Þóra Fríða stundaði nám við Tónlistarskólar.n í Reykja- vík. Framhaldsnám stundaði hún í Þýskalandi, m.a. var hún við nám í ljóðaundirleik við tónlistarháskól- ann í Stuttgart. stigum skólans. Miðvikudag og fimmtudag 14. og 15. maí kl. 18 báða dagana verða einleikaratón- f leikar nemenda úr framhaldsdeild- um skólans. Síðustu tónleikamir, að þessu sinni, verða föstudaginn 16. maí kl. 18, og verða það hljómsveitar- og „Kammermusík“-tónleikar. Allir tónleikarnir verða í sal skólans og eru allir velkomnir. (Fréttatíikynníng:) Ljóða- og óperutón- leikar í Njarðvík 32. helgarskák- mótið í Hrísey Sex nemendatónleikar í Nýja Tónlistarskólanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.